Hverfisgata 61,
Hverfisgata 53,
Hverfisgata 55,
Skógarvegur 12-14,
Garðastræti 21,
Fiskislóð 11-13 og 47,
Hverfisgata 57,
Hverfisgata 78,
Týsgata 4B,
Brautarholt 4-4A,
Fálkabakki 1, leikskólinn Borg,
Hólavallagata 3,
Ingólfsgarður, Brokey,
Kjalarnes, Grundarhverfi - Vallargrund,
Vatnsstígur 10B,
Hagamelur 1, Melaskóli,
Hlíðarendi,
Fjólugata 21,
Elliðabraut 12,
Reitur 1.172.2,
Elliðaárdalur,
Hafnarfjörður, aðalskipulag,
Grundargerði 7,
Freyjubrunnur 3-5,
Eddufell 8,
Skólavörðustígur 23,
Úlfarsbraut 16,
Þjóðhildarstígur 2-6,
Bíldshöfði 5A,
Dofraborgir 3,
Útilistaverk,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
468. fundur 2013
Ár 2013, föstudaginn 15. nóvember kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 468. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Hildur Gunnlaugsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Helga Lund, Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar og Lilja Grétarsdóttir.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.13 Hverfisgata 61, (fsp) - Aðkoma bílageymslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta aðkomu að fyrirhugaðri bílgeymslu í kjallara hússins nr. 61 við Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.13 Hverfisgata 53, Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili í flokki II með 14 gistirýmum í húsinu á lóðinni nr. 53 við Hverfisgötu..
Gistiheimilið verður rekið í samvinnu við fyrirhuguð gistiheimili að Vatnsstíg 8 og 10B og Hverfisgötu 55. Næturvarsla og þjónusta við gistiheimilin verður staðsett að Vatnsstíg 10B. Gjald kr. 9.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.13 Hverfisgata 55, Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili í flokki II með 14 gistirýmum í húsinu á lóðinni nr. 55 við Hverfisgötu.
Gistiheimilið verður rekið í samvinnu við fyrirhuguð gistiheimili að Vatnsstíg 8 og 10B og Hverfisgötu 53. Næturvarsla og þjónusta við gistiheimilin verður staðsett að Vatnsstíg 10B. Gjald kr. 9.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.13 Skógarvegur 12-14, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 12. nóvember 2013 um að stalla húsið eftir landhalla lóðarinnar nr. 13-14 við Skógarveg, koma bílakjallara að mestu undir jörðu og hækka húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 11. nóvember 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.13 Garðastræti 21, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. nóvember 2013 var lögð fram umsókn Festa Fasteignafélags ehf. dags. 6. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 21 við Garðastræti. Í breytingunni felst hækkun hússins, samkvæmt uppdr. Argos ehf. dags. 5. nóvember 2013. Umsókninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
6.13 Fiskislóð 11-13 og 47, breyting á deiliskipulagi
Bréf skipulagsstofnunar dags. 8. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir lagfærðum gögnum áður en erindi er birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
7.13 Hverfisgata 57, (fsp) - Kvistur - lyfta
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð á rishæð (4.h.) og koma fyrir lyftuturni að norðurhlið hússins nr. 57 við Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.13 Hverfisgata 78, (fsp) bygging á baklóð
Lögð fram fyrirspurn Hverfis ehf. dags. 14. nóvember 2013 varðandi byggingu fimm hæða bygging á baklóð hússins nr. 78 við Hverfisgötu, samkvæmt uppdr. Teikning.is dags. 13. nóvember 2013. Í húsinu verður gististarfssemi.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.13 Týsgata 4B, (fsp) - Kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist á suðvestur rishæð með frönskum svölum á fjölbýlishúsið á lóð nr. 4 b við Týsgötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.13 Brautarholt 4-4A, (fsp) - Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem spurt er hvort innrétta megi gistiheimili á 1. hæð og hluta 2. hæðar í húsi á lóð nr. 4 við Brautarholt.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.13 Fálkabakki 1, leikskólinn Borg, bílastæði
Lagt fram bréf Hildar Gísladóttur leikskólastjóra leikskólans Borg dags. 13. nóvember 2013 varðandi bílastæði á lóðinni nr. 1 við Fálkabakka, leikskólanum Borg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.13 Hólavallagata 3, (fsp) hækkun húss o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Dap ehf. dags. 14. nóvember 2013 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 3 við Hólavallagötu, byggingu svala og kvista ásamt nýjum inngangi í kjallaraíbúð sunnan megin, samkvæmt uppdr. Dap ehf. dags. 14. nóvember 2013. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 113. nóvember 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
13.13 Ingólfsgarður, Brokey, tillaga að deiliskipulagi
Lagt fram bréf hafnarstjóra dags. 8. nóvember 2013 varðandi bókun stjórnar Faxaflóahafna sf. s.d. vegna tillögu VA arkitekta, ódags. að deiliskipulagi á Ingólfsgarði vegna félagsaðstöðu Brokeyjar o.fl. Einnig lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags. 4. nóvember 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.13 Kjalarnes, Grundarhverfi - Vallargrund, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. nóvember 2013 var lögð fram umsókn Orkuveitur Reykjavíkur dags. 22. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi, Í breytingunni felst að afmarka lóð fyrir spennustöð, samkvæmt uppdr. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 17. október 2013. Umsókninni var frestað og er nú lögð fram að nýju.
