Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur,
Dverghamrar 2-10,
Jafnasel 8,
Jöklasel 21-23,
Naustabryggja 54 og 56,
Seljabraut 54,
Urriðakvísl 17,
Laugarás, Hrafnista,
Tunguháls 6,
Fossaleynir 1, Egilshöll,
Hádegismóar,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bíldshöfði 9,
Eirhöfði 12,
Ferjuvogur 2,
Háteigsvegur 2,
Móvað 21,
Mururimi 2,
Ránargata 46,
Selvað 1-5,
Skipholt 19,
Skipholt 29B,
Þingholtsstræti 3,
Lambasel 2,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Laugavegur 85,
Bergstaðastræti 33B,
Fegrunarnefnd,
Fellagarðar, Drafnarfell/Eddufell/Völvufell,
Fossvogshverfi,
Hrísateigur 6,
Kirkjustétt 36-40,
Laugardalur, Þróttur,
Laugavegur 161,
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10,
Ólafsgeisli 20-28,
Reitur 1.151.4, Þjóðleikhússreitir,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Reitur 1.230, Bílanaustreitur,
Reitur Menntaskólans í Reykjavík,
Túngata 34,
Vesturgata 3,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005
22. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 20. júlí kl. 09:00, var haldinn 22.. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Kristrún Heimisdóttir, Halldór Guðmundsson, Benedikt Geirsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Bjarni Þór Jónsson.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 40433 (01.13.01)
1. Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram tillaga V.A. arkitekta, dags. 20.07.05, að deiliskipulagi reitsins. Málið var í kynningu frá 30. desember 2004 til 14. janúar 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Þormóður Sveinsson f.h. Sjálfsstæðs fólks ehf, dags. 14.01.04, Hallur Helgason f.h. Héðinshúsa ehf, dags. 14.01.04. Athugasemdafrestur var framlengdur til 8. febrúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 07.02.05 og GP arkitektum, dags. 08.02.05. Einnig lögð fram bókun umhverfisráðs frá 21.03.05 ásamt umsögn umhverfissviðs vegna undanþágu frá reglum um hljóðvist, bréf verkfræðistofunnar Annar, dags. 15.06.05, varðandi hljóðvist íbúða. Lagt fram bréf Lex-Nestor, dags. 20. maí 2005 f.h. hluta eigenda að Seljavegi 2. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. janúar, breytt 17. febrúar, 11. mars og 29. júní 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Guðlaugur Þór Þórðarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 50326 (02.29.90)
480699-2629
Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
2. Dverghamrar 2-10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf, dags. 24.05.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 10 við Dverghamra. Málið var í kynningu frá 8. júní til 6. júlí 2005. Engar athugsemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50428 (04.99.3)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
3. Jafnasel 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkþings ehf, dags. 14.07.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Sorpu að Jafnaseli 8.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er erindi vísað til umsagnar hverfisráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40663 (04.97.53)
500182-0169
Jöklasel 21,húsfélag
Jöklaseli 21 109 Reykjavík
431281-0319
Jöklasel 23,húsfélag
Jöklaseli 23 109 Reykjavík
4. Jöklasel 21-23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ágústs Þórðarsonar byggingafræðings, dags. 30.05.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 21 og 23 við Jöklasel, vegna bílskúra. Málið var í kynningu frá 13. júní til 11. júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50313 (04.02.42)
5. Naustabryggja 54 og 56, breyting á skilmálum
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að textabreytingu skilmála Bryggjuhverfis í Grafarvogi, dags. 25.05.05. Grenndarkynningin stóð yfir frá 2.06 til 30.06 2005. Athugasemd barst frá Sigfríð Þormar Naustabryggju 29, dags. 27.06.05, Þorsteini Þorgeirssyni Naustabryggju 23, dags. 28.06.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 15. júlí 2005.
Samþykkt að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með einnig tæki á umferðarmálum.
Umsókn nr. 50419 (04.97.00)
101255-3369
Ársæll Vignisson
Breiðvangur 56 220 Hafnarfjörður
6. Seljabraut 54, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Ársæls Vignissonar arkitekts, ódags. að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 54 við Seljabraut.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 50422 (04.21.23)
200258-3719
Pálmi Guðmundsson Ragnars
Hamrahlíð 1 105 Reykjavík
7. Urriðakvísl 17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Pálma Guðmundssonar arkitekts, dags. 04.07.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Urriðakvísl. Einnig lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. 6. júní 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40656 (01.35.1)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
8. Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar að breytingu á deiliskipulagi, vegna byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða á lóð Hrafnistu, dags. 10. mars 2005. Einnig lagt fram bréf, dags. 2. febrúar 2005, ásamt módeli. Málið var í kynningu frá 21. mars til 20. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram bréf teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 2.06.05 ásamt nýrri tillögu að deiliskipulagi Hrafnistu, dags. 2.06.05, sem gerir ráð fyrir að tillagan sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 16.03.05 í grenndarkynningu verði felld úr gildi. Ný tillaga gerir ráð fyrir fjögurra hæða nýbyggingu. Málið var í kynningu frá 14. júní til 12. júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50330 (04.34.21)
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
9. Tunguháls 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkís, dags. 08.06.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 6 við Tunguháls. Einnig lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Fróns, dags. 1.06.05. Málið var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50438 (02.46)
10. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi á lóðinni nr. 1 við Fossleyni, dags. 20. júlí 2005.
Samþykkti að auglýsa framlagða tillögu skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40526 (04.1)
410604-3370
Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
11. Hádegismóar, deiliskipulag íþróttasvæðis við Rauðavatn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Erum Arkitekta ehf, mótt. 28.09.04, að deiliskipulagi íþróttasvæðis við Rauðavatn. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 26.10.04. Ennfremur lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi.
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 04.02.05, bréf umhverfisráðs, dags. 08.02.05 og bréf Umhverfisstofnunar, dags. 11.05.05.
Formaður gerði grein fyrir ákvörðun um að draga málið til baka.
Umsókn nr. 32085
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 355 frá 12. júlí 2005 og nr. 356 frá 19. júlí 2005.
Umsókn nr. 31801 (04.06.200.1)
470671-0179
Almenna verkfræðistofan hf
Fellsmúla 26 108 Reykjavík
13. Bíldshöfði 9, ýmsar breytingar
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, útliti og skráningu hússins á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða.
Bréf hönnuðar dags. 1. júlí 2005 fylgir erindinu.
Samþykki f.h. eiganda dags. 30. maí 2005 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Skipulagsráð samþykkti að veitt verði byggingarleyfi fyrir skilti með vísan til gr. 9.1.1 í samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur. Að öðru leyti er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Árni Þór Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 31763 (04.03.000.1)
660402-2840
Grísaból ehf
Hólastekk 5 109 Reykjavík
14. Eirhöfði 12, nr. 12A atvinnuhúsnæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi Byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2005, sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft atvinnuhúsnæði úr steinsteypu og stálsamlokueiningum á lóðinni nr. 12 við Eirhöfða, samkv. uppdr Málfríðar Kristjánsdóttur ark. dags 24,05,2005 síðast breytt 01.07.2005.
Húsið er sýnt á uppdráttum sem hús nr. 12A á lóðinni nr. 12 við Eirhöfða.
Stærð: 1. hæð verkstæði 569,7 ferm. 2. hæð geymsluloft 115,2 ferm.
Samtals 684,9 ferm. og 3284,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 +187.228
Frestað.
Halda skal fund með umsækjanda vegna málsins.
Umsókn nr. 31785 (00.00.000.0)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
15. Ferjuvogur 2, Viðbygging, Vogaskóli
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða viðbyggingu úr steinsteypu að norðurhlið matshluta 03 á lóð Vogaskóla við Ferjuvog 2 - Gnoðarvog 43.
Brunahönnun dags. 31. maí 2005 og endurskoðuð 21. júní 2005 fylgir erindinu.
Samþykki OR vegna niðurfellingar á kvöð dags. 30. maí 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging (mhl. 03) 3830,1 ferm. og 15063,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 858.631
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31676 (01.24.442.0)
420305-0790
Ísbúi ehf
Mávahlíð 26 105 Reykjavík
16. Háteigsvegur 2, fjölgun íbúða o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og í kjallara í tvær íbúðir, breyta íbúð á annarri hæð í tvær íbúðir, hækka ris og tengja það íbúðum á annarri hæð, gera svalir, breyta gluggum, grafa frá suðurhlið og koma fyrir fimm bílastæðum á lóðinni nr. 2 við Háteigsveg. Málið var í kynningu frá 6. júní til 4. júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31829 (04.77.130.1)
120449-3119
Gunnar H Þórarinsson
Öldugata 41 101 Reykjavík
17. Móvað 21, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr forsteyptum einingum einlyft einbýlishús með tvöfaldri innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 21 við Móvað.
Stærð: Einbýlishús íbúð 174,8 ferm., bílgeymsla 42,4 ferm., samtals 217,2 ferm. og 693,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 39.547
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 31098 (02.58.500.1)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
18. Mururimi 2, smáhýsi (færanl. kennslust.)
Að lokinni kynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að staðsetja færanlega kennslustofu við leikskólann Lyngheima á lóðinni nr. 2 við Mururima, samkv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 18.02.05. Einnig lagt fram bréf Fasteignastofu, dags. 15. mars 2005. Málið var í kynningu frá 18. mars til 18. apríl 2005. Athugasemdarbréf barst frá Guðjóni Gunnarssyni Mururima 17, dags. 28.03.05. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 7.07.05.
Stærð: Færanl. leikstofa 54,12 ferm. og 188 rúmm,.
Gjald kr. 5.700 + 10.716
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 31058 (01.13.401.3)
130358-4389
Sverrir Sigurjón Björnsson
Ránargata 46 101 Reykjavík
19. Ránargata 46, br. á útliti og á íb. 0301
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á rishæð hússins nr. 46 við Ránargötu. Breytingarnar varða stækkun glugga og nýjar svalir á suðurhlið, stækkun þakglugga á vesturhlið, yfirbyggingu svala á norðurhlið o.fl. Jafnframt er gerð grein fyrir núverandi fyrirkomulagi á öðrum hæðum, samkv. uppdr. Arkform, dags. 11.01.05.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda dags. maí 2004 og okt/nóv. 2004. Málið var í kynningu frá 16. júní til 14. júlí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 3,9 ferm og 6,2 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 5.700 + 353
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Umsókn nr. 32075 (04.77.210.2)
560589-1159
Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
20. Selvað 1-5, fjölbýlish. m. 36 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með þrjátíu og sex íbúðum ásamt geymslu- og bílakjallara fyrir 36 bíla á lóð nr. 1-5 við Selvað.
Stærð: Íbúðir kjallari 521,3 ferm., 1. hæð 987,1 ferm., 2. hæð 964,5 ferm., 3. hæð 964,5 ferm., 4. hæð 803,5 ferm., bílgeymsla 1069,2 ferm., samtals 5310,1 ferm., 15608,6 rúmm. Svalagangar (B-rými) samtals 54,8 ferm., 153,6 rúmm., sorpskýli (B-rými) 38,4 ferm., 100,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 904.191
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna hæðarsetningar.
Einnig er vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 31843 (01.24.221.3)
680301-2630
Þórsafl hf
Skútuhrauni 15 220 Hafnarfjörður
21. Skipholt 19, br.stórri íbúð í 2 minni, byggja yfir svalir, þakskyggni
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta íbúð á þriðju hæð í tvær minni íbúðir (íb. 0304 og 0305), byggja yfir núverandi austursvalir og koma fyrir nýjum svölum á austurhlið þriðju hæðar hússins nr. 19 við Skipholt skv. uppdr. Helga Hafliðasonar ark., dags. 6.06.05. Einnig lagt fram samþykki þeirra aðila sem grennarkynnt var fyrir, dags. 29.06.05.
Stærð: Stækkun yfir svalir á austurhlið 28,4 ferm. og 64,5 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 3.677
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32076 (00.00.000.0)
490996-2499
ÁF-Hús ehf
Stórhöfða 33 110 Reykjavík
22. Skipholt 29B, fjöleignarh. m. 8 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjöleignarhús með átta íbúðum og verslunarplássi á tveimur til fjórum hæðum ásamt bílgeymslum fyrir 4 bíla og geymslukjallara, allt steinsteypt og að mestu einangrað að utan og klætt með ljósgráum keramikflísum, viðarklæðninu og báraðri láréttri álkæðningu sem hús nr. 29B á lóð nr. 29 við Skipholt.
Samþykki meðlóðarhafa (á teikningu) ásamt bréfi um fyrirvara samþykkis dags. 28. apríl 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Íbúð kjallari 148 ferm., 1. hæð 34,9 ferm., 2. hæð 398,1 ferm., 3. hæð 398,1 ferm., 4. hæð 310,6 ferm., verslunarpláss 1. hæð 241,3 ferm., bílgeymslur 118,6 ferm., samtals 1649,6 ferm., 5272,3 rúmm. Svalagangur (B-rými) 63,2 ferm., 177,2 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 310.622
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32084 (01.17.030.4)
590902-3730
Eik fasteignafélag hf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
23. Þingholtsstræti 3, Br. útlit og innra fyrirkomul.
Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega útliti vesturhliðar og breyta innra fyrirkomulagi við anddyri og í kjallara hússins á lóðinni nr. 3 við Þingholtsstræti.
Jafnframt er erindi 31890 dregið til baka.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Samtals 1095,7 ferm. og 3730,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 32044 (04.99.810.1)
050965-3849
Baldvin Haukur Júlíusson
Ásvegur 15 104 Reykjavík
24. Lambasel 2, (fsp) einbýlshús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti á lóðinni nr. 2 við Lambasel.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 10070
25. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 6. og 15. júlí 2005.
Umsókn nr. 50437 (01.17.41)
530404-2850
Uppsalamenn ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
26. Laugavegur 85, rýnihópur um miðborg
Lögð fram drög að umsögn rýnihóps. Verklag rætt.
Samþykkt að umsögn rýnihóps verði send húsbyggjanda til umsagnar sem ásamt umsögn rýnihóps verði lagt fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50436 (01.18.44)
27. Bergstaðastræti 33B, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 14. júlí 2005, ásamt kæru, dags. 1. júlí 2005, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 1. júní 2005, um að synja umsókn kæranda um leyfi til breytinga hússins að Bergstaðastræti 33B.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 30308
28. Fegrunarnefnd, tilnefningar
Lagðar fram tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur, dags. 1. júlí 2005, að tilnefningum til viðurkenninga vegna endurbóta á eldri húsum.
Málið kynnt sem trúnaðarmál. Frestað.
Umsókn nr. 50211 (04.68.30)
480699-2629
Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
29. Fellagarðar, Drafnarfell/Eddufell/Völvufell, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. júní 2005 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Fellagarða við Drafnarfell, Eddufell og Völvufell.
Umsókn nr. 50365 (01.85)
30. Fossvogshverfi, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 29. f.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttum skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis.
Umsókn nr. 50134 (01.36.05)
700176-0109
Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
31. Hrísateigur 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. júní 2005 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi að Hrísateig 6.
Umsókn nr. 50417
32. Kirkjustétt 36-40, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 8. júlí 2005, ásamt kæru, dags. 26. maí 2005, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 1. mars 2005 og hlaut staðfestingu borgarráðs 19. maí 2005, þar sem sótt var um samþykki fyrir breytingu á gluggum, breytingu klæðningar útveggja og þaks ásamt breytingu á innra skipulagi húsa nr. 38 og 40 á lóð nr. 36-40 við Kirkjustétt.
Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 50306 (01.39)
33. Laugardalur, Þróttur, viðbygging við félagsheimili
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 6. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Laugardals vegna viðbyggingar við félagsheimili Þróttar.
Umsókn nr. 50426 (01.22.21)
34. Laugavegur 161, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 12. júlí 2005, ásamt kæru, dags. 20. júní 2005, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 17. maí 2005, staðfest í borgarráði 19. maí 2005, um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingu á lóð nr. 161 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 40618 (01.73.19)
681272-0979
V.S.Ó. Ráðgjöf ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
35. Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, deiliskipulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 29. f.m., varðandi deiliskipulag lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð.
Umsókn nr. 50403 (04.12.66)
36. Ólafsgeisli 20-28, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarnefndar, dags. 4. júlí 2005, ásamt afriti af kæru frá 9. maí 2005, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 5. apríl s.l. á breytingum að Ólafsgeisla 20-28 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50415 (01.15.14)
37. Reitur 1.151.4, Þjóðleikhússreitir, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 8. júlí 2005, ásamt kæru, dags. 25. maí 2005, þar sem kærð er samþykkt skipulagsráðs frá 13. apríl 2005, um breytingar á lóð Þjóðleikhússins skipulagsreit nr. 1.151.4.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 30201 (01.15.43)
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
38. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 29. f.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits.
Umsókn nr. 50051 (01.23.0)
39. Reitur 1.230, Bílanaustreitur, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 6. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.230, Bílanaustreits.
Umsókn nr. 40710 (01.18.00)
701265-0339
Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
40. Reitur Menntaskólans í Reykjavík, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. júlí 2005 á bókun skipulagsráðs frá 29. f.m., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi reits 1.180.0, reit Menntaskólans í Reykjavík.
Umsókn nr. 50400 (01.13.73)
41. Túngata 34, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30. júní 2005, ásamt kæru, dags. 11. apríl 2005, þar sem kærð er niðurstaða skipulagsráðs frá 9. mars s.l. varðandi umsókn Lýsingar hf um breytta notkun hússins við Túngötu 34, Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50416 (01.13.61)
42. Vesturgata 3, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. júlí 2005, ásamt kæru, dags. 6. júní 2005, þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 12. maí 2005, um breytingu deiliskipulags að Vesturgötu 3 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.