Haukahlíð 2, Seljavegur 13, Hellusund 6A, Hrísateigur 9, Laufásvegur 10, Njörvasund 30, Rafstöðvarvegur 31, Spítalastígur 1, Vesturgata 61, Arnarnesvegur - 3 áfangi, Gullslétta 1, Koparslétta 4-8, Lambhagavegur 10, Mosfellsbær, Skektuvogur 2, Súðarvogur 2E-F, Vindás-Brekknaás, Eirhöfði 11, Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, Háskólinn í Reykjavík, Höfðabakki 7, Korngarðar 3, Langholtsvegur 169, Barónsstígur 45A, Hringbraut 102, Grandagarður 16, Hjallavegur 52, Langagerði 38, Stýrimannastígur 6, Vitastígur 16, Kvosin, Landsímareitur, Norðurbrún 2, Sóltún 20 og 24-26, Ægisgata 7, Klapparstígur 19, Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31 - Orkureitur, Eddufell 2-8, Næfurás 10-14, Vetrargarður í Breiðholti, Alþingisreitur, Bústaðavegur og Háaleitisbraut, Norðlingabraut 16, Sóleyjargata 29, Holtsgata 23,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

877. fundur 2022

Ár 2022, fimmtudaginn 14. júlí kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 877. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Björn Ingi Edvardsson og Olga Guðrún B Sigfúsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.22 Haukahlíð 2, Stigagangur og bílakjallari - Mhl.01, 02 og 03.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara, mhl. 01 og tvo stigaganga undir mhl. 02 og 03, ásamt tveimur settum þriggja djúpgáma undir mhl. 12 og 13, þ.e. Valshlíð 1 sem er fimm hæða fjölbýlishús með 21 íbúð og Valshlíð 3 sem er fimm hæða fjölbýlishús með 33 íbúðum, í kjallara eru geymslur, hjólageymslur, inntaksrými og brunastúka milli húss og bílageymslu, vagnageymsla er á jarðhæð, djúpgámasett mhl. 12 og 13 eru vestan og sunnan við lóð nr. 2 við Haukahlíð.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.22 Seljavegur 13, Kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á götuhlið, koma fyrir þakgluggum á götu- og garðhlið og innrétta íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Seljaveg.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.22 Hellusund 6A, Br. og viðbót við hús.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun úr íbúðarhúsi í skrifstofuhúsnæði, byggja tengigang við norður lóðarmörk ásamt tilheyrandi breytingum á innra skipulagi og útlitsbreytingum því til samræmis, 8-10 starfsmenn í húsi á lóð nr. 6A við Hellusund.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

4.22 Hrísateigur 9, Viðbygging og hækkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka bílskúr og til að byggja viðbyggingu við hann til suðvesturs á lóð nr. 9 við Hrísateig.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.22 Laufásvegur 10, Svalir - 0402
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að gera svalir á íbúð 0402 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Laufásveg.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.22 Njörvasund 30, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Arnþórs Jónssonar dags. 14. júní 2022 ásamt bréfi dags. 14. júní 2022 um stækkun hússins á á lóð nr. 30 við Njörvasund, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu ehf. dags. 5. júní 2022. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 14. júní 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

7.22 Rafstöðvarvegur 31, (fsp) - reisa svalaskýli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. júlí 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2022 þar sem spurt er hvort leyfi fáist til að reisa svalaskýli yfir svalir á 2. hæð á austurgafl. Svalirnar eru ofan á viðbyggingu sem samþykkt var 2005 en viðvarandi lekar hafa plagað húseigendur síðustu ár. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júlí 2022, samþykkt.

8.22 Spítalastígur 1, Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að setja fjórar svalir og svaladyr á norðurhlið húss á lóð nr. 1 við Spítalastíg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.22 Vesturgata 61, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gísla B. Ívarssonar dags. 5. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni felst a lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 29. apríl 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

10.22 Arnarnesvegur - 3 áfangi, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna 3. áfanga Arnarnesvegar sem liggur á milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir og snið Verkís dags. 14. og 31. mars 2022 og dags. í maí 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.22 Gullslétta 1, (fsp) hækkun húsa og uppskipting lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 var lögð fram fyrirspurn AGROS Lækjarmel 1 ehf. dags. 20. júní 2022 um að skipta upp lóðinni nr. 1 við Gullsléttu í fjórar lóðir og gera nýja byggingarreiti á hverri lóð, samkvæmt uppdr. K.J.ARK dags. 12. júlí 2022. Einnig er lögð fram kynning ódags.Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júlí 2022, samþykkt.

