Bíldshöfði 10, Hamarshöfði 1, Laufásvegur 46, Kennaraháskóli Íslands, Austurhlíð 2 og Bólstaðarhlíð 23, Hafnarstræti 18, Leifsgata 27, Lynghagi 14, Sjómannaskólareitur, Fannafold 109, Fannafold 170, Mjölnisholt 6 og 8, Tindasel 1, Kjalarnes, Mógilsá, Laugavegur sem göngugata, Skarfagarðar 4, Skógarhlíð, Tunguháls 6, Hofsvallagata 54, Ölfus, Friggjarbrunnur 32, Urðarbrunnur 62, Urðarbrunnur 124-126, Úlfarsbraut 70-72, Bústaðavegur 151-153, Frakkastígur 14, Hólavallagata 13, Sjafnargata 9, Byggðarendi 10, Bæjarflöt 10, Grenimelur 8, Skildingatangi 2, Sólvallagata 10, Tryggvagata 13, Vesturgata 6-10A, Grensásvegur 26, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh.,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

758. fundur 2020

Ár 2020, föstudaginn 17. janúar kl. 09:03, hélt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur 758. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Lilja Grétarsdóttir og Hildur Gunnarsdóttir. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.20 Bíldshöfði 10, Innrétta rými - 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2020 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta aðstöðu fyrir dansskóla á annarri hæð í vesturálmu og koma fyrir neyðarútgangi út á nýjan brunastiga á suðurhlið húss, á lóð nr. 10 við Bíldshöfða, samkvæmt uppdr. teiknistofu A.V.J. dags. 17. desember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2019. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2019. Gjald kr. 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.

2.20 Hamarshöfði 1, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Heiðars Matthíassonar dags. 13. janúar 2020 um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 1 við Hamarshöfða í gististað. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2020.

3.20 Laufásvegur 46, (fsp) rekstur gististaðar í flokki II
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. nóvember 2019 var lögð fram fyrirspurn Lindu Bjarkar Bentsdóttur dags. 8. nóvember 2019 um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 46 við Laufásveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020 samþykkt.

4.20 Kennaraháskóli Íslands, Austurhlíð 2 og Bólstaðarhlíð 23, (fsp) breyting á byggingarreit
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 2. janúar 2020 um breytingu á byggingarreitum lóðanna nr. 2 við Austurhlíð og 23 við Bólstaðarhlíð, samkvæmt aðaluppdr. Arkþings - Nordic ehf. dags. 20. desember 2019, til að koma stigahúsi betur fyrir og ná þeim fjölda íbúða sem deiliskipulag heimilar. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020 samþykkt.

5.20 Hafnarstræti 18, breyting á deiliskiplagi
Lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 10. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. Í breytingunni felst að byggja einnar hæðar viðbyggingu við austurgafl hússins með þaksvölum, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu dags. 20. september 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. september 2019 og samþykkt borgarráðs frá 9. janúar 2020 ásamt bréfi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 6. janúar 2020.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.


6.20 Leifsgata 27, (fsp) skipta íbúð á 3. hæð og risi í tvær íbúðir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 17. desember 2019 ásamt bréfi dags. 17. desember 2019 um að skipta íbúðinni sem er á 3. hæð og risi í húsinu á lóð nr. 27 við Leifsgötu í tvær íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.

7.20 Lynghagi 14, (fsp) lengja kvist og bæta við glugga
Lögð fram fyrirspurn Elínar Þórisdóttur dags. 12. janúar 2020 um að lengja kvist á húsinu á lóð nr. 14 við Lynghaga um ca. tvo metra og bæta við glugga, samkvæmt skissu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2020 samþykkt.

8.20 Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2. Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir allt að 150 nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta ehf. dags. 1. júlí 2019. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18. apríl 2019 og Húsakönnun Borgarsögusafns móttekin í júní 2019 og samgöngumat Eflu dags. 3. júní 2019. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ólafur Þór Gunnarsson dags. 2. október 2019, Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 6. október 2019, Guðrún Steinarsdóttir dags. 8. október 2019, Jóhann Davíð Snorrason dags. 8. október 2019, María Dóra Björnsdóttir dags. 8. október 2019, Karl Thoroddsen dags. 9. október 2019, Perla Dís Kristinsdóttir dags. 9. október 2019, Réttur f.h. Ingu Birgittu Spur dags. 11. október 2019, Réttur f.h. Nóatún 31, húsfélag, dags. 11. október 2019, Agnar Hansson dags. 11. október 2019, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir dags. 11. október 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir ásamt undirskriftarlista dags. 11. október 2019, Marcos Zotes dags. 11. október 2019, Kristinn Pálsson dags. 11. október 2019, Gerður Sveinsdóttir f.h. Húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 11. október 2019 og Vinir Vatnshólsins dags. 11. október 2019 ásamt undirskriftarlista 261 aðila. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. október 2019 og bréf Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 29. október 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

