Baldursgötureitur 1,
Einholt-Þverholt, nýtt deiliskipulag.,
Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4,
Landakot,
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur,
Vesturlandsvegur, Hallar,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Borgartún 8,
Freyjubrunnur 11,
Sifjarbrunnur 1,
Súðarvogur 38,
Hörpugata 7,
Stjórnsýsluúttekt,
Lóðir fyrir slökkvistöðvar,
Nafnanefnd,
Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur,
Kjalarnes, Fitjar,
Njálsgötureitur 1,
Njálsgötureitur 3,
Úlfarsárdalur,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Frakkastígur 26A,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005
86. fundur 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 14. mars kl. 09:10, var haldinn 86. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 70031 (01.18.63)
1. Baldursgötureitur 1, forsögn að deiliskipulagi reits 1.186.3
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn að deiliskipulagi Baldursgötureits 1, sem afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Kynning stóð yfir frá 21. febrúar til og með 8. mars 2007. Athugasemdir bárust frá Kristínu Hafsteinsdóttur, dags. 21.febrúar 2007, Guðríði Jóhannesdóttur dags. 6. mars 2007, Elís Péturssyni dags. 7. mars 2007, Kára Sólmundarsyni, dags. 5. mars 2007 og Ólafi Hanssyni, dags. 8. mars 2007. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007.
Athugasemdir kynntar. Vísað til athugunar í tillögu að deiliskipulagi reitsins.
Umsókn nr. 990316 (01.24.43)
2. Einholt-Þverholt, nýtt deiliskipulag., Reitir 1.244.1, 1.244.3.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi reits 1.244.1 og 1.244.3, Einholt/Þverholt. Tillagan er í auglýsingu frá 5. febrúar til og með 19. mars 2007, einnig lögð fram fyrirspurn íbúa dags. 11. mars 2007 vegna kynningarfundar þann 7. mars 2007.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillöguna til 10. apríl n.k. með vísan til óska íbúa sem fram komu á kynningarfundi þann 7. mars s.l. Framlagðri fyrirspurn vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 60240 (01.17.21)
581298-3589
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
3. Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4, Reitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi.
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga KRark, dags. 25. september 2006, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.172.1, ásamt skuggavarpi, vegna Laugavegs 33-35 og Vatnsstígs 4, mótt. 12. október 2006. Kynning stóð yfir frá 3. til 17. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Vigdísi Sigurjónsdóttur, dags. 8. nóvember 2006, Aðalheiði Guðmundsdóttur, dags. 8. nóvember 2006, Sigríði Jóhannesdóttur, dags. 17. nóvember 2006, Jóhannesi Ágústarsyni, dags. 17. nóvember 2006 og Halldóri Kára Ævarssyni, dags. 17. nóvember 2006.
Einnig lögð fram ný tillaga á breytingu á deiliskipulagi móttekið 14. mars 2007 ásamt skuggavarpi.
Samþykkt að auglýsa nýja tillögu að breytingu á deiliskipulag.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir óskuðu bókað:
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra leggjast nú sem fyrr gegn fyrirhuguðu niðurrifi húsanna nr. 33-35 við Laugaveg sem og annarra gamalla húsa við Laugaveg milli Vatnsstígs og Frakkastígs og eru hluti gamallar götumyndar Laugavegarins. Jafnframt er bent á ályktun Torfusamtakanna um að varðveita beri gamla götumynd Laugavegarins milli Vatnsstígs og Frakkastígs og húsin nr. 33, 35, 41 og 45 eru hluti af. Sú breyting á deiliskipulagi sem nú er til umfjöllunar er sorglegt dæmi um þá stjórnlausu sókn í aukið byggingarmagn á lóðum við Laugaveg sem valda því að sérstaða þessarar elstu verslunargötu borgarinnar er óðum að hverfa ásamt þeirri merkilegu menningarsögu sem hús hennar eru vitnisburður um.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra leggjast því gegn þessum breytingum sem auka byggingarmagn enn meira.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra hvetja borgaryfirvöld til að endurskoða stefnu sína áður en það er um seinan og götumynd Laugavegar verði varðveitt fyrir komandi kynslóðir.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúar Framsóknarflokks; Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar; Stefán Benediktsson og Heiða Björg Pálmadóttir óskuðu bókað:
Uppbygging í þessum reit er í góðu samræmi við löngu samþykkt deiliskipulag við Laugaveginn, sem var full samstaða um í skipulagsráði á síðasta kjörtímabili. Uppbyggingin skapar tækifæri til að bæta til muna aðstöðu fyrir þjónustu og verslun á þessum hluta Laugavegar og treystir þannig enn frekar stöðu þessarar mikilvægu verslunargötu borgarinnar.
