Stjórnsýsluúttekt
Verknúmer : SN060471
89. fundur 2007
Stjórnsýsluúttekt, skipulags- og byggingarsvið
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. mars 2007, um samþykkt borgarráðs s.d. á tillögu borgarstjóra að breyttu skipulagi á starfsemi skipulags- og byggingarsviðs með hliðsjón af stjórnsýsluúttekt Intellecta.
86. fundur 2007
Stjórnsýsluúttekt, skipulags- og byggingarsvið
Lögð fram stjórnsýsluúttekt Intellecta á skipulags- og byggingarsviði ásamt tillögum um breytingar.
Skipulagsráð fagnar framkominni stjórnsýsluúttekt á skipulags- og byggingarsviði og þeim tillögum sem þar eru kynntar. Verkefnið, sem byggt er á viðtölum við starfsmenn, viðskiptavini og stjórnmálamenn, er að mati skipulagsráðs afar vel unnið og felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Þessi tækifæri vill skipulagsráð einkum nýta til þess að bæta þjónustu við borgarbúa, en einnig til að gera ábyrgð stjórnenda sviðsins skýrari og bæta starfsaðstöðu- og umhverfi starfsmanna. Með þetta að markmiði leggur skipulagsráð til að skipulags- og byggingarsvið hefji strax vinnu við að útfæra þær tillögur sem fram koma í stjórnsýsluúttektinni undir forystu sviðstjóra, sem geri ráðinu reglulega grein fyrir stöðu og þróun verkefnisins.
85. fundur 2007
Stjórnsýsluúttekt, skipulags- og byggingarsvið
Ráðgjafar Intellecta kynntu stjórnsýsluúttekt á skipulags- og byggingarsviði ásamt tillögum um breytingar.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 10:44.
58. fundur 2006
Stjórnsýsluúttekt, skipulags- og byggingarsvið
Lögð fram svohljóðandi tillaga Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs um stjórnsýsluúttekt skipulags- og byggingarsviðs.
Formanni skipulagsráð og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs er falið að láta gera stjórnsýsluúttekt á skipulags- og byggingarsviði. Stjórnsýsluúttektin skal einkum greina starfsemi sviðsins, þá verkferla sem í gildi eru og gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Miða skal við að úttektin liggi fyrir eigi síðar en í byrjun desember á þessu ári.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar óskaði bókað:
Óskað er eftir því að fullmótuð tillaga verði lögð fram í skipulagsráði áður en í verkefnið verði ráðist þannig að hægt verður að taka afstöðu til þess.