9.20 Fannafold 109, rekstur stuðningsheimilis
Lagt fram erindi Barnaverndarstofu dags. 27. nóvember 2020 varðandi rekstur stuðningsheimilis, á grundvelli b-lið 1. mgr. 84. gr. barnaverndarlaga, að Fannafoldi 109.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.20 Fannafold 170, (fsp) nr. 170A - stækkun á anddyri og bygging sólskála
Lögð fram fyrirspurn Unu Rúnarsdóttur og Tryggva Jónassonar dags. 7. janúar 2020 ásamt bréfi dags. 6. janúar 2020 um stækkun á anddyri hússins að Funafoldi 170A, lóð nr. 170 við Funafold, og byggingu sólskála.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

11.20 Mjölnisholt 6 og 8, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 7. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar og gera nýjan sameiginlegan, frístandandi stigagang með lyftu í garði/vesturhluta byggingar með aðgangi frá svölum, samkvæmt uppdr. K.J. ARK slf. dags. 6. janúar 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

12.20 Tindasel 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 7. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts II Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Tindasel. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar þannig að koma megi fyrir fimm íbúðum auk starfsmannaaðstöðu í stað herbergjasambýlis fyrir fimm íbúa, samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags. 7. október 2019, breytt 15.11. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. desember 2019 til og með 15. janúar 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

13.20 Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Jóhanns Einars Jónssonar dags. 17. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Í breytingunni felst að byggingarreit A er hliðrað til vesturs vegna legu fornleifa á svæðinu, reitur Þ1 er stækkaður til vesturs svo að reitur A falli allur innan svæðisins eftir færsluna, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt. Auk þess verða B-rými sem eru ekki inni í heildartölu byggingarmagns og bætt er við ákvæði um að leyfa gististarfsemi á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 10. október 2019 br. 13. janúar 2020. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 195 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. október 2019. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2019 til og með 6. janúar 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Skógræktin dags. 6. janúar 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2020.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2020 sbr. a. lið 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr.1020/2019.

14.20 Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 1. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt Borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verði gerðir að varanlegum göngugötum og samhliða því er unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. september 2019 br. 6. desember 2019. Tillagan var auglýst frá 14. október 2019 til og með 25. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðlaugur Ö. Þorsteinsson f.h. Laugaverks ehf. dags. 17. nóvember 2019 og Björn Jón Bragason f.h. Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Einnig eru lögð fram umsögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. október 2019 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. nóvember 2019 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

15.20 Skarfagarðar 4, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfagarða. Í breytingunni felst að bætt er við nýjum byggingarreit suðaustan við núverandi byggingarreit, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019. Einnig er lagt fram bréf Hampiðjunnar hf. til Faxaflóahafna sf. dags. 6. janúar 2017, bréf Faxaflóahafnar sf. til Hampiðjunnar hf. dags. 20. janúar 2017 og frumtillaga Arkís arkitekta ehf dags. 12. desember 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.


16.20 Skógarhlíð, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna nýrra undirganga undir Litluhlíð og nýrra göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð. Jafnframt er aflagður göngustígur meðfram Bústaðarvegi, samkvæmt uppdrætti Arkþing - Nordic ehf. dags. 13. janúar 2020.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

17.20 Tunguháls 6, (fsp) aukning á nýtingarhlutfalli
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 8. janúar 2020 ásamt bréfi dags. 22. desember 2019 um aukningu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 6 við Tunguháls úr 0.7 í 1.1.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

18.20 Hofsvallagata 54, Hagavagninn söluturn - Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og uppbyggingu vegna endurgerðar á söluskálanum Hagavagninn á lóð nr. 52, samkvæmt uppdr. Vigfúsar Halldórssonar dags. 7. desember 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.
Erindi fylgir umboð eiganda til hönnuðar dags. 10. desember 2019.
Gjald kr. 11.200

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

19.20 Ölfus, aðal- og deiliskipulagsbreyting fyrir skíðasvæði Bláfjalla
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 20. desember 2019 þar sem vakin er athygli á auglýsingu á tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna stækkunar á skíðasvæði Bláfjalla í Ölfus. Athugasemdarfrestur er frá 20. desember 2019 til 7. febrúar 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

20.20 10">Friggjarbrunnur 32, Byggingarlýsing uppfærð - svalahandriðum breytt
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. september 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036790 með því að breyta byggingarlýsingu varðandi glugga, innveggi og svalahandrið og óuppfyllt rými breytt í geymslu, og þar sem geymslan verður breyt í bað/þvott og komið er fyrir eldhúsi og stofu í kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2019. Einnig er lögð fram leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.
Stækkun vegna óuppfyllta rýmis er: 17,7 ferm. Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020 samþykkt.

