Akurgerði 38,
Borgartún 24,
Stakkholt 2-4,
Tangabryggja 14-16,
Tangarhöfði 1,
Garðsendi 3,
Hólavallagata 3,
Sjafnargata 3,
Vatnagarðar 38,
Austurhöfn,
Skólavörðustígur 45,
Arnarholt 221217,
Austurberg 1, Leiknir,
Flugvallarvegur 5, Bílaleiga Flugleiða,
Kjalarnes, Saltvík,
Lambhagavegur 23,
Breiðagerði 7,
Grensásvegur 12,
Grensásvegur 12 A,
Hringbraut 79,
Mjódd,
Hverfisgata 41,
Aðalstræti 6,
Barónsstígur 45A, Sundhöllin,
Birkimelur 3,
Bræðraborgarstígur 1,
Lindargata 28,
Vesturgata 64,
Þingholtsstræti 16,
Þórsgata 29,
Hraunbær 102,
Safamýri 15,
Skólavörðustígur 40,
Sævarhöfði 33,
Laugavegur 66-68,
Reykjavíkurvegur 33,
Reykjavíkurvegur 35,
Bugðulækur 6,
Efstaleiti 3-9,
Freyjugata 40,
Njálsgata 33B,
Starmýri 2,
Grettisgata 9,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
484. fundur 2014
Ár 2014, föstudaginn 21. mars kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 484. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Borghildur Sturludóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Helga Lund og Guðlaug Erna Jónsdóttir
Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
1.14 Akurgerði 38, (fsp) - Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu úr timbri á bakhlið og til að byggja útigeymslu, einnig úr timbri, upp að bílskúr á aðliggjandi lóð við parhús á lóð nr. 38 við Akurgerði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.14 Borgartún 24, bréf
Lagt fram bréf Einars V. Tryggvasonar ódags. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 24 við Borgartún.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
3.14 Stakkholt 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Þorvalds Gissurarsonar dags. 7. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Stakkholt. Í breytingunni felst að breyta legu kvaðar um aðkomu og umferð frá Þverholti og inn um lóðina Stakkholt 2-4, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 28. janúar 2014.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Þverholti 7.
4.14 Tangabryggja 14-16, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Hraunbrautar ehf. dags. 11. mars 2014 varðandi breytingu á notkun 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 14-16 við Tangarbryggju. Einnig er lagt fram samþykki Björns Ólafs ark. skipulagshöfundar og hönnuðar húss mótt. 11. mars 2014.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.
5.14 Tangarhöfði 1, Breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja útigeymslu úr steinsteypu við suðausturhorn hússins og til að stækka milliloft, ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðri stækkun á kjallara hússins á lóð nr. 1 við Tangarhöfða.
Útigeymsla: xx ferm., xx rúmm. Stækkun, milliloft: xx ferm. Áður gerð stækkun kjallara: xx ferm., xx rúmm. Samtals stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 6.800 + xxxxx
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.14 Garðsendi 3, (fsp) - Stækkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. mars 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka til suðurs allar hæðir og endurbyggja og breyta þaki á þríbýlishúsi á lóð nr. 3 við Garðsenda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2014.
Erindi fylgir ástandsskoðun frá Almennu verkfræðistofunni dags. 27. febrúar 2014 og greinargerð hönnuðar dags. 4. mars 2014.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2014.
7.14 Hólavallagata 3, Endurnýjun - ris, svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja svalir á bakhlið, innrétta nýja íbúð í risi og hjóla- og vagnageymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Erindi fylgir fsp. BN047045 dags. 14. janúar 2014. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.500
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
8.14 Sjafnargata 3, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2014 var lögð fram fyrirspurn Dap ehf. dags. 13. mars 2014 um að byggja við austurhlið hússins á lóðinni nr. 3 við Sjafnargötu, samkvæmt uppdr. Dap ehf. dags. 12. mars 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
9.14 Vatnagarðar 38, Bréf skrifstofu borgarstjórnar
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. mars 2014 ásamt tillögu skrifstofu eigna - og atvinnuþróunar dags. 7. mars 2014 vegna lóðarinnar nr. 38 við Vatnagarða. Erindinu er f.h. borgarráðs vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Óskað er eftir að umsögn berist innan 14 daga.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
10.14 Austurhöfn, (fsp) hótel í flokki V á byggingarreit nr. 2
Lögð fram fyrirspurn Þórðar Birgis Bogasonar dags. 18. mars 2014 varðandi rekstur hótels í flokki V á byggingarreit nr. 2 við Austurhöfn.
Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
11.14 Skólavörðustígur 45, (fsp) - Trépallur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja trépall og smáhýsi vegna útiveitinga á lóð Hótels Leifs Eiríkssonar að Skólavörðustíg 45.
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
12.14 Arnarholt 221217, Starfsmannahús breyting - sorpgerði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til breyta í fjölbýlishús og til að byggja sorpgerði og hjóla- og vagnageymslu utanhúss sjá erindi BN046140, sem synjað var 16.7. 2013, í starfsmannahúsi, mhl. 04, á Arnarholti á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013
Gjöld kr. 9.500
Neikvætt með vísan til eldri umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. desember 2013.