12.22 Koparslétta 4-8, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2022 var lögð fram umsókn Malbikstöðvarinnar ehf. dags. 18. maí 2022 varðandi breytingu a deiliskipulagi Esjumela, athafnasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 4-8 við Koparsléttu. Í breytingunni felst breyting á mörkum byggingarreits, annars vegar við innkeyrslu frá Koparsléttu og hins vegar á vestari hluta reits við Norðurgrafarveg ásamt því að hæð stoðveggja við lóðarmörk eru skilgreind með nýjum hætti í skilmálum, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 5. maí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Gullsléttu 4 og Koparsléttu 2, 3 og 10.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


13.22 Lambhagavegur 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Íslenska fjallatrukkafélagsins ehf. dags. 14. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðarinnar nr. 10 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur minnkar lítillega og færist til innan lóðar, hæð byggingar hækkar úr 8 m í 11 m auk þess að heimilt er að reisa létta inndregna hæð á hluta byggingar, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 7. júlí 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. maí 2022 til og með 27. júní 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu: Veitur dags. 10. júní 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 og er nú lögð fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2022.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

14.22 Mosfellsbær, tillaga að nýju deiliskipulagi - Verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2022 var lagt fram erindi Mosfellsbæjar dags. 1. júní 2022 þar sem kynnt er tillaga að nýju deiliskipulagi suðvestur af Blikastaðalandi. Fyrirhugað er að reisa byggð fyrir atvinnukjarna, þar sem áhersla er á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Samgönguás borgarlínu mun liggja í gegnum skipulagssvæðið. Deiliskipulagssvæðið er um 16,9 ha og afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi, Korpu og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Athugasemdafrestur er frá 2. júní til og með 29. júlí 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. júlí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. júlí 2022, samþykkt.

15.22 Skektuvogur 2, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. nóvember 2021 var lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2021 ásamt bréfi dags. 10. nóvember 2021 um uppbyggingu á lóð nr. 2 við Skektuvog, samkvæmt tillögu T.ark Arkitekta ehf. dags. 9. nóvember 2021. Nánar til tekið er óskað eftir því að fara í uppbyggingu á byggingu B sem samræmist núverandi deiliskipulagi. Seinna yrði farið í deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu á byggingu A, í samræmi við þær hugmyndir sem munu liggja fyrir varðandi Sæbrautarstokk. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt ásamt tölvupósti Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 og bréfi Vegagerðarinnar ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2022, samþykkt.

16.22 Súðarvogur 2E-F, Skektuvogur - Breyting á iðnaðar og lagerhúsnæði í verslunar og líkamsrækt og fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2021 þar sótt er um leyfi til að breyta núverandi notkun í verslunar- og þjónustukjarna með matvöruverslun og líkamsræktarstöð auk minni þjónustueininga og skrifstofurými á efri hæðum, sem fylgir útlitsbreytingar og niðurrifi hluta húsnæðis sem fellur utan lóðar í samþykktu deiliskipulagi og útgefnum lóðaruppdrætti, hús á lóð nr. 2E-F við Súðarvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 og bréfi Vegagerðarinnar ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2022, samþykkt.

17.22 Vindás-Brekknaás, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Landmótunar sf. dags. 4. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vindás-Brekknaás. Í breytingunni felst að bætt er við lóð og byggingarreit fyrir dreifistöð á austurhlið skipulagssvæðisins, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 3. júní 2022.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


18.22 Eirhöfði 11, Eirhöfði 1 - Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 4 -7 hæða fjölbýlishús, fjögur stigahús með 75 íbúðum, mhl. 01 og 02, ásamt bílakjallara með 40 bílastæðum, mhl. 03 og verða Eirhöfði A og B og Steinhöfði 2 og 4 á lóð nr. 1 við Eirhöfða.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.22 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1, (fsp) reitur 12B - breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 var lögð fram fyrirspurn Landslag ehf. dags. 23. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða sem felst í breytingu á afmörkin byggingarreits 12B, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 16. júní 2022. Með breytingunni er verið að minnka umfang bílakjallarans og auka möguleika á gróðursetningu trjágróðurs á lóðinni. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2022.

