Breiðhöfði 10,
Kjalarnes, Dalsmynni,
Kjalarnes, Fitjar,
Sporhamrar,
Flókagata 56,
Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli,
Skipholt 23,
Skipholt 33,
Skógarhlíð 14,
Stórholt 17,
Veghúsastígur 7,
Bauganes 3A,
Bræðraborgarstígur 1,
Grandagarður 101,
Reitur 1.116, Slippareitur,
Bergstaðastræti 45,
Freyjugata 24,
Bergstaðastræti 83,
Grjótagata 9,
Laugavegur 2-6,
Laugavegur 59,
Laugavegur 86-94,
Mjóstræti 2,
Frakkastígsreitur,
Skólavörðuholt,
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,
Álfheimar 2-6,
Borgartún 35-37,
Hraunteigur 24,
Hrísateigur 22,
Knarrarvogur 4,
Laugarás, Hrafnista,
Laugarásvegur 29,
Nökkvavogur 23,
Móvað 27,
Skógarás 21 og 23,
Stuðlasel 5,
Garðsendi 8,
Háaleitisbraut 66,
Sléttuvegur 5,
Stjörnugróf 29,
Hólmsheiði/Fjárborg,
Hólmsheiði/Fjárborg,
Úlfarsárdalur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
112. fundur 2006
Ár 2006, föstudaginn 7. apríl kl. 10:10 var haldinn 112. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.06 Breiðhöfði 10, (fsp) flutningur Strætó bs
Lögð fram fyrirspurn Arkídea ehf., dags. 6. apríl 2006, ásamt uppdr., dags. 4. apríl 2006, varðandi flutning Strætó bs frá Kirkjusandi á lóðina nr. 10 við Breiðhöfða.
Kynna formanni skipulagsráðs.
2.06 Kjalarnes, Dalsmynni, (fsp) þjónustumiðstöð
Lögð fram að nýju fyrirspurn Vinnustofunnar Þverá og Bjarna Bærings Bjarnasonar, dags. 22. september 2005, um uppbyggingu á alhliða þjónustumiðstöð fyrir stærri flutningabíla ásamt skiptistöð vegna almenningssamgangna á þeim hluta lóðarinnar Dalsmynni, sem er á mótum Vesturlandsvegar og Kjósarvegar. Einnig lögð fram fyrirspurn framkvæmdastjóra Þyrpingar, dags. 23.08.05, um uppbyggingu á þjónustumiðstöð við Vesturlandsveg milli Grundarhverfis á Kjalarnesi og munna Hvalfjarðargangna. Ennfremur lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags 20. nóvember 2005, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2006 og bréf Faxaflóahafnar, dags. 8. mars 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
3.06 Kjalarnes, Fitjar, (fsp) viðbyggingar
Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Halldórssonar, dags. 2. nóvember 2005, varðandi byggingu þriggja smáhýsa, hlöðu, bílageymslu og gróðurhúss á lóð Fitja á Kjalarnesi auk brúargerðar yfir Leirvogsá austan við aðalhúsið. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2005 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 9. nóvember 2005.
Vísað til skipulagsráðs.
4.06 Sporhamrar, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2006 að breyttu deiliskipulagi óúthlutaðrar þjónustulóðar við Sporhamra. Einnig lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 10. maí 2005, tölvubréf Strætó b.s. dags. 31. maí 2005 og bréf Strætó b.s. dags. 10. janúar 2006. Einnig lagt fram bréf Hamraskóla dags. 21. desember 2005. Lögð fram umsögn hverfisráðs Grafarvogs frá 28. febrúar 2006. Auglýsingin stóð yfir frá 1. febrúar til 15. mars 2006. Athugasemdabréf barst frá Yngva Hagalínssyni f.h foreldraráðs og stjórnenda Hamraskóla, dags. 13. mars 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. apríl 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
5.06 Flókagata 56, (fsp) svalir, þakgluggi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 04.04.06. Spurt er hvort leyft yrði að setja þakglugga á mæni, og útbúa svalir í þak á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 56 við Flókagötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2006.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
6.06 Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli, staðsetning sparkvallar
Lögð fram fyrirspurn Landslag ehf., dags. 06.04.06, ásamt uppdr., dags. 05.04.06, varðandi staðsetningu sparkvallar (battavallar) á lóð Hlíðaskóla að Hamrahlíð 2.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Lóðarhafi láti vinna tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar sem síðan verður auglýst.
7.06 Skipholt 23, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Pálma Guðmundssonar, dags. 21. mars 2006 ásamt uppdr. dags. 15. mars 2006, varðandi landnotkunarbreytingu í íbúðir og breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 23 við Skipholt. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. apríl 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.