13.14 Austurberg 1, Leiknir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. október 2013 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæði Leiknis að Austurbergi 1. Í breytingunni felst að setja niður færanlegt smáhýsi fyrir greiðasölu.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
14.14 Flugvallarvegur 5, Bílaleiga Flugleiða, lóðarleiga
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. febrúar 2014 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. febrúar 2014 ásamt bréfi bílaleigu Flugleiða dags. 12. febrúar 2014 þar sem óskað er eftir að gerður verði lóðarleigusamningur við bílaleiguna fyrir Flugvallarveg 5. Erindið er f.h. borgarráðs sent skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviði til meðferðar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
15.14 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn TAG teiknistofunnar fh. stjörnugrís hf. dags. 21. mars 2014 að breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyttu nýtingarhlutfalli skv. uppdrætti TAG teiknistofu, dags. 20. mars 2014.
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Óskað er eftir að umsögnin liggi fyrir 2. apríl nk.
16.14 Lambhagavegur 23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hafbergs Þórissonar dags. 17. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands vegna lóðarinnar nr. 23 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst stækkun lóðar til austurs, færsla á byggingarlínum og færsla á eystri aðkomu, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar ark. dags. 17. mars 2014.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
17.14 Breiðagerði 7, (fsp) - Klæðning, stækkun, og kvistir
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. febrúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að klæða hús með báruáli, byggja fimm kvisti og hækka rishæð hússins lóðinni nr. 7 við Breiðagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2014.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2014
18.14 Grensásvegur 12, (fsp) - Ofanábygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2014 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að gera eina inndregna hæð ofan á mhl. 01 og bæta við bakhús mhl. 02 á lóð nr. 12 við Grensásveg. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Ekki gerð athugasemd við fyrirspurnina, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
19.14 Grensásvegur 12 A, (fsp) -12A - Íb.á efri hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofuhúsnæði (merkt 0202) í íbúð á annarri hæð hússins nr. 12A á lóðinni nr. 12 við Grensásveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
20.14 Hringbraut 79, Breyta þaki - byggja yfir svalir 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja Mansard þak og byggja yfir svalir á 2. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 79 við Hringbraut.
Erindi fylgir fsp. dags. 18. febrúar 2014. Stækkun: 74 ferm??, xx rúmm. Gjald kr. 9.500
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.14 Mjódd, (fsp) fjölbýlishús
Lögð fram fyrirspurn Arnar Erlendssonar dags. 18. mars 2014 varðandi byggingu fjölbýlishúss á óbyggðri lóð í Mjódd.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.14 Hverfisgata 41, (fsp) aukning á nýtingarhlutfalli o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. janúar 2014 var lögð fram fyrirspurn Arnar Þórs Halldórssonar dags. 22. janúar 2014 varðandi byggingu 4-5 hæða gistiheimili/hostel á lóðinni nr. 41 við Hverfisgötu með móttöku á jarðhæð ásamt kaffi-/veitingahúsi. Einnig er óskað eftir endurskoðun á bílastæðaþörf. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. febrúar 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 13. mars 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
23.14 Aðalstræti 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Reita fasteignafélags, dags. 20. mars 2014, um breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðar nr. 6 við Aðalstræti skv. uppdráttum Arkís, dags. 20. mars 2014. Sótt er um breytingu á að þakhæð hússins .
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
24.14 Barónsstígur 45A, Sundhöllin, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 19. mars 2014 um framkvæmdaleyfi til að flytja rafstreng út fyrir lóð Sundhallar Reykjavíkur að Barónsstíg 45A. Einnig er lagt fram minnisblað Eflu dags. 11. febrúar 2014.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra.
25.14 Birkimelur 3, breyting á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Blómatorgsins ehf. dags. 19. desember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðarinnar nr. 3 við Birkimel. Í breytingunni felst breytt lögun byggingarreits samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar ark. dags. 6. janúar 2014. Tillagan var auglýst frá 31. janúar 2014 til og með 14. mars 2014. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
26.14 Bræðraborgarstígur 1, bréf
Lagt fram bréf HD-verk ehf. dags. 20. mars 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs 19. febrúar sl. á fyrirspurn varðandi breytta notkun á jarðhæð hússins að Bræðraborgarstíg 1 úr verslun og leikskóla í gistiheimili.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðstjóra.
27.14 Lindargata 28, Lindargata 28-32 - Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús með 21 íbúð, þrjár hæðir, kjallari og ris ásamt bakhúsi, mhl. 02, sem í eru fjórar vinnustofur í eigu íbúða í mhl. 01 á lóð nr. 28-32 við Lindargötu.
