Suðurhús 4, Vegghamrar 2-10, Kleifarsel 28 - Seljaskóli, Kirkjustétt 2-6, Lækjarsel 3, Skógarás 20, Steinasel 8, Brautarholt 8, Auðarstræti 13, Mávahlíð 30, Karfavogur 52, Reitur 1.173.1, Brekkugerði 10, Dalbraut, reitur 1.344/8, Bústaðavegur 151-153, Háagerði 19, Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3, Jöldugróf 10, Laugarneskirkja, Ljósaland 10, Sigtúnsreitur, Sléttuvegur, Sundin, Efstasund, Skipasund, Elliðaárdalur, Flugvallarv. Keiluh., Nauthólsvík/veitingaskáli, Selás, Þingás 12, Bíldshöfði 9, Hádegismóar 2, Kjalarnes, Esjumelar, Kjalarnes, Sjávarhólar 125750, Smiðshöfði 19, Holtsgata 16, Reitur 1.524, Melar, Nesvegur 67, Nýlendureitur, Reitur 1.520, Lýsisreitur, Slippareitur, Sólvallagata 20, Sólvallagata 41, Víðimelur 29, Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Óðinsgata 18B, Óðinsgata 18C, Smáragata 16, Reitur 1.244.1/-3, Þverholt 11,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

63. fundur 2005

Ár 2005, föstudaginn 15. apríl kl. 09:00 var haldinn 63. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.05 Suðurhús 4, efri hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri ofan á húsið á lóðinni nr. 4 við Suðurhús, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Tekton, dags. 04.04.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. apríl 2005.
Stærð: Viðbygging 29,7 ferm. og 897,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 51.129
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2.05 Vegghamrar 2-10, (fsp) fjórir bílskúrar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja fjóra sambyggða bílskúra á lóðinni nr. 1-25 við Svarthamra og gera tilheyrandi breytingar á lóðinni. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. apríl 2005.
Ekki er gerð athugasemd við að lóðarhafar láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa. Sérstök athygli er vakin á því að samþykki allra lóðarhafa á heildarlóðinni að Svarthömrum 1-25 þarf að liggja fyrir þegar tillagan verður tekin til afgreiðslu.

3.05 Kleifarsel 28 - Seljaskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkinn að breyttu deiliskipulagi lóðar Seljaskóla, dags. 4.02.05, vegna upplýsts sparkvallar með gerfigrasi ásamt minniháttar breytingu á byggingarreit skólans. Auglýsingin stóð yfir frá 25. febrúar til 8. apríl 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 2. gr. viðauka 4.2. um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar .

4.05 Kirkjustétt 2-6, sjálfsafgreiðslubensínstöð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. apríl 2005, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti með tveimur afgreiðslutækjum á lóðinni nr. 2-6 við Kirkjustétt, samkv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 30.03.05. Jafnframt er sótt um leyfi til að reisa um 6,4 m hátt og ca. 2 x 14 ferm. stakstætt skilti við innkeyrslu frá Kristnibraut ásamt upplýstum auglýsingaskiltum við lóðarmörk skólalóðar.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts þegar umbeðin gögn um skilti auk samþykki meðlóðarhafa fyrir breytingum liggja fyrir.

5.05 Lækjarsel 3, garðstofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. apríl 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála að suðurhlið hússins á lóðinni nr. 3 við Lækjarsel, samkv. uppdr. Ellerts Más Jónssonar, dags. 05.04.05.
Samþykki nágranna Lækjarseli 1, 2 og 5 (ódags.) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun sólskáli 16,3 ferm. og 41,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 2.377
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

6.05 Skógarás 20, færsla húss
Lögð fram fyrirspurn um land í fóstur við lóðina nr. 20 við Skógarás, dags. 08.04.05.
Vísað er til bókunar skipulagsfulltrúa dags. 4. mars sl. þar sem ekki var gerð athugasemd við að veita land í fóstur austan megin við húsið að uppfylltum skilyrðum. Ítrekað er að fyrirspyrjanda ber að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem verður grenndarkynnt.

