Háskólinn í Reykjavík, Laufásvegur 74, Njálsgötureitur 1, Ánanaust 15, Gufunes, útivistarsvæði, Vesturlandsvegur, Hallar, Kjalarnes, Leirur, Fiskislóð 23-25, Snorrabraut 58, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Háteigsvegur 4, Hrísateigur 20, Jónsgeisli 93, Laufásvegur 63, Laufásvegur 73, Mímisvegur 8, Rauðalækur 22, Selvogsgrunn 13, Skildinganes 44, Spöngin/Móavegur, Vífilsgata 9, Borgartún 8, Pósthússtræti 9, Blikastaðavegur 2-8, Holtsgata 7b, Skuggahverfi, deiliskipulag, Lindargata 28-32, Einimelur 24, Móvað 11, Heiðargerði 76, Laugavegur 95, 97 og 99, Snorrabraut 24, Austurstræti 9, Reiðvað 1-7, Stararimi 3, Stararimi 5, Stararimi 9,

Skipulagsráð

96. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 6. júní kl. 09:10, var haldinn 96. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Dagur B Eggertsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Ásta Þorleifsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson, Marta Grettisdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50481
1.
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga IS arkitekta að deiliskipulagi dags. í október 2006 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram að nýju bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 og bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005. Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 30. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá Halldóri Jónssyni dags. 29. apríl 2007 og Björgvini N. Ingólfssyni fh. Bílaleigu Flugleiða dags. 30. apríl 2007, Dagmar Sigurðardóttir lögfr. fh. Landhelgisgæslunnar dags. 30. apríl 2007, Þorgeirs Pálssonar fh. Flugstoða ohf. dags. 30. apríl 2007, Kristjáns Sveinbjörnssonar fh. Flugmálafélags Íslands dags. 30. apríl 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 29. maí 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til og með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70165 (01.19.73)
231256-2539 Davíð Karl Karlsson
Næfurás 2 110 Reykjavík
090644-2469 Einar Eiríksson
Laufásvegur 74 101 Reykjavík
2.
Laufásvegur 74, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Davíðs Karls Karlssonar bfr. f.h. Einars Eiríkssonar, dags. 13. mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 74 við Laufásveg skv. uppdrætti, dags. 12.mars 2007. Í tillögunni felst bygging sólstofu á vesturhlið hússins á þaki bílgeymslu. Grenndarkynningin stóð frá 21. mars til og með 20. apríl 2007. Athugasemd barst frá forsætisráðuneytinu dags. 20. apríl 2007 og embætti Forseta Íslands dags. 20. apríl 2007. Lagt fram tölvubréf Einars Eiríkssonar dags. 25. apríl 2007 þar sem farið er fram á frestun á afgreiðslu erindisins. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 5. júní 2007.
Synjað með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 60440 (01.19.01)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
3.
Njálsgötureitur 1, reitur 1.190.0, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Traðar, dags. 8. febrúar 2007, ásamt greinargerð, dags. 21. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 9. mars til og með 25. apríl 2007. Athugasemd barst frá Arndísi Reynisdóttur, Grettisgötu 44, dags. 25. apríl 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 29. maí 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70070 (01.13.34)
680301-2630 Þórsafl hf
Skútahrauni 15 220 Hafnarfjörður
211256-4519 Friðrik Friðriksson
Kelduhvammur 6 220 Hafnarfjörður
4.
Ánanaust 15, breyting á deiliskipulagi Sólvallagötureits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulag dags. 20. mars 2007. Grenndarkynningin stóð frá 10. apríl til og með 8. maí 2007. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Holtsgötu 41 dags. 6. maí 2007. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. maí 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Skipulagsráð tekur ekki undir niðurstöðu skipulagsstjóra í framlagðri umsögn og telur ekki ástæðu til að draga úr byggingarmagni frá kynntri tillögu, enda hefur ekki verið sýnt fram á að breytingin hafi í för með sér skerðingu á hagsmunum þeirra lóðarhafa sem gerðu athugasemdir við tillöguna.

