Geirsnef, Laugardalur, Þróttur, Vesturbær, sparkvellir, battavellir, Miklabraut/Kringlumýrarbraut, Árbæjarkirkja, Bíldshöfði 9, Bryggjuhverfi, Dragháls 28-30/F....., Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6, Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, Garðsendi 4, Hlyngerði 6, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Hyrjarhöfði 8, Jafnasel 6, Jörfagrund 8, Kambsvegur 8, Kirkjustétt 18-22, Háaleitisbraut 19, Þverás 2, Sifjarbrunnur 10-16, Dugguvogur 8-10, Kjalarnes, Fitjakot, Kleppsvegur 90, Laugarnesvegur 44, Rauðagerði, Kvistaland 10-16, Sogavegur 194, Ármúli 8, Sólheimar 22, Stóragerði 42-44, Súðarvogur 7, Bragagata 34A, Bræðraborgarstígur 10, Borgartún 18, Barmahlíð 54, Borgartún 25, Bræðraborgarstígur 24A, Bústaðavegur 7, Eskihlíð, Einarsnes 48, Fjölnisvegur 14, Frakkastígur 16, Framnesvegur 11/Brekkustígur 4, Grímshagi 2, Háteigsvegur 44, Hátún 14, Hofsvallagata 61, Hólatorg 2, Hverfisgata 103, Ingólfsstræti 1A, Laugavegur 50, Laugavegur 61-63, Laugavegur 74, Mjóstræti 4, Nönnugata 3A, Laufásvegur 73, Laufásvegur 74, Reykjavíkurflugvöllur, flugskýli Salt Investments, Reykjavíkurflugvöllur, Þyrluþjónustan, Skólavörðustígur 40, Snorrabraut 60, Starhagi 3, Túngata 34, Túngötureitur, Vesturgata 5B, Suðurlandsvegur, Lóðarumsókn Byggingafélags námsmanna, Vagnhöfði 27,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

208. fundur 2008

Ár 2008, föstudaginn 9. maí kl. 10:10, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 208. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval og Guðfinna Ósk Erlingsdóttir. Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


1.08 Geirsnef, fyrirspurn varðandi bílastæði og fl.
Á fundi skipulagsstjóra 18. apríl 2008 var lagður fram tölvupóstur Dómhildar A. Sigfúsdóttur dags. 13. apríl 2008 varðandi bílastæði og fl. fyrir hundaeigendur á Geirsnefi. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. maí 2008.
Erindið er framsent umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.

2.08 Laugardalur, Þróttur, uppbygging vallarmála
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2007 var lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 16. janúar 2007, varðandi erindi Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 12. desember 2006 sem íþrótta- og tómstundaráð vísaði til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs á fundi sínum 12. janúar 2007. Lagt fram að nýju ásamt bréfi Íþrótta og tómstundaráðs, dags. 23. nóvember 2007 ásamt uppdrætti dags. október 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

3.08 Vesturbær, sparkvellir, battavellir, staðsetning batta- og sparkvalla
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. apríl 2008 þar sem óskað er áliti skipulagssviðs á hugmyndum KR um staðsetningu á batta- og sparkvöllum í Vesturbænum dags. í desember 2006.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

4.08 Miklabraut/Kringlumýrarbraut, samráðhópur
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. apríl 2008 varðandi stofnun samráðshóp um framkvæmdir á Miklubraut/ Kringlumýrarbraut.
Vísað til skipulagsráðs.

5.08 Árbæjarkirkja, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn VA arkitekta dags. 7. maí 2008 fh. Árbæjarkirkju varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjarkirkju. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn, stækkun á lóð kirkjunnar, og færa almenningsstíg samk. meðfylgjandi uppdráttum dags. 5. maí 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

6.08 Bíldshöfði 9, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Eyrarlands ehf. dags. 5. maí 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Bíldshöfða samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dags. 17. apríl 2008 og samþykki lóðarhafa Bíldshöfða 9 dags. 10. mars 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. maí 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

7.08 Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs mótt. 5. maí að breyttu deilskipulagi Bryggjuhverfis vegan eldneytisafgreiðslu. Einnig eru lagðar fram umsagnir Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. október 2008 ásamt umsögn Framkvæmdasviðs dags. 24. október 2007. Erindinu fylgir samþykki Björgunar dags. 17. október 2007.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti auk þess sem umsækjandi skal leggja fram umsögn Brunamálastofnunar og eldvarnaeftirlitsins um erindið.


8.08 Dragháls 28-30/F....., stækkun kjallara og niðurrif á viðbyggingu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til byggja staðsteypt atvinnuhúsnæði á þremur hæðum í samræmi við það sem búið er að byggja auk þess rífa það sem fyrir er á lóðunum nr. 28-30 við Dragháls mhl 03 og einnig hluta af mhl 02 sem tengist samliggjandi atvinnuhúsnæði við Fossháls nr. 27-29 á lóð nr. 28-30 við Dragháls.
Stærðir niðurrifs xx ferm., xx rúmm. stærðir nýbyggingar xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.300 + xx
Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.
Ítrekuð er ákvörðun skipulagsstjóra dags. 29. febrúar sl. um að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi, sem síðar verður grenndarkynnt.


9.08 Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breytt deiliskipulag vegna Elliðabraut 12
Á fundi skipulagsstjóra 25. apríl 2008 var lögð fram tillaga KRark ehf. dags. 22. apríl 2008 f.h. Strengur byggingar ehf. varðandi breytt deiliskipulag á lóðunum nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til suðurs og bílageymslu undir neðstu hæð. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. maí 2008.
Frestað.
Austurteymi arkitekta falið að funda með umsækjanda.


10.08 Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6, breyting á deiliskipulagi Úlfarsárdals
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Krark f.h. TSH ehf. mótt. 14. mars 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna fjölgunar íbúða og ýmis frávik frá skipulagsskilmálum á lóðinni Friggjarbrunnur 53 og Skyggnisbraut 2-6. Grenndarkynningin stóð 2. apríl til og með 30. apríl 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athguasemd: Katla H. Steed Friggjarbrunni 23-25, Kristinn Jónsson Friggjarbrunni 27, Ragnar Vilhjálmsson Friggjarbrunni 29, Auðunn Ingi Jóakimsson Friggjarbrunni 31, Auðunn Ingi Jóakimsson fh. Valgarðs Þ. Sörensen Friggjarbrunni 33, Árni J. Sigfússon Friggjarbrunni 35, Helga U. Reykdal Friggjarbrunni 37, Baldur Þór Jack Friggjarbrunni 45 og Þrándur Jensson Friggjarbrunni 43 sendu inn samhljóða bréf dags. 22. apríl 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

11.08 Friggjarbrunnur 55-57, Skyggnisbraut 8-12, breyting á deiliskipulagi Úlfarsárdals
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Krark ehf. f.h. Leiguliða ehf., dags. 6. feb. 2008, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóða nr. 55-57 við Friggjarbrunn og 8-12 við Skyggnisbraut skv. uppdrætti, dags. 28. jan. 2008. Breytingin gengur út á aukið byggingarmagn og fjölgun íbúða á lóðunum.
Grenndarkynningin stóð yfir frá 31. mars til og með 28. apríl 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Katla H. Steed Friggjarbrunni 23-25, Kristinn Jónsson Friggjarbrunni 27, Ragnar Vilhjálmsson Friggjarbrunni 29, Auðunn Ingi Jóakimsson Friggjarbrunni 31, Auðunn Ingi Jóakimsson fh. Valgarðs Þ. Sörensen Friggjarbrunni 33, Árni J. Sigfússon Friggjarbrunni 35, Helga U. Reykdal Friggjarbrunni 37, Baldur Þór Jack Friggjarbrunni 45 og Þrándur Jensson Friggjarbrunni 43 sendu inn samhljóða bréf dags. 22. apríl 2008.

Vísað til skipulagsráðs.

12.08 Garðsendi 4, kvistur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir kvist á norðurhlið ásamt minnháttar tilfærslu á léttum millivegg í einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Garðsenda. Grenndarkynningin stóð yfir frá 2. apríl til og með 30. apríl 2008. Engar athugasemdir bárust.
Stærð stækkunar ferm. lofthæð yfir 1,8 lofthæð eru 2,3 ferm. og rúmmetra stækkun er 2,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 168

Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

13.08 Hlyngerði 6, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 25. apríl 2008 var lögð fram fyrirspurn Arnar Baldurssonar vegna viðbyggingu Hlyngerðis 6 dags. 23. apríl 2008 ásamt uppdráttum. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við erindið, sem síðar verður grenndarkynnt.

14.08 Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ark.ís að deiliskipulagi athafnasvæðis í Hólmsheiði við Suðurlandsveg, dags. í ágúst 2007. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 25. september 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 12. september til 24. október 2007. Lagðar fram athugasemdir eftirtaldra aðila: Vegagerðin, dags. 10. september 2007, Valtýr Sigurðsson f.h. Fangelsismálastofnunar, dags. 19. október 2007, Orkuveita Reykjavíkur, dags. 22. október 2007, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur, dags. 23. okt. 2007, stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 24. okt. 2007, Skógrækt ríkisins, dags. 20. okt. 2007, Veiðimálastofnun, dags. 22. okt. 2007, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 24. okt. 2007. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst athugasemd frá Mosfellsbæ, dags. 8. janúar 2008. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs til borgarstjóra, dags. 3. desember 2007 um fangelsislóð í Hólmsheiði ásamt bréfi stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 10. desember 2007. Einnig lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dags. 18. des. 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

15.08 Hyrjarhöfði 8, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til byggja 2. hæða steinsteypta viðbyggingu samkv. meðfylgjandi skissu af húsinu á lóð nr. 8 við Hyrjarhöfða. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við erindið, sem síðar verður auglýst. Fyrirvarar eru gerðir um að lóðarhafi geti sýnt fram á fullnægjandi bílastæðabókhald vegna breytinganna.

16.08 Jafnasel 6, (fsp) stækkun húss
Lögð fram ný fyrirspurn ARKÓ dags. í apríl 2008 að stækkun hússins og lóðarinnar nr. 6. við Jafnarsel ásamt breytingu á útkeyrslu lóðanna nr. 6 og 8-10 við Jafnarsel. Jafnframt er sótt um færslu á göngustíg suð-austur við lóðirnar. Einnig eru lagðar fram fundargerðir með forráðamönnum Sorpu við Jafnarsel dags. 4. apríl og 18. apríl 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. maí 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

17.08 Jörfagrund 8, (fsp) garðhús
Lögð fram fyrirspurn hvort heimilt sé að byggja garðhús á lóðinni nr. 8 við Jörfagrund samkvæmt meðfylgjandi teikningu dags. 7. maí 2008.
Neikvætt. Ekki er fallist á að staðsetja garðhýsi utan byggingarreits. Fyrirspyrjanda er leiðbeint að gera tillögu að staðsetningu innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

18.08 Kambsvegur 8, (fsp) tvílyft einbýlishús
Lögð fram fyrirspurn Egils Þorgeirssonar dags. 30. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús svipaðrar stærðar og það sem fyrir er samkvæmt meðfylgjandi teikningu +arkitekta dags. 10. apríl 2008.
Vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta.

19.08 Kirkjustétt 18-22, stækkun húss nr. 22
Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Friðgeirssonar, dags. 26. mars 2008, um stækkun húss nr. 22 á lóðinni Kirkjustétt 18-22. Einnig er spurt um stækkun lóðar.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða hugmynd merkt T2. Áskilið er samþykki meðeigenda í húsinu að Kirkjustétt 18-22 vegna viðbyggingar auk samþykkis lóðarhafa Kirkjustéttar 30-34 vegna lóðarstækkunar.

20.08 Háaleitisbraut 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Einrúm arkitekta f.h Birnu Sigurðardóttur, dags. 3. mars 2008, um breytt deiliskipulag lóðar nr. 19 við Háaleitisbraut skv. uppdrætti, dags. 14. febrúar 2008. Breytingin felst í því að bætt verður við byggingarreit fyrir bílskúr á lóð.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Háaleitisbraut 15, 17, 21, 29-35 (ójöfn númer).

21.08 Þverás 2, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir viðbyggingu við suðvesturhorn hússins samkv. meðfylgandi skissum af einbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Þverás.
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

22.08 Sifjarbrunnur 10-16, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar f.h. Klif ehf., dags. 1. mars 2008 varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 10-16 við Sifjabrunn. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns og stækkun byggingarreits. Grenndarkynning stóð yfir frá 3. apríl til og með 1. maí 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

23.08 Dugguvogur 8-10, nr. 10, breyta atvinnuhúsnæði í búðir.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta í íbúðir 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 8-10 við Dugguvog. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.300.
Neikvætt. Erindið samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024. Íbúðir eru ekki heimilaðar á svæðinu nema þær séu í tengslum við starfsemi.

24.08 Kjalarnes, Fitjakot, (fsp) vinnubúðir
Á fundi skipulagsstjóra 26. október 2007 var lögð fram fyrirspurn forstjóra Eyktar hf, dags. 24. október 2007, um leyfi til að reisa vinnubúðir fyrir allt að 50 manns á landareigninni Fitjakoti og fá stöðuleyfi fyrir þær til næstu fimm ára. Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfissviðs og veiðifélags Leirvogsár.Nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfissviðs, dags. 7. nóv. 2007 og veiðifélags Leirvogsár dags. 6. maí 2008
Vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

25.08 Kleppsvegur 90, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. mótt. 30. apríl 2008 fh. Félagsbústaða að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 90 við Kleppsveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Frestað, lagfæra þarf uppdrætti.

26.08 1">Laugarnesvegur 44, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ragnars F. Valssonar dags. 6. maí 2008 varðandi breytingu á deilskipulagi lóðarinnar nr. 44 við Laugarnesveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir bílskúr er stækkaður samkvæmt meðfylgjandi skissu.
Ekki eru gerðar athugasemdir við byggingu bílskúrs á lóðinni, en draga þarf úr umfangi hans. Byggingarleyfi verður grenndarkynnt þegar það berst.

27.08 Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi hljóðmön við Miklubraut
Lögð fram tillaga Landmótunar dags. 6. maí 2008 f.h. umhverfis- og samgöngusviðs að breytingu á deiliskipulagi vegna hljóðmana við Miklubraut. Einnig er lögð fram skýrsla umhverfis- og samgöngusviðs um hljóðvist við Rauðagerði dags. í mars 2008.
Vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

28.08 Kvistaland 10-16, nr.12 einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með kjallara á lóð nr. 12 við Kvistaland.
Stærðir: Kjallari 161,2 ferm., jarðhæð 289,5 ferm., íbúð samtals 450,7 ferm., bílgeymsla 40,6 ferm., samtals 491,3 ferm., 1.610,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 117.581
Ekki gerðar athugasemdir við erindið, að því undanskildu að ekki er heimilt að sýna hurð í lóðarmörkum við göngustíg. Lagfæra þarf uppdrætti áður en umsóknin verður samþykkt.

