Fálkagata 20,
Fjarðarás 10,
Grundarstígsreitur,
Hestháls 12,
Hraunbær 85-99,
Hverfisgata 61,
Laugavegur 58,
Stórhöfði 34-40,
Flugvöllur 106745,
Flugvöllur 106748,
Reykjavíkurflugvöllur, flugvallargeiri 4,
Grettisgata 20A,
Grettisgata 20B,
Hverfisgata 4,
Klettháls 1A,
Síðumúli 17,
Sæviðarsund 84,
Vatnsstígur 3,
Bíldshöfði 16,
Hyrjarhöfði 3,
Kjalarnes, Bergvík 2,
Kjalarnes, Esjumelar,
Klettháls 2,
Stekkjarbakki Þ73,
Sævarhöfði 2-2A,
Þorláksgeisli 51,
Bergstaðastræti 33A,
Brautarholt 4-4A,
Breiðagerði 4,
Freyjugata 39,
Garðsendi 3,
Hádegismóar 8,
Laufásvegur 62,
Lofnarbrunnur 14,
Mýrargata 18,
Rauðarárstígur 35-39,
Þingasel 3,
Ásvallagata 27,
Hátún 3,
Skipholt 27,
Bergstaðastræti 12,
Bergþórugata 5,
Framnesvegur 40, 42 og 42a,
Grettisgata 41,
Hallgrímstorg 3,
Hallgrímstorg 3,
Hverfisgata 40,
Laugavegur 28,
Laugavegur 59,
Lokastígur 3,
Norðurstígur 3,
Spítalastígur 8,
Vesturgata 24,
Frakkastígur 26A,
Skriðustekkur 9-15,
Hofteigur 4,
Akrasel 17,
Engjateigur 7,
Engjateigur 9,
Laugarnesvegur 56,
Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2,
Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2-4,
Suðurlandsbraut 8,
Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76,
Thorvaldssenstræti 6,
Völvufell 11,
Mjölnisholt 8,
Básendi 5,
Bláskógar 11,
Þórsgata 1 og Lokastígur 2,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin,
Mosfellsbær, aðalskipulag,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
590. fundur 2016
Ár 2016, föstudaginn kl. 09:00 mun skipulagstjóri Reykjavíkur halda 590. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12-14, 2. hæð.
Þetta gerðist:
1.16 Fálkagata 20, (fsp) breyta vinnustofu í íbúð
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2016 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð í mhl. 03 sem er vinnustofa á lóð nr. 20 við Fálkagötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
2.16 Fjarðarás 10, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu vestan við einbýlishús á lóð nr. 10 við Fjarðarás.
Stækkun: 39,7 ferm., 111,4 rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.16 Grundarstígsreitur, deiliskipulag
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Á lóð Grundarstígs 10 eru settir fram skilmálar um þegar byggða viðbyggingar fyrir menningartengda starfsemi með heimild fyrir veitingastað í flokki II tengda starfseminni. Settir eru fram sérskilmálar fyrir lóðina Þingholtsstræti 25 og er lóðinni skipt í 3 lóðir, Þingholtsstræti 25, 25A og 25B. Á Þingholtsstræti 25 er heimilt að innrétta allt að fjórar íbúðir í húsinu, stækka núverandi svalir, gera nýjar svalir á gafli. Á Þingholtsstræti 25A er skilgreind ný lóð undir almenningsgarð á borgarlandi. Á Þingholtsstræti 25B er skilgreind ný lóð fyrir nýbyggingu þar sem áður var líkhús. Heimilt er að byggja hús á tveimur hæðum með risi og kjallara fyrir íbúðarhús eða atvinnustarfsemi (þó ekki gististað). Heimilt að gera svalir á þeirri hlið sem snýr að Spítalastíg, samkvæmt uppdr. Glámu Kím ehf., dags. 22. apríl 2016. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. maí 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tillögum Glámu/Kím ehf., dags. 21. júní 2016.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
4.16 Hestháls 12, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrispurn Gunnars Atla Hafsteinssonar, mótt. 13. júní 2016, varðandi stækkun hússins á lóð nr. 12 við Hestháls, samkvæmt uppdr. Gunnars Atla Hafsteinssonar, dags. 19. júní 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.16 Hraunbær 85-99, Stækka bílskúr
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050817 þar sem bílskúr 0103 í eigu nr. 99 er stækkaður til vesturs og gerð grein fyrir stækkun á áður gerðum bílskúrum 0101 í eigu nr. 95 og 0102 nr. 93 á byggingareit á lóð nr. 85 til 99 við Hraunbæ.
