Bugðulækur 6,
Kárastígur 7,
Krosshamrar 5,
Njálsgata 56,
Borgartún 24,
Bryggjuhverfið, reitur G,
Bryggjuhverfi vestur, svæði 4,
Bryggjuhverfi vestur, svæði 4,
Drápuhlíð 38,
Gljúfrasel 11,
Grensásvegur 1,
Hvammsgerði 3,
Gufunes, útivistarsvæði,
Hverfisgata og Ingólfsstræti,
Hverfisskipulag, Kjalarnes,
Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður,
Kjalarnes, Kalkslétta 1,
Kjalarnes, Saltvík,
Lambhagi gróðurstöð,
Rekagrandi 14, leikskóli,
Skektuvogur 1,
Suðurlandsvegur,
Tunguháls 6,
Vogabyggð svæði 1,
Bakkastaðir 41,
Brekkubær 39,
Frostaskjól 39-45,
Rofabær 32, Árbæjarkirkja,
Þorragata 1,
Gerðarbrunnur 44,
Iðunnarbrunnur 15,
Rökkvatjörn 1,
Suðurgata 22,
Teigahverfi,
Vitastígur 16,
Brekkustígur 9,
Öldugata 44,
Hverfisgata 46,
Reykjahlíð 8,
Njarðargata 47,
Malarhöfði 6,
Nökkvavogur 8,
Pósthússtræti 3 og 5,
Laugardalur - austurhluti,
Skólavörðustígur 31,
Seljavegur 1,
Bíldshöfði 10,
Bragagata 23,
Langholtsvegur 170,
Mýrargata 26,
Norðurstígur og Nýlendugata,
Seljavegur 2,
Týsgata 6,
Urðarstígur 4,
Urðarstígur 16A,
Breiðagerði 7,
Grettisgata 20A og 20B,
Jöklasel 2,
Keilufell 15,
Sólvallagata 10,
Kópavogur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
772. fundur 2020
Ár 2020, föstudaginn 8. maí kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 772. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Ólafur Melsted og Hildur Gunnarsdóttir.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.20 Bugðulækur 6, Bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr upp að bílskúr sem fyrir er á lóðinni, úr plastkubbum með 150 mm steypukjarna, múrhúðað að utan og innan, með loftuðu, pappaklæddu timburþaki á lóð nr. 6 við Bugðulæk, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu suðurnesja dags. 26. nóvember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2020.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. apríl 2020. Stærð 36,3 ferm., 117,8 rúmm. Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2020.
2.20 Kárastígur 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kurt og Pí ehf. dags. 6. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kárastígsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Kárastíg. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka þak viðbyggingar sem snýr að baklóð þannig að byggingin verði kjallari og tvær hæðir í stað kjallari, hæð og ris, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 5. mars 2020. Tillagan var grenndarkynnt f´rá 8. apríl 2020 til og með 6. maí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
3.20 Krosshamrar 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sæmundar Gunnarssonar dags. 23. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna Krosshamra 5A, lóð nr. 5 við Krosshamra. Breytingin felst í því að byggingarreitur er stækkaður til vesturs um 4.0 x 3.7 m eða um 14.8 fm., samkvæmt uppdr. RÚM arkitekta dags. 12. febrúar 2020. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. RÚM arkitekta mótt. 15. mars 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. apríl 2020 til og með 29. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
4.20 Njálsgata 56, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er nú lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 6. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 56 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka og stækka núverandi byggingu og setja kvisti á þak, breyta byggingarreit til suðurs og byggja þar nýja viðbyggingu sem yrði kjallari og ein hæð með svölum á þaki byggingarinnar, rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja bílgeymslu og færist sú bygging u.þ.b. 5,8 metra inn á lóðina svo útbúa megi bílastæði á lóð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. september 2018. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. ódags. Erindið var grenndarkynnt frá 4. júní 2019 til og með 4. júlí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ólafsdóttir dags. 3. júlí 2019 og Kristinn Júlíusson dags. 3. júlí 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
5.20 Borgartún 24, (fsp) hönnun byggingar
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 24. apríl 2020 um hvort drög að hönnun byggingar samkvæmt aðaluppdráttum THG Arkitekta ehf. ódags. og þrívíddarteikningum dags. 14. apríl 2020 samræmist deiliskipulagi.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
6.20 Bryggjuhverfið, reitur G, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sedrus ehf. dags. 4. maí 2020 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna reits G sem felst m.a. í fjölgun íbúða úr 75 íbúðum í allt að 115 íbúðir, fjölgun bílastæða í kjallara úr 40 stæðum í allt að 80 stæði, setja sameiginlegt garðhýsi/geymslu í miðgarði o.fl., samkvæmt tillöguhefti Krads ehf. dags. 28. febrúar 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.20 34">Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, (fsp) Tangabryggja 1 og 3 - uppbygging
Lögð fram fyrirspurn a2f arkitekta ehf. dags. 21. apríl 2020 um hvort fyrirhuguð uppbygging á lóð nr. 1 og 3 við Tangabryggju, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 20. apríl 2020, samræmist deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.20 Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, (fsp) Tangabryggja 5 - uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Birkis Árnasonar dags. 20. apríl 2020 um hvort fyrirhuguð uppbygging á lóð nr. 5 við Tangabryggju, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 20. apríl 2020, samræmist deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.20 Drápuhlíð 38, Bílskúr - Nýtt erindi. (SBR. BN052183
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á vesturhlið húss úr forsteyptum einingum, saga niður úr glugga á vesturhlið íbúðar 0101, koma fyrir hurð og stálbrú út á bílskúr og tröppur frá bílskúrþaki niður á lóð fjölbýlishúss nr. 38 við Drápuhlíð.
Samþykki meðeigenda húss dags. 18. apríl. 2020 fylgir erindinu.
Stærð bílskúr: 28,0 ferm., 88,2 rúmm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 35, 36, 37, 39 og 40 og Blönduhlíð 25, 27 og 29.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
10.20 Gljúfrasel 11, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Þórs Gunnarssonar og Bryndísar Bjarkar Guðjónsdóttur dags. 20. apríl 2020 um hækkun hússins á lóð nr. 11 við Gljúfrasel sem felst í að byggja yfir hluta 2. hæðar hússins, samkvæmt uppdr. Rerum ehf. dags. 20. apríl 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.20 Grensásvegur 1, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Guðmunds Gunnlaugssonar dags. 5. maí 2020 um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Grensásveg þar sem fyrirhugað, en fyrirhugað er að byggja ca. 175 íbúðir og skrifstofubyggingu út að Suðurlandsbraut. Einnig er lögð fram kynning/tillöguhefti Rýma arkitekta ehf. ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.20 Hvammsgerði 3, Gustlokun á svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til loka svölum með gustlokun og gluggum á kvistum á suðurhlið breytt í húsi á lóð nr. 3 við Hvammsgerði, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 24. apríl 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. september 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september 2019. Greinagerð frá hönnuði dags. 20. apríl 2020. Stækkun vegna B-rýmis er: 6,5 ferm., 14,8 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.20 Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness, útivistarsvæðis, vegna almenningssalernis sem koma á fyrir á skilgreindu útivistarsvæði Gufuness. Í breytingunni felst að settur er inn nýr byggingarreitur eingöngu ætlaður fyrir almenningssalerni, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
14.20 Hverfisgata og Ingólfsstræti, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. apríl 2019 um framkvæmdaleyfi vegna endurgerðar á Hverfisgötu á milli Ingólfsstræti og Smiðjustígs og lagningu fráveitu- og kaldavatnslagnar í Ingólfsstræti milli Bankastrætis og Hverfisgötu. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í apríl 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2019. Lagt fram að nýju ásamt tölvupósti skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 29. apríl 2020 þar sem óskað er eftir að að framlengja útgefið framkvæmdaleyfi til 1. júní 2020.
Samþykkt að framlengja framkvæmdaleyfið til 1. júní 2020.
15.20 Hverfisskipulag, Kjalarnes, tillaga Íbúasamtaka Kjalarness um skipulagsmál
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lagt fram erindi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 16. desember 2019 vegna samþykktar frá fundi íbúaráðs Kjalarness um að vísa tillögu Íbúasamtaka Kjalarness um skipulagsmál til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. janúar 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. janúar 2020 samþykkt.
16.20 Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar á Kjalarnesi vegna almenningssalernis sem koma á fyrir á skilgreindu útivistarsvæði við Esjurætur. Í breytingunni felst að settur er inn nýr byggingarreitur eingöngu ætlaður fyrir almenningssalerni, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
17.20 Kjalarnes, Kalkslétta 1, (fsp) setja mön við norðurenda lóðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2020 var lögð fram fyrirspurn Erlends Sturlu Birgissonar dags. 23. janúar 2020 ásamt bréfi dags. 22. desember 2020 um að setja mön við norðurhlið lóðarinnar nr. 1 við Kalksléttu, samkvæmt uppdr. VEB verkfræðistofu ehf. dags. í janúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. febrúar 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020 samþykkt.
18.20 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. apríl 2020 þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur liggur fyrir ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands sbr. 1. mgr. 16. gr. laga um menningarminjar. Sýna þarf staðsetningu rotþróar á uppdrætti. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. apríl 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
19.20 Lambhagi gróðurstöð, Reisa bílskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að gera bílskýli, mhl. 2, við suðausturhlið húss á lóð nr. 23 við Lambhagaveg, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar arkitekts dags. 21. apríl 2020.
Stækkun bílskýlis sem er B rými: 68,9 ferm., 248,0 rúmm. Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
20.20 Rekagrandi 14, leikskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 7. maí 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda, miðsvæði, vegna lóðarinnar nr. 14 við Rekagranda. Í breytingunni felst að lóð leikskólans stækkar ásamt því að girðingu verður breytt, afmarkaður er annars vegar byggingarreitur fyrir færanlegar stofur og hins vegar byggingarreitur fyrir möguleika á stækkun núverandi leikskóla til suðurs og vesturs ásamt því að 4 bílastæði í borgarlandi auk snúningsreits verður aflagt, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. apríl 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
21.20 Skektuvogur 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2020 ásamt bréfi Sveins S. Hannessonar f.h. Skektunnar ehf. dags. 15. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Skektuvog sem felst í breytingu á notkun lóðarinnar úr atvinnuhúsnæði í þjónustu- og íbúarhúsnæði ásamt rýmkun á byggingarheimildum lóðarinnar, samkvæmt tillöguhefti T.ark Arkitekta ehf. dags. í febrúar 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.20 Suðurlandsvegur, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2020 var lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 25. mars 2020 um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunnar Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi ásamt tengingum við núverandi vegakerfi og lengingu og breikkun á undirgöngum við Krókháls. Einnig er lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 26. mars 2020, útboðslýsing Eflu dags. í janúar 2020 og tillöguhefti - uppdrættir Eflu dags. í janúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 7. apríl 2020.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum að Kletthálsi 1, 2, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15, Hádegismóum 1, 2, 4 og 8, Lynghálsi 10 og 12, Tunguhálsi 10, Hesthálsi 4, 10 og 12 og Krókhálsi 9, 11, 13, 14 og 16.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
23.20 Tunguháls 6, (fsp) aukning á nýtingarhlutfalli og breyting á bílastæðakröfu
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 15. apríl 2020 ásamt greinargerð dags. 22. desember 2019 um aukningu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 6 við Tunguháls úr 0.7 í 1.1 og breyta bílastæðakröfu í 1 bílastæði á hverja 50 fm. í skrifstofuhluta og 1 bílastæði á hverja 200 fm. í geymslum, verkstæði eða tæknirýmum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020 samþykkt.