8.06 Skipholt 33, (fsp) ofanábygging
Lagt fram bréf Júlíusar Vífils Ingvarssonar form. Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Ólafs Ó. Axelssonar arkitekts, dags. 26. ágúst 2004, varðandi fyrirspurn um hvort byggja megi inndregna hæð ofan á Skipholt 33. Einnig lagt fram bréf Júlíusar V. Ingvarssonar, dags. 6. apríl 2006.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
9.06 Skógarhlíð 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkþing ehf., dags. 3. apríl 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Skógarhlíð.
Vísað til skipulagsráðs.
10.06 Stórholt 17, (fsp) bygging bílgeymslu og hjólageymslu
Lögð fram fyrirspurn Sveinbjörns R. Magnússonar, dags. 4. apríl 2006 ásamt uppdr., varðandi byggingu bílgeymslu og hjólageymslu á lóðinni nr. 17 við Stórholt. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2006.
Ekki er gerð athugasemd við byggingu bílgeymslu með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsfulltrúa. Neikvætt gagnvart byggingu hjólageymslu.
11.06 Veghúsastígur 7, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrispurn EON arkitekta ehf., mótt. 15.03.06, um að snúa þakgluggum, byggja útbyggingu og svalir út frá 2. hæð ásamt að hækka þak frá mæni, sem nemur útbyggingunni á húsinu nr. 7 við Veghúsastíg. Einnig lagt fram skuggavarp mótt. 7. apríl 2006.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindi, sem síðar verður grenndarkynnt.
12.06 Bauganes 3A, (fsp) stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.03.06. Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki og byggja stigahús skv. meðfylgjandi skissum við einbýlishúsið á lóðinni Bauganes 3A.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
13.06 Bræðraborgarstígur 1, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Johnson, dags. 04.04.06, ásamt uppdr., dags. 27.03.06, varðandi uppbyggingu á lóðinni nr. 1 við Bræðraborgarstíg.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
14.06 Grandagarður 101, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.03.06. Sótt er um að byggja við norðvesturhluta hússins aðstöðu fyrir starfsfólk og viðbótar vinnurými í eldhúsi og vörumóttöku í Grandagarði 101, skv. uppdr. arkitektastofu Þorgeirs, dags. 22.03.06. Viðbyggingin er úr timbri.
Stærðir: 25,63 ferm., 68,9 rúmm.
Gjald kr 6.100 + 4203
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
15.06 Reitur 1.116, Slippareitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi Slippareits, dags. 30. september 2005. Einnig lögð fram bókun stjórnar Faxaflóahafna ásamt forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2005. Auglýsing stóð yfir frá 22. febrúar til og með 5. apríl 2006. Athugasemdabréf barst frá eigendum að Bakkastíg 1, dags. 2. apríl 2006. Einnig lagt fram bréf Ask arkitekta, dags. 20. janúar 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2006.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
16.06 Bergstaðastræti 45, anddyri, svalir o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31.01.06. Sótt er um að byggja nýtt anddyri, útitröppur, flóttasvalir og svalahurðir, endurnýja glugga og útihurðir í upprunalegri mynd í Bergstaðarstræti 45, skv. uppdr. P.ark, dags. 12.01.06. Málið var í kynningu frá 08.03 til og með 05.04.06. Athugasemdabréf barst frá Þorsteini Þorsteinssyni Bergstaðastræti 45, dags. 01.03.06.
Stærðir: 10,37 ferm, 27,2 rúmm
Gjald kr. 6.100 +1.659
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
17.06 Freyjugata 24, lækka gólf kj. sólstofa o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.02.06. Sótt er um leyfi til að lækka gólf í kjallara, og gera móttöku og eldhús þar. Fjölga herbergjum á 1. hæð og byggja sólstofu við suðvestur hlið hússins á lóð nr. 24 við Freyjugötu, skv. uppdr. Teiknistofunnar Tak, dags. 01.06.05. Málið var í kynningu frá 9. mars til 6. apríl 2006. Athugasemdabréf barst frá Páli Magnússyni, dags. 9.mars 2006.
Stærðir: Kjallari 43,2 rúmm, sólstofa 22 ferm, 59,4 rúmm
Gjald kr. 6.100 + 5.709
Vísað til skipulagsráðs.
18.06 Bergstaðastræti 83, viðbygging, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2006. Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, og fyrir áður gerðum breytingum í kjallara í og við einbýlishúsið á lóðinni nr. 83 við Bergstaðastræti, skv. uppdr. arkitektur.is, dags. 7. mars 2006.
Stærð: Bílskúr 55,3 ferm., 144 rúmm., áður gerð stækkun kjallara 56,7 ferm., 225,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 22.552
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 79 og 81 ásamt Fjölnisvegi 18 og 20.
