Bleikjukvísl 6, Fálkabakki 1, Fálkaborg, Kleppsvegur 94, Gunnarsbraut 49, Álftahólar 2-8, Fiskislóð 41, Freyjugata 16, Laugavegur 25, Rauðarárstígur 24, Skólavörðustígur 40, Tröllaborgir 14, Ármúli 28 og 30, Brautarholt 6, Fossvogshverfi-einbýlishús - svæði suður af Kvistalandi 26, Kvistaland 26, Grensásvegur 3-7, Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli, Höfðabakki 1, Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás reitir A3 og A4, Litlahlíð, Sægarðar - Sæbraut/Vatnagarðar, Fiskislóð 35, Framnesvegur 13, Langholtsvegur 100, Höfðabakki 7, Höfðabakki 9, Malarhöfði 6, Skógarvegur 2, Smiðshöfði 11, Sólvallagata 47, Blesugróf 30 og 32, Hlemmur og nágrenni - 2.áfangi: Rauðarárstígur, Vesturgata 40, Vesturgata 64, Vesturgata 64, Hörgshlíð 10, Ránargata 3A, Brekknaás 6, Hringbraut Landsp.,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

867. fundur 2022

Ár 2022, mánudaginn 9. maí kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 867. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Helena Stefánsdóttir og Olga Guðrún B Sigfúsdóttir, Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Brynja Kemp Guðnadóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Ingvar Jón Bates Gíslason. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.22 Bleikjukvísl 6, (fsp) gróðurhús
Lögð fram fyrirspurn Ásdísar Sigurgestsdóttur dags. 20. mars 2022 um að staðsetja gróðurhús á borgarlandi fyrir utan lóðarmörk lóðarinnar nr. 6 við Bleikjukvísl, samkvæmt tillögu/skissu ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.

2.22 Fálkabakki 1, Fálkaborg, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 1 við Fálkabakka. Í breytingunni felst stækkun á skipulagssvæði til norðurs, stækkun á leikskólalóð og núverandi byggingarreit leikskólans ásamt því að bætt er við byggingarreit fyrir tímabundna kennslustofu, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 5. maí 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

3.22 Kleppsvegur 94, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Svönu Yen Doan dags. 28. apríl 2022 ásamt bréfi SP(R)INT STUDIO ehf. dags. 27. apríl 2022 um stækkun hússins á lóð nr. 94 við Kleppsveg, samkvæmt tillögu/skissu 12. apríl 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022 samþykkt. Samræmist deiliskipulagi.

4.22 Gunnarsbraut 49, (fsp) stækkun svala
Lögð fram fyrirspurn Rúnars Inga Guðjónssonar dags. 14. mars 2022 um stækkun á svölum hússins á lóð nr. 49 við Gunnarsbraut, samkvæmt uppdr. RÚM teiknistofu dags. 29. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.


Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022 samþykkt. Sækja þarf um byggingarleyfi.

5.22 Álftahólar 2-8, (fsp) nr. 4 og 6 - svalalokanir og álklæðning
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lögð fram fyrirspurn Snorra ehf. dags. 3. mars 2022 um að loka svölum og setja álklæðningu framan á húsið nr. 4 og 6 á lóð nr. 2-8 við við Álftahóla, samkvæmt uppdr. Snorra ehf. dags. 10. júní 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022 samþykkt.

6.22 Fiskislóð 41, (fsp) innkeyrsla
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lögð fram fyrirspurn Bílabúðar Benna dags. 26. janúar 2022 um að bæta við innkeyrslu á lóð nr. 41 við Fiskislóð, samkvæmt tillögu ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2022.

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2022.

7.22 Freyjugata 16, (fsp) hækkun húss og breyting á kvisti
Lögð fram fyrirspurn Eldjárns Árnasonar dags. 27. apríl 2022 um hækkun hússins á lóð nr. 16 við Freyjugötu um eina hæð ásamt því að breyta kvisti á framhlið hússins, samkvæmt uppdr. Arktika dags. 16. apríl 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