Stækkun bílskúra : Bílskúr 0101: XX ferm., XX rúmm. Bílskúr 0102: XX ferm., XX rúmm. Bílskúr 0103: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.16 Hverfisgata 61, (fsp) hækkun á lyftustokki og íbúðir í risi hússins
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Haralds Ingvarssonar f.h. Eclipse fjárfestingar slhf., mótt. 17. maí 2016, um að hækka lyftustokk í húsinu á lóð nr. 61 við Hverfisgötu og gera íbúðir í risi hússins sem gengið er inn beint af lyftugangi, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 18. desember 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Plúsarkitekta ehf., dags. 17. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
7.16 Laugavegur 58, Veitingastaður - 2 hæð fl.2
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráningu úr íbúð í atvinnurekstur, að öðru leyti er skráningartafla óbreytt, rými 0201, og innrétta veitingastað í flokki II tegund A með AirMaid Ozon loftræsikerfi á 2. hæð í húsi á lóð nr. 58 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 10.000
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
8.16 Stórhöfði 34-40, nr. 40, ökutækjaleiga
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 21. júní 2016 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um ökutækjaleigu að Stórhöfða 40 á lóð nr. 34-40 við Stórhöfða.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.16 Flugvöllur 106745, Breyting bílaleiga
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi á lóð til að henti fyrir starfsemi bílaleigu og til að koma fyrir skilti á lóðinni Flugvöllur 106745. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016.
Gjald kr. 9.823
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016, samþykkt.
10.16 Flugvöllur 106748, Nauthólsvegur 58B- Stöðuleyfi fyrir gáma
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. maí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2016 þar sem sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir 10 skrifstofugáma austan við flugskýli I á flugvellinum, landnúmer 106748. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016.
11.16 Reykjavíkurflugvöllur, flugvallargeiri 4, (fsp) stækkun á flughlaði
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. janúar 2016 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Snæbjörnssonar, mótt. 16. nóvember 2015, varðandi stækkun á flughlaði til notkunnar við uppkeyrslu á flugvélum, samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 10. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
12.16 Grettisgata 20A, Breyting á kvistum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og stækka kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015. Stækkun: 2,31 ferm., 11,9 rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.16 Grettisgata 20B, Breyting á kvistum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta og sameina kvisti á götuhlið, jafnframt er gerð grein fyrir nýrri íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 20A við Grettisgötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um svipaða fyrirspurn dags. 20. ágúst 2015, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. í ágúst 2000 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. maí 2015. Stækkun: 1,05 ferm., 6,1 rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.16 Hverfisgata 4, Innanhúsbreyting
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, innrétta stækkun á veitingasal Hverfisgötu 8-10 í Hótel 101 og veitingaverslun á 1. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 4 við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016, samþykkt.
15.16 Klettháls 1A, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Kletthálsi 1A. Áætlað er að vera með 10 ökutæki í útleigu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016.
16.16 Síðumúli 17, Spónsogsbúnaður á baklóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður uppsettri spónasugu og safngámi á norðanverðri lóð nr. 17 við Síðumúla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2016.
Ljósmyndir af spónasugu fylgja. Gjald kr. 10.100
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2016, samþykkt.
17.16 Sæviðarsund 84, staðsetning ökutækjaleigu
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 8. júní 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Ágústs Sigurðssonar f.h. Aukabónus ehf. um að reka ökutækjaleigu að Sæviðarsundi 84. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2016.