19.06 Grjótagata 9, (fsp) sameining lóða, stækkun húss o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Argos ehf., dags. 22. mars 2006 ásamt uppdr. dags. 18. mars 2006, varðandi sameiningu lóða nr. 7 og 9 við Grjótagötu og tengingu húsa á þessum lóðum með glerbyggingu, stækkun húss á lóðinni nr. 9, gerð þakkvista til suðurs og gerð tveggja bílastæða á lóð nr. 9. Einnig lagt fram bréf Helga Ingvarssonar f.h. Baugs Group, dags. 5. apríl 2006.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
20.06 Laugavegur 2-6, verndun götumyndar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 30. mars 2006 ásamt greinargerð, dags. 22. mars 2006, varðandi tillögu Ólafs F. Magnússonar um að 19. aldar götumynd húsaraðarinnar Laugavegar 2-6 verði varðveitt
Vísað til skipulagsráðs.
21.06 Laugavegur 59, (fsp) stækkun og br.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 04.04.06. Spurt er hvort leyft yrði að stækka fimmtu hæð hússins á lóðinni nr. 59 við Laugaveg, skv. uppdr. Teikniþjónustu Gunnars Indriðasonar, dags. janúar 2006..
Frestað. Óskað er eftir því að fyrirspyrjandi leggi fram frekari gögn sem sýna umbeðnar breytingar.
22.06 Laugavegur 86-94, (fsp) breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 04.04.06. Spurt er hvort leyft yrði að sameina tvær íbúðir á fjórðu hæð í vesturhluta hússins og byggja við þær 70-80 ferm., til vesturs. Þakgarður til vesturs verður séreign þeirrar íbúðar. Viðbygging er utan við núverandi byggingarreit fjórðu hæðar en nýtingarhlutfall yrði undir leyfilegum mörkum, skv. uppdr. Teiknistofunnar Tröð ehf. dags. 28.03.06.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
23.06 Mjóstræti 2, svalir, svalahurð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2006. Sótt er um leyfi til að setja svalir og svalahandrið á 2. hæð á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 2 við Mjóstræti, skv. uppdr. Arkitektar Ólöf og Jón ehf., dags. mars 2006.
Málinu fylgir umsögn Árbæjarsafns dags. 27. mars 2006.
Gjald kr. 6.100
Ekki gerð athugasemd við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
24.06 Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf Atelier arkitekta ehf., dags. 15. apríl 2005 ásamt uppdráttum og líkani, dags. jan. 2006 breytt í febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
25.06 Skólavörðuholt, lóðarumsókn Biskupsstofu
Lögð fram umsókn Biskupsstofu, dags. 3. ágúst 2005, um lóð fyrir nýtt Kirkjuhús á Skólavörðuholti. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa 6. apríl 2006.
Samantekt skipulagsfulltrúa samþykkt.
26.06 Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Batterísins, dags. 9. janúar 2006, að breytingu á deiliskipulagi vegna Tónlistarhúss/Ráðstefnumiðstöðvar/Hótels við Austurhöfnina. Auglýsing stóð yfir frá 22. febrúar til og með 5. apríl 2006. Athugasemdabréf barst frá Siglingarfélagi Reykjavíkur, Brokey, dags. 3. apríl 2006 og Magnúsi Arasyni, dags. 3. apríl 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
27.06 Álfheimar 2-6, (fsp) formleg afgreiðsla á mæliblaði
Lögð fram fyrirspurn Einars S. Ingólfssonar, mótt. 04.04.06, varðandi formlega afgreiðslu á mæliblaði vegna Álfheima 2-6.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Samþykkt að framsenda erindið til frekari vinnslu Framkvæmdasviðs.
28.06 Borgartún 35-37, nr. 35 breyting inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2006. Sótt er um í Borgartúni 35 að breyta þaki í svalir fyrir 6. hæð og flóttaleið bætt við út á þak. Handrið úr hertu gleri sett upp, skv. uppdr. GP Arkitekta, dags. 28.02.06. Yfirlýsing um brunahönnun dags. 24. mars 2006 fylgir.
Gjald kr. 6.100
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
29.06 Hraunteigur 24, bygging bílskúra
Lögð fram fyrirspurn Bjarka Sveinssonar, dags. 31.03.06, varðandi byggingu bílskúra á lóðinni nr. 24 og innrétta sem geymslu.
Ekki er gerð athugasemd við að byggðar verði bílgeymslur á lóðinni sem eru í samræmi við heimildir samkvæmt deiliskipulagi Teigahverfis frá árinu 2002.
30.06 Hrísateigur 22, (fsp) hækka ris og svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.03.06. Spurt er hvort leyft yrði að hækka ris og setja svalir á suðurgafl hússins á lóðinni nr. 22 við Hrísateig. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2006.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
31.06 Knarrarvogur 4, breyting inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.03.06. Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð matshluta 05 og byggja steinsteypta gasgeymslu á lóðinni nr. 4 við Knarrarvog.