8.22 Laugavegur 25, (fsp) rekstur veitingastaðar í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Götubita ehf. dags. 22. apríl 2022 ásamt bréfi dags. 9. apríl 2022 um rekstur veitingastaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 25 við Laugaveg, samkvæmt tillögu Arkþing/Nordic ehf. dags. 31. mars 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.22 Rauðarárstígur 24, (fsp) breyting á notkun geymslu
Lögð fram fyrirspurn Krads ehf. dags. 12. apríl 2022 um breytingu á notkun geymslu sem staðsett er á jarðhæð við hlið hússins á lóð nr. 24 við Rauðarárstíg úr geymslu í íbúð, samkvæmt tillögu Krads ehf. dags. 24. febrúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.22 Skólavörðustígur 40, (fsp) rekstur gististaðar í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Eignarhaldsfélagsins Hlaðan ehf. dags. 22. apríl 2022 ásamt bréfi ódags. um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.22 Tröllaborgir 14, (fsp) breyta einbýlishúsi í tvíbýli, stækka íbúð og setja svalir
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Rúnars Bjarnasonar dags. 26. apríl 2022 ásamt greinargerð dags. 25. apríl 2022 um að breyta einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Tröllaborgir í tvíbýlishús, stækka íbúð 0102 (aukaíbúð) og gera svalir ofan á stækkunina fyrir íbúð 0201, samkvæmt uppdráttum Luigi Bartolozzi dags. 25. febrúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.22 Ármúli 28 og 30, (fsp) hækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. apríl 2022 var lögð fram fyrirspurn Helga Indriðasonar dags. 12. apríl 2022 um hækkun hússins á lóð nr. 28 og 30 við Ármúla, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 12. mars 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.


Ekki gerðar athugasemd við erindið, með þeim fyrirvörum og skilyrðum fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.

13.22 Brautarholt 6, Breytingar 1. og 2.hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, innrétta 6 íbúðir á 2. hæð, innrétta geymslur í austurhluta 1. hæðar, breyta gluggum á báðum hliðum, gera svalir á götuhlið og gera flatt þak á bakhús og gera þar svalir og aðkomu fyrir íbúðir á 2. hæð húss á lóð nr. 6 við Brautarholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022 samþykkt með skilyrðum og leiðbeiningum.

14.22 Fossvogshverfi-einbýlishús - svæði suður af Kvistalandi 26, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi "Fossvogshverfi - einbýlishús". Í breytingunni felst að afmarkað svæði suður af Kvistalandi 26 er tekið út úr deiliskipulagsáætluninni og fært undir breytingu á deiliskipulagi Kvistalands 26, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 3. maí 2022.


Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að
Kvistalandi 21, 23, 22 og 24, Hjallalandi 30, 32, 34, 36, 38 og 40, Hellulandi 13, 15, 17, 19, 20, 22, 24 og Haðalandi 21, 23, 22 og 24

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7. 6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.


15.22 Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2022 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum lóðarinnar ásamt því að lögun byggingarreits fyrir leikskólabygginguna breytist og stækkar. Mænishæð er breytt og gert ráð fyrir að hækka þakið, en allar byggingar eru áfram ein hæð. Gert er ráð fyrir sorpgerði austan við leikskólann, innan byggingarreits leikskólans. Byggingarreitur færanlegrar stofu er breikkaður til suðurs. Gert er ráð fyrir hjóla- og vagnageymslu innan lóðar og 30 hjólastæðum, 10 fyrir starfsmenn og 20 fyrir nemendur, ásamt því að núverandi stígur á opna svæðinu er færður út fyrir áætluð lóðamörk, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 23. mars 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að
Kvistalandi 21, 23, 22 og 24, Hjallalandi 30, 32, 34, 36, 38 og 40, Hellulandi 13, 15, 17, 19, 20, 22, 24 og Haðalandi 21, 23, 22 og 24

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7. 6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.




16.22 Grensásvegur 3-7, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Krads ehf. dags. 24. febrúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 3-7 við Grensásveg sem felst í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóð í samræmi við rammaskipulag, samkvæmt tillögu dags. 15. febrúar 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.22 Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hörgshlíðar vegna lóðarinnar nr. 2 við Hamrahlíð, Hlíðarskóla. Í breytingunni felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur sem ráðgert er að staðsetja á norðurmörkum lóðar meðfram Hamrahlíð norðan við núverandi battavöll, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta dags. 2.maí 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

18.22 Höfðabakki 1, Breyting á rými á 1. og 2.hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi á 1. hæð, þannig að stigahús er gert að sér rými og eignum fjölgað á 2. hæð með því að breyta skrifstofurými 0201 í fjórar íbúðir í verslunar- og skrifstofuhúsnæði, mhl. 02 á lóð nr. 1 við Höfðabakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.

19.22 Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás reitir A3 og A4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hildar Gunnlaugsdóttur, f.h. Spildu ehf. dags. 4. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi áfanga 1 í Gufunesi vegna reita A3 og A4. Í breytingu felst tilfærsla á lóðarmörkum (fjöldi og lögun lóða er að breytast), aukning á fjölda íbúða, húshæðir aukast en þó innan marka sem tilgreint er í aðalskipulagi. Heildarbyggingamagn á svæðinu helst óbreytt m.v. gildandi heimildir og mun byggðarmynstur á uppbyggingarsvæði breytast, í stað randbyggðar, standa stakstæð hús í grænu garðrými. Almennings- og dvalarrými eykst og það gert samfelldara, m.a. með því að fella niður botnlangann Hilmisbás. Töluverð atvinnustarfsemi er í gildandi skipulagi og mun nær öll sú starfsemi í núverandi heimildum breytast í íbúðir, samkvæmt uppdr. dags. 3. maí 2022.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


20.22 Litlahlíð, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. mars 2021 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. mars 2021 um framkvæmdaleyfi vegna breytingu/ þrengingu á götum í Litluhlíð, gerð undirganga undir Litluhlíð og göngu- og hjólastíg um undirgögn, stígtengingar og stofnlagnir vatns-, hita-, raf- og fráveitu. Einnig er gert ráð fyrir gróðursvæðum, landmótun, lýsingu við götu, stíga og undirgöngum, umferðarljósum, skiltum og merkingum. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í febrúar 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2021. Lagt fram að nýju ásamt umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 5. maí 2022 um framlengingu á framkvæmdaleyfi fyrir ofangreint erindi, sem gefið var út 27. apríl 2021, til lok júlí 2022.

Samþykkt framlengja framkvæmdaleyfi til 31. júlí 2022.

21.22 Sægarðar - Sæbraut/Vatnagarðar, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 3. maí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á gatnamótum Sægarða og Vatnagarða, samkvæmt teikningasetti dag. í febrúar 2022. Einnig eru lögð fram samþykki Faxaflóahafna og Veitna fyrir framkvæmdinni dags. 4. maí 2022 og samþykki Vegagerðarinnar dags. 5. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.

22.22 Fiskislóð 35, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. febrúar 2022 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 12. ágúst 2021 um uppbyggingu á lóð nr. 35 við Fiskislóð skv. uppdr. og þrívíddarmyndum Arkþings/Nordic ehf. móttekið 12. ágúst 2021. Fyrirspyrjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Sigurðar Hallgrímssonar dags. 5. maí 2022 þar sem fyrirspurn er dregin til baka.
Fyrirspurnin dregin til baka.

23.22 Framnesvegur 13, Sótt er um að setja svalir og tröppur í garð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka glugga og bæta við hurð, koma fyrir svölum og tröppum á suðurhlið íbúðar 0201 í íbúðarhúsi á lóð nr. 13. við Framnesveg.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.22 Langholtsvegur 100, (fsp) innkeyrsla á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2022 var lögð fram fyrirspurn Arons Vikars Eiríkssonar dags. 11. mars 2022 um að gera innkeyrslu austan megin við húsið á lóð nr. 100 við Langholtsveg. Einnig er lögð fram ljósmynd og kort þar sem búið er að skissa inn innkeyrslu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. maí 2022,

25.22 Höfðabakki 7, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 5. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7. við Höfðabakka. Í breytingunni felst hækkun á mæni bakhúss um 2,5 m og við það skapast möguleiki á milligólfi. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar úr 0,7 í 0,8 ásamt því að bílastæðakröfur eru uppfærðar í samræmi við bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 4. maí 2022. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindið nú lagt fram að nýju.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Höfðabakka 3 og 9, Stórhöfða 22-30 og Vagnhöfða 23 og 25.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.


26.22 Höfðabakki 9, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Reita - skrifstofa ehf. dags. 11. apríl 2022 um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Höfðabakka, samkvæmt tillögu Trípólí ehf. dags. 11. apríl 2022.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

27.22 Malarhöfði 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 8. febrúar 2022 ásamt bréfi dags. 8. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða - Sævarhöfða vegna lóðarinnar nr. 6 við Malarhöfða. Í breytingunni felst heimild til að hækka viðbyggingu og nýr byggingarreitur fyrir skýli á suðurhluta lóðar, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 9. mars 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. mars 2022 til með 28. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

28.22 Skógarvegur 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 12. janúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 2 við Skógarveg. Í breytingunni felst að heimilt er að setja svalalokanir á efstu hæð hússins, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 21. desember 2021, við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. mars 2022 til og með 3. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

29.22 Smiðshöfði 11, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Hilmars Jónssonar dags. 28. apríl 2022 um stækkun lóðarinnar nr. 11 við Smiðshöfða í átt að stórhöfða.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

30.22 Sólvallagata 47, (fsp) breyta hluta kjallara og bílskúr í íbúð
Lögð fram fyrirspurn Guðbrands Jóhannessonar dags. 27. apríl 2022 um að breyta hluta kjallara og ósamþykktum bílskúr á lóð nr. 47 við Sólvallagötu í íbúð með sér fastanúmeri eða að örðum kosti sem aukaíbúð, samkvæmt skissu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.22 Blesugróf 30 og 32, (fsp) hækkun á gólfkóta o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Kristjánsdóttur dags. 26. apríl 2022 um hækkun á gólfkóta lóðanna nr. 30 og 32 við Blesugróf ásamt því að heimilt verði að gera kjallara á lóðunum og að byggingarreitir verði minnkaðir. Einungir verða tvær íbúðir í hvoru húsi.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.22 Hlemmur og nágrenni - 2.áfangi: Rauðarárstígur, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 3. maí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna endurgerð núverandi gatna og gerð nýs torgsvæðis við Hlemm og Nágrenni. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd ódags. þar sem fram kemur hvernig verkefnið er áfangaskipt.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.22 Vesturgata 40, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2022 var lögð fram umsókn Krads ehf. dags. 12. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 40 við Vesturgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að breyta verslunarrými á jarðhæð hússins í íbúð og skipta efri hæðum hússins í tvær íbúðir, samkvæmt uppdr. Krads. ehf. dags. 18. mars 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022 samþykkt. Vakin er athygli á þeim fyrirvörum sem fram koma í umsögninni.

34.22 Vesturgata 64, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 10. janúar 2022 um uppbyggingu á lóð nr. 64 við Vesturgötu, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti hönnuðar dags. 31. mars 2022, hæðarblaði dags. 4. mars 2020, hæðarkótum THG arkitekta ehf. mótt. 31. mars 2022 og yfirliti yfir íbúðarskiptingu mótt. 31. mars 2022. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2022 samþykkt,Vakin er athygli á þeim fyrirvörum sem fram koma í umsögninni.

35.22 Vesturgata 64, Fjölbýlishús - mhl.03
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt sjö hæða fjölbýlishús með 57 íbúðum á sameiginlegum bílakjallara á Héðinsreit og verður mhl. 03 á lóð nr. 64 við Vesturgötu. Einnig er lagður fram tölvupóstur byggingarfulltrúa dags. 5. maí 2022 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.

Umsagnarbeiðni dregin til baka.

36.22 Hörgshlíð 10, Bílageymsla forsteyptum samlokueinginum
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á forsteyptum sökklum með samlokuveggjum auk geymslu á lóð nr. 10 við Hörgshlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 28. mars 2022 til og með 2. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


37.22 Ránargata 3A, Svalir á suðurhlið og nýtt hurðargat
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir léttum svölum á suðurhlið 2. hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 3A við Ránargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 30. mars 2022 til og með 3. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


38.22 Brekknaás 6, Íbúðarhús með sex íbúðum fyrir fatlaða
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja íbúðakjarna með sex íbúðum, starfsmannaaðstöðu og hjólageymslu á lóð nr. 6 við Brekknaás.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

39.22 Hringbraut Landsp., Eiríksgata 36 - Stöðuleyfi fyrir reiðhjólaskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2022 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir hálfopnu reiðhjólaskýli fyrir 70 reiðhjól sem verður staðsett í porti Eirbergs og geðdeildar Landspítala á lóð nr. 36 við Eiríksgötu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.