7.05 Steinasel 8, breyting úti og inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. apríl 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun aukaíbúðar og bílgeymslu í áður óuppfyllt sökkulrými ásamt leyfi til þess að byggja viðbyggingu við austurhlið 1. og 2. hæðar, reisa þak yfir verönd við suðurhlið 2. hæðar með hálflokaðri glerhlið að garði og breyta gluggum 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 8 við Steinasel, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Arkinn ehf, dags. 04.04.05.
Bréf hönnuðar dags. 5. apríl 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 66,2 ferm., 299,4 rúmm. Útigeymslur og skýli yfir verönd (B-rými) samtals 63,9 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 5.700 + xxx
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts auk lögfræði og stjórnsýslu.

8.05 Brautarholt 8, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn S. Waage sf, dags. 30.03.05, varðandi hækkun húss nr. 8 við Brautarholt.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

9.05 Auðarstræti 13, (fsp) hækkun á þaki
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og taka í notkun þakhæð hússins á lóðinni nr. 13 við Auðarstræti. Erindinu fylgir ljósmynd af húsi í hverfinu þar sem svipuð breyting hefur verið gerð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. apríl 2005.
Neikvætt gagnvart framlagðri tillögu að hækkun. Ekki er gerð athugasemd við hækkun húss í samræmi við rammaskilmála Norðurmýri samkvæmt leiðbeiningum í umsögn skipulagsfulltrúa.

10.05 Mávahlíð 30, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr suðvestanvert á lóðinni nr. 30 við Mávahlíð að mestu í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

11.05 Karfavogur 52, (fsp) hækkun á þaki
Lögð fram fyrirspurn Valdimars Antonssonar, dags. 1.04.05, varðandi hækkun á þaki húss nr. 52 við Karfavog. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. apríl 2005.
Neikvætt gagnvart framlagðri tillögu að hækkun. Ekki er gerð athugasemd við hækkun húss í samræmi við leiðbeiningar í umsögn skipulagsfulltrúa.

12.05 Reitur 1.173.1, Timburhúsareitur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Tark arkitekta að deiliskipulagi reits 1.173.1, dags. 18.11.04. Málið var í auglýsingu frá 26. febrúar til 11. apríl 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Hlín Gunnarsdóttir, Sigurgeir Þorbjörnsson, Grettisgötu 35b, dags. 01.04.05, Huld H. Göethe, Ragnhildur Mosel Göethe, Grettisgötu 33b, dags. 01.04.05, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, Hilmar Harðarson, Grettisgötu 37, dags. 03.04.05, Ástríður S. Valbjörnsdóttir, dags. 03.04.05, Guðni Stefánsson, dags. 7.04.05.
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

13.05 Brekkugerði 10, hús gert að einb. + sólst.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun í áður sökkulrými, leyfi til þess að byggja glerskála við suðurhlið með nýjum stiga milli efri og neðri hæðar, breyta innra skipulagi beggja hæða, sameina íbúðirnar tvær í eina íbúð, byggja stoðvegg við eystri lóðamörk og fjölga um eitt bílastæði við einbýlishúsið á lóð nr. 10 við Brekkugerði. Grenndarkynning stóð frá 10. mars til 8. apríl 2005. Athugasemd barst frá Þorgeiri Eyjólfssyni Brekkugerði 6, dags. 31.03.05.
Stærð: Áður gerð stækkun xxx ferm., xxx rúmm.
Glerskáli samtals 55,6 ferm., 266,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + xxx
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

14.05 Dalbraut, reitur 1.344/8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkís ehf, mótt. 6. janúar 2005, að breytingu á deiliskipulagi á Dalbraut 12, Barna- og unglingageðdeild LSH. Einnig lagðar fram myndir, dags. 26.08.04 og umsögn umhverfis- og tæknisviðs, dags 10.11.04. Auglýsingin stóð yfir frá 11. febrúar til 29. mars 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Ólöf Á. Sigurðardóttir, Rauðalæk 44, dags. 01.03.05, 5 íbúar að Selvogsgrunni 7, 9 og 22, dags. 11.02.05.
Vísað til skipulagsráðs.

