Borgartún 29,
Laugarás, Hrafnista,
Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur,
Vesturhöfnin,
Hallsvegur,
Öskjuhlíð, Keiluhöll,
Réttarháls 2,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bergstaðastræti 77,
Fjölnisvegur 9,
Jónsgeisli 37,
Ránargata 24,
Sóltún 8-18,
Suðurlandsbraut 58-64,
Þingvað 15,
Mururimi 2,
Hádegismóar 2,
Tryggvagata 18,
Rafstöðvarvegur 9,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Ársskýrsla byggingarfulltrúa,
Boðagrandi 2 og 2A,
Dugguvogur 10,
Laugavegur,
Skipulagsráð
9. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 16. mars kl. 09:04, var haldinn 9. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson, Benedikt Geirsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Margrét Þormar, Þórarinn Þórarinsson og Jóhannes Kjarval.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 40579 (01.21.81)
170242-4599
Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
1. Borgartún 29, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu 17. febr. 2005 er lagður fram að nýju uppdráttur skipulagsfulltrúa dags 20.01.05 sem lýsir drögum að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Borgartún 23, 29, 31 og 33. Lagt fram bréf Sjúkra & styrktarsjóðs V.b.f. Þróttar, dags. 16.02.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2005.
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:09
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40656 (01.35.1)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
2. Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar að breytingu á deiliskipulagi, vegna byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða á lóð Hrafnistu, dags. 10. mars 2005. Einnig lagt fram bréf, dags. 2. febrúar 2005, ásamt módeli.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum innan lóðar.
Umsókn nr. 40434 (01.11.53)
3. Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, deiliskipulag að reit 1.115.3
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi að reit 1.115.3 (Ellingsenreit), dags. 22.10.04. Auglýsingin stóð yfir frá 19. janúar til 2. mars 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: EON arkitektar og eigendur eignarhluta 0105 og 0205 í Grandagarði 8, dags. 03.02.05, Vésteinn Ólason, Nýlendugötu 43, dags. 01.03.05, f.h. ásamt undirskriftalista með 76 nöfnum, Magnús Ingi Erlingsson hdl. f.h. eigenda Mýrargötu 26, dags. 02.03.05, Reykjaprent ehf, eigandi að Grandagarði 2, dags. 02.03.05 og Magnús Ingi Erlingsson f.h. Nýju Jórvíkur, dags. 11.03.05.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
Umsókn nr. 50068 (01.0)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
4. Vesturhöfnin, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf, dags. 2. febrúar 2005, ásamt minnisblaði, dags. 29.11.04, varðandi breytingu á landnotkun í Vesturhöfn. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi dags. 15. mars 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40527 (02.5)
5. Hallsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar, dags. 6. október 2004, varðandi fund borgarstjórnar 5. s.m. þar sem samþykkt var svohljóðandi tillaga ásamt greinargerð:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að beina því til skipulags- og byggingarnefndar að hafin verði breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur í þá átt að eingöngu verði gert ráð fyrir tveggja akreina Hallsvegi. Einnig lögð fram tillaga umhverfisstjóra dags. 15. mars 2005.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 40634 (01.73.12)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
6. Öskjuhlíð, Keiluhöll, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Traðar ehf, dags. 23.11.04, um breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að nýta hluta lóðar Keiluhallarinnar við Flugvallarveg undir bensínsjálfsafgreiðslustöð. Einnig lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 3. mars 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðar verður grenndarkynnt.
Umsókn nr. 50036 (04.30.94)
580582-0609
Rekstrarvörur ehf
Réttarhálsi 2 110 Reykjavík
7. Réttarháls 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. janúar 2005 ásamt bréfi forstjóra Rekstrarvara frá 5. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Réttarháls. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 15. febrúar 2005. Einnig lögð fram umsögn hverfisarkitekts dags. 11. mars 2005.
Synjað með vísað til umsagna verkfræðistofu og hverfisarkitekts.
Umsókn nr. 31229
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundagerð þessari er fundargerð nr. 339 frá 15. mars 2005.
Umsókn nr. 30879 (01.19.640.9)
070341-3799
Skúli Þorvaldsson
Bergstaðastræti 77 101 Reykjavík
9. Bergstaðastræti 77, tvær viðbyggingar o.fl.
Að lokinni grennarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgeriðslufundi byggingarfulltrúa 1. febrúar 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við norðurhlið og aðra við suðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 77 við Bergstaðastræti. Málið var í kynningu frá 9. febrúar til 9. mars 2005. Lagt fram samþykki Bjarna Torfasonar, Bergstaðastræti 79, dags. 10.02.05. Engar athugsemdir bárust.
Stærð: Viðbyggingar samtals 26,9 ferm., 131,8 rúmm., þegar gerð stækkun bílgeymslu 1,9 ferm., 14,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 8.351
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30351 (01.19.621.1)
590504-2890
Fjölnisvegur 9 ehf
Síðumúla 24 108 Reykjavík
10. Fjölnisvegur 9, viðbygging, rífa bílskúr og byggja nýjan o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta bílgeymslu og geymslur að norðaustur- og suðausturhlið kjallara, stækka eldhús á fyrstu hæð með viðbyggingu við norðausturhlið og koma fyrir svölum á annarri hæð norðausturhliðar hússins á lóðinni nr. 9 við Fjölnisveg skv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 20.01.05.
Jafnframt er innra fyrirkomulagi breytt á öllum hæðum hússins, þak endurnýjað, annar af tveimur skorsteinum rifinn og bílskúr í norðurhorni lóðar rifinn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Undirskrift burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu á teikningu.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 21. janúar 2005 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 21. janúar 2005 fylgir erindinu.
Samþykki nágranna Sjafnargötu 8 dags. 10. nóvember 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 1. febrúar til 1. mars 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Ragnheiður Blöndal Jónsdóttir, Haðalandi 5, eigandi íbúðar við Fjölnisveg 7, dags. 07.02.05, Guðbjörg Jónsdóttir, Fjölnisvegi 7, dags. 07.02.05, Magnús Helgi Árnason hdl. f.h. Guðmundar Kristjánssonar, Granaskóli 64, eiganda Fjölnisvegar 11, dags. 28.02.05. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 08.03.05. Einnig lagt fram bréf Halldóru Vífilsdóttur arkitekts, dags. 10.02.05, ásamt samþykki þeirra aðila sem grenndarkynnt var fyrir.
Stærð: Bílskúr sem rifinn verður (merktur 70-0101, fastanr. 200-9090) 20,2 ferm. og 55 rúmm.
Stækkun vegna viðbygginga: Bílskúr 75,8 ferm. og 204,7 rúmm.: Íbúðarhús 18,3 ferm. og 51,2 rúmm: Samtals 94,1 ferm. og 255,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 14.586
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 31172 (04.11.370.1)
090567-4549
Einar Bjarki Hróbjartsson
Grænlandsleið 6 113 Reykjavík
11. Jónsgeisli 37, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús ásamt innbyggðri bílgeymslu allt steinsteypt í einangrunarmót og klætt með múrkerfi með kvarzmulningi á lóð nr. 37 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 55,4 ferm., 2. hæð 121,1 ferm., bílgeymsla 30,7 ferm., samtals 207,2 ferm., 751,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 42.847
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 29278 (01.13.510.8)
170179-3829
Katla Marín Jónsdóttir
Ránargata 24 101 Reykjavík
12. Ránargata 24, stækkun þakhæðar ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við norðurhlið á öllum hæðum húss, breyta innra fyrirkomulagi, klæða með bárujárni og breyta gluggum hússins á lóðinni nr. 24 við Ránargötu.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr (mhl. 02) á lóðinni. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. maí 2004 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2004 fylgja erindinu.
Samþykki nokkurra nágranna dags. 5.maí 2004, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 8. júlí 2004, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. maí 2004 og
virðingargjörð dags. 16. febrúar 1924 fylgja erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 22. júlí 2004 fylgir erindinu. Skuggavarp eftir breytingu (fylgiskjal 1) fylgir erindinu. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt.
Stærð: Stækkun húss 12,3 ferm. og 33,9 rúmm.