Umsókn nr. 30347 (01.16.01)
4. Landakot, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi, dags. 21. september 2006, ásamt greinargerð, móttekin 18. október 2006. Kynning stóð yfir frá 24. janúar til og með 7. mars 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Haraldi Ólafssyni dags. 8. mars 2007, Stefáni S. Grétarssyni dags. 8. mars , Foreldraráði Vesturbæjarskóla dags. 7. mars, Gunnari Gunnarssyni dags. 7. mars, Ólafi Erni Haraldssyni dags. 7. mars, Svönu Kristinsdóttur dags. 7. mars, Eddu K. Einarsdóttur dags. 7. mars, Agli Helgasyni dags. 7. mars, Laufeyju Böðvarsdóttur dags. 8. mars, Gunnlaugi Jónassyni og Helgu Jónsdóttur dags. 7. mars, Geir Svanssyni dags. 7. mars, Ásthildi Haraldsdóttur dags. 7. mars, Foreldrafélag Öldukots dags. 7. mars, Höllu D. Önnudóttur og Jóni Þ. Bergþórssyni dags. 7. mars, Stefáni Erni Stefánssyni dags. 6. mars 2007. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum að ekki skal gera ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 21 við Öldugötu. Þess í stað skal gera ráð fyrir sparkvelli eins og verið hefur með vísan til samantektar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 50733 (01.6)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
5. Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög ALARK arkitekta ehf, dags. 7. mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Breytingin tekur til aukins byggingarmagns og breyttrar aðkomu.
Kynnt. Frestað.
Umsókn nr. 70051
6. Vesturlandsvegur, Hallar, br. á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Halla, austan Vesturlandsvegar dags. 14. mars 2007. Breytingin gengur út á fjölgun lóða. Einnig lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 35584
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 435 frá 13. mars 2007.
Umsókn nr. 35574 (01.22.010.7)
681205-3220
Höfðatorg ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
8. Borgartún 8, 7 og 19 hæða bygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4. áfanga sem að hluta sjö hæða og allt að nítján hæða þjónustu og skrifstofuhús ofan á tvær kjallarahæðir með aukarýmum og bílastæðum allt úr steinsteypu og ál-gluggakerfi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 6. mars 2007, mat á hljóðvist frá VSÓ dags. í maí 2005 og umsögn burðarvirkishönnuða dags. 6. mars 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Neðsti kjallari 84,9 ferm., neðri kjallari 615,3 ferm., kjallari 897,7 ferm., 1. hæð 1722 ferm., 2. hæð 1304,6 ferm., 3.-6. hæð 1608,1 ferm. hver hæð, 7. hæð 1560,8 ferm., 8. hæð 799,9 ferm., 9. -19. hæð 744,6 ferm. hver hæð, 20. hæð 67,1 ferm., samtals 21675,3 ferm., 83285,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 5.663.387
Frestað.
Umsókn nr. 35557 (02.69.570.4)
290858-6749
Bjarni Geir Guðbjartsson
Tröllaborgir 6 112 Reykjavík
9. Freyjubrunnur 11, einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Freyjubrunn.
Stærð íbúð: 220,5 ferm., bílgeymsla 29,4 ferm.
Samtals 249,9 ferm. 859,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 58.453
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 35543 (05.05.510.1)
210368-3459
Kristinn Karl Garðarsson
Víkurbakki 4 109 Reykjavík
10. Sifjarbrunnur 1, Einbýlishús á 2 hæðum
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 1 við Sifjarbrunn.
Stærð: íbúð xx ferm., bílgeymsla xx ferm.
Samtals 262,5 ferm., 708,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 48.185
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 35226 (01.45.440.2)
060332-7979
Narfi Hjartarson
Blönduhlíð 21 105 Reykjavík
11. Súðarvogur 38, breyting á 2. hæð
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúð með vinnuaðstöðu 2. hæð í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 38 við Súðarvog.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 7. janúar 2006.
