Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Arnargata 8, Reitur 1.524, Melar, Byggðarendi 13, Múlahverfi, Safamýri 28-32, Stjörnugróf 29, Sundlaugavegur 8, Naustabryggja 54 og 56, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Akurgerði 27, Breiðagerði 9, Faxaskjól 14, Hlaðhamrar 52, Kaplaskjólsvegur 56, Lambasel 36, Lækjargata 2, Mýrargata 14, Suðurlandsbraut 4-4A, Borgartún 32, Njálsgata 33B, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Austurstræti - Lækjartorg, Fegrunarnefnd, Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, Reitur 1.174.1, Skólavörðustígur 28, Skuggahverfi, Stekkjarbrekkur, Sundlaugavegur 34, Vesturgata 3, Öldugata 2, Hljómskálagarður,

Skipulagsráð

23. fundur 2005

Ár 2005, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 09:00, var haldinn 23. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Kristján Guðmundsson, Ólafur F. Magnússon, Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30201 (01.15.43)
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
1.
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagðir fram lagfærðir uppdrættir Úti og inni, mótt. 4. ágúst 2005, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3. Einnig lagt fram tölvubréf stjórnar húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 28. júlí 2005.
Samþykkt með vísan til framlagðra athugasemda að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillöguna til 9. september n.k.

Umsókn nr. 50355 (01.55.32)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
2.
Arnargata 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga VA arkitekta ehf, dags. 14.06.05, br. 06.08.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 8 við Arnargötu. Lögð fram umsögn borgarminjavarðar, dags. 20.06.05. Grenndarkynningin stóð yfir frá 22.06 til 20.07 2005. Lagður fram tölvupóstur íbúa Tómasarhaga 16B, dags. 10.07.05. Lagt fram athugasemdabréf íbúa að Tómasarhaga 22, dags. 20.07.05. Einnig lögð fram samantekt lögfræði og stjórnsýslu dags. 8.08.05.
Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50452 (01.54)
3.
Reitur 1.524, Melar, deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi Mela, dags. 27.07.05.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 50325 (01.82.60)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
4.
Byggðarendi 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Hlínar Sverrisdóttur, dags. 22.06.05, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 13 við Byggðarenda skv. uppdrætti Glámu-Kím, dags. 21.06.05. Málið var í kynningu frá 1. til 29. júlí 2005. Engar athugsemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50014 (01.2)
5.
Múlahverfi, Suðurlandsbraut
Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2005, um mögulega íbúðauppbyggingu við Suðurlandsbraut og í Múlum. Einnig lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa, dags. 06.06.05, Menntasviðs, dags. 22.06.05, forvarnardeildar SHS dags. 17.07.05 og Framkvæmdasviðs dags. 8.8.05. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á skilmálum deiliskipulags, dags. 28.07.05.
Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við framlagða tillögu.

Umsókn nr. 50421 (01.28.31)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
6.
Safamýri 28-32, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Framkvæmdasviðs, dags. 7.07.05, að breyttu deiliskipulagi Safamýrar 28-32 vegna leikskóla og gæsluvallar við Safamýri 30 og 32.
Frestað.

Umsókn nr. 50344 (01.88.92)
261035-2519 Birgir Dýrfjörð
Stjörnugróf 29 108 Reykjavík
7.
Stjörnugróf 29, leiðrétting á lóðarmörkum.
Lagt fram bréf Birgis Dýrfjörð, dags. 01.06.05, og mæliblað, dags. 15. - 16.06.05, varðandi beiðni um leiðréttingu á lóðarmörkum.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50279 (01.36.02)
090941-4969 Gunnar Þórðarson
Sundlaugavegur 8 105 Reykjavík
8.
Sundlaugavegur 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Þórðarsonar, dags. 13. maí 2005, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 8 við Sundlaugaveg. Málið var í kynningu frá 4. júlí til 1. ágúst 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50313 (04.02.42)
9.
Naustabryggja 54 og 56, breyting á skilmálum
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að textabreytingu skilmála Bryggjuhverfis í Grafarvogi, dags. 25.05.05. Grenndarkynningin stóð yfir frá 2.06 til 30.06 2005. Athugasemdir bárust frá Sigfríði Þormar Naustabryggju 29, dags. 27.06.05 og Þorsteini Þorgeirssyni Naustabryggju 23, dags. 28.06.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 15. júlí 2005.
Leiðrétt bókun frá síðasta fundi skipulagsráðs dags. 20.07.05.
Rétt bókun er: Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 32141
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 357 frá 26. júlí 2005 og nr. 358 frá 9. ágúst 2005.


Umsókn nr. 31575 (01.81.320.5)
280770-3109 Magnús Jónsson
Akurgerði 27 108 Reykjavík
250168-5279 Helga Ólafsdóttir
Akurgerði 27 108 Reykjavík
11.
Akurgerði 27, byggt ofaná bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu ofan á bílgeymslu á vesturhlið hússins nr. 27 við Akurgerði.
Samþykki eigenda Akurgerðis 29 og samþykki nokkurra nágranna dags. 5. maí 2005 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 29. júní til 27. júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 26,3 ferm. og 99,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 5.666
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 31749 (01.81.410.9)
010764-3279 Guðbrandur Kjartansson
Stúfholt 2 851 Hella
12.
>Breiðagerði 9, risþak á bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.06.05. Sótt er um leyfi til þess að setja risþak á bílskúr í stað lágreists skúrþaks á lóð nr. 9 við Breiðagerði.
Samþykki nágranna að Grundargerði 2 og 4 og Breiðagerði 7, dags. 3. júní 2005 skv. uppdr. Páls Björgvinssonar ark. dags. 03.06.05. Málið var í kynningu frá 6. júlí til 3. ágúst 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun bílskúr 31,9 rúmmetrar
Gjald kr. 5.700 + 1.818
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31537 (01.53.211.8)
221153-4999 Hörður Áskelsson
Faxaskjól 14 107 Reykjavík
13.
Faxaskjól 14, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.06.05. Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu einnar hæðar byggingu með kjallara við norðausturhlið hússins nr. 14 við Faxaskjól.
Á teikningum er gerð grein fyrir áður gerðri séreign í kjallara hússins skv. uppdr. Andrésar Andrésarsonar ark. dags. 20.01.04, br. 07.06.05 og 26.04.05, br. 21.06.05.
Samþykki eigenda Faxaskjóls 12 dags. 30. maí 2005 og virðingargjörð dags. 25. mars 1952 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 6. júlí til 3. ágúst 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun viðbygging 41,0 ferm. og 112,75 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 6.427
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32027 (02.29.580.1)
570480-0149 Borgarverkfræðingurinn í Rvk.
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
14.
Hlaðhamrar 52, færanleg kennslustofa og tengibygging
Lagt fram bréf frá afgreiðsufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2005, sótt er um leyfi til þess að staðsetja færanlega kennslustofu ásamt tengibyggingu að suðurhlið húss á lóðinni nr. 52 við Hlaðhamra, samkv. uppdr. O.K. Arkitekta, dags. 01.07.2005.
Stærð: Færanl. kennslust. 64,7 ferm. og 204,8 rúmm., tengibygging 11,9 ferm. og 30,6 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 13.418
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 31919 (01.51.711.3)
061067-4429 Kristján S Þorsteinsson
Kaplaskjólsvegur 56 107 Reykjavík
050465-5009 Astrid Sörensen
Kaplaskjólsvegur 56 107 Reykjavík
15.
Kaplaskjólsvegur 56, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.06.05. Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingar úr timbri að suður- og norðurhlið hússins á lóðinni nr. 56 við Kaplaskjólsveg skv. uppdr. Arko, dags. 21.06.05. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt, dags. 21.06.05.
Stærð: Stækkun viðbyggingar samtals 35,3 ferm. og 105,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 6.025
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 32153 (04.99.871.2)
110137-4869 Magnús Davíð Ingólfsson
Baughús 10 112 Reykjavík
16.
Lambasel 36, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu allt úr forsteyptum einingum á lóð nr. 36 við Lambasel.
Stærð: Íbúð 189,1 ferm., bílgeymsla 51,3 ferm., samtls 240,4 ferm., 1068,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 60.893
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32213 (01.14.050.6)
440691-1889 Kvikmyndafélag Íslands ehf
Bankastræti 11 101 Reykjavík
17.
Lækjargata 2, auglýsing
Sótt er um leyfi til þess að hengja upp auglýsingaskilti á IÐA húsið, Lækjargötu 2 frá og með 6. ágúst til 15. september 2005. Erindinu fylgir bréf umsækjanda dags. 2. ágúst 2005 og tölvubréf umsækjanda dags. 7. ágúst 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið með þeirri breytingu að leyfið er veitt til 10. september 2005.

Umsókn nr. 31823 (01.11.630.5)
260672-4879 Hörður Harðarson
Mýrargata 14 101 Reykjavík
18.
Mýrargata 14, stækka og hækka
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.06.05. Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð, stækka geymsluskúr og byggja viðbyggingu við anddyri hússins á lóðinni nr. 14 við Mýrargötu skv. uppdr. Arkitektur, dags. 31.05.05.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27. maí 2005 fylgir erindinu.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 1. júní 2005 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2005 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2005. Málið var í kynningu frá 7. júlí til 4. ágúst 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun: Mhl. 01, íbúðarhús 27,9 ferm. og 177,8 rúmm. Mhl. 02 geymsluskúr 3,0 ferm. og 6,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 10.522
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skráning hefur verið lagfærð.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 32053 (01.26.200.1)
480102-2310 Mænir ehf
Hlíðasmára 15 201 Kópavogur
19.
Suðurlandsbraut 4-4A, mastur á þaki
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. júlí 2005. Sótt er um leyfi til þess að setja upp mastur á þak húss nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Suðurlandsbraut skv. uppdr. Erum arkitekta, dags. 26.05.05.
Samþykki meðeigenda (á teikningu), bréf frá Flugmálastjórn Íslands dags. 24. maí 2005, bréf Línuhönnunar fyrir hönd umsækjenda dags. 20. júlí 2005 og samþykki meðlóðarhafa dags. 19. júlí 2005 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 50079 (01.23.20)
501299-2279 EON arkitektar ehf
Brautarholti 1 105 Reykjavík
620198-3159 Teiknistofa Garðars Halld ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
20.
Borgartún 32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu Garðars Halldórssonar mótt. 27. júlí 2005 vegna breytingu á deiliskipulagi á lóð Borgartúns 32.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn sem síðan verður auglýst.

Umsókn nr. 31855 (01.19.003.0)
021260-3479 Jón Magnússon
Njálsgata 33b 101 Reykjavík
21.
Njálsgata 33B, (fsp) br. á þaki
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.06.05. Spurt er hvort leyft yrði að breyta þakhæð og byggja kvist á norðausturhlið hússins á lóðinni nr. 33B við Njálsgötu. Einnig lögð fram fyrirspurn um breytta málsmeðferð, dags. 14.07.05. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. ágúst 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindi dags. 14.07.2005.
Berist byggingarleyfisumsókn í samræmi við fyrirspurn verður hún send skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.


Umsókn nr. 10070
22.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 22. og 29. júlí og 5. ágúst 2005.


Umsókn nr. 32208 (01.14.050.4)
23.
Austurstræti - Lækjartorg, útiveitingar
Lögð fram umsagnarbeiðni V-Austurstræti ehf., Austurstræti 22 þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa á staðsetningu útiveitingasvæðis á Lækjartorgi. Stærð svæðis 94 ferm. Málinu fylgir kynningarbæklingur, umsögn Framkvæmdasviðs dags. 5. ágúst 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2005.
Skipulagsráð fellst á umsótta staðsetningu en leggur áherslu á að um er að ræða tímabunda heimild til afnota á borgarlandi til loka árs 2005. Athygli er vakin á því að deiliskipulag Lækjartorgs er í endurskoðun og verður tekin afstaða til framtíðarnýtingar torgsvæðisins í þeirri vinnu.

Umsókn nr. 30308
24.
Fegrunarnefnd, tilnefningar
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur að tilnefningum til viðurkenninga vegna endurbóta á eldri húsum og vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.
Kynntar tillögur samþykktar. Ráðið ítrekar að tillögurnar eru trúnaðarmál fram að afhendingu viðurkenninga.

Umsókn nr. 40433 (01.13.01)
25.
Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 20. s.m. varðandi auglýsingu tillögu að deiliskipulagi reits 1.130.1, Héðinsreit.


Umsókn nr. 50168 (01.13.46)
26.
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, kæra
Lagðar fram kærur Þorsteins Einarssonar hrl. fh. Herborgar Friðjónsdóttur og Listakots til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 17.03.05, vegna deiliskipulags Holtsgötureits. Einnig lögð fram kæra Þorsteins Einarssonar hrl. f.h. Herborgar Friðjónsdóttur dags. 26. júlí 2005 vegna samþykktar skipulagsráðs dags. 29. júní 2005 þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu vegna alls ofangreinds, dags. 8.08.05.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 50439
27.
Reitur 1.174.1, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. júlí 2005, ásamt kæru, dags. 28. júní 2005, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 9. júní 2005, um að samþykkja deiliskipulag fyrir reit 1.174.1.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 32217 (01.18.121.0)
28.
Skólavörðustígur 28, hönnunarleyfi
Lagt fram bréf Sigurðar Pálma Ásbergssonar dags. 5. þ.m. vegna Skólavörðustígs 28, sbr. ákvæði 3. mgr. 7. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Samþykkt.

Umsókn nr. 50327 (01.15.2)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
29.
Skuggahverfi, breytt deiliskipulag reits 1.152.3
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 6. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Skuggahverfis, reits 1.152.3.


Umsókn nr. 32214
30.
Stekkjarbrekkur, götuheiti
Tillaga byggingarfulltrúa á heiti tengibrautar frá Hallsvegi að sunnan um Stekkjarbrekkur.
Frestað.

Umsókn nr. 50341 (01.38.04)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
31.
Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 22. f.m. varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34 við Sundlaugaveg, sem og tilkynningu þar um til hagsmunaaðila.
Jafnframt lagt fram bréf yfirverkfræðings framkvæmdasviðs frá 5. þ.m. varðandi framkvæmdir við hringtorg á gatnamótum Sundlaugavegar og Dalbrautar.
Borgarráð samþykkti erindið.


Umsókn nr. 50445 (01.13.61)
32.
Vesturgata 3, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. júlí 2005, ásamt kæru, dags. 14. júlí 2005, þar sem kærð er samþykkt skipulagsráðs frá 4. maí s.l. um breytt deiliskipulag að Vesturgötu 3 og Aðalstræti 4.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 32215 (01.13.631.1)
33.
Öldugata 2, bílastæði
Lagt fram bréf Gunnlaugs Björns Jónssonar, arkitekts dags. 13. júlí 2005 vegna bílastæðis framan við innkeyrslu að lóð nr. 2 við Öldugötu.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50006
34.
Hljómskálagarður, tillaga formanns skipulagsráðs
Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns skipulagsráðs Dags B. Eggertssonar:
Skipulagsfulltrúi leggi drög að breytingu á deiliskipulagi Hljómskálagarðsins í samvinnu við umhverfissvið. Þar verði meðal annars gert ráð fyrir kaffihúsi með tengdum útiveitingapalli í góðum tengslum við Tjörnina og aðstöðu garðsins til útivistar.
Jafnframt lögð fram svohljóðandi greindargerð:
Skemmtilegar hugmyndir um útiveitingasölu og kaffihús sem aukið gætu notkun Hljómskálagarðsins hafa ítrekað komið fram á undanförnum árum. Ástæða er til að láta á þær reyna með breytingum á deiliskipulagi svæðisins. Auk lifandi mannlífs gæti slíkur rekstur stuðlað að tengslum Tjarnarsvæðsisins við miðborgina og stykt tengsl við starfsemi Háskóla Íslands og aðra starfsemi sunnan Hringbrautar. Tillagan gerir ráð fyrir því að hugað verði að heppilegri staðsetningu, stærð og hugsanlegum kvöðum varðandi útlit og annað sem huga þarf að á þessu lykilsvæði.
Frestað.