Jöklasel 2
Skjalnúmer : 7453
3491. fundur 2000
Jöklasel 2, sambýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með fimm íbúðareiningum 1,66m út fyrir byggingareit í norður á lóðinni nr. 2 við Jöklasel.
Stærð: 406,6 ferm., 1284,7 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 32.118
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 24. janúar 2000 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
3. fundur 2000
Jöklasel 2, sambýlishús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24. s.m. um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með fimm íbúðareiningum út fyrir byggingarreit í norður á lóð nr. 2 við Jöklasel.
3490. fundur 2000
Jöklasel 2, sambýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með fimm íbúðareiningum 1,66m út fyrir byggingareit í norður á lóðinni nr. 2 við Jöklasel.
Stærð: 406,6 ferm., 1284,7 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 32.118
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 24. janúar 2000 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. fundur 2000
Jöklasel 2, sambýlishús
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með fimm íbúðareiningum 1.66m út fyrir byggingareit í norður á lóðinni nr. 2 við Jöklasel, samkv. uppdr. Glámu/Kím, dags. 17.11.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 01.12.99. Málið var í kynningu frá 10. des. 1999 til 10. janúar 2000. Engar athugasemdir bárust.
Ekki gerð athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við kynntar teikningar.
25. fundur 1999
Jöklasel 2, sambýlishús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.11.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með fimm íbúðareiningum 1.66m út fyrir byggingareit í norður á lóðinni nr. 2 við Jöklasel, samkv. uppdr. Glámu/Kím, dags. 17.11.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 01.12.99.
Samþykkt að grendarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Jöklaseli 1-3, Kambaseli 14-18 og Leikskólum Reykjavíkur á grundvelli 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.
3485. fundur 1999
Jöklasel 2, sambýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt sambýlishús með fimm íbúðareiningum 1.66m út fyrir byggingareit í norður á lóðinni nr. 2 við Jöklasel.
Stærð: 406,6 ferm., 1284,7 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 32.118
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags vegna byggingarreits.
10. fundur 1998
Jöklasel 2, sambýli, lóðarskipting/skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.04.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 27.04.98, varðandi lóðarskiptingu og skilmála við Jöklasel.
9. fundur 1998
Jöklasel 2, sambýli, lóðarskipting/skilmálar
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu tillaga Borgarskipulags að skiptingu lóðar og skilmálum fyrir stækkun á leikskólalóð og sambýli fatlaðra dags. 09.02.98. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar um hljóðstig dags. 20.02.98 og bókun byggingarnefndar skóla dags. 06.02.98 ásamt bréfi félagsmálaráðuneytisins dags. 18.12.97. Ennfremur athugasemdarbréf Ísaks P. Lárussonar Jóruseli 3, dags. 15.04.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 24.04.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða umsögn Borgarskipulags um þá athugasemd sem barst í kjölfar kynningar á tillögunni. Ennfremur samþykkir nefndin tillögu Borgarskipulags, dags. í febrúar 1998.
5. fundur 1998
Jöklasel 2, sambýli, lóðarskipting/skilmálar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að skiptingu lóðar og skilmálum fyrir stækkun á leikskólalóð og sambýli fatlaðra dags. 09.02.98. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar um hljóðstig dags. 20.02.98 og bókun byggingarnefndar skóla dags. 0602.98 ásamt bréfi félagsmálaráðuneytisins dags. 19.12.97.
Samþykkt að auglýsa breytta landnotkun samkv. aðalskipulagi á þeim hluta svæðisins sem tillagan gerir ráð fyrir að fari undir sambýli. Ennfremur samþykkt að kynna skilmála um byggingu sambýlis og stækkun leikskóla fyrir hagsmunaaðilum að Jöklaseli 1 - 31, (stök nr.) Kambaseli 16 og 18, Kaldaseli 1 og 3 og Jöklaseli 1, 2, 3, 5 og 7 samkv. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.