Áður gerður geymsluskúr 12,1 ferm. og 35,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 3.967
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31076
660169-2379
Íslenskir aðalverktakar hf
Pósthólf 221 235 Keflavíkurflugvöllu
13. Sóltún 8-18, fjölbýlish. m. 65 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö steinsteypt fjölbýlishús með samtals sextíu og fimm íbúðum í sex stigahúsum og með sameiginlegan bílakjallara fyrir sextíu og átta bíla, hús nr. 8-12 verður 5 - 6 hæðir ásamt geymslukjallara og hús nr. 14-18 verður 4 - 7 hæðir ásamt geymslukjallara, allt einangrað að utan og klætt með gulri og brúnni álklæðningu á lóð nr. 8-18 við Sóltún.
Bréf hönnuðar dags. 22. febrúar 2005, tölvubréf Brunamálastofnunar frá 11. febrúar 2005 ásamt skrifi Línuhönnunar varðandi brunavarnir dags. 5. janúar 2005 og varðandi þensluraufar dags. 8. febrúar 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Hús nr. 8-12 (matshl. 01) íbúð kjallari 698,3 ferm., 1. hæð 679,9 ferm., 2. - 5. hæð 689 ferm. hver hæð, 6. hæð 247,7 ferm., samtals 4381,9 ferm., 13.900,6 rúmm. Hús nr. 14-18 (matshl. 02) íbúð kjallari 654,7 ferm., 1. hæð 634,8 ferm., 2. - 4. hæð 643,2 ferm. hver hæð, 5. hæð 451,6 ferm., 6. - 7. hæð 247,7 ferm. hvor hæð, samtals 4166,1 ferm., 13234,8 rúmm. Bílgeymsla (matshl. 03) 2015,6 ferm., 6651,5 rúmm. Tvö sorpskýli (B-rými) 24,1 ferm., 62,7 rúmm. hvort skýli.
Gjald kr. 5.700 + 1.933.001
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31071 (01.47.140.1)
431097-2659
Markarholt,sjálfseignarstofnun
Skeiðarvogi 153 104 Reykjavík
14. Suðurlandsbraut 58-64, þrjú fjölbýlishús og opin bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrjú 2. - 4. hæða steinsteypt þjónustuíbúðarhús fyrir 50 ára og eldri með 26 þjónustuíbúðum í hverju húsi, einangruð að utan og klædd að hluta með múrkerfi með ljósum mulningi, hluta með svörtum flísum og hluta cortenstálklæðning ásamt fyrir byggingu geymslukjallara og sameiginlegri opinni bílgeymslu undir öllum húsunum á lóð nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Brunatæknileg hönnun Hönnunar dags. febrúar 2005, greinagerð um hljóðvist dags. 15. febrúar 2005 og hljóðstig við útveggi dags. í febrúar 2005 ásamt bréfum Orkuveitu Reykjavíkur og Símans vegna kvaðar á lóð dags. 8. mars 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Samtals er geymslukjallari 851,1 ferm., íbúðir 1. hæð 2060,4 ferm., 2. hæð 2080,5 ferm., 3. hæð 1808,1 ferm., 4. hæð 1825,2 ferm., samtals 8625,3 ferm., 29118,5 rúmm. Svalagangar (B-rými) samtals 1209,3 ferm., 5204,1 rúmm. Opin bílgeymsla (B-rými) samtals 3663,3 ferm., 14802,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 2.800.142
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
Umsókn nr. 31192 (04.77.380.4)
090363-5069
Árni Vignir Pálmason
Háagerði 59 108 Reykjavík
140363-5969
Hrafnhildur Sigurgísladóttir
Háagerði 59 108 Reykjavík
15. Þingvað 15, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús steinsteypt í einangrunarmót á lóðinni nr. 15 við Þingvað.
Húsið er að hluta á tveimur hæðum og með innbyggðri bílgeymslu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 166,5 ferm., 2. hæð 42,7 ferm., bílgeymsla 1. hæð 29,7 ferm.