18.16 Vatnsstígur 3, Veitingastaður
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, tegund F, á 1. hæð í suðurenda húss á lóð nr. 3 við Vatnsstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2016.
Gjald kr. 10.100
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2016.
19.16 Bíldshöfði 16, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 15. júní 2016, þar sem óskað er eftir umsögn varðandi staðsetningu ökutækjaleigu að Bíldshöfða 16. Sótt er um leyfi fyrir einni bifreið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
20.16 Hyrjarhöfði 3, (fsp) rampur
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar ásamt umboði, dags. 25. maí 2016 varðandi gerð ramps vegna vörumóttöku á 2. hæð húss á lóð nr. 3 við Hyrjarhöfða, samkvæmt uppdráttum Kjartans Rafnssonar, dags. 9. maí 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.16 Kjalarnes, Bergvík 2, breyting á deiliskipulagi Grundarhverfis
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 25. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis. Í breytingunni felst að afmörkuð er ný lóð við Víkurgrund á Kjalarnesi, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar ark., dags. 7. mars 2016. Hin nýja lóð er stofnuð úr jörðinni Bergvík 2 125657.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Esjugrund 9, 11, 21, 23 og 33, og Víkurgrund 8 og 10.
22.16 Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016, að nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf., dags. 23. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 15. apríl 2016 til og með 27. maí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa, dags. 27. maí 2016, Haraldur Jónsson, dags. 25. maí 2016, Sigríður Ingólfsdóttir, dags. 27. maí 2016 og Steinn Friðgeirsson og Liselotte Widing, dags. 27. maí 2016.
Einnig er lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 27. maí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
23.16 Klettháls 2, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 13. júní 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um aukningu á fjölda bifreiða sem ökutækjaleigan Trip Campers ehf. er með í útleigu, um er að ræða 10 bifreiðar sem verða geymdar að Kletthálsi 2. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016.
24.16 Stekkjarbakki Þ73, (fsp) uppbygging á opnu svæði
Lögð fram fyrirspurn Spors í sandinn ehf., mótt. 10. júní 2016, varðandi uppbyggingu norðan Stekkjarbakka á svæði Elliðaárdals. Einnig er lögð fram tillaga að lóð undir BioDome Reykjavík, dags. 21. júní 2016.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
25.16 Sævarhöfði 2-2A, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. B.L. ehf.,, dags. 1. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 2-2A við Sævarhöfða. Í breytingunni felst að byggingareitur er stækkar til suðurs og afmarkaður er byggingareitur fyrir tengigang. Byggingamagn eykst um 320 m², skv. uppdrætti Arkís, dags. 23. maí 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
26.16 Þorláksgeisli 51, umsókn um íþróttaaðstöðu
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lögð fram umsókn íþróttafélagsins Freyja, dags. 19. maí 2016, um íþróttaaðstöðu á lóð nr. 51 við Þorláksgeisla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
27.16 Bergstaðastræti 33A, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Eiríks Brynjólfssonar, mótt. 15. apríl 2016, um að byggja við húsið á lóð nr. 33A við Bergstaðastræti.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
28.16 Brautarholt 4-4A, Breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á baklóð, stækka glugga og koma fyrir svölum á báðar hliðar, koma fyrir lyftu og innrétta 13 íbúðir á 1. - 3. hæð atvinnuhúss nr. 4, mhl. 01 á lóð nr.4-4A við Brautarholt.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.16 Breiðagerði 4, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Atla Guðbjörnssonar, mótt. 18. maí 2016, um að hækka húsið á lóð nr. 4 við Breiðagerði, skv. uppdrætti TAG teiknistofu, dags. 17. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
30.16 Freyjugata 39, Svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á 2. hæð íbúð 0201 á norðausturhlið og lagfæra brunavarnir í húsinu á lóð nr. 39 Freyjugötu.