15.05 Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Traðar ehf, dags. 4. apríl 2005, ásamt tillögu, dags. 04.04.05, að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 151 við Bústaðaveg. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu Framkvæmdasviðs, dags. 12.04.05.
Vísað til skipulagsráðs.

16.05 Háagerði 19, garðskýli og sólpallur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir garðskýli úr timbri á norðurhluta lóðar,sólpalli með heitum potti og skjólgirðingu við íbúðarhúsið á lóð nr. 19 við Háagerði, samkv. uppdr. Bjargeyjar Guðmundsdóttur arkitekts, dags. 14.11.04.
Samþykki nágranna að Háagerði 17 (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Garðskýli 5 ferm., 12,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 701
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

17.05 Köllunarklettsvegur 3 og 5, Héðinsgata 1, 2, 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 14.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 3 og 5 við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu 1, 2 og 3. Einnig lagðir fram minnispunktar skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2005. Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 08.04.05.
Með vísan til bréfs Faxaflóahafna er málinu vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs.

18.05 Jöldugróf 10, reyndart.+ stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðu einlyftu timburhúsi, (byggt 1953), áður byggðum bílskúr úr timbri (byggður 1963), fyrir sameiningu matshluta 01 og 02 og leyfi til þess að byggja viðbyggingu við austurhlið ásamt garðskálaviðbyggingu við suðvesturhlið húss (í kverk, garðmegin) á lóðinni nr. 10 við Jöldugróf, samkv. uppdr. EON arkitekta, dags. 21.03.05.
Eldri teikningar er ekki að finna í skjalasafni.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 9. mars 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 5,7 ferm., 16,3 rúmm., garðskáli 13,8 ferm., 31,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.700 + 2.742
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

19.05 Laugarneskirkja, endurbætur
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu borgarstjóra, dags. 8. apríl 2005, varðandi erindi Sigurbjörns Þorkelssonar um endurbætur af umhverfi Laugarneskirkju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsþætti erindisins.

20.05 Ljósaland 10, sólstofa
Lagt fram bréf Guðrúnar Marinósdótur og Kristjáns Lilliendahl, mótt. 13. apríl 2005, varðandi byggingu sólstofu við húsið að Ljósalandi 10.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn, fyrir allt húsið að Ljósalandi 8-12 í samráði og með samþykki annarra eigenda hússins. Tillagan verður grenndarkynnt fyrir meðlóðarhöfum að Ljósalandi 1-25 þegar hún berst.

21.05 Sigtúnsreitur, forsögn
Lögð fram drög að forsögn skipulagsfulltrúa dags. í apríl 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

22.05 ">Sléttuvegur, fsp. breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á lóð Samtaka aldraðra við Sléttuveg.
Vísað til skipulagsráðs.

23.05 Sundin, Efstasund, Skipasund, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkhússins ehf, dags. 08.04.05. að deiliskipulagi við Sundin, Efstasund, Skipasund ásamt forsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til skipulagsráðs.

24.05 Elliðaárdalur, vatnspóstur
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. apríl 2005, ásamt erindi afmælisnefndar Rótarýklúbbsins Reykjavík-Árbær frá 29. f.m., varðandi byggingu vatnspósts í Elliðaárdal í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur.
Kynna formanni skipulagsráðs.

25.05 Flugvallarv. Keiluh., loftnet f. Símann
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. apríl 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp 8 m hátt loftnet fyrir Símann á þak loftræsiklefa Keiluhallarinnar á lóð við Flugvallarveg, samkv. uppdr. Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 05.04.05.
Gjald kr. 5.700
Vísað til skipulagsráðs.