24.20 Vogabyggð svæði 1, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Vogabyggðar svæðis 1. Í breytingunni felst fjölgun á B fermetrum í Stefnisvogi fyrir lóðir 1-1, 1-2, 1-3, 1-4 og 1-5, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
25.20 Bakkastaðir 41, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 29. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Staðahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Bakkastaði. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til vesturs fyrir viðbyggingu, samkvæmt uppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 7. apríl 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
26.20 Brekkubær 39, (fsp) lóð í fósur
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Stefánssonar dags. 27. apríl 2020 um að taka landskika við húsið á lóð nr. 39 við Brekkubæ í fóstur. Einnig eru lagðar fram loftmyndir þar sem skissuð er inn tillaga að afmörkun svæðis.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.20 Frostaskjól 39-45, 45 - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta, einnar hæðar viðbygginu við vesturhlið raðhúss nr. 45 (mhl. 04) á lóð nr. 39-45 við Frostaskjól, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 30. mars 2020 síðast br. 29. apríl 2020.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 30. mars 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. apríl 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2020. Stækkun vegna viðbyggingar er: 18,1 ferm., 48,9 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
28.20 Rofabær 32, Árbæjarkirkja, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Sigríðar S. Sigþórsdóttur dags. 27. apríl 2020 um uppbyggingu á lóð nr. 32 við Rofabæ, Árbæjarkirkju, samkvæmt tillögu BASALT arkitekta ehf. dags. í maí 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.20 Þorragata 1, (fsp) breyting og stækkun á sólstofu
Lögð fram fyrirspurn Axels Hreins Steinþórssonar f.h. leikskólans Sælukots dags. 20. apríl 2020 um breytingu og stækkun á sólstofu á lóð nr. 1 við Þorragötu, samkvæmt tillögu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
30.20 Gerðarbrunnur 44, málskot
Lagt er fram málskot dags. 1. mars 2020 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 18. október 2020 um að gera auka íbúð á neðri hæð hússins á lóð nr. 44 við Gerðarbrunn, stækka bílgeymslu/geymslu, fjarlægja stiga á milli hæða og færa inngang efri hæðar á vesturhlið, samkvæmt uppdr. Arkamon ehf. ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. október 2019. Jafnframt er lögð fram lagfærð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
31.20 Iðunnarbrunnur 15, Tvíbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja staðsteypt tvíbýlishús á lóð nr. 15 við Iðunnarbrunn.
Stærðir: 273.9 ferm., 951.5 rúmm. Nýtingarhlutfall A-og B-rými: 0.93. Erindi fylgir lóðauppdráttur 2.693.4 dags. 13. ágúst 2018. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.20 Rökkvatjörn 1, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. febrúar 2020 var lögð fram umsókn Ævars Rafns Björnssonar dags. 11. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að hæð húsa hækkar vegna aukinnar salarhæðar fyrir verslun og þjónusturými, íbúðum og bílastæðum fjölgað, stærð svala út fyrir byggingarreit stækkuð, heimild til að flytja byggingarmagn milli húsa innan lóðarinnar og fallið er frá kröfu um fjölda arkitekta á byggingum á lóðinni, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 12. febrúar 2020. Einnig er lögð fram tillaga/skýringarmyndir Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 12. febrúar 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
33.20 Suðurgata 22, Viðbygging á baklóð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera íbúðir og byggja steinsteypta viðbyggingu, kjallara, hæð og þaksvalir við vesturhlið húss, á lóð nr. 22 við Suðurgötu, samkvæmt uppdr. Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 24. apríl 2020.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.20 Teigahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af grassvæði á milli núv. gangstéttar og nyðri lóðarmarka Sigtúns 42 verði breytt í grenndarstöð. Til að tryggja aðgengi losunarbíls er gert ráð fyrir að 3 bílastæði við hana verði fjarlægt og því fækki bílastæðum úr u.þ.b. 9 í 6, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
35.20 Vitastígur 16, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lögð fram fyrirspurn Klitts ehf. dags. 8. apríl 2020 um stækkun hússins á lóð nr. 16 við Vitastíg sem felst í að gera viðbyggingu/bíslag við gafl hússins og færa núverandi stiga sem er í húsinu í viðbyggingu/bíslag, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 7. apríl 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
36.20 Brekkustígur 9, Stækkun húss og breyting lóðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta lóðamörkum milli lóða Öldugötu 44 og Brekkustígs 9, einnig er sótt um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús og gera rishæð, tvær íbúðir verða í húsinu í stað einnar og gerður nýr inngangur frá garði með útitröppum, anddyri og svölum á húsi á lóð nr. 9 við Brekkustíg.
Erindi fylgir Greinagerð Eflu um brunahönnun útg. 001-V03 dags. 6. apríl 2020, umsögn Minjastofnunar dags. 16. apríl 2020 og 25. febrúar 2020, skýrsla Fornleifastofunnar dags. júlí 2019 og afrit af bréfi Borgarráðs nr. R19050201 dags. 23. maí 2019. Einnig fylgir bréf hönnuðar vegna texta í umsókn dags. 20. apríl 2020. Stækkun 83,5 ferm., xx,xx. Gjald kr. 11.200
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
37.20 Öldugata 44, Stækkun húss - mhl.1 og mhl.2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta lóðamörkum milli lóða Öldugötu 44 og Brekkustígs 9 og til þess að byggja 6 íbúðir í nýbyggingum og með breytingum og viðbyggingum verði gerðar 2 íbúðir í núverandi húsum á lóð nr. 44 við Öldugötu.
Stækkun: x.xx ferm., x.xx rúmm. Erindi fylgir bréf Minjastofnun dags. 25. febrúar2020, afrit af beiðni um sölu á lóðarhluta Drafnarstígs 4 dags. 23. maí 2019, skýrsla Fornleifastofunnar um könnun á fornleifum á lóðunum Brekkustíg 9 og Öldugötu 44 dags. júlí 2019, greinargerð Eflu verkfræðistofu um val og hönnun brunavarna dags 6. apríl 2020 ásamt yfirliti breytinga dags. 20. apríl 2020. Gjald kr. 11.200
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
38.20 6">Hverfisgata 46, breyting á skilmálum deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Þingvangs ehf. dags. 30. apríl 2020 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðarinnar nr. 46 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að breytt er texta í 14. málsgrein í kaflanum "Sér ákvæði fyrir einstök hús" þannig að bætt er í textann að heimilt verður að vera með gistiaðstöðu á fyrstu hæð hússins við Hverfisgötu og atvinnustarfsemi og gistiaðstöðu á efri hæðum, samkvæmt tillögu Urban arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5, sbr. gr. 12 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
39.20 Reykjahlíð 8, Kvistur og svalir á rishæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja kvisti, koma fyrir svölum á þaki og koma fyrir salerni á rishæð íbúðarhúss á lóð nr. 8 við Reykjahlíð, samkvæmt uppdr. Ártúns ehf. dags. 24. febrúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Stækkun: 5.0 ferm., 11.6rúmm. Erindi fylgir fylgiskjal nr. 1, skýringarmynd tekin af vef Þjóðskrár 17. febrúar 2020, útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019 og samþykki meðlóðarhafa þar sem vísað er til teikninga dagsettum 24. febrúar 2020. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020 samþykkt.
40.20 Njarðargata 47, Áður gert að hluta, sameina efstu hæð og ris.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptayfirlýsingar sem felast í því að gerðar voru svalir á norðurhlið, og sótt er um að gera eldhús í rými 0001, sameina rishæð 0301 við 0201 með því að brjóta niður vegg sem skilur á milli rýma og að auki er innra skipulagi breytt í húsi á lóð nr.47 við Njarðargötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda, ódags., umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. febrúar 2020 og bréf hönnuðar dags. 19. febrúar 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. mars 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. apríl 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 20. apríl 2020.
Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njarðargötu 45 og 49, Haðarstíg 20 og 22 og Freyjugötu 24 og 26.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
41.20 Malarhöfði 6, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2020 var lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts dags. 13. mars 2020 ásamt bréfi dags. 20. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða-Sævarhöfða vegna lóðarinnar nr. 6 við Malarhöfða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til austurs og suðurs ásamt því að byggingarmagn og nýtingarhlutfall lóðarinnar er aukið, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Malarhöfða 2, 2a og 8.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
42.20 Nökkvavogur 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ívars Haukssonar dags. 24. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Nökkvavog. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir bílskúr er breytt þannig að bílskúrinn verður sambyggður húsi, heimilt verður að nýta þak bílskúrs sem svalir og nýr byggingarreitur er skilgreindur fyrir anddyri á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. dags. 17. mars 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. apríl 2020 til og með 27. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
43.20 >Pósthússtræti 3 og 5, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 6. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, með síðari breytingum, vegna lóðanna nr. 3 og 5 við Pósthússtræti. Í breytingunni felst að skilgreina heimildir fyrir viðbyggingu í porti og endurbyggingu á núverandi bakbyggingu ásamt því að heimilt verði að rífa núverandi bakbyggingu á lóð Pósthússtrætis 5 og byggja í staðinn 272 m2 viðbyggingu á 1. hæð ásamt kjallara, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 8. maí 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hafnarstræti 15, 16 og 17 og Austurstræti 17.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
44.20 Laugardalur - austurhluti, breyting á deiliskipulagi vegna smáhýsa
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulaginu "Laugardalur - austurhluti" vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Lilju Sigrúnar Jónsdóttur f.h. stjórnar Íbúasamtaka Laugardals dags. 2. apríl 2020 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Samþykkt að framlengja athugsemdarfrest til 27. maí 2020.
45.20 Skólavörðustígur 31, Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu ásamt því að gera inndregnar svalir á eldri hluta í húsi á lóð nr. 31 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 100,4 ferm., 280,3 rúmm. Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018 við fsp. SN180306, umsögn Minjastofnunar dags. 5. júní 2018 og afrit af tölvupósti vegna fellingu trjáa dags. 14. júní 2018. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 29a og 33 og Bjarnarstíg 10, 11 og 12.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
46.20 Seljavegur 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Richards Ólafs Briem dags. 26. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 1 við Seljaveg. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja nýbyggingu á lóð í stað þess að koma fyrir flutningshúsi, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 18. ágúst 2019 br. 21. febrúar 2020. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. dags. 21. febrúar 2020, tölvupóstur Minjaverndar dags. 26. ágúst 2019, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020 og skuggavarpsuppdr. dags. 9. mars 2020. Erindi var grenndarkynnt frá 13. mars 2020 til og með 14. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust.
(Lagt fram að nýju með leiðréttum dagsetningum á deiliskipulags- og skýringaruppdrætti og skuggavarpsuppdrætti og vegna þess að umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. febrúar 2020 var ranglega skráð, en ekki var unnin umsögn í málinu)
47.20 Bíldshöfði 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ragnars Sverrissonar dags. 18. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 10 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að koma fyrir viðbótarbyggingarreit sem er 2,3 x 7 metrar á suðurhlið hússins við vestur enda til að koma fyrir flóttastiga, samkvæmt uppdr. Teiknistofu A.V.J. dags. 25. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. apríl 2020 til og með 5. maí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
48.20 Bragagata 23, (fsp) svalir
Lögð fram fyrirspurn Hrafnkels Flóka K. Einarssonar dags. 27. apríl 2020 um að setja svalir á íbúðir 0101 og 0201 í húsinu á lóð nr. 23 við Bragagötu, samkvæmt tillögu Hrafnkels Flóka K. Einarssonar ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2020.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2020 . Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
49.20 Langholtsvegur 170, (fsp) breyta einbýlishúsi í íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Hauks Inga Sverrissonar dags. 21. apríl 2020 ásamt bréfi ódags. um að breyta einbýlishúsi á lóð nr. 170 við Langholtsveg í fjórar íbúðir. Einnig er lögð fram fyrirspurnarteikning og ljósmyndir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2020.
50.20 Mýrargata 26, Skjólþak
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta stálhurð í glerhurð, hurðargat stækkað, komið fyrir útigeymslu undir stiga og skjólþak sett yfir gönguleiðir á 6. og 7. hæð á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 26 við Mýrargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020 samþykkt. Sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi.