Gjald kr. 10.100
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
31.16 Garðsendi 3, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að staðsteypa viðbyggingu til suðurs og breyta formi þaks á húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.
Neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2014, jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa frá 23. maí 2014 og ástandsskoðun á húsi dags. í febrúar 2012 fylgja erindinu. Stækkun: 69,0 ferm., 262,3 rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.16 Hádegismóar 8, Þjónustu- og verkstæðisbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þjónustuhúsnæði mhl. 01 sem hýsa á verkstæði fyrir vinnuvélar og bíla, neðri hæð verður úr steinsteypu og efri hæð sem verður aðkomuhæð verður stálgrind og komið verður fyrir léttbyggðri hjólageymslu mhl. 02 utan byggingareits á lóð nr. 8 við Hádegismóa. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Orkurammi dags. 25. maí 2016 og bréf frá hönnuði dags. 26. maí 2016 fylgja erindi. Stærðir: Mhl. 01 er 4.309,2 ferm., 28.955,7 rúmm. Mhl. 02 er 25,0 ferm., 61,3 rúmm. Mhl. 0? Olíuskilja XX ferm., XX rúmm. Als XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 10.100
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016, samþykkt.
33.16 Laufásvegur 62, (fsp) breyta húsi í tvær íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Ástu Guðrúnar Beck f.h. Hönnu Gunnarsdóttur, mótt. 26. apríl 2016, um að gera sjálfstæða íbúð í kjallara hússins á lóð nr. 62 við Laufásveg, loka fyrir stiga milli hæða, gera útihurð á herbergi sem verður gert að geymslu á efri hæð o.fl.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.16 Lofnarbrunnur 14, (fsp) fjölgun íbúða
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 27. maí 2016, varðandi fjölgun íbúða á lóð nr. 14 við Lofnarbrunn. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2016.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
35.16 Mýrargata 18, (fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram fyrispurn THG arkitekta ehf., mótt. 24. maí 2016, um breytingu á skilmálum deiliskipulags vegna lóðarinnar nr. 18 við Mýrargötu sem felst í leiðréttingu á stærðartöflu og byggingu svala út fyrir byggingarreit. Einnig er lagt fram minnisblað THG Arkitekta ehf., dags. 24. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2016.
36.16 Rauðarárstígur 35-39, (fsp) stækkun 4. hæðar hússins
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar f.h. Íslandshótels hf., mótt. 17. maí 2016, um að stækka inndregna 4. hæð hússins á lóð nr. 35-39 við Rauðarárstíg yfir svalir á vestur- og austurhlið, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta slf., dags. í febrúar 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Skaptasonar f.h. Atelier arkitekta ehf., dags. 17. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
37.16 Þingasel 3, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram umsókn Luigi Bartolozzi, mótt. 27. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, Hvammskotshóla, vegna lóðar nr. 3 við Þingasel. Í breytingunni felst að að byggingarreitur er stækkaður til suðurs um 3,5 og byggja sólstofu á jarðhæð út frá suðurhlið hússins allt að 20 fm., samkvæmt uppdrætti Luigi Bartolozzi, dags. 10. júní 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Þingaseli 1, 2, 4, 5 og 6.
