Ánanaust 15
Verknúmer : SN070070
96. fundur 2007
Ánanaust 15, breyting á deiliskipulagi Sólvallagötureits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulag dags. 20. mars 2007. Grenndarkynningin stóð frá 10. apríl til og með 8. maí 2007. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Holtsgötu 41 dags. 6. maí 2007. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. maí 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Skipulagsráð tekur ekki undir niðurstöðu skipulagsstjóra í framlagðri umsögn og telur ekki ástæðu til að draga úr byggingarmagni frá kynntri tillögu, enda hefur ekki verið sýnt fram á að breytingin hafi í för með sér skerðingu á hagsmunum þeirra lóðarhafa sem gerðu athugasemdir við tillöguna.
163. fundur 2007
Ánanaust 15, breyting á deiliskipulagi Sólvallagötureits
Að lokinni grenndarkynningu er erindið lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulag dags. 20. mars 2007. Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Holtsgötu 41 og 41a, Sólvallagötu 80-84 (jöfn númer) ásamt Seljavegi 32. Grenndarkynningin stóð frá 10. apríl til og með 8. maí 2007. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Holtsgötu 41 dags. 6. maí 2007. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. maí 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
158. fundur 2007
Ánanaust 15, breyting á deiliskipulagi Sólvallagötureits
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2007 var lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tak, dags. 2. febrúar 2007 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 15 við Ánanaust. Breytingin felur í sér að leyft verði að byggja hæð ofan á núverandi hús meðfram Holtsgötu. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2007.
Á fundinum var erindinu frestað og tiltekið að lagfæra þyrfti uppdrætti þannig að þakhæð nái ekki lengra inn í garð en útveggur hússins að Holtsgötu 41 og verði inndregin í átt að götu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. dags. 9. febrúar 2007.
Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulag dags. 20. mars 2007.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Holtsgötu 41 og 41a, Sólvallagötu 80-84 (jöfn númer) ásamt Seljavegi 32.
151. fundur 2007
Ánanaust 15, breyting á deiliskipulagi Sólvallagötureits
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tak, dags. 02.02.07, um að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 15 við Ánanaust. Breytingin felur í sér að leyft verði að byggja hæð ofan á núverandi hús meðfram Holtsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2007.
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti þannig að þakhæð nái ekki lengra inn í garð en útveggur hússins að Holtsgötu 41 og verði inndregin í átt að götu. Nánar vísast til umsagnar skipulagsfulltrúa. dags. 9. febrúar 2007.