20.22 Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. f.h. Grunnstoðar / Háskólans í Reykjavík dags. 4. júlí 2022 ásamt bréfi dags. 8. júlí 2022varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans Í Reykjavík vegna lóðarinnar nr. 83-89 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða um 10, úr 415 íbúðum í 425 íbúðir, fækkun byggingarreita fyrir svonefnd stakstæð hús á reit A og B ásamt stækkun á byggingarreit fyrir stakstæð hús og að gert verður ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir íbúa háskólagarðanna á fyrstu hæð stakstæðs húss á reit A ásamt því að íbúðir deiliskipulagssvæðisins munu dreifast á reiti A, B og C í stað A, B, C og D áður, en ekki verður gert ráð fyrir íbúðum á reit D, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 30. júní 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

21.22 Höfðabakki 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7. við Höfðabakka. Í breytingunni felst hækkun á mæni bakhúss um 2,5 m og við það skapast möguleiki á milligólfi. Nýtingarhlutfall helst óbreytt ásamt því að bílastæðakröfur eru uppfærðar í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 18. maí 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. júní 2022 til og með 12. júlí 2022. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

22.22 Korngarðar 3, Breytingar - 1. og 4.hæð veitingarstaður í fl. III tegund G
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi, BN053122, þar sem móttökubúr við stigahús er fjarlægt og innréttaður veitingarstaður í flokki III tegund G fyrir ??? gesti á 4 hæð, með hluta að salernum á 3. hæð húss á lóð nr. 3 við Korngarða.



Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

23.22 Langholtsvegur 169, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 6. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 169 við Langholtsveg (hús nr. 169 og 169A við Langholtsveg). Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar, samkvæmt uppdr. KRark dags. 5. júlí 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

24.22 Barónsstígur 45A, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. maí 2022 var lögð fram umsókn Karls Magnúsar Karlssonar dags. 24.maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 45A við Barónsstíg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit Sundhallarinnar í austur fyrir viðbyggingu á tæknirými innilaugarinnar ásamt því að tengja núverandi tæknirými útilaugarinnar við umrædda stækkun neðanjarðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 13. júlí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. maí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Snorrabraut 54 og 56B og Bergþórugötu 51, 53, 55 og 57.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021


25.22 Hringbraut 102, Breyta glugga í rennihurð og koma fyrir palli og geymslu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta glugga á norðurgafli í rennihurð og byggja þar svalir með tröppu niður í garð með hjóla- og sorpgeymslu undir á húsi á lóð nr. 102 við Hringbraut, samkvæmt uppdr. dags. 3. júní 2021. Erindi var grenndarkynnt frá 13. júní 2022 til og með 12. júlí 2022. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


26.22 Grandagarður 16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 4. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðarinnar nr. 16 við Grandagarð. Í breytingunni felst að reitur 2 á lóð er færður samsíða byggingu frá norðausturhorni lóðar um ca 20 m til suðvesturs, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 30. júní 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

27.22 Hjallavegur 52, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigtryggs Símonarsonar dags. 3. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sunda, reitir 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar 52 við Hjallaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður til og stækkaður, samkvæmt uppdr. Skúlptúra arkitekta dags. 30. maí 2022. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. júní 2022 til og með 12. júlí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

28.22 Langagerði 38, (fsp) breikkun á innkeyrslu
Lögð fram fyrirspurn Kára Vals Hjörvarssonar dags. 12. júlí 2022 ásamt greinargerð ódags. um að breikka innkeyrslu á lóð nr. 38 við Langagerði. Einnig er lagðar fram ljósmyndir þar sem skissað er inn fyrirhuguð breikkun.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.22 Stýrimannastígur 6, Stækka bíslag, nýjar svalir, kvistur, pallur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bíslag, endurgera svalir á austurhlið, koma fyrir nýjum svölum og bíslagi á vesturhlið, gera kvist á suðurhlið og koma fyrir nýjum palli við norðurhlið húss á lóð nr. 6 við Stýrimannastíg. Erindi var grenndarkynnt frá 13. júní 2022 til og með 12. júlí 2022. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


30.22 Vitastígur 16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Eiríks Kristjáns Gissurarsonar dags. 20. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.0, vegna lóðarinnar nr. 16 við Vitastíg. Í breytingunni felst að heimilt er að auka byggingarmagn fyrir smáhýsi á baklóð um 18 fm, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 16. febrúar 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. júní 2022 til og með 12. júlí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

31.22 Kvosin, Landsímareitur, breyting á skilmálum deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 6. júlí 2022 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar, Landsímareits, með síðari breytingum. Í breytingunni felst að heimilt er að hafa hótelstarfsemi á efri hæðum húsanna að Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 5. júlí 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

32.22 Norðurbrún 2, (fsp) breyting á notkun rýmis merkt merkt 201-7615
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Ingimarssonar f.h. Landssambands slökkvilið/sjúkrafl. dags. 1. júní 2022 ásamt bréfi dags. 1. júní 2022 um breytingu á notkun rýmis merkt 201-7615 í húsinu á lóð nr. 2 við Norðurbrún úr verslunar- og þjónusturými í skrifstofurými.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.22 Sóltún 20 og 24-26, (fsp) uppbygging og breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Páls Kristinssonar dags. 17. maí 2022 ásamt bréfi dags. 2. maí 2022 um uppbyggingu á lóðunum nr. 20 og 24-26 við Sóltún ásamt breytingu á notkun lóðanna þannig að heimilt verði að vera með íbúðir í húsunum í stað atvinnustarfsemi, samkvæmt tillöguhefti Rýma arkitekta ehf. dags. 2. maí 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