Bent er á að erindið fellur undir 7.6. gr. og 12. gr., Gjaldskrár vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
38.16 Ásvallagata 27, (fsp) endurbygging á þaki og svalir fyrir íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Brynjars Úlfarssonar dags. 9. júní 2016 um að rífa og endurbyggja þak hússins á lóð nr. 27 við Ásvallagötu nokkru frábrugðið því þaki sem fyrir er, fjarlægja skorstein og setja svalir á allar íbúðir hússins.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
39.16 Hátún 3, (fsp) stækku húss, fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Jónasar Stefánssonar, mótt. 4. maí 2016, varðandi stækkun hússins á lóð nr. 3 við Hátún, hækkun á mæni, setja kvist á norðurhluta þaks og fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár, samkvæmt uppdr. Jónasar Stefánssonar, dags. í febrúar 2015
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
40.16 Skipholt 27, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. M21 ehf., mótt. 25. maí 2016, um að hækka húsið á lóð nr. 27 við Skipholt um eina hæð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnun ehf., dags. 25. maí 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
41.16 Bergstaðastræti 12, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við norður- og austurhlið húss nr. 12B mhl. 03, byggja lyftustokk utan á vesturhlið húss nr. 12A mhl. 01 og endurnýja steinbæinn Brennu nr. 12, mhl. 02 og innrétta sem íbúð skv. samþykktu deiliskipulagi dags. 30. mars xxxx fyrir hús á lóð nr 12 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkjahönnuðar dags. 17. maí 2016, mat á sambrunahættu dags. 25. maí 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. desember 2015 og svar sömu stofnunar ódagsett.
Einnig ný umsögn Minjastofnunar dags. 15. júní 2016.
Stærðir samtals : Stækkun/minnkun ferm. brúttó stærðir fyrir og eftir.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
42.16 Bergþórugata 5, (fsp) viðbygging, fjölgun íbúða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 27. maí 2016, varðandi byggingu rishæðar og fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 5 við Bergþórugötu, byggja við hús bæði að vestan- og austanverðu og setja svalir á suðurhlið, skv. uppdrætti K.J. hönnunar, dags. 20. maí 2016.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
43.16 Framnesvegur 40, 42 og 42a, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóða nr. 40, 42 og 42a við Framnesveg, skv. kynningargögnum Arkþings ehf., dags. 25. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016, samþykkt.
44.16 Grettisgata 41, Breytingar - BN049327
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. apríl 2016 þar sem Sótt er um leyfi til að hækka ris og endurbyggja og til að byggja staðsteypta viðbyggingu aftan við einbýlishús á lóð nr. 41 við Grettisgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. febrúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2016. Stækkun: 149 ferm., 330,1 rúmm. Stærð eftir stækkun: 188,3 ferm., 598,5 rúmm. Gjald kr. 9.823
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016, samþykkt.
45.16 Hallgrímstorg 3, (fsp) fánastangir á borgarlandi
Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Ólafsdóttur f.h. Listasafns Einars Jónssonar, mótt. 7. júní 2016, um að setja niður þrjár fánastangir fyrir framan Listasafn Einars Jónssonar að Hallgrímstorgi 3.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
46.16 Hallgrímstorg 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Listasafns Einars Jónssonar dags. 16. maí 2016 vegna breytingar á deiliskipulagi Skólavörðuholt vegna lóðarinnar nr. 3 við Hallgrímstorg. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað um lóðina Hallgrímstorg 3 sem verður hluti af deiliskipulagi Skólavörðuholts, nýr byggingarreitur er afmarkaður fyrir allt að 250 fm. viðbyggingu við suðaustur hlið hússins o.fl., samkvæmt uppdr. Studio Granda, dags. 11. maí 2016.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
47.16 Hverfisgata 40, Brynjureitur - Fjölbýlishús og atvinnuhúsnæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja íbúðar- og atvinnuhús með 72 íbúðum og verslunum á jarðhæðum, 3 - 6 hæðir á sameiginlegum tveggja hæða bílakjallara með 30 stæðum á Brynjureit á lóð nr. 40 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU dags. í maí 2016 og bréf frá hönnuðum dags. 13. maí 2016. Stærð A-rými: 7.465,8 ferm., 24.096,4 rúmm. B-rými: 207,5 ferm., 720,4 rúmm. C-rými: 663,5 ferm. Gjald kr. 10.100
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
48.16 Laugavegur 28, Breyting - 1.hæð og kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð, kjallara og á 5. hæð, breyta kvistum að Laugavegi og gera gleryfirbyggingu á flóttagang á bakhlið, sjá erindi BN050215, í veitingahúsi og hóteli á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. júní 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2016, brunahönnun uppfærð 25. apríl 2016 og bréf hönnuðar dags. 9. júní 2016.