51.20 Norðurstígur og Nýlendugata, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 4. maí 2020 um framkvæmdaleyfi vegna endurgerðar á Norðurstíg milli Vesturgötu og Geirsgötu og Nýlendugötu milli Norðurstígs og Ægisgötu. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í maí 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
52.20 Seljavegur 2, Veggmynd, grafík og skilti
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2020 þar sem sótt er um leyfi til að setja veggmyndir á norður- og suðurhlið og koma fyrir skilti ofan á norðurenda þaks á húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg, samkvæmt uppdr. Gámu/Kím dags. 27. apríl 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Bréf hönnuðar dags. 7. apríl 2020 fylgir. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020 samþykkt.
53.20 Týsgata 6, (fsp) steypa vegg við lóðarmörk, niðurrif á skúr og setja geymsluskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. apríl 2020 var lögð fram fyrirspurn Skúla Rúnars Jónssonar dags. 1. apríl 2020 um að steypa veggur á lóðamörkum lóðarinnar nr. 6 við Týsgötu, rífa skúr sem staðsettur er í norðurhorni lóðarinnar og endurbyggja hann þannig að veggur sem lagt er til að verði steyptur verði útveggur á nýjum geymsluskúrum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020 samþykkt.
54.20 Urðarstígur 4, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Þóris Jónssonar Hraundals dags. 17. apríl 2020 um stækkun hússins á lóð nr. 4 við Urðarstíg, samkvæmt tillögu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
55.20 Urðarstígur 16A, (fsp) niðurrif húsa og byggja nýtt
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2020 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Björns Jónssonar arkitekts dags. 31. mars 2020 um að rífa fram- og bakhús á lóð nr. 16A við Urðarstíg og byggja nýtt hús, tvær hæðir og þakhæð, samkvæmt uppdr. GINGI teiknistofu dags. 31. mars 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. apríl 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2020 samþykkt.
56.20 Breiðagerði 7, (fsp) garðskáli
Lögð fram fyrirspurn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Ástu Óskar Stefánsdóttur dags. 17. apríl 2020 um að setja garðskála á lóð nr. 7 við Breiðagerði, samkvæmt skissu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
57.20 Grettisgata 20A og 20B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Helga Indriðasonar dags. 27. apríl 2020 ásamt greinargerð dags. 22. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1með síðari breytingum vegna lóðanna nr. 20A og 20B við Grettisgötu. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar nr. 20A og 20B og setja inn nýjan byggingarreit fyrir sameiginlegt stigahús á lóð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 22. apríl 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. febrúar 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
58.20 Jöklasel 2, (fsp) stækkun húss, ný aðkoma o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Boga Borgarssonar dags. 6. apríl 2020 um að breyta sambýli á lóð nr. 2 við Jöklasel úr herbergjasambýli í íbúðasambýli, stækka húsið sem nemur andyri við hverja íbúð, fjarlægja hljóðmön og þess í stað reisa skjólgirðingu og gera nýja aðkomu að íbúðum samhliða endurbættri girðingu, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 6. apríl 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
59.20 Keilufell 15, (fsp) stækkun húss, setja kvist o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Birnis Orra Péturssonar dags. 24. mars 2020 um stækkun hússins á lóð nr. 15 við Keilufell til suðurs, setja kvist á fyrirhugaða viðbyggingu og þakglugga á þak til norðurs ásamt því að byggja nýja bílgeymslu og geymslu í stað núverandi bílgeymslu sem hefur verið metin ónýt, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Kvarði ehf. dags. í febrúar 2020,
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
60.20 Sólvallagata 10, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2020 var lögð fram umsókn Stefáns Arnar Stefánssonar dags. 4. febrúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits vegna lóðarinnar nr. 10 við Sólvallagötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit norðan við húsið um ca. 2. metra. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrætti dags. 10. desember 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. mars 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 7, 7a, 8, 9 og 12 og Hávallagötu 15 og 17.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
61.20 Kópavogur, breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 - Fannaborg og Traðarreitur-vestur vinnslutillaga
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2020 var lagt fram erindi Kópavogsbæjar dags. 13. mars 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 sem felst í þróun á Fannborgarreit og Traðarreit-vestur fyrir þéttingu byggðar. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 26. apríl 2020.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 26. apríl 2020 samþykkt.