34.22 Ægisgata 7, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ægisgerðis ehf. dags. 4. júlí 2022 ásamt bréfi Zeppelin arkitekta dags. 4. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Ægisgötu sem felst í hækkun á bak- og framhúsi ásamt því að heimilt verði að vera með gististarfsemi í húsinu, samkvæmt uppdráttum Zeppelin arkitekta dags. 4. júlí 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

35.22 Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. júní 2022 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 12. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að friðaður steinbær verður festur í sessi, varðveittur og gerður upp í samráði við Minjastofnun Íslands, heimilt verður að rífa einlyftar byggingar á baklóð og timburhús að Veghúsastíg 1 ásamt því að á tveimur byggingarreitum er gert ráð fyrir sambyggðum húsum í tveimur röðum með mænisþökum á hverri einingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 9. maí 2022. Einnig eru lagðar fram skýringarmyndir dags. 31. maí 2016 og Skuggavarp dags. 19. apríl 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.



36.22 Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31 - Orkureitur, kynning
Lagðar fram til kynningar fyrirspurnartekningar/teikningasett Arkþing/Nordic ehf. dags. 7. júlí 2022 vegna uppbyggingu að Suðurlandsbraut 34/Ármúla 31, reitur 1.265- Orkureitur.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

37.22 Eddufell 2-8, Stækkun húss - ofanábygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjórar hæðir úr steinsteypu ofan á tveggja hæða hús og innrétta 14 íbúðir, í húsinu nr. 2-4 á lóð nr. 2-8 við Eddufell.


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

38.22 Næfurás 10-14, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Daníels Snæ Sigfússonar dags. 24. júní 2022 um að setja skúr á lóð nr. 10-14 við Næfurás.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.22 Vetrargarður í Breiðholti, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 8. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi fyrir Vetrargarðinn í Breiðholti sem felst í móttöku á jarðvegi og mótun skíðabrekkna og lands innan svæðisins. Einnig eru lagðar fram yfirlitsmyndir.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.


40.22 Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Stephen Chrisler dags. 11. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst leiðrétting á gildandi deiliskipulagi vegna hæða húsa, samkvæmt uppdr. Sudio Granda ehf. dags. 13. júlí 2022.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.



41.22 Bústaðavegur og Háaleitisbraut, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags.12. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð á núverandi gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar ásamt aðlögun á aðliggjandi götum og gangstéttum. Endurnýjun og fullnaðarfrágangi á nýjum hitaveitulögnum sem tengjast núverandi kerfi. Endurnýjun og breyting á umferðarljósum og gatnalýsingu ásamt umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum og breytingum norðar á Háaleitisbraut, þrenging götu til norðurs, koddar og biðstöðvar strætó. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís dags. í júlí 2022. Einnig er lögð fram grunnmynd Verkís dags. 8. júlí 2022. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2022.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2022 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.

42.22 Norðlingabraut 16, stöðvun framkvæmda
Lagt fram bréf eftirlitsdeildar f.h. skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022 um stöðvun framkvæmda að Norðlingabraut 16, þar sem framkvæmdaleyfi hefur ekki verið gefið út fyrir þegar hafnar framkvæmdir. Einnig er lagt fram bréf eftirlitsdeildar dags. 13. júlí 2022, f.h. skipulagsfulltrúa um fyrirhugaðar dagsektir.

Samþykkt.

43.22 Sóleyjargata 29, Breytingar utanhúss
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka íbúðarhús, breyta útliti glugga og útihurða lítillega, breyta þaki og færa aftur í upprunalegt horf ásamt því að byggja nýjan bílskúr, mhl.02, gera stoðveggi á lóðarmörkum, nýja sorpgeymslu og geymsluskúr á lóð nr. 29 við Sóleyjargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 4. júlí 2022 til og með 2. ágúst 2022, en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 12.,13. og 14. júlí 2022 er erindi nú lagt fram að nýju.

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


44.22 Holtsgata 23, (fsp) hækkun á mæniskóta og setja kvisti og svalir
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Bachmann dags. 5. júlí 2022 ásamt greinargerð ódags. um hækkun á mæniskóta og setja kvisti á húsið á lóð nr. 23 við Holtsgötu ásamt því að setja nýjar svalir á vesturhlið/garðhlið hússins, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. dags. í júní 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.