Glergangur, B-rými: 7,9 ferm., 46 rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
49.16 Laugavegur 59, Ofanábygging - breyting á öllum hæðum
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð, innrétta 11 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð, stækka glerskála veitingahúss í flokki II á 2. hæð og breyta innra skipulagi þar, gera nýjan flóttastiga innanhúss og færa til upprunalegs útlits glugga 1. hæðar húss á lóð nr. 59 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. apríl 2016, minnisblað um brunavarnir dags. 28. apríl 2016, bréf umsækjanda dags. 11. maí 2016 og minnisblað lögmanns ódagsett. Stækkun: 265,2 ferm., 966,4 rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
50.16 Lokastígur 3, (fsp) ofanábygging - viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda, mótt. 24. maí 2016, varðandi hækkun fjölbýlishússins á lóð nr. 3 við Lokastíg, byggja kvist á bakhlið og stækka íbúð í kjallara, byggja útigeymslu norðvestan húss og svalir á bakhlið, samkvæmt uppdráttum Studio Granda ehf., dags. 19. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, 24. júní 2016, samþykkt.
51.16 Norðurstígur 3, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. mars 2016 var lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 17. febrúar 2016, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 3 við Norðurstíg um eina hæð. Á hæðinni yrði stúdíóíbúð og stórar þaksvalir, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 14. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 7. apríl 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Jákvætt með skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
52.16 Spítalastígur 8, (fsp) aukið byggingarmagn
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Maríu Finnbogadóttur, mótt. 27. maí 2016 varðandi aukningu á byggingarmagni á lóð nr. 8 við Spítalastíg, skv. uppdráttum Arko, dags. 23. apríl 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 201,6 samþykkt.
53.16 Vesturgata 24, breyting á deiliskipulagi Norðurstígsreits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Þorgeirs Jónssonar, dags. 20. júlí 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 24 við Vesturgötu. Í breytingunni felst uppbygging á lóð, samkvæmt uppdrætti Þorgeirs Jónssonar arkitekts, dags. 12. október 2015. Einnig er lagt fram umboð Þórðar Magnússonar f.h. Eignarhaldsfélagsins Norma ehf., mótt. 23. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 9. nóvember til og með 21. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnlaugur Torfi Stefánsson, dags. 14. desember 2015, Lára Garðarsdóttir, dags. 14. desember 2015, Jakob Baltzersen, dags. 14. desember 2015, Halla Dögg Önnudóttir og Jón Þór Bergþórsson ásamt viðhengjum, dags. 14. desember 2015, Þórunn Þórarinsdóttir, dags. 20. desember 2015, Guðbjörg Þorvarðardóttir, dags. 20. desember, Hafrún Kristjánsdóttir, dags. 21. desember 2015, Haukur I. Jónsson og Hafdís Þorleifsdóttir, dags. 21. desember 2015, stjórn húsfélags Vesturgötu 22, dags. 21. desember 2015, Sveinn Sigurður Kjartansson og Stella Sæmundsdóttir dags. 21. desember 2015, Charlotta Ragnheiður Magnúsdóttir, dags. 21. desember 2015, Rakel Garðarsdóttir, dags. 21. desember 2015 og Lára Hanna Einarsdóttir ásamt viðhengjum og undirskriftum 61 aðila, dags. 21. desember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
54.16 Frakkastígur 26A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Live ehf., mótt. 20. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 26 og 26A við Frakkastíg. Skilmálar fyrir Frakkastíg 26 eru óbreyttir en skilmálar fyrir Frakkastíg 26A breytast. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit sem nemur 5,3 m2 og setja hámarks nýtingarhlutfall 0,97. Heimilt er að vera með einn kvist á hvorri hlið og skal hann vera miðjusettur á framhlið hússins en staðsetning á bakhlið skal vera a.m.k. 0,5m frá enda. Heimilt er að vera með svalir á suðurhlið. Við endurgerð hússins er heimilt að vera með torfþak á húsinu. Hámarkshæð skal vera á bíslagi 2,95 metrar. Heimilt er að vera með veitingastað í flokki II í húsinu. Núverandi umferðarkvöð um Frakkastíg 26 er óbreytt, samkvæmt uppdr. Arkitekta Hjördís Og Dennis ehf., dags. 6. maí 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. maí 2016 til og með 18. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásta Beck lögfr. f.h. Sigurðar Sigurpálssonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur, dags. 14. júní 2016 ásamt greinargerð Sigurðar Sigurpálssonar, dags. 28. maí 2016 og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, dags. 15. júní 2016.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
55.16 Skriðustekkur 9-15, (fsp) nr. 11 - bílskúr
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Þóru Katrínar Hrafnsdóttur og Ingvars Atla Sigurðssonar, mótt. 11. maí 2016, varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 11 við Skriðustekk. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2016.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2016.