29.08 Sogavegur 194, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Elínóru I. Sigurðardóttur dags. 2. maí 2008 varðandi breytingu á deilskipulagi lóðarinnar nr. 194 við Sogaveg. Í breytingunni felst að lyfta þaki hússins og byggja bílskúr ásamt því að byggja hjólageymslu við bakhlið bílskúrsins samkvæmt meðfylgjandi skissu.
Vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

30.08 Ármúli 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga EA Fjárfestingafélag ehf. dags. 6. maí 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Ármúla. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags.5. maí 2008.
Vísað til skipulagsráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

31.08 Sólheimar 22, (fsp.) bílastæði
Á fundi skipulagsstjóra 12. janúar 2007 var lögð fram fyrirspurn Arnars Ólasonar ásamt skissum, dags. 30. júní 2006 varðandi bílastæði og innkeyrslu í lóð nr. 22 við Sólheima. Lagt fram að nýju ásamt umsögn mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 30. apríl 2008
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar Framkvæmdasviðs.

32.08 Stóragerði 42-44, fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjórtán íbúða fjölbýlishús með svalagangi, fjórar hæðir og kjallari með bílgeymslu fyrir fjórtán bíla á lóðinni nr. 42-44 við Stóragerði. Húsið verður staðsteypt, einangrað að utan og klætt flísum
Erindinu fylgir minnisblað um hljóðvist frá Línuhönnun dags. 9. mars 2007.
Stærð: Kjallari geymslur 265,6 ferm., bílgeymsla 554,7 ferm., 1. 2. og 3. hæð 585,7 ferm., 4. hæð 360,4 ferm.
Samtals 2.937,8 ferm., 8.908,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 650.335
Neikvætt. Innkeyrsla í bílgeymslu er ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

33.08 Súðarvogur 7, breyting í íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta í íbúðir með vinnuaðstöðu 1. og 2. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 7 við Súðarvog. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.300.
Neikvætt. Erindið samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024. Íbúðir eru ekki heimilaðar á svæðinu nema þær séu í tengslum við starfsemi.

34.08 Bragagata 34A, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til stækka svalir með burðarvirki úr stáli á húsinu á lóð nr. 34A við Bragagötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bragagötu 34 og 36.

35.08 Bræðraborgarstígur 10, (fsp) rífa hús og byggja steinbæ
Lögð fram fyrirspurn +arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2008 varðandi leyfi til að rífa núverandi hús og byggja steinbæ samanber byggðarmynstur umhverfissins. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. maí 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

36.08 Borgartún 18, br innanhúss,nýjir gluggar kj.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi allra hæða ásamt því að grafa gryfju meðfram hluta suðurhliðar og koma fyrir gluggum og rennihurðum í mötuneyti í kjallara. Útgönguleið frá fyrstu hæðinni er tryggð með brú yfir gryfjunni í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 18 við Borgartún. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.300
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, að því undanskildu að ekki er fallist á fjölgun bílastæða innan lóðar.

37.08 Barmahlíð 54, (fsp) girðing á bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir handriði á þaki bílgeymslu ásamt tengingu inn á svalir 1. hæðar með brú og tröppum niður í garð í fjöleignahúsinu á lóð nr. 54 við Barmahlíð.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

38.08 Borgartún 25, (fsp) skilti
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta, dags. 13. mars 2006, ásamt uppdráttum dags. mars 2006, varðandi þrjú skilti til leiðbeiningar umferðar við Borgartún 25.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 30. apríl 2008.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

39.08 Bræðraborgarstígur 24A, kvistur, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á suðausturþekju og byggja svalir á suðvesturgafl íbúðarhússins nr. 24A við Bræðraborgarstíg.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

40.08 Bústaðavegur 7, deiliskipulag vegna viðbyggingar
Á fundi skipulagsstjóra 4. apríl 2008 var lögð fram umsókn Ask arkitekta f.h. Landsnets, dags. 31. mars 2008, um deiliskipulag lóðar nr. 7 við Bústaðaveg skv. uppdrætti, dags. 23. mars 2008. Sótt er um byggingarreit fyrir viðbyggingu ásamt neðanjarðarbílageymslu og hækkun nýtingarhlutfalls á lóð. Erindinu var vísað til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs vegna lóðamála. Óskað er eftir umsögn um afmörkun lóðarinnar, eignarhald og stöðu lóðarleigusamninga. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 11. apríl 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. maí 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

41.08 Eskihlíð, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti og byggja nýtt anddyri norðvestan megin við leikskólann Hlíðaborg á lóðinni við Eskihlíð.
Stækkun: 28 ferm., 88,3 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 6.446
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Reykjahlíð 10, 12 og 14 ásamt Engihlíð 9.

42.08 Einarsnes 48, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Páls Björgvinssonar ark. f.h. Björns Júlíussonar, dags. 1. febrúar 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 48 við Einarsnes skv. uppdrætti, dags. 14. febrúar 2008. Einnig lagt fram bréf Björns Júlíussonar, dags. 26. febrúar 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 6. mars til og með 11. apríl 2008. Beiðni barst frá íbúum Einarsness 46, dags. 2. apríl 2008 að athugasemdafrestur yrði lengdur. Samþykkt var að framlengja frest til að gera athugasemdir til föstudagsins 11. apríl nk. Athugasemdir bárust frá íbúum Einarsness 46 dags. 2. apríl 2008.
Leiðrétt bókun frá embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 25. apríl sl.
Rétt bókun er: Vísað til skipulagsráðs.


43.08 Fjölnisvegur 14, (fsp) byggja svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að stækka svalir samkv. meðfylgjandi skissu af húsinu á lóð nr. 14 við Fjölnisveg. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. maí 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

44.08 Frakkastígur 16, (fsp) rífa hús og byggja nýtt
Lögð fram fyrirspurn +Arkitekta ehf. fh. Frjálsa fjárfestingabankans dags. 30. apríl 2008 varðandi leyfi til að rífa núverandi hús og byggja upp samkv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 29. apríl 2008.
Vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

45.08 Framnesvegur 11/Brekkustígur 4, (fsp) stækkun á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 18. apríl 2008 var lögð fram fyrirspurn Stefaníu Stefánsdóttur, dags. 8. apríl 2008, um stækkun lóða að Framnesvegi 11 og Brekkustíg 4. Erindinu var vísað til meðferðar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. maí 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

46.08 Grímshagi 2, (fsp) bygging á lóðinni
Lögð fram fyrirspurn Ögmundar Einarssonar dags. 25. apríl 2008 þar sem spurt er um heimild til byggingar á lóðinni nr. 2 við Grímshaga og um mögulega stækkun á lóðinni til austurs. Meðfylgjandi er afrit af bréfi dags. 21. apríl 2008 til Húsafriðunarnefndar ríkisins vegna minjasögulegs gildi Hólabrekku við Grímshaga 2.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

47.08 Háteigsvegur 44, bæta við 3. hæðinni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri ofan á fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 44 við Háteigsveg. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.300 + xx.
Hönnuður hafi samband við vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

48.08 Hátún 14, (fsp) bogfimivöllur
Lögð fram fyrirspurn Íþróttafélags fatlaða í Reykjavík hvort leyfi fengist fyrir bogfimivelli á lóðinni nr. 14 við Hátún samkvæmt meðfylgjandi teikningu dags. 7. apríl 2005.
Frestað. Óskað er eftir að fyrirspyrjandi leggi fram greinargerð vegna öryggisreglna sem gilda um bogfimivelli.

49.08 Hofsvallagata 61, (fsp) bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir sólpalli, þrjú bílstæði á norðvesturhorn lóðarinnar með tilheyrandi tilfærslu á strætóskýli samkvæmt meðfylgjandi skissu af lóðinni nr. 61 við Hofsvallagötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Neikvætt. Ekki er fallist á fjölgun bílastæða innan lóðar þar sem bakkað er yfir gangstétt. Ekki er fallist á færslu strætóskýlis.

50.08 Hólatorg 2, stækka rishæð, svalir ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka rishæð með því að hækka þak viðbyggingar og breyta í mænisþak, byggja tvennar svalir á vesturhlið, koma fyrir hurð og tröppum út í garð á vesturhlið og endurbyggja skúr við tvíbýlishúsið á lóðinni nr. 2 við Hólatorg.
Erindi fylgir greinargerð eiganda, ódagsett og tíu númeruð fylgiskjöl.
Minnkun á geymsluskúr: 12,2 ferm.
Stækkun rishæðar: 20,8 ferm., 38 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.774
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

51.08 Hverfisgata 103, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn +Arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu í samræmi við meðf. teikningar dags. 28. apríl 2008.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

52.08 Ingólfsstræti 1A, (fsp) þakgarður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að gera yfirbyggðan þakgarð sbr. meðfylgjandi skissur á hluta þaksins á húsinu á lóð nr. 1 A við Ingólfsstræti.
Meðfylgandi er bréf rekstaraðila fyrir hönd lóðarhafa dags. 21. apríl 2008.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

53.08 Laugavegur 50, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin arkitekta dags. 23. apríl 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni samkvæmt meðfylgjandi teikningu dags. 20. apríl 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9 maí 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

54.08 3">Laugavegur 61-63, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Sigurjónssonar dags. 5. maí 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 61-63 við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggð verði viðbygging norðan við húsið samkvæmt meðfylgjandi teikningu Arnar Sigurðssonar arkitekts dags. 5. maí 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt.

55.08 Laugavegur 74, krafa um bætur
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarlögmanns dags. 25. apríl 2008 varðandi kröfu lóðarhafa Laugavegar 76A um bætur vegna skerðingar á bílastæði vegna framkvæmda á lóðinni nr. 74 við Laugaveg.
Vísað til meðferðar yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs.

56.08 Mjóstræti 4, (fsp) garðskúr
Last fram erindi Kristins E. Hrafnssonar dags. 7. maí 2008 varðandi leyfi til að byggja garðskúr á lóðinni nr. 4 við Mjóstræti samkvæmt meðfyljandi uppdrætti mótt. 7. maí 2008.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

57.08 Nönnugata 3A, Endurnýjun á byggingaleyfi.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak lítillega (15cm við þakkant, 34cm við mæni), setja franskar svalir á suðvesturgafl, koma fyrir þakglugga á suðausturþekju og innrétta svefnloft á rishæð hússins á lóðinni nr. 3A við Nönnugötu. Á fundi skipulagsstjóra 25. apríl 2008 var erindinu frestað og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 7.300

Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Nönnugötu 1, 1b og 3 ásamt Bragagötu 21 og 23.

58.08 Laufásvegur 73, bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg.
Meðfylgjandi er bréf Mörkin lögmannsstofa hf. dags. 31. mars 2008 og afrit frá Úrskurðarnefnd skipulags og byggingamála staðfest 31. mars 2008.
Stærðir: niðurrif bílgeymslu 24,05 ferm., 63,7 rúmm. stækkunar íbúð kjallari 202,5 ferm., bílgeymsla 39,1 ferm., 1. hæð 23,2 ferm., 2. hæð 8,8 ferm. ferm., Samtals 278,1 ferm. 912,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 66.590.
Vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

59.08 Laufásvegur 74, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Davíðs Karls Karlssonar f.h. Einars Eiríkssonar, dags. 12. mars 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 74 við Laufásveg skv. uppdrætti, dags. 10. mars 2008. Sótt er um leyfi fyrir nýjum byggingarreit á þaki bílskúrs fyrir sólskála. Grenndarkynningin stóð frá 3. apríl til og með 1. maí 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

60.08 Reykjavíkurflugvöllur, flugskýli Salt Investments, flugskýli
Á fundi skipulagsstjóra 18. apríl 2008 var lagt fram bréf Salt Investments ódags. þar sem sótt er um leyfi til að byggja flugskýli á Reykjavíkurflugvelli, einnig lagt fram bréf sömu aðila til Flugstoða varðandi málið. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. maí 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

61.08 Reykjavíkurflugvöllur, Þyrluþjónustan, lóðarumsókn
Á fundi skipulagsstjóra 4. apríl 2008 var lögð fram umsókn Þyrluþjónustunnar, dags. 25. mars 2008, um lóð undir starfsemi félagsins á flugvallarsvæðinu þar sem byggja megi upp 4000 til 6000 m2 flugskýli og þjónustubyggingu. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra 6. maí 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

62.08 Skólavörðustígur 40, uppbygging á lóð
Lögð fram ný fyrirspurn Zeppelin arkitekta um uppbyggingu á lóðinni nr. 40 við Skólavörðustíg. Í tillögunni felst að flytja hús af lóðinni og byggja nýtt í samræmi við meðfylgjandi teikningar dags. 15. apríl 2008
Kynna formanni skipulagsráðs.

63.08 Snorrabraut 60, bílakjallari
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem Sótt er um leyfi fyrir bílakjallara með ramp samhliða lóðarmörkum vesturhliðar fyrir 19 bílastæði í kjallara undir bílastæðum við nýlega samþykkta viðbyggingu BN36199 á lóð nr. 60 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærðir bílakjallara 704,6 ferm. 2009,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 146.715
Frestað.
Erindið er ekki í samræmi við deiliskipulag. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við erindið, þó þannig að sýndar verði göngutengingar á lóðinni. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.


64.08 Starhagi 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Kr. Pitt arkitekts fh. Ásgeirs Ragnarssonar dags. 25. apríl 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Starhaga. Í breytingunni felst að bílskúr er færður innar á lóðinni og neðar í jörð samkv. meðfylgjandi teikningu dags. 12. maí 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.

65.08 Túngata 34, nýr bílskúr.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja bílgeymslu og stækka við tvíbýlishúsið á lóð nr. 34 við Túngötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stærð stækkunar: xx ferm. xxx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx

Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Túngötu 32 ásamt Marargötu 3 og 5.

66.08 Túngötureitur, forsögn að skipulagi
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulagsstjóra að forsögn fyrir deiliskipulagi Túngötureits, dags. í desember 2007. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Hofsvallagötu, Hávallagötu og Bræðraborgarstíg. Forkynning á forsögn stóð yfir frá 17. des. 2007 til 8. janúar 2008. Athugasemdir og ábendingar bárust frá eftirtöldum aðilum: Áshildur Haraldsdóttir Túngötu 44, dags. 6. jan., Guðrún Bjarnadóttir og Ingólfur Hannesson Hávallagötu 36, dags,. 7. jan., Geir Svansson Bræðraborgarstíg 23a, dags. 8. jan., Irma Erlingsdóttir Bræðraborgarstíg 23a, dags. 7. jan., Edda Einarsdóttir Hávallagötu 48, dags. 7. jan., Haraldur Ólafsson Hávallagötu 48, dags. 7. jan., Arthur Bogason o.fl. Túngötu 40, dags. 8. jan., Elísabet Þórðardóttir og Einar Gunnarsson Hávallagötu 34, dags. 7. jan. 2008. Einnig lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 22. apríl 2008
Frestað.

67.08 Vesturgata 5B, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2008 vegna samþykktar skipulagráðs frá 9. apríl 2008 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshús.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
Kynna formanni skipulagsráðs.

68.08 Suðurlandsvegur, deiliskipulag settjörn
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. maí 2008 að deiliskipulagi settjarnar við Suðurlandsveg.
Vísað til skipulagsráðs.

69.08 Lóðarumsókn Byggingafélags námsmanna,
Bréf byggingarfélags námsmanna dags. 14. apríl 2008 þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg.
Kynna formanni skipulagsráðs.

70.08 Vagnhöfði 27, breyting á deilsikipulagi
Lögð fram umsókn Gests Ólafssonar f.h. Aðaláss ehf., mótt. 2. maí 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 27 við Vagnhöfða skv. uppdrætti, dags. 28. janúar 2008. Breytingin felur í sér að nýr byggingarreitur er gerður á suðurhluta lóðar.
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti á þann hátt að nýtingarhlutfall verði óbreytt þ.e. 0,7.