Stærð: Gasgeymsla (matshluti 08) xx
Gjald kr. 6.100 + xx
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
32.06 Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar , dags. 17. mars 2006 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Hrafnistu við Brúnaveg.
Vísað til skipulagsráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
33.06 Laugarásvegur 29, sólskálar, klæðning ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2006. Sótt er um leyfi til að byggja sólstofur á tvennar svalir og endurnýja eldri klæðningu, klæða húsið með 2 mm skuggalausri hvítri innbrenndri álklæðningu á Laugarásvegi 29, skv. uppdr. VH, dags. 10.03.06. Bréf frá Verkfræðistofunni Hamraborg dags. 14 mars 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laugarásvegi 27 og 31.
34.06 Nökkvavogur 23, bílskúr og br.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2006. Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja bílskúr, og stækka, setja heitan pott á lóðina og svalir á austurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 23 við Nökkvavog, skv. uppdr. Kristins Sveinbjörnssonar, dags. 18.03.06.
Málinu fylgir undirritað samþykki nágranna ódagsett á uppdrátt sem dagsettur er 18. janúar 2006.
Stærð: Stækkun xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
35.06 Móvað 27, verönd ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 04.04.06. Sótt er um leyfi til þess að byggja verönd ásamt gufubaði og geymslu við einbýlishúsið á lóðinni nr. 27 við Móvað, skv. uppdr. T.ark, dags. 07.03.06.
Málinu fylgir bréf frá hönnuði dags. 28. mars 2006.
Stærð: Stækkun xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Neikvætt. Ekki fallist á að breyta deiliskipulagi í samræmi við erindi hönnuðar dags. 28. mars sl. Laga ber uppdrætti að heimildum deiliskipulags.
36.06 Skógarás 21 og 23, (fsp) tvíbýli og sambyggðar bílgeymslur utan byggingarreits
Lögð fram fyrirspurn Kristins Sveinbjörnssonar, dags. 28.03.06, um að reisa tvíbýlishús ásamt sambyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 21 og 23 við Skógarás.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt.
37.06 Stuðlasel 5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Sólark-Arkitekta, dags. 05.04.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 5 við Stuðlasel.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stuðlaseli 1, 3, 7, 11 og 13.
38.06 Garðsendi 8, lóðarumsókn
Lagt fram bréf Þórunnar Auðunsdóttir og Guðmundar Tryggva Ásbergssonar, Garðsenda 4, dags. 29. ágúst 2005, varðandi umsókn um lóðina nr. 8 við Garðsenda.
Neikvætt. Ekki fallist á að fella niður grænt svæði og leiksvæði til að leggja undir byggingar.
39.06 Háaleitisbraut 66, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landark ehf., dags. 10.03.06 ásamt bréfi dags. 15.03.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 66 við Háaleitisbraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2006.
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti í samræmi við athugasemdir í umsögn skipulagsfulltrúa.
40.06 Sléttuvegur 5, (fsp) stækkun byggingarreits
Lögð fram fyrirspurn Batterísins f.h. MS félag Íslands, dags. 04.04.06, varðandi stækkun byggingarreitsins á lóðinni nr. 5 við Sléttuveg til vesturs, skv. uppdr. Batterísins, dags. 03.04.06. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2006.
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti í samræmi við atriði í minnisblaði skipulagsfulltrúa.
41.06 Stjörnugróf 29, málskot
Lagt fram bréf Birgis Dýrfjörð, dags. 9. mars 2006, vegna synjunar skipulagsfulltrúa, frá 24. febrúar 2006, um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 29 við Stjörnugróf. Einnig lagt fram tölvubréf Birgis Dýrfjörð dags. 6. apríl 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
42.06 Hólmsheiði/Fjárborg, breyting á dsk.
Lagt fram erindi Árna Ingasonar, dags. 30. nóvember 2005, varðandi breytingu á skilmálum í deiliskipulagi Hólmsheiði/Fjárborg. Einnig lagður fram uppdráttur Landslags ehf., dags. 6. apríl 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
43.06 Hólmsheiði/Fjárborg, sprengiefnageymslur
Lagt fram að nýju bréf Vinnueftirlitsins, dags. 27.11.02, varðandi sprengiefnageymslur á Hólmsheiði. Einnig lagt fram bréf Ólafs Gíslasonar & Co. hf, dags. 04.12.02.
Kynna formanni skipulagsráðs.
44.06 Úlfarsárdalur, deiliskipulag
Lögð fram drög að tillögu Landmótunar ehf., að deiliskipulagi Úlfarsárdals, dags. 11.02.05, ásamt drögum að greinargerð.
Vísað til skipulagsráðs.