Í landi Fitjakots 125677,
Spilda úr Vallá 216976,
Leirur/Leiruvík,
Brekkustígur 3,
Brekkustígur 7,
Frakkastígur 7,
Grundarstígur 10,
Hafnarstræti 1-3,
Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1,
Hverfisgata 61,
Hverfisgata 123,
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5,
Laufásvegur 24,
Stýrimannastígur 4,
Þórsgata 15,
Túngata 26,
Bleikjukvísl 18,
Borgartún 10,
Bólstaðarhlíð 40-44,
Mávahlíð 38,
Mávahlíð 40,
Miðtún 21,
Krókháls 11,
Selásbraut 98,
Sætún 8,
Þingvað 31,
Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði,
Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði,
Blikastaðavegur 2-8,
Blikastaðavegur 2-8,
Fossvogsdalur,
Fossvogsdalur, miðlunartjarnir,
Traðarland 1, Víkingur,
Græni trefillinn,
Kjalarnes, Mógilsá Landspilda 125736,
Laugarnestangi 60,
Kleifarvegur 11,
Skeifan 11,
Skútuvogur 8,
Dugguvogur 12,
Faxafen 8,
Langholtsvegur 115,
Laugarásvegur 13,
Laugarásvegur 65,
Úlfarsbraut 10-12,
Bleikjukvísl 10,
Gerðhamrar 18,
Vesturberg 175,
Smárarimi 70,
Smárarimi 79,
Vættaborgir 67-69,
Fjarðarsel 20-36,
Hjallasel 19-55,
Bláskógar 3,
Lambasel 14,
Melsel 1-9,
Réttarholtsvegur 63-79,
Síðumúli 34,
Sturlugata 5,
Víðimelur 34,
Bíldshöfði 9,
Bíldshöfði 20,
Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15,
Dvergshöfði 27,
Friggjarbrunnur 24-26,
Starhagi 3,
Heiðargerði 76,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
256. fundur 2009
Ár 2009, föstudaginn 29. maí kl. 09:05, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 256. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Bragi Bergsson, Margrét Leifsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Örn Þór Halldórsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir
Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:
1.09 Í landi Fitjakots 125677, Perluhvammur einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kúlulaga einbýlishús á þrem hæðum úr timbri á steyptum undirstöðum með torfþaki á lóð Perluhvamms úr landi Fitjakots á Álfsnesi.
Meðfylgjandi er bréf frá Magnúsi Sædal dags. 16. júlí 2008, yfirlýsing frá Einari Þorsteini 1. feb. 2006 og afsalsbréf 31. júlí 1995
Stærðir: Lagnakjallari 80 ferm., 1. hæð 125 ferm., 2. hæð 115,29 ferm., 3. hæð 41,29Samtals: 362 ferm., 1.053,6 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 81.127
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
2.09 Spilda úr Vallá 216976, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja vinnuherbergi, geymslur og bílgeymslu úr steinsteypu með torfi á þaki við sölugallerí og verslun á lóð nr. 1 á Vallá á Kjalarnesi.
Stærðir, stækkun 1. hæð 231,1 ferm., 733,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 56.503
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
3.09 Leirur/Leiruvík, einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á Leirum í Leiruvík á Álfsnesi.
Stærð: 258,5 ferm., 1082,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 83.337
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
4.09 Brekkustígur 3, reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum s.s. breytingum á innra skipulagi, tekinn er út lítill gluggi í stigarými, og rifinn garðskúr og byggður nýr við húsið á lóðinni nr. 3 við Brekkustíg.
Stærð: 10,9 ferm., 27,9 rúmm.Gjald kr. 6.100 + 1.702
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brekkustíg 1, 3a, 5 og 5b, Drafnarstíg 2 og 2a ásamt Ránargötu 51 þegar samþykki lóðarhafa að Brekkustíg 3a liggur fyrir.
5.09 Brekkustígur 7, (fsp) garðskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir garðskúr eins og sýnt er á teikningum af einbýlishúsinu á lóð nr. 7 við Brekkustíg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
6.09 Frakkastígur 7, (fsp) kaffihús/bar fl.2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort opna megi kaffihús/bar í fl. II í húsnæði, sem áður hýsti Tattú stofuna Reykjavík Ink, á jarðhæð í húsi á lóð nr. 7 við Frakkastíg. Ennig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. maí 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
7.09 Grundarstígur 10, viðbygging og breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við kjallara sal úr steinsteypu með steyptri loftplötu og torfi á þaki, lækka gólf í núverandi kjallara, miðjusetja glugga á vesturgafli, hækka þak um 70 cm, byggja svalir á rishæð, steypa vegg á lóðamörkum að Grundarstíg nr. 8, setja op og hlið í vegg að Skálholtsstíg og breyta nýtingu þessa fyrrum einbýlishúss Hannesar Hafstein í blandaða atvinnustarfsemi á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Meðfylgjandi er: Bréf arkitekts dags. 24. mars 2009, bréf frá borgarminjaverði dags. 9. feb. 2009 og 24. mars 2009, bréf húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009 og annað dags. 27. mars 2009, bréf skipulagsstjóra dags. 20. feb. 2009, samþykki eigenda húsa á næstliggjandi lóðum ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009. Lagt fram tölvubréf Hallgríms Magnússonar dags. 11. maí 2009 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynningar sem standa á til 14 maí 2009 um eina viku. Kynning stóð frá 14. apríl til 14. maí, framlengt til og með 22. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hallgrímur Magnússon, Grundarstíg 17, f.h. 16 íbúa við Grundarstíg 5A, 7, 9, 11, 8 og 12 dags. 19. maí 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
8.09 Hafnarstræti 1-3, (fsp) breyting úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort setja megi tjald á jarðhæð við inngang veitingahúss á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Neikvætt. Ekki er hægt að fallast á erindið.
9.09 Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Festa ehf. dags. 26. maí 2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við umsögn skipulagsstjóra frá 6. nóv. 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.
10.09 Hverfisgata 61, endurnýjun á byggingarleyfi bn037817
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN037817 til að rífa fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu.
Niðurrif: Fastanúmer 200-3352 merkt 01 0101 íbúð 48,1 ferm., fastanúmer 200-3353 merkt 01 0201íbúð 47,5 ferm. og geymsla merkt 03 0101 58,8 ferm., fastanúmer 200-3354 merkt 02 0001 vörugeymsla 126,4 ferm., og vörugeymsla merkt 02 0102 86,4 ferm., fastanúmer 200-3355 merkt 02 0101 verslun 40 ferm. Samtals 407,2 ferm.
Var fyrst samþykkt 16.maí. 2006 og 4. mars 2008
Gjald kr. 7.700
Vísað til skipulagsráðs.
11.09 Hverfisgata 123, endurnýjun á byggingarleyfi bn035670
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir að endurnýja byggingarleyfi BN035670 samþykkt 17. apríl 2007 um að breyta fyrrum fiskbúð í skyndibitastað með breyttu innra fyrirkomulagi á 1. hæð hússins á lóð nr. 123 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
12.09 Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Studio Granda dags. 10. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits vegna lóðanna Lækjargötu 2 og Austurstræti 20 og 22 samkvæmt uppdrætti dags. 10. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. mars 2009.
Tillagan var auglýst frá 8. apríl til og með 20. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
13.09 Laufásvegur 24, (fsp) yfirbyggðar svalir 3. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu á 2. hæð yfir hluta svala þríbýlishússins á lóð nr. 24 við Laufásveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda og fsp. BN038278 dags. 27. maí 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
14.09 Stýrimannastígur 4, viðbygging, kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við til austurs, kjallara úr steinsteypu, 1. hæð og ris úr trégrind klæddri með bárujárni og hækka þak um 70 cm á húsi á lóð nr. 4 við Stýrimannastíg.
Stækkun: 87,2 ferm. og 238,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 18.357
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Stýrimannastíg 5, 6 og 7 ásamt Ránargötu 26, 28, 29 og 29a.
15.09 Þórsgata 15, (fsp) breyting úti, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir stálgrindarsvölum á suðurhlið 3. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 15 við Þórsgötu.
Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
16.09 Túngata 26, breyting á deiliskipulag Landakotsreits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG f.h. Landspítala Háskólasjúkrahúss , dags. 17. febrúar 2009, um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit á lóðinni fyrir súrefniskút samkvæmt uppdrætti, dags. 12. feb. 2009.
Tillagan var auglýst frá 8. apríl til og með 20. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
17.09 Bleikjukvísl 18, (fsp) grindverk
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi 20 metra langt og 190 cm hátt grindverk og hversu langt frá lóðmörkum slíkt grindverk skuli vera á lóð nr. 18 við Bleikjukvísl.
Frestað.
18.09 5">Borgartún 10, breyta vínveitingaleyfi úr flokki 1 í flokk 2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta flokkun veitingastaðarins Kaffitárs úr fl. I í fl. II á jarðhæð í húsinu nr. 10 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
19.09 Bólstaðarhlíð 40-44, (fsp) bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi bílskúr við íbúð nr. 301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 44 við Bólstaðarhlíð.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingu 12 bílskúra á lóðinni. Ekki eru gerðar athugasemdir við uppbyggingu í samræmi við heimildir í deiliskipulagi, með venjubundnum fyrirvörum um eignarheimildir bílskúrsréttarins auk þess farið er fram á að ráðast skal í byggingu allra bílskúranna á sama tíma.
20.09 Mávahlíð 38, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að gera þaksvalir á fjölbýlishúsinu nr. 38-40 á lóð nr. 38 við Mávahlíð.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 25. og 29. júlí 2008.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Mávahlíð 36, 40 og 42.
21.09 Mávahlíð 40, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að gera þaksvalir á fjölbýlishúsinu nr. 38-40 á lóð nr. 40 við Mávahlíð.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 25. og 29. júlí 2008.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Mávahlíð 36, 38 og 42.
22.09 Miðtún 21, endurnýjun á byggingaleyfi BN0035421
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN035421 samþ. 30. apríl 2007, sem felst í að byggja nýja rishæð, skyggni yfir útitröppur og fyrir minni háttar áður gerðum breytingum á innra skipulagi kjallara einbýlishússins á lóðinni nr. 21 við Miðtún. Einnig er sótt um að koma fyrir auka bílastæði á lóð.
Grenndarkynning stóð yfir frá 28. febrúar til og með 28. mars 2007. Athugasemdabréf barst frá Erlu Rúriksdóttur Miðtúni 19, mótt. 5. mars 2007.
Stækkun: 46,2 ferm., 116,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.986
Samþykkt að endurtaka fyrri grenndarkynningu til hagsmunaaðila að Miðtúni 19, 34 og 36 ásamt Samtúni 38 og 40.
23.09 Krókháls 11, (fsp) stækkun bílastæða , breytt lóðarmörk
Lögð fram fyrirspurn Festingar ehf.,dags. 20. maí 2009, varðandi stækkun bílastæða og breytt lóðarmörk á lóð nr. 11 við Krókháls skv. uppdrætti Ferils, dags. 28. apríl 2009.
Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
24.09 Selásbraut 98, (fsp) breyting á svölum og glerskáli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta svölum með því að breikka þær og lengja og loka með gleri sem nær niður að jörðu á suðvestur hlið atvinnuhússins á lóð nr. 98 við Selásbraut 98.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
25.09 Sætún 8, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Landfesta ehf. dags. 22. maí 2009 varðandi hækkun hússins nr. 8 við Sætún.
Vísað til skipulagsráðs.
26.09 Þingvað 31, einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, staðsteypta neðri hæð og efri hæð yfir hluta húss byggð úr stálgrind og timbri og álklædd á lóð nr. 31 við Þingvað.
Stærð: 1. hæð íbúð xx ferm., bílgeymsla xx ferm., 2. hæð 43,4 ferm.
Samtals: 279,9 ferm., 1022,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 78.748
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
27.09 Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Matslýsing Mannvits og skipulags- og byggingarsviðs (dagsett 1. júní) lögð fram,sbr. 6. gr. laga nr. 105/2006.
Vísað til skipulagsráðs.
28.09 Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði, breyting á aðalskipulagi
Matslýsing Mannvits og skipulags- og byggingarsviðs (dagsett 1. júní) lögð fram,sbr. 6. gr. laga nr. 105/2006.
Vísað til skipulagsráðs.
29.09 Blikastaðavegur 2-8, breyting á skilmálum
Lögð fram umsókn Stekkjarbrekkna ehf., dags. 25. maí 2009, um breytingu á skilmálum fyrir lóðina að Blikastaðavegi 2-8 í þá veru að leyft verði að starfrækja fleiri en eina matvöruverslun á lóðinni.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
30.09 Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg samkvæmt uppdrætti Arkþings dags. í mars 2009. Tillagan var auglýst frá 8. apríl til og með 20. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
31.09 Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Umhverfis- og samgöngusviðs ódags. móttekið 19. janúar 2009 að deiliskipulagi í Fossvogsdal vegna stíga. Í tillögunni er gert ráð fyrir hjólastíg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut samk. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 7. janúar 2009. Einnig lagt fram bréf umhverfis-og samgöngusviðs dags. 14. janúar 2009. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Tillagan var auglýst frá 18. mars til og með 18. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arnar Kristjánsson, dags. 4. maí 2009.
Vísað til skipulagsráðs.
32.09 Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Landmótunar dags. 16. desember 2008 vegna niðurfellingar á hluta deiliskipulags Fossvogsdalur miðlunartjarnir. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Tillagan var auglýst frá 18. mars til og með 18. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
33.09 Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga THG arkitekta dags. 22. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Traðarland 1, athafnasvæði Víkings. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagssvæðisins. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Tillagan var auglýst frá 18. mars til og með 18. maí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Dagbjartur H. Guðmundsson f.h. íbúa í Traðarlandi, dags. 4. maí 2009.
Vísað til skipulagsráðs.
34.09 Græni trefillinn, (fsp) lega græna stígsins
Lögð fram tillaga Landslags ehf. f.h. Skógræktarfélags Íslands, dags. 25. maí 2009, að legu græna stígsins í Græna treflinum
Vísað til skipulagsráðs.
35.09 Kjalarnes, Mógilsá Landspilda 125736, sumarhús og gestahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt sumarhús að hluta til á tveimur hæðum, aðalhús (Mhl.01) og gestahús (Mhl.02) tengd saman með yfirbyggðri verönd í landi Mógilsár á Kjalarnesi.
Stærð Mhl.01: 1. hæð 58,7 ferm., 2. hæð 77,5 ferm.
Mhl.02: 1. hæð 14,6 ferm., 2. hæð 70,7 ferm.
Samtals 206,9 ferm., 769,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 59.221
Frestað.
36.09 Laugarnestangi 60, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 30. janúar 2009 var lögð fram umsókn Grétars Bernódussonar um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar byggingarreits á lóð nr. 60 við Laugarnestanga skv. uppdrætti THG, dags. 9. janúar 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá Minjasafni Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 25. maí 2009.
Synjað með vísan til umsagnar Minjasafns Reykjavíkur.
37.09 Kleifarvegur 11, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á lóð nr . 11 við Kleifarveg.Stærðir: 37,4 ferm og 129,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 9.941. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 26. maí 2009. Engar athugasemdir bárust
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
38.09 2">Skeifan 11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Fannar ehf. dags. 31. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skeifan-Fenin. Í breytinunni felst stækkun á byggingarreit vegna stækkunar á ketilrými samkvæmt upprætti THG arkitekta dags. 31. mars 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. apríl til og með 28. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
39.09 Skútuvogur 8, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 8. maí 2009 var lögð fram fyrirspurn VSÓ ráðgjöf ehf. fh. lóðarhafa dags. 5. maí 2009 varðandi breytta starfsemi á lóðinni nr. 8 við Skútuvog. Erindinu var vísað til umsagnar hjá Faxaflóahöfnum og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóahafa dags. 19. maí 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar Faxaflóahafna.
40.09 Dugguvogur 12, (fsp) aukið byggingarmagn
Á fundi skipulagsstjóra 15. maí 2009 var lögð fram fyrirspurn Jimmy Routley dags. 14. maí 2009 varðandi leyfi til að byggja við húsið nr. 12 við Dugguvog í samræmi við uppdrátt Völusteins teiknistofu dags. 6. maí 2009. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
41.09 Faxafen 8, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta f.h. Vesturgarðs ehf., dags. 27. maí 2009, varðandi frágang og fyrirkomulag bílastæða á lóð nr. 8 við Faxafen.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
42.09 Langholtsvegur 115, svalaskýli á 2. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr málmi og perlugleri og bæta við gluggum á 2. hæð á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 115 við Langholtsveg.
Samþykktir flest allra eigenda eru á teikningu.
Stækkun: 16,6 fem. og 40,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.126
Neikvætt.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
43.09 Laugarásvegur 13, (fsp) bílgeymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr í líkingu við samþykkta byggingarnefndarteikninu frá 1956 af húsi á lóð nr. 13 við Laugarásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra. dags. 29. maí 2009.
Eignaskiptayfirlýsing fyrir Laugarásveg 13 fylgir fyrirspurninni
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til þeirra skilyrða sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
44.09 Laugarásvegur 65, (fsp) bílskúr
Á fundi skipulagstjóra 15. maí 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja þrefaldan bílskúr eins og sýnt er á meðfylgjandi tillögu dags. 2. aprí 1987 af þríbýlishúsinu á lóð nr. 65 við Laugarásveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til þeirra skilyrða sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
45.09 Úlfarsbraut 10-12, niðurfelling stígs
Lögð fram umsókn Rafns Yngva Rafnssonar, dags. 27. maí 2009, um niðurfellingu stígs er liggur milli húsanna nr. 8 og 10 við Úlfarsbraut. Einnig er lagt fram eldri tölvubréf skipulagsstjóra dags. 5. mars 2009.
Neikvætt.
Ekki er fallist á breytinguna þar sem umræddur stígur tengir saman botnlanga og torgmyndanir í hverfinu og er mikilvægur hluti af heildarskipulagi hverfisins.
46.09 Bleikjukvísl 10, fjölgun bílastæða og merking stæða
Á fundi skipulagsstjóra 4. júlí 208 var lagt fram bréf leikskólastjóra Regnbogans dags. 3. júní 2008 varðandi fjölgun bílastæða og merkingar á bílastæðum fyrir starfsfólk leikskólans. Erindinu var vísað til vinnslu hjá austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við sérmerkingu bílastæða. Ekki er fallist á fjölgun bílastæða við Streng.
47.09 Gerðhamrar 18, sólskáli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólskála úr gleri og léttum byggingarefnum á steyptum sökkli við einbýlishús á lóð nr. 18 við Gerðhamra.
Stærðir 20 ferm., 46,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.580
Frestað.
48.09 Vesturberg 175, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningur er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa dags. 3. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3 vegna lóðarinnar nr. 175 við Vesturberg. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir áður gerðum geymsluskúr auk stækkunar, samkvæmt uppdrætti KRark dags. 2. mars 2009. Erindið lagt fram ásamt nýjum uppdrætti KRark dags. 1. apríl 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 26. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
49.09 Smárarimi 70, færa bílastæði
Lagt fram erindi lóðarhafa Smárarima 70 dags 16. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta þrengingu í götu til að hægt verði að færa bílastæði að lóðarmörkum samkv. uppdrætti forma ehf. dags. 11. febrúar 2008.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
50.09 Smárarimi 79, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ofan á einbýlishúsið á lóð nr. 79 við Smárarima
Ekki eru gerðar athugasemdir við hækkun húss, en bent skal á að hámarksstærð skal ekki fara yfir 300 fm. samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
51.09 Vættaborgir 67-69, (fsp) byggja yfir svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta skipulagi til að byggja yfir svalir á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 67 - 69.við Vættaborgir.
Samþykki sumra í fjölbýlishúsunum á lóðum 37 til og með 99 fylgir fyrirspurninni
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
52.09 Fjarðarsel 20-36, (fsp) nr. 36 breyting úti, sólstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu út frá kjallara og setja hurð út á lóð í raðhúsi á lóð nr. 36 við Fjarðarsel.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
53.09 Hjallasel 19-55, nr. 25 sólstofa
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við vesturhlið parhúss nr. 25 á lóð nr. 19-55 við Hjallasel.
Stækkun: 8,7 ferm., 19,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.509
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
54.09 Bláskógar 3, breyting inni
Á fundi skipulagsstjóra 8. maí 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta óuppfyllta sökkla og gera nýja glugga á kjallara einbýlishússins á lóð nr. 3 við Bláskóga. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 76,4 ferm., 197,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 15.192
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
55.09 Lambasel 14, (fsp) glerskáli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 14,3 ferm. glerskála á suðvesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 14 við Lambasel.
Neikvætt. Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
56.09 Melsel 1-9, nr. 5, breyting úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum sólskála við hús nr. 5 á lóð nr. 1-9 við Melsel.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt. Athygli er vakin á því að samþykki meðlóðarhafa þarf að liggja fyrir við umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
57.09 Réttarholtsvegur 63-79, (fsp) stækka bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft verði að fjölga bílastæðum á lóð við raðhúsin á lóð nr. 63-79 við Réttarholtsveg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
58.09 Síðumúli 34, (fsp) stækkun á húsnæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja nýja, stærri þakhæð og innrétta tvær íbúðir í stað einnar í atvinnuhúsinu á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
59.09 Sturlugata 5, {fsp} matjurtagarður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja gróðurhús og útbúa matjurtagarð við Norræna húsið á lóð nr. 3 við Sturlugötu.
Meðfylgjandi eru teikningar dags. 6. maí 2009 í mkv. 1:200 og 1:100, ódags. greinargerð um matjurtir við Norræna húsið og bréf dags. 13. maí 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með þeim fyrirvara að um er að ræða tímabundna staðsetningu.
60.09 Víðimelur 34, [fsp] breyta notkun bílskúrs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta skilgreiningu bílskúrs í geymsluskúr og til að stækka garðinn sem nemur heimreiðinni að bílskúrnum við fjölbýlishúsið á lóð nr. 34 við Víðimel.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 15. maí sl.
Rétt bókun er: Neikvætt. Ekki er fallist á notkunarbreytingu bílskúrs.
61.09 Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009 og orðsending borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 ásamt meðfylgjandi bréfi Eyrarlands ehf. dags. 19. febrúar 2009.
Tillagan var auglýst frá 8. apríl til og með 20. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
62.09 Bíldshöfði 20, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Smáragarðs ehf. dags. 15. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 20 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að gert ráð fyrir 7. hæða viðbyggingu til austurs, auk 3 hæða viðbyggingu til suðurs, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta mótt. 24.febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2009. Tillagan var auglýst frá 26. mars til og með 14. maí 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til ákvæða um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
63.09 Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15, (fsp) byggingarreitur á lóð
Lögð fram fyrirspurn Viðars Árnasonar f.h. Kemís ehf., dags. 26. maí 2009, um að bæta við byggingarreit á lóðinni Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15. Einnig lögð fram umsögn skipulagssstjóra 29. maí 2009.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
64.09 Dvergshöfði 27, stækkun á lóð, breytingar inni og úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri hurð, áður gerðum stoðvegg og áður gerðri yfirbyggingu svala á norðurhlið og til lóðarstækkunar til að mannvirki þessi rúmist innan lóðar. Einnig er sótt um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, fjölga inngöngum á suðurhlið og til að fjölga eignum í atvinnuhúsinu á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.
Jafnframt er erindi BN038160 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 12. maí 2009 og byggingasaga húss dags. 23. febrúar 2009.
Gjald kr. 7.700
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsstjóra.
65.09 Friggjarbrunnur 24-26, (fsp) fjölga íbúðum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur aukaíbúðum á jarðhæð parhússins á lóð nr. 24-26 við Friggjarbrunn.
Erindi fylgir yfirlýsing um framsal byggingaréttar dags. 20. maí 2009.
Gjald kr. 7.700
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi
66.09 Starhagi 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Pitt arkitekts dags. 2. feb. 2009 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Starhaga 3 skv skýringarmyndum og mæliblaði.
Kynna formanni skipulagsráðs.
67.09 3">Heiðargerði 76, endurupptaka máls
Lögð fram beiðni Marteins Mássonar hrl. f.h. Guðmundar Eggertssonar, dags. 24. maí 2009, um endurupptöku umsóknar um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði sem synjað var á fundi skipulagsráðs þ. 25. mars 2009.
Vísað til skipulagsráðs.