Umsókn nr. 70319 (02.2)
581298-2269 Landark ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
5.
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landark, dags. 10. maí 2007, að breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Breytingin felst m.a. í því að afmörkun og stærð lóðar ÍTR er breytt, byggingarmagn aukið og bílastæðum fjölgað.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70051
6.
Vesturlandsvegur, Hallar, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Halla, austan Vesturlandsvegar dags. 14. mars 2007. Breytingin gengur út á fjölgun lóða. Einnig lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2006. Tillagan var auglýst frá 11. apríl til og með 23. maí 2007. Athugasemd barst frá Stekkjarbrekkum ehf. dags. 23. maí 2007 og ábending frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 21. mars 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 29. maí 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til niðurstaðna í umsögn skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70287
251250-2009 Hreiðar Karlsson
Leirur 116 Reykjavík
290753-3179 Elín Sigurbjörg Gestsdóttir
Leirur 116 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Leirur, bygging einbýlishúss
Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 25. maí 2007 varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni Leirur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að byggja einbýlishús á landi Leira (Fitjakot) á Kjalarnesi.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með fyrirvara um að samþykki landbúnaðarráðherra skv. 12. gr. jarðarlaga nr. 65/1976 sbr. 21. gr. sömu laga, liggi fyrir að auglýsingatíma loknum.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70125 (01.08.92)
440169-4659 Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf
Pósthólf 4320 124 Reykjavík
530468-1359 Eurostál ehf
Mörkinni 3 108 Reykjavík
8.
Fiskislóð 23-25, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta dags. 15. apríl 2007 að breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits, hækkun nýtingarhlutfalls. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 70138 (01.19.34)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
9.
Snorrabraut 58, breyting á deiliskipulagi Heilsuverndarreits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 7. mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðar nr. 58 við Snorrabraut skv. uppdrætti Hornsteina, dags. 7. mars 2007. Breytingin gengur út á stækkun á byggingarreit á lóð Droplaugastaða. Lagt fram bréf framkvæmdasviðs, dags. 12. apríl 2007.
Grenndarkynningin stóð frá 20. apríl til og með 18. maí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 36109
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 446 frá 5. júní 2007.


Umsókn nr. 35724 (01.24.441.9)
160774-4879 Steinar Þór Þorfinnsson
Háteigsvegur 4 105 Reykjavík
11.
Háteigsvegur 4, endurnýjun á byggingarleyfi frá 11.01.2006
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2007 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi sem samþykkt var 11. janúar 2006 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr við vesturmörk lóðarinnar nr. 4 við Háteigsveg, skv. uppdr. Tómasar B. Böðvarssonar, dags. maí 2005. Málið var í grenndarkynningu frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. júlí 2005 (vegna fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda og lóðarhafa að Háteigsvegi 2 dags. 12. september 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr 36,0 ferm. og 106,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 7.221
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 34876 (01.34.620.3)
200967-5779 Gauti Arnar Marinósson
Hrísateigur 20 105 Reykjavík
041167-3519 Hulda Sverrisdóttir
Hrísateigur 20 105 Reykjavík
12.
Hrísateigur 20, stækkun
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja skála framan við bílskúr breyta notkun á bílskúr mhl 02 og tengja við mhl 0102 í íbúðarhúsi (mhl. 01), byggja viðbyggingu við suðurhlið 1. hæðar mhl. 01, og til að byggja viðbyggingu með svölum ofan á við austurhlið fjölbýlishússins á lóðinni nr. 20 við Hrísateig, samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 5. febrúar 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. nóvember 2006 fylgir erindinu.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 5. mars 2007.
Stærð: Skáli framan við bílskúr 13,8 ferm., viðbygging við austurhlið 16,0 ferm., og garðskáli 10 ferm.
Samtals 39,8 ferm., og 98,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.800 + 6.671
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 35956 (04.11.330.7)
460199-2399 Endurskoðun og uppgjör ehf
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
13.
Jónsgeisli 93, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt atvinnuhús suðurhlið hefðbundin en annars einangrað að utan og að mestu klætt með álklæðningu og að hluta timbbri á lóð nr. 93 við Jónsgeisla.
Stærð: 234 ferm., 989,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 67.306
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa og yfirferðar skipulagsstjóra.


Umsókn nr. 35554 (01.19.701.1)
120372-3789 Linda Jóhannsdóttir
Laufásvegur 63 101 Reykjavík
120269-2919 Ellert Finnbogason
Laufásvegur 63 101 Reykjavík
14.
Laufásvegur 63, svalir, pallur og setlaug
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. mars 2007 þar sem sótt var um leyfi til að rífa svalir og byggja nýjar með tröppum niður í garð á framhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 63 við Laufásveg. Einnig er sótt um leyfi til að gera nýjan hlaðinn pall, skjólgirðingu og til að koma fyrir setlaug og einu bílastæði innan lóðar samkvæmt teikningum Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 6. mars 2007. Grenndarkynningin stóð frá 30. mars til og með 30. apríl 2007. Athugasemdir bárust Sigurði Ólafssyni dags. 26. apríl 2007, Davíð Á. Gunnarssyni dags. 30. apríl 2007. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 29. maí 2007.

Óskar Bergsson tók sæti á fundinum kl. 9:15, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 11, 12 og 13

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35552 (01.19.711.1)
180263-3309 Þorsteinn M Jónsson
Laufásvegur 73 101 Reykjavík
15.
Laufásvegur 73, bílskúr, stækka kjallara, st. eldhús
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2007 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr við lóðarmörk í vestur, byggja nýjan tvöfaldan við lóðarmörk í austur og koma fyrir tveimur bílastæðum innan lóðar, að stækka kjallara til suðvesturs og útbúa verönd ofan á, stækka anddyri til norðvesturs, að byggja jarðhýsi austan og norðan megin, að stækka eldhús á 1. hæð og útbúa svalir á 2. hæð, innrétta rishæð og byggja tvo nýja kvisti í þak. Einnig er sótt um leyfi til að endurskipuleggja lóð, koma fyrir setlaug og skjólveggjum á suðausturhluta lóðar og skjólveggjum fyrir sorp og garðáhöld norðvestan megin á lóð.
Málinu fylgir samþykki lóðarhafa Laufásvegar 75, skilyrt samþykki eigenda Laufásvegar 71, og skilyrt samþykki lóðarhafa Bergstaðastrætis 80 öll dags. 8. nóvember 2006. Grenndarkynning stóð yfir frá 30. mars til 30. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá Embætti forseta Íslands dags. 20. apríl 2007. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 5. júní 2007.
Stækkun: Kjallari 143,3 ferm., 1. hæð 18,9 ferm., bílskúr 70,4 ferm.
Samtals 232,6 ferm., 450,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 +30.620
Synjað, með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 35802 (01.19.611.1)
280853-3059 Ragnhildur Hjaltadóttir
Mímisvegur 8 101 Reykjavík
141131-6059 Magnús Karlsson
Mímisvegur 8 101 Reykjavík
560279-0199 Kirkja Jesú Kr h síð daga heil
Ásabraut 2 210 Garðabær
16.
Mímisvegur 8, svalir á 1.,2. og 3.h suðurhliðar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir við suðlæga hlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Mímisveg.
Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 35725 (01.34.400.2)
250358-4669 Guðmundur Ragnarsson
Rauðalækur 22 105 Reykjavík
210637-4199 Rannveig Karlsdóttir
Karfavogur 40 104 Reykjavík
17.
Rauðalækur 22, svalir og fl
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum, koma fyrir svölum á 1. hæð og tröppum ofan í garð við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 22 við Rauðalæk, samkvæmt teikningu Hildar Bjarnadóttur dags. 10. mars 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Málinu fylgir samþykki eiganda 0001 áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 35753 (01.35.040.4)
110864-4779 Auðunn Elíson
Selvogsgrunn 13 104 Reykjavík
180464-7949 Valgerður Þórðardóttir
Selvogsgrunn 13 104 Reykjavík
201226-4499 Ásdís Vilhelmsdóttir
Selvogsgrunn 13 104 Reykjavík
18.
Selvogsgrunn 13, stækkun á efstu hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi til að stækka efri hæð tvíbýlishússins á lóðinni nr. 13 við Selvogsgrunn.
Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 35,8 ferm. 121,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 8.242
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35664 (01.67.600.5)
160173-3949 Ingvar Vilhjálmsson
Skildinganes 25 101 Reykjavík
251275-2979 Helga María Garðarsdóttir
Skildinganes 25 101 Reykjavík
111044-6789 Birna Geirsdóttir
Skildinganes 42 101 Reykjavík
19.
Skildinganes 44, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 44 við Skildinganes.
Stærð: Íbúð kjallari 205,3 ferm., 1. hæð 194,5 ferm., bílgeymsla 47,8 ferm., samtals 447,6 ferm., 1917,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 130.363
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36043
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
20.
Spöngin/Móavegur, aðstöðugámur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja niður gám fyrir aðstöðu vagnstjóra Strætó bs við bráðabirgðaskiptistöð í Spönginni.
Gámurinn er fluttur frá Gvendargeisla og sótt er um leyfið til eins árs.
Gjald kr. 6.800
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tímabundna staðsetningu til eins árs.

Umsókn nr. 35678 (01.24.331.2)
300779-4929 Örvar Geir Örvarsson
Víðimelur 73 107 Reykjavík
21.
Vífilsgata 9, hækka þak
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak eins og þegar hefur verið gert á húshluta nr. 11 ásamt leyfi til þess að byggja kvist á vesturgafli stærri en samþykkt var og með svölum framan við á þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 9 við Vífilsgötu.
Jafnframt er erindi 34151 dregið til baka. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 1. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda að húsi dags. 11. nóvember 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 31,5 ferm., 31,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.142
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Ólöf Örvarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 35574 (01.22.010.7)
681205-3220 Höfðatorg ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
22.
Borgartún 8, 7 og 19 hæða bygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4. áfanga sem að hluta sjö hæða og allt að nítján hæða þjónustu og skrifstofuhús ofan á tvær kjallarahæðir með aukarýmum og bílastæðum allt úr steinsteypu og ál-gluggakerfi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 6. mars, endurskoðuð 12. apríl og 15. maí 2007, mat á hljóðvist frá VSÓ dags. í maí 2005 og umsögn burðarvirkishönnuða dags. 6. mars 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Neðsti kjallari 143,9 ferm., neðri kjallari 873,3 ferm., kjallari 894 ferm., 1. hæð 1615,8 ferm., 2. hæð 1265,8 ferm., 3.-6. hæð 1607,8 ferm. hver hæð, 7. hæð 1558,9 ferm., 8. hæð 797,6 ferm., 9. -19. hæð 729,5 ferm. hver hæð, 20. hæð 88 ferm., samtals 21693 ferm., 83431,3 rúmm.
Bílakjallari (B-rými) 277,8 ferm., 13792,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 6.611.218

Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson véku af fundi kl. 11:00, eftir var að afgreiða liði nr. 5, 6, 9 og 23.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Pálmar Kristmundsson og Þorsteinn Geirharðsson, arkitektar, kynntu.


Umsókn nr. 36080 (01.14.051.5)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík
23.
Pósthússtræti 9, br. húshlið að Pósthússtr.
Sótt er um leyfi til þess að breyta allri hlið hússins að Austurvelli, skipta út gluggakerfi á 2. - 6. hæð (hótelherbergi) og stækka lítillega og breyta alveg útliti á 1. hæð (veitingahús) atvinnuhússins á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.


Umsókn nr. 70204 (02.49.61)
24.
Blikastaðavegur 2-8, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Stekkjarbrekkna ehf. dags. 26. mars 2007 varðandi breytt deilskipulag lóðarinnar Blikastaðavegs 2-8. Í breytingunni felst m.a. að skilmálum verði breytt á þann veg að lágmarkssölusvæði einstakra rýma megi vera undir 1000 fm.
Málinu vísað til umsagnar lögfræðiskriftstofu stjórnsýslu og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar og yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 70298 (01.13.46)
200649-4439 Einar Friðberg Hjartarson
Mosarimi 11 112 Reykjavík
25.
Holtsgata 7b, (fsp) aukið byggingarmagn
Lögð fram fyrirspurn Einars Hjartarsonar dags. 10. maí 2007 varðandi aukið byggingarmagn á lóðinni nr. 7b við Holtsgötu. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. maí 2007.
Neikvætt með vísan til gildandi deiliskipulaga og umfjöllunar í umsögn skipulagsstjóra. Skipulagsráð mun ekki taka til athugunar neinar tillögur að breytingu á deilskipulagi nema erindi þess efnis berist frá þinglýstum eiganda eða í umboði þeirra.

Umsókn nr. 70003
26.
Skuggahverfi, deiliskipulag, kynning
Nikulás Úlfar Másson kynnti stöðu deiliskipulags í Skuggahverfi.


Umsókn nr. 60606 (01.15.24)
120944-2669 Kristinn Ragnarsson
Skaftahlíð 27 105 Reykjavík
210959-5809 Guðbjartur K Ingibergsson
Hléskógar 6 109 Reykjavík
27.
Lindargata 28-32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurnartillaga KRark, dags. 22. maí 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 28-32 við Lindargötu. Einnig lagt fram bréf Ómars I. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa, dags. 14. september 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 60417 (01.52.61)
270648-4019 Jón Eiríksson
Einimelur 24 107 Reykjavík
28.
Einimelur 24, lóð í fóstur
Lagt fram bréf Jóns Eiríkssonar, dags. 12. júní 2006, þar sem óskað er heimildar til að taka spildu framan við lóð nr. 24 við Einimel í fóstur. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfissviðs, dags. 5. september 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. maí 2007.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70277 (04.77.12)
600405-0120 Elliðahvammur ehf
Stórhöfða 23 110 Reykjavík
210172-4329 Davíð Guðmundsson
Fífulind 4 201 Kópavogur
29.
Móvað 11, lóðastækkun
Lagt fram að nýju erindi Elliðahvamms ehf. vegna lóðastækkunar samkvæmt uppdrætti KRark ásamt samþykki Orkuveitur Reykjavíkur dags. 25. maí 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60798 (01.80.22)
30.
Heiðargerði 76, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. júní 2007, vegna kæru á synjun umsóknar um breytingu á deiliskipulagi á Heiðargerðisreit, Heiðargerði 76.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 70321 (01.17.41)
31.
Laugavegur 95, 97 og 99, Snorrabraut 24, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 31. maí 2007 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur um breytt deiliskipulag Laugavegar 95-99 og á ákvörðun skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007 um að heimila byggingu steinsteypts húss á lóðinni nr. 99 við Laugaveg, ásamt því að byggja við og ofan á húsin að Laugavegi 95 og 97 og ofan á núverandi hús að Laugavegi 99. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinum kærðu ákvörðunum er hafnað.


Umsókn nr. 36097 (01.14.021.0)
32.
Austurstræti 9, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 29. maí 2007, sbr. ákvæði 1. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:18, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 11-14 og 16-21.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 36110 (04.77.280.2)
33.
Reiðvað 1-7, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. júní 2007 vegna lokaúttektar húsa á lóð nr. 1-7 við Reiðvað.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 36112 (02.52.320.1)
34.
Stararimi 3, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltúa dags. 4. júní 2007 vegna lokafrágangs húsa og lóðar í Stararima 3.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 36113 (02.52.320.2)
35.
Stararimi 5, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. júní 2007 vegna lokafrágangs húsa og lóðar í Stararima 5.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 36114 (02.52.320.4)
36.
Stararimi 9, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. júní 2007 vegna lokafrágangs húsa og lóðar í Stararima 9.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.