Samtals 238,9 ferm. og 805,2 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 45.896
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31098 (02.58.500.1)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
16. Mururimi 2, smáhýsi (færanl. kennslust.)
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að staðsetja færanlega kennslustofu við leikskólann Lyngheima á lóðinni nr. 2 við Mururima, samkv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 18.02.05. Einnig lagt fram bréf Fasteignastofu, dags. 15. mars 2005.
Stærð: Færanl. leikstofa xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum að Mururima 1, 3, 17, 19, 2 og 4.
Umsókn nr. 50138 (04.41.23)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
17. Hádegismóar 2,
Lögð fram fyrirspurn Halldórs Guðmundssonar arkitekts, f.h. Klasa hf, dags. 03.03.05 og 11.03.05, varðandi byggingu tveggja hæða skrifstofuhúss á lóðinni nr. 2 við Hádegismóa, samkv. uppdr. dags. 03.03.05. Einnig lagt fram nýtt bréf Halldórs Guðmundssonar dags. 11.03.05.
Frestað. Skipulagsráð óskar eftir að lögð verði fram gögn sem sýna ásýnd hússins frá fleiri hliðum.
Umsókn nr. 30978 (01.13.210.5)
630785-0309
Kirkjuhvoll sf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
18. Tryggvagata 18, (fsp) fjölbýlishús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. febrúar 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja sex hæða fjöleignahús með fjórum stigahúsum á sameinaðri lóð nr. 6-10A við Vesturgötu og nr. 18-18C við Tryggvagötu, samkv. uppdr. 101 arkitekta, dags. í febrúar 2005. Á fyrstu hæð eru verslunar- og þjónusturými, á efri hæðum hússins eru tuttugu og fjórar íbúðir.
Bréf hönnuða ásamt spurningum til skipulags- og byggingaryfirvalda dags. 2. nóvember 2004 fylgir erindinu.
(v. fyrri fyrirspurnarerinds). Svarbréf byggingarfulltrúa (v. sama erindis) dags. 8. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Frestað.
Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 31186 (00.00.000.0)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
490579-0369
Fornbílaklúbbur Íslands
Vegmúla 4 108 Reykjavík
19. Rafstöðvarvegur 9, (fsp) safna og menningarhús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja safna- og menningarhús við hús Orkuveitu Reykjavíkur nr. 9 við Rafstöðvarveg. Í húsi orkuveitunnar er starfrækt orkuminjasafn en í nýbyggingu yrði fornbílasafn og í sameiginlegur aðalinngangur. Nýbygging yrði um 1335 ferm. en eldra hús er um 1230 ferm.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 10070
20. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 4. og 11. mars 2005.
Umsókn nr. 31209
21. Ársskýrsla byggingarfulltrúa,
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa um byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2004.
Umsókn nr. 31207 (01.51.330.2)
22. Boðagrandi 2 og 2A, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 8. mars 2005 með tillögu um að beita ÁF hús ehf. dagsektum vegna lokaúttektar.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 31246 (01.45.400.2 02)
23. Dugguvogur 10, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. mars vegna stöðvunar framkvæmda í húsinu nr. 10 við Dugguvog.
Stöðvun byggingarfulltrúa staðfest.
Umsókn nr. 50002
24. Laugavegur, fyrirspurn frá Ólafi F. Magnússyni
Lögð fram að nýju eftirfarandi fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar áheyrnarfulltrúa F-listans vegna deiliskipulags Laugavegar.
Á fundi Skipulagsráðs 23. febrúar sl. lagði undirritaður fram bókun, þar sem gerð var grein fyrir heiðursmannasamkomulagi sem hann gerði við borgarstjóra að loknum borgarráðsfundi 10. febrúar sl. um að fresta tillögu sinni í borgarstjórn um myndun nýs starfshóps um endurskoðun á deiliskipulagi við Laugaveg milli borgarstjórnarfunda eða frá 15. febrúar til 1. mars.
Borgarstjóri hét því á móti að ekki yrðu fluttar aðrar tillögur um málið á meðan frestunin stæði eða með öðrum hætti yrði reynt að ýta tillögu F-listans út af borðinu. En einmitt það gerðist þegar formaður Skipulagsráðs tilkynnti í fjölmiðlum að hann myndi flytja tillögu um "rýnihóp" sem skyldi skoða hvers konar byggingar kæmu í stað þeirra sem heimilað yrði að rífa.
Formanni Skipulagsráðs var heimilað að ganga frá svarbókun við bókun undirritaðs í lok fundarins 23. febrúar sl. Hann virðist hins vegar hafa farið út fyrir ramma eðlilegra fundarskapa við frágang bókunarinnar, sem ætla má að hafi tekið klukkustundir fremur en mínútur. Undirrituðum var ekki kunnugt um furðulega bókun R-listans í Skipulagsráði fyrr en á opnum fundi Vinstri Grænna um Laugavegsmálið þá um kvöldið. Þá "upplýsti" formaður Skipulagsráðs í lokaorðum fundarins (þegar enginn gat verið til andsvara) að Ólafur F. Magnússon hefði "haft gullið tækifæri til að hafa rík áhrif á mótun deiliskipulagsins á undirbúnings- og vinnslustigi sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt bæði í skipulagsnefnd og borgarráði." Þar hafi 17 af 19 reitum þegar verið afgreiddir í góðri sátt á síðustu þremur árum, en engin breytingartillaga verið lögð fram af Ólafi F. Magnússyni í þeirri málsmeðferð og "raunar engar bókanir verið lagðar fram sem bent gætu til andstöðu hans við fyrirhugaða uppbyggingu á einstökum reitum." Að mati undirritaðs felast vísvitandi blekkingar í áðurnefndri bókun, sem R-listinn og borgarstjóri hafa látið enduróma í borgarstjórn og borgarráði. Enn ósmekklegri vinnubrögð felast í þeim vinnubrögðum hjá borgarstjóra að efna til opins fundar í Ráðhúsinu síðdegis í dag um uppbyggingu og verndun Laugavegar án þess að fulltrúar F-listans séu látnir vita. Málið væri ekki til umræðu í borgarsamfélaginu nema vegna frumkvæðis og tillöguflutnings F-listans í borgarstjórn.
Undirritaður beinir því eftirfarandi spurningum til fulltrúa R-listans í Skipulagsráði og formanns ráðsins:
1. Hvers vegna greinir R-listinn ekki frá ítarlegri fyrirspurn og gagnrýni undirritaðs vegna þegar hafins og fyrirhugaðs niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg á fundi skipulagsnefndar 4. febrúar 2004 og svarbréfi skipulagsfulltrúa frá 25. febrúar 2004?
2. Hvers vegna greinir R-listinn ekki frá ítrekaðri fyrirspurn og gagnrýni undirritaðs vegna þessara niðurrifsáforma á fundi skipulagsnefndar 10. mars 2004 og svarbréfi skipulagsfulltrúa sem birtist ekki fyrr en 10 vikum síðar eða 19. maí 2004?
3. Var fulltúum R-listans í Skipulagsráði ókunnugt um sjónvarps- og blaðaviðtöl við undirritaðan, ásamt greinum eftir hann í blöðum og tímaritum um þessi víðtæku niðurrifsáform allt frá janúarmánuði 2004?
4. Var formanni Skipulagsráðs kunnugt um það heiðursmannasamkomulag sem borgarstjóri gerði við undirritaðan 10. febrúar sl. og borgarráðsfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Stefán Jón Hafstein voru vitni að?
5. Er formanni Skipulagsráðs kunnugt um að enginn í borgarstjórnarflokki F-listans hefur verið látinn vita af opnum fundi um Laugavegsmálið, sem haldinn verður í Ráðhúsinu síðar í dag?
6. Telur formaður Skipulagsráðs það eðlileg vinnubrögð að sá borgarfulltrúi og jafnframt eini fulltrúi í Skipulagsráði sem hefur haldið uppi gagnrýni á fyrirhugað fjöldaniðurrif gamalla húsa við Laugaveg og á frumkvæði að því að víðtæk umræða fer loks fram um þetta niðurrif meðal borgarbúa sé sniðgenginn svo gróflega af borgarstjóra og flokkssystkinum hennar?
Ólafur F. Magnússon, áheyrnarfulltrúi F-lista í skipulagsráði og borgarfulltrúi.