Mhl. 01: Kjallari 281,6 ferm., 1. hæð 326,8 ferm., 2. hæð 362,2 ferm., 3. hæð 362,2 ferm., 4. hæð 287,4 ferm. Mhl. 01 samtals: 1.620,2 ferm., 5.047 rúmm. Mhl. 02: 189,4 ferm., 698,5 rúmm. Gjald kr. 9.500 Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags 21. mars 2014.
28.14 Vesturgata 64, heimild til útgáfu lóðarleigusamnings
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 4. mars 2014 þar sem erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi heimild til útgáfu lóðarleigusamnings að Vesturgötu 64 er vísað f.h. borgarráðs til yfirferðar borgarlögmanns og skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars. 2014.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars. 2014 samþykkt.
29.14 Þingholtsstræti 16, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Arnórs Víkingssonar dags. 17. mars 2014 varðandi bílastæði á lóðinni nr. 16 við Þingholtsstræti. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014.
30.14 Þórsgata 29, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Péturs Hafsteins Pálssonar dags. 13. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.4, Lokastígsreitur 3, vegna lóðarinnar nr. 29 við Þórsgötu. Í breytingunni felst að byggja glerbyggingu yfir svalir, samkvæmt uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 25. janúar 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. febrúar til og með 19. mars 2014. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
31.14 Hraunbær 102, 102A Blásteinn - br. inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkunarflokki úr flokki II í flokk III og leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í Blásteini sportbar á fyrstu hæð hússins nr. 102A (matshl. 01) á lóðinni nr. 102 við Hraunbæ.
Gjald kr. 9.500
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.14 Safamýri 15, (fsp) - Viðbygging norðurhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á norðurhlið, 1. og 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 15 við Safamýri.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
33.14 Skólavörðustígur 40, Veitingarleyfi úr flokki 2 í flokk 3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að færa í flokk III úr flokki II veitingahús á fyrstu hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 9.500
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.14 Sævarhöfði 33, starfsleyfi
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 12. mars 2014 ásamt erindi Björgunar dags. 18. október 2013 þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæði b liðar 2. mgr. 10. gr. reglugerðar 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum frá skipulagsfulltrúa hvort að starfssemi Björgunar samræmist gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur hvað varðar landnotkun og byggðarþróun. Óskað er eftir að upplýsingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 26. mars 2014.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
35.14 Laugavegur 66-68, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn L66-68 fasteignafélagsins ehf. dags. 19. mars 2014 varðandi bílastæði á lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
36.14 Reykjavíkurvegur 33, (fsp) - Kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á austurhlið (götuhlið) hússins nr. 33 við Reykjavíkurveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
37.14 Reykjavíkurvegur 35, (fsp) færsla og stækkun á byggingarreit o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram fyrirspurn GKO arkitekta ehf. dags. 5. febrúar 2014 varðandi færslu og stækkun á byggingarreit bílskúrs á lóðinni nr. 35 við Reykjavíkurveg og breytingu á kvisti og stækkun á risi hússins, samkvæmt uppdr. GKO arkitekta ehf. dags. 3. febrúar 2014. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
38.14 Bugðulækur 6, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Steindórs Eiríkssonar dags. 17. mars 2014 varðandi byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 6 við Bugðulæk, samkvæmt uppdr. 10. mars 2014. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2014.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2014.
39.14 Efstaleiti 3-9, deiliskipulag
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi við Efstaleiti 3-9 samkvæmt uppdrætti dags. 18. mars 2014.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
40.14 Freyjugata 40, (fsp) - Breyta notkun
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. mars 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. mars 2014 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta vinnustofu mhl. 02 í íbúð eða gistiherbergi í húsinu á lóð nr. 40 við Freyjugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.
Ljósmyndir fylgja.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.
41.14 Njálsgata 33B, Nýtt einbýlishús úr timbri
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri, hæð og ris með staðsteyptum kjallara á lóð nr. 33B við Njálsgötu.
Varmatapsútreikning dag. 10. mars 2014 fylgir. Stærðir: kjallari: 22,5 ferm., 95,9 rúmm. 1.hæð: 49,8 ferm., 147,7 rúmm. Ris 49,4 ferm., 155,4 rúmm. Samtals: 121,7 ferm., 409,5 rúmm. Gjald kr. 9.500. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2014.
42.14 Starmýri 2, 2C - 1.h.br.í tvær eignir
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. febrúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. febrúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta útliti og innra fyrirkomulagi og jafnframt breyta atvinnuhúsnæði sem skráð er fjórar eignir í tvær vinnustofur með íbúðaraðstöðu á fyrstu hæð hússins nr. 2C á lóðinni nr. 2 við Starmýri. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2014.
Ný skráningartafla fylgir erindinu. Umsagnir skipulagsfulltrúa varðandi áður afgreidd erindi dags. 6. maí og 27. september 2013 fylgja erindinu. Gjald kr. 9.500
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2014.
43.14 Grettisgata 9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Frón íbúða ehf. dags. 21. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðarinnar nr. 9 við Grettisgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, aukningu á nýtingarhlutfalli og hækkun á risi, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs