Álfaland 15, Bergstaðastræti 11A og 13, Hjallavegur 52, Kringlan 4-12, Nýlendugata 30, Skólavörðustígur 3A, Sörlaskjól 10, Álfheimar 74, Þingholtsstræti 37, Laufásvegur 73, Sogavegur 168, Freyjubrunnur 29, Háaleitisbraut 12, Hverfisgata 39, Brautarholtsvegur 41, Heklureitur, Jöfursbás 5, Jöfursbás 5, Jöfursbás 5, Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6), Úlfarsfell (Hvammur), Langagerði 96, Laugavegur 178, Reykjavíkurflugvöllur, Vesturgata 2, Funafold 49, Kvistaland 26, Skipholt 1, Bárugata 15, Bergstaðastræti 18, Einarsnes 21, Hrísateigur 15, Njálsgata 76, Starmýri 2, Borgartún, Snorrabraut-Katrínartún, Kópavogur, Lautarvegur 36, Týsgata 6, Vatnsveituvegur/Víðidalur, Víðinesvegur 22, Hverfisgata 70,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

841. fundur 2021

Ár 2021, mánudaginn 18. október kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 841. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Björn Ingi Edvardsson, Ingvar Jón Bates Gíslason og Ólafur Melsted. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


1.21 Álfaland 15, (fsp) breyta sambýli í íbúðir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. september 2021 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Ó. Axelssonar og Berglindar Júlíusdóttur dags. 18. ágúst 2021 um að breyta sambýli á lóð nr. 15 við Álfaland í þrjár íbúðir, samkvæmt. skissum VA arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2021, samþykkt.

2.21 Bergstaðastræti 11A og 13, lokun undirganga
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. október 2021 var lagður fram tölvupóstur Stefáns Auðuns Stefánssonar dags. 24. september 2021 um lokun undirganga á lóð nr. 11A við Bergstaðastræti. Undirgöngin þjóna umferð fyrir Bergstaðastræti 11A og Bergstaðastræti 13. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. október 2021, samþykkt.

3.21 Hjallavegur 52, (fsp) færsla og stækkun á byggingarreit bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. október 2021 var lögð fram fyrirspurn Sigtryggs Símonarsonar dags. 3. október 2021 um færslu og stækkun á byggingarreit bílskúrs á lóð nr. 52 við Hjallaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 15. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. október 2021, samþykkt.

4.21 Kringlan 4-12, Lúxusbíósalur - anddyri, salerni o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að hækka hluta mhl. 02 og innrétta nýjan bíósal á 3. hæð, nýjar snyrtingar fyrir hæðina og gera nýja flóttaleið út á svalir Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Erindi fylgir yfirlit yfir breytingar. Stækkun, mhl. 02: ferm., rúmm. Eftir stækkun: 13.977,2 ferm., 57.272,6 rúmm. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

5.21 Nýlendugata 30, (fsp) bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. október 2021 var lögð fram fyrirspurn Frank Arthur Blöndahl Cassata dags. 15. september 2021 um breytingu á staðsetningu bílastæðis á lóð nr. 30 við Nýlendugötu, en óskað er eftir að færa eitt bílastæðið á suðausturhorn lóðar, með aðkomu frá Nýlendugötu, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2021, samþykkt.

6.21 Skólavörðustígur 3A, (fsp) breyting á notkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. september 21021 var lögð fram fyrirspurn Rebecca Caroline Kent dags. 7. september 2021 um að breyta notkun hluta hússins á lóð nr. 3A við Skólavörðustíg úr verslun í verslun og matsölustað (take away) skv. skissu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. október 2021, samþykkt.

7.21 Sörlaskjól 10, Forstofa, færa aðalinngang
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja forstofu við norðurhlið og breytingar á innra skipulagi húss á lóð nr. 10 við Sörlaskjól.
Stækkun er: 49,9 ferm., 121,4 rúmm. Erindi fylgir samþykki eigenda nr. 12 við Sörlaskjól á teikningu dags. 5. júlí 2021 og skýringarmyndir hönnuðar vegna breytinga dags. 5. júlí 2021 ásamt yfirliti breytinga á afriti af aðaluppdrætti stimpluðum 22. ágúst 1946. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. október 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 11. október 2021. Gjald kr.12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sörlaskjóli 4, 6, 8, 12 og 14.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


8.21 Álfheimar 74, (fsp) loftræstisamstæður
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. október 2021 var lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 20. september 2021 um að setja tvær loftræstisamstæður á þak hússins á lóð nr. 74 við Álfheima. Annars vegar ofan á þak yfir 7. hæð og hins vegar á þak yfir 4. hæð, samkvæmt tillögu ASK Arkitekta ehf . dags. 20. september 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 18.október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18.október 2021, samþykkt.

9.21 Þingholtsstræti 37, Breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. október 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir lyftu í anddyri skólans, breyta innra skipulagi snyrtinga á 2. hæð og setja svalir á suðurhlið efri hæðar húss á lóð nr. 37 við Þingholtsstræti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir bréf hönnuðar og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. júní 2021 og yfirlit breytinga unnið á afriti samþykktra uppdrátta. Gjald kr.12.100

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Þingholtsstræti 35, Grundarstíg 24, Hellusundi 3 og Laufásvegi 25, 26, 27 og 31.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


10.21 Laufásvegur 73, Frístandandi tómstundarrými
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. október 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tómstundahús og gróðurhús á lóðamörkum í suðaustur og áhaldaskúr og pergólu á baklóð einbýlishúss á lóð nr. 73 við Laufásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 18. október 2021.
Tómstundarými, mhl. 02, A-rými: 66,1 ferm., 224,7 rúmm. Gróðurhús/laufskáli, mhl. 03, B-rými: 25,4 ferm. Gjald kr. 12.100

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2021, samþykkt.

11.21 Sogavegur 168, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Thelmu Lindar Waage dags. 28. september 2021 um að fjölga íbúðum hússins á lóð nr. 168 við Sogaveg um eina.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

12.21 Freyjubrunnur 29, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. september 21021 var lögð fram fyrirspurn Leifs Steins Elíssonar dags. 4. júní 2021 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 29 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst fjölgun bílastæða úr 4 stæðum í 8-9 stæði. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021.


Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2021, samþykkt.

13.21 Háaleitisbraut 12, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Hans Olav Andersen dags. 26. ágúst 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýris - Álftamýris vegna lóðarinnar nr. 12 við Háaleitisbraut sem felst í stækkun lóðar, breytingu á notkun í íbúðarbyggð og uppbyggingu, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar dags. 19. ágúst 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

14.21 Hverfisgata 39, (fsp) hækkun húss, svalalokun og svalir
Lögð fram fyrirspurn Jónasar Gauta Friðþjófssonar dags. 14. október 2021 um að loka þaksvölum á 5. hæð hússins á lóð nr. 39 við Hverfisgötu að hluta eða öllu leyti, hækka húsið um eina eða rishæð og setja svalir á norðurhlið 5. hæðar hússins og á suðurhlið 2., 3. og 4. hæðar hússins.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.21 Brautarholtsvegur 41, (fsp) breyta einbýlishúsalóð í parhúsalóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. október 2021 var lögð fram fyrirspurn Ragnheiðar Hafsteinsdóttur dags. 30. september 2021 um að breyta einbýlishúsalóð að Brautarholtsvegi í parhúsalóð. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Teiknistofunnar Arkar dags. 11. september 2021 og 3. október 2021 sem sýna hugmyndir af parhúsi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. október 2021, samþykkt.

16.21 Heklureitur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga Yrki arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021 að deiliskipulagi fyrir Heklureit, nánar tiltekið lóðirnar við Laugaveg 168-174a. Í tillögunni eru settar fram skipulagslegar heimildir fyrir íbúðir, atvinnustarfsemi og gististarfsemi. Gert er ráð fyrir að allar byggingar á lóð Laugavegs 168 til 174a verði fjarlægðar að undanskyldu borholuhúsi. Byggðin er mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veðurfars. Byggðin rís hæst til norðurs við Laugaveg og er lægst til suðurs við Brautarholt. Um er að ræða íbúðarhús, 2ja til 7 hæða, með möguleika á 8. hæð á norðvesturhorni Laugavegs 168 á reit A skv. fyrirliggjandi skipulagstillögu. Byggingarnar skulu vera stallaðar með ríku tilliti til sólarátta og byggð skipulögð þannig að miðlægur inngarður sé í góðu skjóli fyrir veðri og vindum við allar byggingar. Gert er ráð fyrir sérafnotaflötum fyrir íbúðir á jarðhæðum og svölum á efri hæðum. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 463 íbúðum með verslun og þjónustu á 1. hæð. Heildar flatarmál ofanjarðar á lóðunum er 46.474 m2. Þar af eru að hámarki 44.351 m2 undir íbúðir og lágmark 2.123 m2 undir verslanir og þjónustu. Einnig lögð fram Húsakönnun Borgarsögusafns dags. 2017 og umhverfismat áætlana dags. febrúar 2018. Tillagan var auglýst frá 22. júlí 2021 og með 6. september 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Jóhannes Þórðarson og Sigurbjörn Kjartansson dags. 5. september 2021, íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 6. september 2021 og Veitur dags. 6. september 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. september 2021 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

17.21 Jöfursbás 5, Fjölbýlishús - mhl.03
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 25 íbúða fjölbýlishúsi á 3-5 hæðum auk kjallara, mhl.03, burðarvirki staðsteypt en stigahlaup og svalir úr forsteyptum einingum á lóð nr. 5 við Jöfursbás.
Stærð er: 2.311,5 ferm., 7.574,2 rúmm. Erindi fylgir greinargerð brunahönnuðar dags. 25. ágúst 2021, greinargerð um hljóðvist dags. 7. september 2021 og afrit af uppdrætti deiliskipulags sem birtur var í B-deild þann 16. mars 2021. Gjald kr.12.100


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.21 Jöfursbás 5, 23 íbúða fjölhýsi á 3-5 hæðum - mhl.2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til byggja 23 íbúða fjölbýlishúsi á 5 hæðum auk kjallara, mhl.02, burðarvirki staðsteypt en stigahlaup og svalir úr forsteyptum einingum á lóð nr. 5 við Jöfursbás.
Stækkun er: 2.278,1 ferm., 7.479,0 rúmm. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.21 Jöfursbás 5, Bílakjallari - mhl.04
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja staðsteyptan bílakjallara, mhl.04, á einni hæð með 49 bílastæðum sem mun þjóna þremur fjölbýlishúsum á lóð nr. 5 við Jöfursbás.
Stærð er: 1.609,5 ferm., 4.988,5 rúmm. Erindi fylgir greinargerð brunahönnuðar dags. 25. ágúst 2021 og greinargerð um hljóðvist dags. 7. september 2021. Gjald kr.12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.21 Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6), (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar dags. 12. október 2021 ásamt bréfi dags. 11. október 2021 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 1 vegna lóðanna nr. 1 og 2 við Stefnisvog (reitir 1-2 og 1-6) sem felst að breyta bílgeymslu á lóð 1-6 þannig að hún verði á einni hæð í stað tveggja og um leið lagfæra bílageymslu á lóð 1-2, brjóta upp byggingamassa 1-6 í fleiri einingar og fjölga íbúðum lítillega á reit 1-6 til að ná niður meðalstærð þeirra, samkvæmt tillögu Arkþing - Nordic ehf. dags. 29. september 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.21 Úlfarsfell (Hvammur), (fsp) færanlegt bogahýsi
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Ágústs Norðdahl dags. 23. september 2021 um að setja færanlegt bogahýsi í suðausturhorni Úlfarsfells (Hvammur). Einnig er lögð fram afstöðumynd dags. í júní 1999 þar sem skissuð er inn staðsetning.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

22.21 Langagerði 96, Viðbygging - kvistir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á suðvesturhorn og þrjá nýja kvisti ásamt því að endurbyggja og stækka kvist sem fyrir er á einbýlishúsi á lóð nr. 96 við Langagerði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. september 2021. Erindi var grenndarkynnt frá 15. september 2021 til og með 13. október 2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir afrit af umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn sama efnis dags. 12. mars 2021. Stækkun: ferm., rúmm. Eftir stækkun: Gjald kr. 12.100

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


23.21 Laugavegur 178, Bílageymsla neðanjarðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu neðanjarðar á lóðinni Laugavegur 178. Bílastæði í geymslu 34 og á lóð 115, samtals 149 bílastæði, á lóð nr. 179 við Laugaveg.
Stærðir. 794,2 ferm; 2.382,6 rúmm. Erindi fylgir samkomulag eigenda dags. 27. júní 2008, eldri umsókn um byggingaleyfi sem samþykkt var þann 7. október 2008 fylgir og samþykkt eignarskipayfirlýsing frá desember 2008 með bílakjallara og álagningarseðlar fasteignagjald síðustu 11 árin. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.21 Reykjavíkurflugvöllur, (fsp) breytt aðkoma neyðartækja að þyrluplani Landhelgisgæslunnar
Lögð fram fyrirspurn Isavia Innanlandsflugvalla ehf. dags. 5. október 2021 ásamt bréfi dags. 4. október 2021 um breytta aðkomu neyðartækja að þyrluplani Landhelgisgæslu Íslands við Nauthólsveg, Reykjavíkurflugvelli, vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð Landhelgisgæslu Íslands.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.21 Vesturgata 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Davíðs Kristjáns Chatham Pitt f.h. Tvíeyki ehf., varðandi breytingu á deiliskipulagi Grófarinnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu. Í breytingunni felst að gera svalir á bakhlið (norðurhlið) húss í porti ásamt flóttastiga, stækka geymslur undir hluta af svölum og gera bólverk (gamlan hafnarkant) sýnilegan að hluta, samkvæmt uppdr. Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 25. júlí 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. október 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. september 2021 til og með 14. október 2021. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

26.21 Funafold 49, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sylvíu Heiðar La Voque dags. 3. febrúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar norðan Grafarvogs - suðurhluti vegna lóðarinnar nr. 49 við Funafold. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit við vesturhlið hússins, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 2. febrúar 2021, síðast breytt 9. júní 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. september 2021 til og með 11. október 2021. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

27.21 Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland, leikskólinn Kvistaborg. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir tímabundnar kennslustofur á lóð vegna framkvæmda á húsnæði leikskólans. Reiturinn er staðsettur þar sem nú eru bílastæði á auðausturhluta lóðarinnar og breytist núverandi nýtings lands þar tímabundið á meðan á framkvæmdum stendur, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 15. október 2021.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kvistalandi 17,18,19,20, 21,22,23 og 24, Hellulandi 13, 15, 17, 19, 20, 22 og 24 og Haðalandi 17, 19, 21 og 23.

Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.



28.21 Skipholt 1, breyting á lóðamörkum
Lagt fram bréf Landupplýsingardeildar dags. 15. október 2021 þar sem óskað er eftir breytingu á lóðamörkum lóðarinnar nr. 1 við Skipholt sem felst í minnkun lóðar í samræmi við lóðauppdrátt og breytingablað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. október 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.



29.21 Bárugata 15, Stækka svalir 3.hæð - gluggi 2.hæð o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. ágúst 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka svalir á 3. hæð, bæta við glugga á austurhlið 2. hæðar, og minnka stigahús til að stækka íbúð 0201 auk ýmissa smávægilegra áður gerðra breytinga á innra skipulagi í íbúðarhúsi, og sameina í einn alla matshluta á lóð nr. 15 við Bárugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 14. september 2021 til og með 12. október 2021. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur/samþykki Jóns Gunnlaugs Jónassonar dags. 27. september 2021.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. júlí 2021, bréf frá hönnuði dags. 3. ágúst 2021 og yfirlit breytinga. Gjald kr. 12.100

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


30.21 Bergstaðastræti 18, (fsp) flutningur húss, stækkun o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. október 2021 var lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring dags. 30. ágúst 2021 um flutning húss, sem áður stóð á lóð nr. 7 við Bergstaðastræti, á lóð nr. 18 við Bergstaðastræti. Stækkun á viðbyggingu aftan við húsið og því að reisa nýja viðbygging við gafl hússins á lóð nr. 20 við Bergstaðastræti, samkvæmt tillögu/skissu ódags. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns reykjavíkur dags. 19. mars 2021 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. mars 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 10. september 2021. Lagt fram að nýju ásamt uppdráttum (afstöðumynd, grunnmynd og útlit) dags. í október 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2021, samþykkt.

31.21 ">Einarsnes 21, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Eiríks Freys Blumenstein dags. 11. október 2021 um að gera lágreistan niðurgrafin bílskúr á lóð nr. 21 við Einarsnes, samkvæmt uppdr. Argo ehf. 5. nóvember 2021.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.21 Hrísateigur 15, Viðbygging - svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka stofur allra íbúða til suðurs, lengja svalir á 1. og 2. hæð að nýbyggingu, einangra að utan og klæða með bárujárni íbúðarhús nr. 15 við Hrísateig.
Stækkun: 40.3 ferm., 158.1 rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga á aðaluppdrætti samþykktum 6. desember 2005. Gjald kr. 12.100

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.21 Njálsgata 76, Setja svalir á 1 og 2.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á suðurhlið 1. og 2. hæðar á húsi nr. 76 á lóð nr. 76 við Njálsgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 10. september 2021 til og með 8. október 2021. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun er samtals: 14,4 ferm. svalir 0103 / 0203. Erindi fylgir yfirlit breytinga á uppdráttum sem samþykktir voru 9. mars 1999. Samþykki eigenda liggur fyrir á umsóknareyðublaði. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. maí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. maí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2021. Gjald kr. 12.100

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


34.21 Starmýri 2, (fsp) 2A - breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Pálmars Kristmundssonar dags. 12. október 2021 um breytingu á deiliskipulagi Safamýris - Álftamýris vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri sem felst í að heimilt verði að bæta við byggingarreit fyrir 4. hæð sem nemur um helming þakhæðar, fjölga íbúðum um tvær og að þegar byggðir bílskúrar í kjallara og bílastæði fyrir framan hvorn þeirra fylgi tveimur íbúðum á 4. hæð, samkvæmt uppdr. PK arkitekta ehf. dags. 20. nóvember 2021. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir PK arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2020 og bréf dags. 14. október 2021.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

35.21 Borgartún, Snorrabraut-Katrínartún, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 14. október 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir gerð aðskilinna göngu- og hjólastíga við norðanvert Borgartún frá Snorrabraut að Katrínartúni. Einnig er lögð fram útboðs- og verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2021 og teikningar Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar dags. 17. september 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021.

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.

36.21 Kópavogur, breytingar á skilti við Breidd - ósk um umsögn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. október 2021 var lagt fram bréf Kópavogsbæjar dags. 29. september 2021 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Handknattleiksfélags Kópavogs um breytingar á skilti félagsins við stofnbraut í Breidd. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2021, samþykkt.

37.21 Lautarvegur 36, breyting á lóðamörkum
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. ágúst 2021 var lagt fram bréf Landupplýsingardeildar dags. 21. júlí 2021 þar sem óskað er eftir samþykki skipulagsfulltrúa að lóðarmörk lóðarinnar nr. 36 við Lautarveg verði í samræmi við breytingablað og lóðauppdrátt dags. 21. júlí 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.




38.21 Týsgata 6, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. október 2021 var lögð fram umsókn Skúla Rúnars Jónssonar dags. 12. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðar nr. 6 við Týsgötu. Í breytingunni felst að núverandi geymsla á lóð verður rifin og nýr byggingarreitur fyrir geymslur staðsettur í norðvestur horni lóðar. Heimilt verði að byggja einnar hæðar byggingu innan byggingarreits ásamt því að nýr byggingarreitur verður staðsettur við norðurhlið húss vegna stiga utanhúss sem veitir aðgengi upp á 2. hæð. Jafnframt verður heimilt að gera léttbyggðar svalir götumegin á 2. hæð (flóttaleið), samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 10. ágúst 2021. Einnig er lagður fram aðaluppdráttur dags. 6. júní 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Týsgötu, 4 og 8 og Óðinsgötu 4B.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. og 12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.


39.21 Vatnsveituvegur/Víðidalur, (fsp) staðsetning dýraathvarfs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. september 2021 var lögð fram fyrirspurn Guðbjargar H. Ragnarsdóttur f.h. Dýraskjóls dags. 27. ágúst 2021 um staðsetningu dýraathvarfs í Víðidal skv. yfirlitsmynd. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2021.

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2021, samþykkt.

40.21 Víðinesvegur 22, Starfsmannahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr forsteyptum samlokueiningum á tveimur hæðum með skrifstofurými og vinnslusal á 1. hæð og skrifstofum, matsal og búningsaðstöðu á 2. hæð, á lóð nr. 22 við Víðinesveg.
Stærð húss er: 849,0 ferm., 4.828,4 rúmm. Gjald kr. 12.100


Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

41.21 Hverfisgata 70, eignarhald á lóð - ósk um fund
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. október 2021 var lagt fram bréf LEX lögmannsstofu dags. 23. september 2021 þar sem óskað er eftir fundi með skipulagsfulltrúa varðandi eignarhald á lóð nr. 70 við Hverfisgötu. Á lóðinni eru bílastæði sem Reykjavíkurborg nýtir, en umbjóðandi LEX lögmannsstofu Orri Páll Vilhjálmsson telur Reykjavíkurborg ekki hafa réttmæta eignarheimild að lóðinni og þar með ekki heimild til nýtingar hennar án hans samþykkis. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. október 2021.


Umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15.október 2021, samþykkt.