56.16 Hofteigur 4, (fsp) stækkun lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram fyrispurn Marteins A. Marteinssonar, dags. 17. maí 2016, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 4 við Hofteig um 4. metra niður að Kringlumýrarbraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2016.
57.16 Akrasel 17, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Sæmundar Stefánssonar , dags. 15. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna Akrasels 17 sem felst í að byggja viðbyggingu að mestu leiti neðanjarðar ætlað sem geymslu- og tómstundarrými, samkv. meðfylgjandi teikningum Emils Þórs Guðmundssonar.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
58.16 Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Ístaks ehf., dags. 19. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að mörk þess svæðis sem deiliskipulagsbreytingin tekur til stækkar til suðurs, afmörkuð er ný bílastæðalóð sunnan Engjateigs á móts við lóð nr. 7 og koma fyrir 11 bílastæðum á bílastæðalóð við götu þar af eru tvö stæði fyrir hreyfihamlaða, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta ehf., dags. 12. maí 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
59.16 Engjateigur 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 10. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Engjateig. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 6. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 29. apríl til og með 10. júní 2016. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
60.16 Laugarnesvegur 56, (fsp) stækkun þaksvala
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Búseta svf. húsnæðissamvinnufélags, mótt. 2. júní 2016, um að stækka þaksvali á húsinu á lóð nr. 56 við Laugarnesveg, samkvæmt uppdr. Búseta svf. húsnæðissamvinnufélags, dags. 2. júní 2016. Einnig er lagt fram bréf Búseta svf. húsnæðissamvinnufélags, dags. 2. júní 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2016, samþykkt.
61.16 Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Íslandshótels hf. dags. 20. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2 samkv. uppdr. Glámu Kím arkit. ódags. Í breytingunni felst að dregið er lítillega úr byggingarmagni ofanjarðar, húshlutar eru ívið grennri, byggingarreitur jarðhæðar minnkað og garðrými í porti stækkar. Byggingahlutar næst Lækjargötu 10 og Vonarstræti 4 lækka um eina hæð en byggingarhluti næst Kirkjutorgi 6 hækkar. Sett eru skilyrði um uppbrot útveggjar að Lækjargötu í 4 einingar og gerð er grein fyrir varðveislu og frágangi fornminja.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
62.16 Spöngin eining G, Spöngin 3-5/Móavegur 2-4, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi reitsins.
Breytingin felst í megin atriðum í því að allur götureiturinn er skipulagur sem ein lóð í stað þriggja lóða áður. Lagt er til breytt fyrirkomulag byggðarinnar, 1-4 hæða byggingar raðast í kringum inngarð. Heimild er fyrir allt að 120 íbúðum og verslun- og þjónustu austast næst Spönginni: Gildandi deiliskipulag reiknar með tveimur íbúðarhúsalóðum með 35 íbúðum að Móavegi 2 og 4 og skipulagi er frestað í Spönginni 3-5.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
63.16 Suðurlandsbraut 8, (fsp) stækkun 6. hæðar
Lögð fram fyrirspurn Arnars Þórs Jónssonar, mótt. 3. júní 2016, um að stækka 6. hæð hússins á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut vegna mötuneytis samkvæmt teikningum Arkís arkitekta ehf., dags. 2. júní 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. júní 2016, samþykkt.
64.16 Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76, tillaga að deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurbjörns Kjartanssonar, mótt. 2. nóvember 2015, ásamt tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags lóðanna Suðurlandsbraut 58-64, 66, 68-70, 72, 74 og 76. Tillagan felst í megin atriðum í því að sameinaðar eru þrjár deiliskipulagsáætlanir og mótuð samfelld húsaröð, ein til fimm hæðir, meðfram Suðurlandsbraut. Á lóðunum nr. 58-64 og 66 eru heimildir óbreyttar a.ö.l. en því að heimiluð er viðbygging við jarðhæð hússins nr. 66 og gerð tengibyggingingar milli lóðanna 66 og 68-70. Lóðirnar Suðurlandsbraut 68 og 70 eru sameinaðar, stækkaðar og byggingarmagn aukið. Lóðunum Suðurlandsbraut 72-76 er breytt úr þremur í tvær, þær stækkaðar lítillega og byggingarmagni breytt í samræmi við það. Lega stíga er endurskoðuð og bætt við heimild til að gera hljóðmön og/eða vegg meðfram Miklubraut til að tryggja hljóðvist á lóðunum, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggavarpsuppdr. Glámu Kím, dags. 12. apríl 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits um hljóðvist, dags. 14. mars 2016. Tillagan var auglýst frá 22. apríl 2016 til og með 3. júní 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hans-Olav Andersen hjá teiknistofunni Tröð, dags. 20. maí 2016, Ragnar Davíðsson og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, dags. 30. maí 2016 og Veitur, dags. 3. júní 2016. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
65.16 Thorvaldssenstræti 6, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta ehf., mótt. 21. júní 2016, varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóð nr. 6 við Thorvaldssenstræti. Einnig er lagt fram bréf THG arkitekta ehf., dags. 21. júní 2016, Minnisblað verkfræðistofunnar Ferill og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 21. júní 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
66.16 Völvufell 11, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur dags. 16. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 11 við Völvufell sem felst í stækkun byggingareits, hækkun nýtingarhlutfalls og breyta notkun í gistiheimili.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
67.16 Mjölnisholt 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arctic Tours efh. dags. 16. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðarinnar nr. 8 við Mjölnisholt sem felst í hækkun hússins og byggingu nýs stigahúss, samkv. uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 15. júní 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
68.16 Básendi 5, Útitröppur, svalir, breyting inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðalinngangi og útitröppum og loka rými undir tröppum, ásamt því að gera svalir á suðurhlið með tröppum niður í garð við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Básenda. Ennfremur er sótt um leyfi til að breyta burðarveggjum innandyra.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2016. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
69.16 Bláskógar 11, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Tómasar Hafliðasonar dags. 18. júní 2016 varðandi fjölgun bílastæða á lóð nr. 11 við Bláskóga.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
72.16 Þórsgata 1 og Lokastígur 2, (fsp) stækkun á tengibyggingu
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Fasteignafélagsins Óðinsvé ehf., mótt. 1. júní 2016, varðandi stækkun á tengibyggingu milli lóðanna nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg, samkvæmt uppdr. Nexus arkitekta slf., dags. 20. febrúar 2012, breyttur 18. maí 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 24. júní 2016.
73.16 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 8. júní 2016, þar sem ekki er gerð athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
Lagt fram.
74.16 Mosfellsbær, aðalskipulag, tillaga að breytingu á aðalskipulagi, Langihryggur
Lagður fram tölvupóstur skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 13. júní 2016, þar sem tillaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar, Langihryggur, breyting á landnotkun, dags. 26. maí 2016, er vísað til kynningar og umsagnar Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Mosfellsbæjar, dags. í júní 2016.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðal- og svæðisskipulags.