Frestað.
Hönnuður hafi samband við embættið.
15.13 Vatnsstígur 10B, Gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili í flokki II með 12 gistirýmum og aðstöðu fyrir starfsmann í húsinu á lóðinni nr. 10B við Vatnsstíg.
Gistiheimilið verður rekið í samvinnu við fyrirhuguð gistiheimili að Vatnsstíg 8 og Hverfisgötu 53 og 55. Næturvarsla og þjónusta við gistiheimilin verður staðsett að Vatnsstíg 10B. Gjald kr. 9.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.13 Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar dags. 1. mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipuagi Mela og Grímsstaðaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Hagamel, Melaskóla. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði á lóðinni við Melaskóla, samkvæmt uppdrætti dags. 3. apríl 2013. Einnig er lagt fram bréf dags. frumathugana mannvirkjagerðar 15. nóvember 2013 þar sem umsókn er dregin tilbaka.
Umsókn dregin til baka með vísan til bréfs frumathugana mannvirkjagerðar dags. 15. nóvember 2013..
17.13 Hlíðarendi, (fsp) fjölgun íbúða
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. október 2013 var lögð fram fyrirspurn Alark arkitekta ehf. dags. 15. október 2013 varðandi fjölgun íbúða á skipulagssvæði Hlíðarenda í Vatnsmýri. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
18.13 Fjólugata 21, Svalalokun
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2013 þar sótt er um leyfi til þess að byggja sólskýli á nyrðri svölum á vesturhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 21 við Fjólugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 9. október til og með 6. nóvember 2013. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeiganda (á teikn.) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. maí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2013. Bréf umsækjanda dags. 24. júní 2013 fylgir erindinu. Stærð: Svalaskýli 4,3 ferm. og 10,3 rúmm. Gjald kr. 9.000
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
19.13 Elliðabraut 12, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar dags. 15. október 2013 varðandi breytingu á notkun hússins á lóðinni nr. 12 við Elliðabraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2013.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2013.
20.13 Reitur 1.172.2, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegar 34A og 36 og Grettisgötu 17
Lögð fram umsókn Lantan ehf. dags. 11. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 Laugavegur, Frakkastígur, Grettisgata, Klapparstígur vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og Grettisgötu 17, samkvæmt uppdr. Arkþings ódags. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2013.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.13 Elliðaárdalur, (fsp) Árbæjarstífla og aðrennslisrör - stofnun lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. nóvember 2013 var lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 17. september 2013 varðandi stofnun lóðar utan um Árbæjarstíflu og aðrennslisrörs sem liggur frá stíflu niður í Elliðaárstöð eða að kvöð verði sett á landið sem mannvirkin standa á. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2013.
22.13 Hafnarfjörður, aðalskipulag, endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025
Lagt fram bréf Hafnarfjarðarbæjar, dags. 11. nóvember 2013 ásamt tillögu að endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Tillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er send til kynningar og umsagnar skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags.
23.13 Grundargerði 7, Anddyri
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og byggja anddyri við norðurhlið hússins á lóðinni nr. 7 við Grundargerði.
Samþykki nágranna í húsum nr. 9 við Grundargerði og nr. 41 við Akurgerði (á teikn.) fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. október 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2013. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. september 2013 fylgir erindinu. Stækkun: Íbúð 4,1 ferm. og 13,0 rúmm. Gjald kr. 9.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Akurgerði 33 og 41 og Grundargerði 9.
24.13 Freyjubrunnur 3-5, (fsp) - Útitröppur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2013 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að steypa tröppur utanhúss til að gera inngang inn í kjallara mhl. 01 og 02 í parhúsinu á lóð nr. 3-5 við Freyjubrunn.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.13 Eddufell 8, (fsp) stækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. nóvember 2013 var lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar dags. 30. október 2013 um stækkun hússins nr. 8 við Eddufell, skv. skissu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Frestað.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.
26.13 Skólavörðustígur 23, (fsp) - Veitingastaður
Spurt er hvort veitingaleyfi fengist fyrir veitingahúsi og endurskoðun á veitingahúss kóta á 1. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Skólavörðustíg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.13 Úlfarsbraut 16, (fsp) einbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. október 2013 var lögð fram fyrirspurn Jónasar Haukssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur dags. 9. september 2013 varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 16 við Úlfarsbraut. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt teikningum Teikning.is ódags.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
28.13 Þjóðhildarstígur 2-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gullhamra ehf. dags. 13. september 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Steinars Sigurðssonar ark. dags. 13. september 2013. Grenndarkynning stóð frá 9. október til 6. nóvember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Eigendur að Grænlandsleið 17 - 21 dags. 16. október 2013.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
29.13 Bíldshöfði 5A, (fsp) byggingarreitur fyrir sjálfsafgreiðslustöð o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. nóvember 2013 var lögð fram fyrirspurn Olísverslunar Íslands hf. dags. 5. nóvember 2013 varðandi byggingarreit fyrir sjálfsafgreiðslustöð og skilti ásamt breytingu á útfærslu á bílastæðum, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2013. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.
30.13 Dofraborgir 3, (fsp) bílageymsla
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. nóvember 2013 var lögð fram fyrirspurn VA arkitekta ehf. dags. 7. nóvember 2013 varðandi bílageymslu á lóðinni nr. 3 við Dofraborgir, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2013.
31.13 Útilistaverk, bókun menningar- og ferðmálaráðs
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 6. nóvember 2013 vegna svohljóðandi bókunar menningar- og ferðamálaráðs frá 28. október 2013 vegna tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölgun útilistaverka í eystri hluta borgarinnar: "Menningar- og ferðmálaráð telur það fagnaðarefni að komin sé þverpólitísk samstaða um að list í nærumhverfi íbúa skiptir verulega miklu máli. Í nýsamþykktu aðalskipulagi segir að auka skuli veg listarinnar í daglegu lífi fólks í borgarskipulaginu.Menningar- og ferðamálaráð tekur undir þau sjónarmið enda er það eitt af markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar að ásýnd borgarinnar endurspegli skapandi hugsun. Telur menningar- og ferðmálaráð því mikil tækifæri fólgin í að leggja áherslu á listina í hverfaskipulaginu sem nú er í vinnslu.
Ef greindar eru tölur yfir þau 144 listaverk sem borgina prýða má sjá að að meðaltali eru um 3-5 listaverk í hverju hverfi borgarinnar, að undanskildum miðbænum. Í hverfum 105 og 104 eru tölurnar hærri, 105 sökum þess að þar er að finna Ámundarsafn og 104 þar sem talsvert er af útilistaverkum í Grasagarðinum. Ákveðin sérsjónarmið gilda um miðbæinn líkt og miðbæ hverrar borgar, sem er hjarta höfuðborgarinnar, megináfangastaður borgarbúa og þeirra innlendu og erlendu gesta sem hana sækja. Stefna borgarinnar hefur verið að fjölga útilistaverkum utan miðborgarinnar svo sem tvö ný verk í Breiðholti og sextán verk í Hallsteinsgarði í Grafarvogi bera vitni um.
Jafnframt hefur sviðsstjóra og safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur verið falið að kanna hvaða möguleika við stefnumótun um list í opinberu rými felast samstarfi við umhverfis- og skipulagsráð í tengslum við yfirstandandi vinnu við Hverfaskipulag."
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs