Brautarholt 6,
Brautarholt 8,
Flókagata 6,
Flókagata 9,
Flókagata 14,
Skipholt 33,
Skógarhlíð 16,
Skólavörðustígur 13 og 13a,
Baldursgata 32,
Biðskýli Strætó bs,
Frakkastígsreitur,
Grjótagata 9,
Klapparstígur 12,
Klapparstígur 38,
Laugavegur 86-94,
Lokastígur 28,
Lækjargata 8,
Pósthússtræti 3 og 5,
Skúlagata 15,
Uppbygging miðborgarsvæðis,
Efstasund 2,
Grensásvegur 11,
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2,
Klettagarðar 13,
Laugarásvegur 47,
Samtún 42,
Skútuvogur 2,
Ásvallagata 18,
Bárugata 6,
Brávallagata 10,
Granaskjól 30,
Grandagarður 8,
Hólatorg 2,
Suðurgata 8,
Háaleitisbraut 66,
Grensásvegur 14,
Háagerði 43,
Láland 2,
Kjalarnes, Melavellir,
Lofnarbrunnur 18-20,
Flétturimi 19-27,
Grýtubakki 2-16,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
128. fundur 2006
Ár 2006, föstudaginn 18. ágúst kl. 10:10, hélt Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 128. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 3, 3. hæð.
Fundinn sátu: Helga Bragadóttir og Lilja Grétarsdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ólöf Örvarsdóttir, Bergljót S. Einarsdóttir, Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval, Nikulás Úlfar Másson, og Þórarinn Þórarinsson.
Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1.06 Brautarholt 6, reisa nýjar svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að gera nýjar svalir á 3. hæð suðurhliðar á húsinu á lóðinni nr. 6 við Brautarholt.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 8.
2.06 Brautarholt 8, ofanábygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð úr stálgrind klæddri múr ofan á húsið á lóðinni nr. 8 við Brautarholt. Samþykki meðeigenda dagsett 31. júlí 2006 fylgir erindinu.
Stækkun: 5406 ferm., og 1656,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 101.070
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 6 og 10-14 ásamt Skipholti 5, 7, 9, 11-13 ásamt Laugavegi 162.
3.06 Flókagata 6, áður gerður skúr o.fl.
Að lokinni er grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2006. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu sem byggð hefur verið sunnan bílskúrs á lóðinni nr. 6 við Flókagötu. Jafnframt hefur bílskúr verið breytt í "vinnuherbergi", suðurveggur bílskúrs verið fjarlægður og mannvirkið klætt á þrjá vegu með Steni-plötum. Ennfremur er sótt um leyfi fyrir einu bílastæðum til viðbótar einu, sem fyrir er á lóðinni. Kynning stóð yfir frá 19. júlí til og með 16. ágúst 2006. Engar athugasemdir bárust.
Bréf umsækjanda dags. 7. okt. 2003 varðandi byggingarár skúrsins, bréf burðarvirkjahönnuðar dags. 12. nóv. 2003, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. des. 2003, umsögn Verkfræðistofu RUT og samþykki meðlóðarhafa og lóðarhafa aðlægrar lóðar (á teikningu) fylgja erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2006.
Stækkun: Áður byggð viðbygging samtals 11,9 ferm., 27,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.684
Vísað til skipulagsráðs.
4.06 Flókagata 9, (fsp) samþ á svölum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. ágúst 2006. Spurt er um leyfi til að setja svalir úr áli á húsið Flókagötu 9, bréf og myndir fylgja með ásamt samþykki meðeigenda dagsett 28. júní 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2006. Lagt fram bréf umsækjanda, dags. 17. ágúst 2006.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
5.06 Flókagata 14, sótt um leyfi f. bílageymslu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr með innbyggðri geymslu á lóðinni nr. 14 við Flókagötu.
Stærð: 45,7 ferm., 128 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 7.808
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
6.06 Skipholt 33, (fsp) ofanábygging
Lagt fram bréf Júlíusar Vífils Ingvarssonar form. Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Ólafs Ó. Axelssonar arkitekts, dags. 26. ágúst 2004, varðandi fyrirspurn um hvort byggja megi inndregna hæð ofan á Skipholt 33. Einnig lagt fram bréf Júlíusar V. Ingvarssonar, dags. 6. apríl 2006.
Frestað. Umsækjandi leggi fram nánari upplýsingar um bílastæðabókhald lóðarinnar, samþykki eigenda aðlægra lóða og meðlóðarhafa.
7.06 Skógarhlíð 16, (fsp) inn- og útakstur
Lögð fram fyrirspurn Arkís f.h. Bensínorkunnar, dags. 17.08.06, varðandi inn og útakstur frá lóð sjálfsafgreiðslustöðvar við Skógarhlíð 16 inn á núverandi lóð Skeljungs.
Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna aðkomu að lóðinni.
8.06 Skólavörðustígur 13 og 13a, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Argos ehf, ódags., varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 13 og 13a við Skólavörðustíg. Einnig lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 3. janúar 2006 og tölvupóstur, dags. 5. janúar 2006. Málið var í kynningu frá 12. janúar til 9. febrúar. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Elín Þórðardóttir og Reinhold Kristjánsson, dags. 25. janúar 2006, Benedikt Einarsson, dags. 30. janúar 2006, Elísabet Halldórsdóttir, dags. 6. febrúar 2006, Grétar Már Óðinsson og Kristín Sigurgeirsdóttir, dags. 9. febrúar 2006, Jóhannes Ágústsson og Lárus Jóhannesson, dags. 8. febrúar 2006 og Ívar Eysteinsson f.h. Fasteignafélagsins Stoða hf., dags. 9. febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2006.
Frestað. Vísað til skoðunar í vinnu deiliskipulags reits 1.182.0.
9.06 Baldursgata 32, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn T.ark ásamt uppdr. dags. 25.07.06, varðandi byggingu þriggja hæða fjölbýlishús með sameiginlegum þaksvölum á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu.
Frestað. Fyrirspyrjanda er gert að leggja fram nánari gögn vegna breytinga á skuggavarpi.
10.06 Biðskýli Strætó bs, staðsetningar 9 skýla AFA JCDecaux
Lagður fram tölvupóstur Ásdísar Ingþórsdóttur ark. f.h. AFA JCDecaux , dags. 7.08.06, varðandi staðsetningar á 9 biðskýlum fyrir Strætó bs
Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs.
11.06 Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju bréf Atelier arkitekta ehf., dags. 15. apríl 2005 ásamt uppdráttum og líkani, dags. janúar 2006 breytt í febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2006 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur dags. 7. apríl 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Atelier arkitekta ehf., dags 10. maí 2006, ásamt uppdráttum, dags. maí 2006. Lögð fram bréf húsafriðunarnefndar, dags. 19. júní 2006 vegna húsa nr. 41 og 45 við Laugaveg og 58A við Hafnarstræti. Einnig lögð fram umfjöllun húsakönnunar Árbæjarsafns frá 2001 um Laugaveg 41, 43 og 45. Kynning stóð yfir frá 10. júlí til og með 24. júlí 2006. Athugasemd barst frá Landslögum, mótt. 28. júlí 2006. Einnig lögð fram hljóðvistarkönnun VST, dags. 30. júní 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.
12.06 Grjótagata 9, sameining lóða, stækkun húss o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Argos ehf., dags. 22. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi, vegna sameiningu lóða nr. 7 og 9 við Grjótagötu, tengingu og stækkun húsa. Einnig lagt fram bréf Helga Ingvarssonar f.h. Baugs Group, dags. 5. apríl 2006 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2006. Málið var í kynningu frá 5. maí til og með 2. júní 2006. Athugasemdarbréf barst frá Ástu Kristjánsdóttur, dags. 5. júní 2006. Lagt fram bréf lögmanna Höfðabakka f.h. Baugs Group, dags. 14. ágúst 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
13.06 Klapparstígur 12, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Þormóðar Sveinssonar, dags. 27. júlí 2006, varðandi stækkun byggingarreits, niðurrif og byggingu nýs húss á lóðinni nr. 12 við Klapparstíg. Einnig lagðir fram uppdr. dags. september 2001 síðast breytt 19. nóvember 2001 og 11. nóvember 2004 síðast breytt 30. mars 2005.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
14.06 Klapparstígur 38, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.5
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Ragnhildar Ingólfsdóttur ark., dags. 6.06.06, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðar nr. 38 við Klapparstíg. Grenndarkynning stóð yfir frá 23.06 til 21.07 2006. Athugasemd barst frá íbúum Grettisgötu 5, dags. 19.07.06 og íbúum og eigendum íbúðar að Klapparstíg 35, dags. 14.07.06.
Umsækjendur hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
15.06 Laugavegur 86-94, (fsp) breyting á deiliskipulagi reits 1.174.3
Lögð fram fyrirspurn Gassa arkitekter. dags 25. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 86-94 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 25.07.06. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn með þeim breytingum að ekki verði gert ráð fyrir þakgarði. Nánar vísast til umsagnar skipulagsfulltrúa.
16.06 Lokastígur 28, kaffihús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús á 2. hæð hússins á lóðinni nr. 28 við Lokastíg. Einnig lagt fram bréf umsækjanda, dags. 1. ágúst 2006.
Málinu fylgir umboð meðeiganda dags. 19. janúar 2006. Einnig fylgja undirskriftir 34 nágranna dags. 4. júlí 2006 og umsögn Vinnueftirlits dags. 11. ágúst 2006.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Lokastíg 25, 26, 28a, Þórsgötu 27 og 29 ásamt Njarðargötu 61.
17.06 Lækjargata 8, (fsp) viðbygging við Lækjargötu 6b
Lögð fram fyrirspurn Ásgerðar Ásgeirsdóttur, dags. 1.08.06, um hvort byggja megi við Lækjargötu 6B á lóð Lækjargötu 8 skv. skissu.
Frestað. Vísað til athugunar í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu.
18.06 Pósthússtræti 3 og 5, aflétting á kvöð
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 25.07.06, varðandi afléttingu kvaðar á húseigninni að Pósthússtræti 3 og 5. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17.08.06.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Vísað til frágangs á lögfræðiskrifstofu Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur.
19.06 Skúlagata 15, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslubensínstöð
Lagt fram erindi Atlantsolíu fyrir sjálfsafgreiðslubensínstöð, dags. 1. febrúar 2006 á lóð Aktu Taktu við Skúlagötu 15.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs.
20.06 Uppbygging miðborgarsvæðis, áætlun, tillaga
Lögð fram drög að samantekt skipulagsfulltrúa yfir þær áætlanir sem fyrir liggja um uppbyggingu á miðborgarsvæði.
Kynna formanni skipulagsráðs.
21.06 Efstasund 2, (fsp) stækkun bílskúrs
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Spurt er hvort leyft yrði að lengja bílskúr um þrjá metra við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 2 við Efstasund.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
22.06 Grensásvegur 11, stækka húsið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.07.06. Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæða steinsteypta húsálmu, á lóðinni nr. 11 við Grensásveg, austan við núverandi hús, nýbyggingin mun síðar tengjast eldra húsi með glerbyggingu, kjallari í eldra húsi verður gerður að bílakjallara. skv. uppdr. Tark, dags. 18.07.06. Lagt fram bréf Tark, dags. 10.08.06.
Stærðir: 2945,4 ferm., 11643 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 710.223
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Samræmist deiliskipulagi. Athygli er vakin á því að greiða þarf fyrir tvö bílastæði sem vantar upp á að bílastæðabókhaldi sé fullnægt.
23.06 Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri skv. uppdr., mótt. 19. júlí 2006. Erindinu fylgir beiðni um að landnotkun reitsins verði breytt úr miðsvæði M5 í miðborgarsvæði.
Vísað til skipulagsráðs.
24.06 Klettagarðar 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Úti og Inni, dags. 4. júlí 2006 ásamt uppdrætti, dags. 5. apríl 2006, mótt. 4. júlí 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettagarða 13 sem samþykkt var þann 15. mars s.l. í skipulagsráði og auglýstur 8. maí s.l. í B-deild stjórnartíðinda.
Vísað til skipulagsráðs.
25.06 Laugarásvegur 47, (fsp) stækka svalir og breyta húrð
Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurfinnssonar, dags. 16.08.06, varðandi stækkun svala og breytingu á vængjahurð í rennihurð á suðurhlið þakhæðar. Einnig lagt fram samþykki húseigenda og nágranna, dags. 8.08.06.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
26.06 Samtún 42, endurnýjað byggingarleyfi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.07.06. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi, áður samþykktu 22. október 2002, á hækkun á þakrými á húsinu á lóðinni nr. 42 við Samtún. Kynning stóð yfir frá 19.07.06 til og með 16.08.06. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 74,6 ferm., og 119,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 7.313
Vísað til skipulagsráðs.
27.06 Skútuvogur 2, (fsp) stækkun á húsinu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20.06.06. Spurt er hvort leyft yrði að byggja aðra hæð ofan á hluta af verslunarhúsinu á lóðinni nr. 2 við Skútuvog. Stækkunin er um 500 ferm, skv. uppdr. Ask arkitekta, dags. 13.06.06. Lögð fram umsögn Faxaflóahafna, dags. 12.07.06 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 10.08.06.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna, á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan til skilyrða í framlögðum umsögnum.
28.06 Ásvallagata 18, garðhýsi á baklóð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Spurt er hvort leyft yrði að reisa lítinn garðskúr á baklóð í líkingu við fyrirliggjandi uppdrátt á lóð nr. 18 við Ásvallagötu.
Samþykki nágranna að Sólvallagötu 15 (á teikningu) fylgir erindinu.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
29.06 Bárugata 6, Stækkun á svölum
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.07.06. Sótt er um leyfi til að stækka suðvestur svalir á 2. hæð hússins á lóð nr. 6 við Bárugötu. Kynning stóð yfir frá 19.07.06 til og með 16.08.06. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 6.100
Vísað til skipulagsráðs.
30.06 Brávallagata 10, br. svalir,gluggar og hurðir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. og 2. hæð, síkka gluggaop og koma fyrir svalahurðum á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 10 við Brávallagötu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brávallagötu 8 og 12.
31.06 Granaskjól 30, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.10.05. Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 30 við Granaskjól, skv. uppdr. Davíðs Karls Karlssonar, dags. 04.10.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2005. Lögð fram samþykki nágranna að Granaskjóli 28, dags. 27.06.06 og Frostaskjóli 35, dags. 24.07.06.
Stærð: Bílskúr 32,4 ferm. og 111,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 6.373
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
32.06 Grandagarður 8, ofanábygging o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. ágúst 2006. Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu við suðurhlið 2. hæðar, leyfi til þess að byggja inndregna fjórðu hæðina úr stálvirki, byggja glerviðbyggingu við vesturhlið allra hæða með nýjum inngangi og breyta starfsemi úr lager og frystigeymslur í að mestur skrifstofur í suðurenda hússins á lóð nr. 8 við Grandagarð, skv. uppdr. Eon arkitekta, dags. júlí 2006.
Jafnframt er erindi 33367 dregið til baka.
Stærð: Viðbygging xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xxx
Kynna formanni skipulagsráðs.
33.06 Hólatorg 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn og uppdráttur Arkitekta Ólöf og Jón ehf, dags. 12.07.06, vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina Hólatorg 2. Kynning stóð yfir frá 20.07.06 til og með 16.08.06. Lagðar fram athugasemdir Nönnu Þorláksdóttur og Hjartar Torfasonar, dags. 14.08.06 og 17.08.06 og Garðars Garðarssonar, dags. 17.08.06.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
34.06 Suðurgata 8, (fsp) byggja ofan á bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofaná bílskúr og innrétta þar íbúð á lóðinni nr. 8 við Suðurgötu.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
35.06 Háaleitisbraut 66, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Landark ehf., dags. 20.06.06 ásamt bréfi dags. 15.03.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 66 við Háaleitisbraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7.04.06. Kynning stóð yfir frá 27.06.06 til og með 25.07.06. Athugasemdabréf barst frá Sigurjónu S. Sigurbjörnsdóttur, dags. 24.07.06. Lagt fram bréf Landark, dags. 11.08.06 ásamt uppdrætti, dags. 20.06.06, br. 18.08.06. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18.08.06.
Vísað til skipulagsráðs.
36.06 Grensásvegur 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Erlings H. Ellingsen, mótt. 13.06.06, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 14 við Grensásveg. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Gunnlaugssonar ark. f.h eiganda, dags. 11.08.06 ásamt uppdr. Archús ehf., mótt. 10.08.06.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
37.06 Háagerði 43, reyndarteikningar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóðinni nr. 43 við Háagerði.
Stærð 11,2 ferm., 25,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.537
Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðar verður grenndarkynnt.
38.06 Láland 2, viðbygging og viðgerð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.07.06. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta einlyfta viðbyggingu við suðurhlið einangraða að utan og klædda með steinflísum, breyta innra skipulagi, endurgera þak, klæðningu útveggja og setja nýja glugga í einbýlishús nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Láland, skv. uppdr. Teiknistofunnar Strikið, dags. 04.07.06.
Stærð: Viðbygging 67,6 ferm., 337,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 20..595
Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðar verður grenndarkynnt. Breytingin skal ná til heildarlóðarinnar.
40.06 Kjalarnes, Melavellir, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkþing, dags. 27.06.06 að nýbyggingum á alifuglahúsum til viðbótar þeim fyrir eru á jörðinni Melavöllum á Kjalarnesi. Lögð fram umsögn hverfisarkitekts dags. 6. júlí 2006 og umsögn umhverfissviðs, dags. 14. ágúst 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
41.06 Lofnarbrunnur 18-20, [fsp) stækka byggingarreit
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Spurt er hvort leyft yrði að stækka byggingarreit um 56 ferm. með því að lengja hann um 2 m í suður á lóð nr. 18-20 við Lofnarbrunn.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
42.06 Flétturimi 19-27, fjölgun bílastæða
Lagt fram bréf húsfélagsins Flétturima 19-27, dags. 4. maí 2006, vegna fyrirspurnar um fjölgun bílastæða við húsið.
Ekki eru gerðar athugasemdir við breytingu á afstöðumynd. Vanda skal frágang bílastæða.
43.06 Grýtubakki 2-16, (fsp) sólskálar og fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum sólskála á jarðhæð fjölbýlishússins nr. 14 á lóðinni nr. 2-16 við Grýtubakka. Jafnframt er spurt hvort leyft yrði að byggja sams konar sólskála við allar íbúðir á jarðhæð fjölbýlishússins á sömu lóð og hvort leyfi fengist fyrir svalalokun úr gleri á öllum svölum sama húss.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrispyrjandi láta vinna tillögu, á eigin kostnað, að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.