21.20 Urðarbrunnur 62, (fsp) breyta einbýlishúsi í tví- eða þríbýlishús
Lögð fram fyrirspurn Snorra Wium dags. 9. janúar 2020 um að breyta einbýlishúsi á lóð nr. 62 við Urðarbrunnu í tví- eða þríbýlishús ásamt því að bæta við aðkomu að húsinu frá næstu götu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

22.20 Urðarbrunnur 124-126, (fsp) nýta hluta lagnarýmis sem þvottahús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 26. nóvember 2019 um að nýta hluta lagarýmis sem eru í kjöllurum parhússins á lóð nr. 124-126 við Urðarbrunn sem þvottahús, samkvæmt skissu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

23.20 Úlfarsbraut 70-72, Breyting v/lokaúttektar BN050883
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi, BN050883, vegna lokaúttektar, þar sem gerð er grein fyrir stoðveggjum við vestur- og norðurhliðar húss á lóð nr. 70-72 við Úlfarsbraut, samkvæmt uppdr. Erro hönnun ehf. dags. 5. apríl 2016, br. 17. desember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.
Gjald kr. 11.200


Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

24.20 Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til norðurs inn á svæði við lóðarmörk Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, uppsetningu hljóðveggs meðfram afrein akandi umferðar frá Miklubraut að Reykjanesbraut, lega göngu- og hjólastígs norðan hitaveitustokks og vestan lóðar við Bústaðaveg 151D breytist og lega göngu- og hjólastígs hækkar í landi milli eystri lóðarmarka Ásenda og afreinar frá Miklubraut að Reykjanesbraut vegna rafstrengs sem liggur í jörðu undir stígunum, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta og Landslags dags. 7. nóvember 2019. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. dags. í febrúar 2005 og hljóðkort (dynlínukort) Mannvits dags. í nóvember 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. nóvember 2019 til og með 19. desember 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 26. nóvember 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.20 Frakkastígur 14, (fsp) rekstur veitingastaðar á jarðhæð
Lögð fram fyrirspurn Fasteignafélagsins Langeyri ehf. dags. 15. janúar 2020 um rekstur veitingastaðar á jarðhæð hússins á lóð nr. 14 við Frakkastíg, fnr. 2006236.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

26.20 >Hólavallagata 13, (fsp) hækkun á þaki, kvistir og þaksvalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Andrésar Jónssonar dags. 12. desember 2019 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 13 við Hólavallagötu og setja kvisti og þaksvalir, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 4. nóvember 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

Ekki er gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.

27.20 Sjafnargata 9, (fsp) svalir - 3. hæð
Lögð fram fyrirspurn Jóns Karls Helgasonar dags. 6. janúar 2020 ásamt bréfi Þorsteins Geirharðssonar arkitekts dags. 6. janúar 2020 um að setja svalir á hluta samfellds kvist á suðurhlið hússins á lóð nr. 9 við Sjafnargötu, samkvæmt tillögu ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

28.20 Byggðarendi 10, (fsp) sólskáli
Lögð fram fyrirspurn Andreu Óskar Jónsdóttur dags. 3. janúar 2020 um að setja sólskála við eldhús neðri hæðar hússins á lóð nr. 10 við Byggðarenda og síkka glugga, samkvæmt skissu.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.20 Bæjarflöt 10, (fsp) bæta við innkeyrslu á lóð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags. 20. nóvember 2019 um að bæta við innkeyrslu á lóð nr. 10 við Bæjarflöt, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2020.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2020 samþykkt.

30.20 Grenimelur 8, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Telmu Lucindu Tómasdóttur dags. 3. janúar 2020 um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 8 við Grenimel í íbúð
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

31.20 Skildingatangi 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gula hússins ehf. dags. 14. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 2 við Skildingatanga. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til vesturs sem nemur 5 metrum á 10 metra kafla, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 26. mars 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

32.20 Sólvallagata 10, Forstofa, lengja aðaltröppur, gluggar o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja forstofu við norðurinngang, lengja aðaltröppur, bæta við glugga til vesturs, síkka glugga á suðurhlið kjallara, gera útskotsglugga á austurhlið, með hurðum út á nýjan sólpall, skipta um klæðningu á þaki, taka niður núverandi skorstein og setja upp nýjan fyrir arin og endurgera steypta veggi að götu í sömu mynd og fyrir eru á einbýlishúsalóð nr. 10 við Sólvallagötu, samkvæmt uppdr. ARGOS ehf. dags. 16. október 2019. Nýjar og breyttar teikningar dags. 10. desember bárust vegna málsins. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. janúar 2020 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2020.
Gjald kr. 11.200

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2020 samþykkt.

33.20 Tryggvagata 13, breyting á skilmálum deiliskipulags
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2019 var lögð fram umsókn Hildigunnar Haraldsdóttur dags. 29. nóvember 2019 ásamt bréfi Hildigunnar Haraldsdóttur og Þóris Gunnarssonar dags. 28. nóvember 2019 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Tryggvagötu 13. Í breytingunni felst að heimilt er að nota allt að 1048,8 fm. íbúðarhúsnæðis eða allt að 23% af heimilu byggingarmagni ofan jarðar á lóð tímabundið sem hótelíbúðir, samkvæmt tillögu ódags. Einnig eru lögð fram bréf Hildigunnar Haraldsdóttur og Þóris Gunnarssonar dags. 31. júlí 2018, 1. nóvember 2018 og 20. desember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

34.20 Vesturgata 6-10A, (fsp) nr. 6-8 - rekstur veitingastaðar og gististaðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. nóvember 2019 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 24. október 2019 um að nýta jarðhæð og 1. hæð hússins að Vesturgötu 6-8, lóð nr. 6-10A við Vesturgötu, fyrir veitingastað og 2. hæð hússins fyrir gististað, samkvæmt frumdrögum THG Arkitekta ehf. dags. 23. október 2019. Erindinu var frestað, fyrirspyrjandi hafi samband við embættið, og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2020.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2020.

35.20 Grensásvegur 26, Breytingar utan og innan - einnig áður gert.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2019 þar sem sótt er um leyfi til að sameina lóðir 24 og 26, viðbyggingu við suðurgafl og tímabundna opnun milli Grensásvegar 26 (áður nr. 24) og Grensásvegar 22, einnig er sótt um áður gerðar breytingar s.s. timburbyggingu (gróðurskála) og leyfi fyrir rekstri gistiheimilis í flokki II, tegund b, fyrir 23 gesti í mhl. 01 og 8 gesti í mhl. 02 á lóð nr. 26 við Grensásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 16. desember 2019 til og með 15. janúar 2020. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram samþykki hagsmunaaðila mótt. 7. og 13. janúar 2020.
Erindi fylgir afrit af kvittunum um móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslumanni dags. 11. nóvember 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2019. Stækkun, útigeymsla: 51,9 ferm., 145,3 rúmm. Gróðurskáli og tengigangur: 212 ferm., 632,9 rúmm. Sólskáli: 21,6 ferm., 55,5 rúmm. Samtals: 285,7 ferm., 833,7 rúmm. Gjald kr. 11.200 + 11.200

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


36.20 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í júní 2019 uppf. 22. ágúst 2019 fyrir breytingu á aðalskipulagi fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð. Í breytingunni felst breytt landnotkun og fjölgun íbúða á svæðinu. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans dags. 6. október 2019, Guðrún Steinarsdóttir dags. 8. október 2019, Jóhann Davíð Snorrason dags. 8. október 2019, María Dóra Björnsdóttir dags. 8. október 2019, Karl Thoroddsen dags. 9. október 2019, Perla Dís Kristinsdóttir dags. 9. október 2019, Réttur f.h. Ingu Birgittu Spur dags. 11. október 2019, Réttur f.h. Nóatún 31, húsfélag, dags. 11. október 2019, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir dags. 10. október 2019, Lóa Margrét Hauksdóttir ásamt undirskriftarlista dags. 11. október 2019, Marcos Zotes dags. 11. október 2019, Kristinn Pálsson dags. 11. október 2019, Gerður Sveinsdóttir f.h. Húsfélagsins Skipholti 44-50 dags. 11. október 2019 og Vinir Vatnshólsins dags. 11. október 2019 ásamt undirskriftarlista 261 aðila. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi stofnunum: Bláskógabyggð dags. 5. september 2019, Kópavogsbær dags. 5. september 2019, Garðabær dags. 23. september 2019, Ölfus dags. 7. október 2019, Veðurstofa Íslands dags. 10. október 2019, Vegagerðin dags. 14. október 2019 og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 30. desember 2019.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.