Málinu fylgir bréf frá eiganda dags. 15. febrúar 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 70020 (01.63.58)
060470-3249
Ólöf Hildur Pind Aldísardóttir
Bergstaðastræti 36 101 Reykjavík
12. Hörpugata 7, (fsp) breyting á lóð
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju fyrirspurn Ólafar Pind Aldísardóttur, dags. 11. janúar 2007 og 24. janúar 2007, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 7 við Hörpugötu og byggja nýtt hús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2007 og drög að kynningargögnum mótt. 25. janúar 2007. Kynning stóð yfir frá 7. febrúar til og með 21. febrúar 2007. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Hörpugötu 9, dags. 12. febrúar 2007.
Leiðrétt bókun frá 7. mars 2007, rétt bókun er "Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst."
Umsókn nr. 60471
13. Stjórnsýsluúttekt, skipulags- og byggingarsvið
Lögð fram stjórnsýsluúttekt Intellecta á skipulags- og byggingarsviði ásamt tillögum um breytingar.
Skipulagsráð fagnar framkominni stjórnsýsluúttekt á skipulags- og byggingarsviði og þeim tillögum sem þar eru kynntar. Verkefnið, sem byggt er á viðtölum við starfsmenn, viðskiptavini og stjórnmálamenn, er að mati skipulagsráðs afar vel unnið og felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Þessi tækifæri vill skipulagsráð einkum nýta til þess að bæta þjónustu við borgarbúa, en einnig til að gera ábyrgð stjórnenda sviðsins skýrari og bæta starfsaðstöðu- og umhverfi starfsmanna. Með þetta að markmiði leggur skipulagsráð til að skipulags- og byggingarsvið hefji strax vinnu við að útfæra þær tillögur sem fram koma í stjórnsýsluúttektinni undir forystu sviðstjóra, sem geri ráðinu reglulega grein fyrir stöðu og þróun verkefnisins.
Umsókn nr. 70060
590182-2579
Slökkvistöðin í Reykjavík
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
14. Lóðir fyrir slökkvistöðvar, við Vesturlandsveg og við Stekkjarbakka
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2007, ásamt bréfi SHS fasteigna, dags. 19. janúar 2007, varðandi tvær lóðir fyrir nýjar slökkvistöðvar, annars vegar lóð undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg, Hallar og hins vegar við Stekkjarbakka. Einnig lögð fram frumdrög Arkþings að nýrri tillögu, ódags.
Tillaga kynnt. Frestað.
Umsókn nr. 35534
15. Nafnanefnd,
Byggingarfulltrúi skýrir frá vinnu nefndarinnar.
Umsókn nr. 60623 (02.69.3)
16. Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Úlfarsárdals vegna byggingarreita við Iðunnarbrunn og Gefjunarbrunn.
Umsókn nr. 60665
460502-6320
Einar Ingimarsson arkitekt ehf
Lynghálsi 3 110 Reykjavík
030763-5489
Guðjón Júlíus Halldórsson
Fitjar 116 Reykjavík
17. 5">Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Fitjar á Kjalarnesi.
Umsókn nr. 60440 (01.19.01)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
18. Njálsgötureitur 1, reitur 1.190.0, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.0, sem afmarkast af Frakkastíg, Grettisgötu, Vitastíg og Njálsgötu.
Umsókn nr. 40486 (01.19.03)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
19. Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits1.190.3, sem afmarkast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu.
Umsókn nr. 70062 (02.6)
20. Úlfarsárdalur, hverfi 4, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. mars 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð frá 21. febrúar 2007, um auglýsingu á breytingu á skilmálum fyrir Úlfarsárdal.
Umsókn nr. 10070
21. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 23. febrúar, 2. mars og 9. mars 2007.
Umsókn nr. 60766 (01.13.4)
010853-3469
Magnús Björn Brynjólfsson
Aflagrandi 31 107 Reykjavík
22. 6">Frakkastígur 26A, og 26, skipting lóðar, málskot
Lagt fram bréf Önnu Ingólfsdóttur, dags. 24. febrúar 2007, varðandi neikvæða afgreiðslu skipulagsfulltrúa á fyrirspurn um skiptingu lóðar á Frakkastíg 26 og 26A, og beiðni um að skipulagsráð endurskoði ákvörðunina. Einnig eru lagðar fram umsagnir lögfræði og stjórnsýslu, dags. 23. janúar 2007 og skrifstofustjóra framkvæmdasviðs dags. 5. desember 2006, auk samantektar lögfræði og stjórnsýslu dags. 13. mars 2007.
Skipulagsráð staðfestir fyrri afgreiðslu málsins með vísan til niðurstöðu í samantekt lögfræði og stjórnsýslu.