26.05 Nauthólsvík/veitingaskáli, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Nexus arkitekta, dags. 08.04.05, að stækkun veitingahússins Nauthóls.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.

27.05 Selás, reiðstígar
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks, dags. 4. apríl 2005, varðandi þverun reiðleiðar yfir Selásbraut.
Framsent Framkvæmdasviði til afgreiðslu.

28.05 Þingás 12, fsp.breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Halldórs Jóhannssonar landslagsarkitekts, dags. 20.06.04 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 12 við Þingás.
Neikvætt. Ekki er fallist á frekari lóðarstækkun en samþykkt var með bókun skipulagsfulltrúa þann 14. mars 2003.

29.05 Bíldshöfði 9, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Sverris Vilhelms Bernhöft og Jóns Guðmanns Péturssonar, dags. 31.03.05, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Ekki er gerð athugasemd við að lóðarhafar láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við fyrirspurn. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

30.05 Hádegismóar 2,
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2 við Hádegismóar.
Vísað til skipulagsráðs.

31.05 Kjalarnes, Esjumelar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Hauks Viktorssonar arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi við Esjumela á Kjalarnesi dags. í apríl 2005.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Esjumel 1, 3, 5, 7 og 9.

32.05 Kjalarnes, byggingarlóðir
Lögð fram bréf Hverfisráðs Kjalarness, dags. 5. október og 25. maí 2004, varðandi byggingarlóðir á Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 30. júní 2004 og bréf Hverfisráðs Kjalarness, dags. 5. janúar 2005.
Frestað.

33.05 Sjávarhólar 125750, stálgrindarskemma
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005, þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarskemmu á steyptum undirstöðum á lóð Sjávarhóla á Kjalarnesi. Skemman verði óupphituð og klædd að utan með bárujárni.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Vindheimum, Kjalarnesi.

34.05 Smiðshöfði 19, fsp. breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Pálma Guðmundssonar arkitekts, dags. 7. apríl 2005, ásamt tillögu að deiliskipulagi á lóðinni nr. 19 við Smiðshöfða, dags. 07.04.05.
Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs.

35.05 Holtsgata 16, endurnýjað bygg.leyfi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem sótt er um endurnýjun á samþykkt byggingarnefndar frá 20. des. 1996 þar sem sótt var um kvisti og svalir á framhlið og stækkun kvists á bakhlið ásamt íbúð á þriðju hæð (rishæð) hússins nr. 16 við Holtsgötu, samkv. uppdr. Nýju Teiknistofunnar hf, dags. 22.10.96, síðast breytt 21.03.05.
Stækkun: 3. hæð 17,3 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 2.622
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Holtsgötu 14, 17 og 18 ásamt Vesturvallagötu 2.

36.05 Reitur 1.524, Melar, forsögn
Lögð fram drög að forsögn skipulagsfulltrúa fyrir Mela dags. í apríl 2005.
Vísað til skipulagsráðs.

37.05 Nesvegur 67, (fsp) stækka kvist
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki á suðurhlið hússins nr. 67 við Nesveg, samkv. uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar arkitekts, dags. 29.03.05.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

38.05 Nýlendureitur, forsögn
Lögð fram drög að forsögn Nýlendureits dags. í apríl 2005.
Vísað til skipulagsráðs.

39.05 Reitur 1.520, Lýsisreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. í apríl 2004.
Staða verkefnisins kynnt.

40.05 Slippareitur,
Lögð fram drög að forsögn Slippareits dags. í apríl 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

41.05 Sólvallagata 20, viðbygging ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. apríl 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta anddyrisviðbyggingu undir svölum á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 20 við Sólvallagötu, samkv. uppdr. ARGOS ehf, dags. 01.04.05.
Stærð: Stækkun viðbygging 5,1 ferm. og 13,5 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 770
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

42.05 Sólvallagata 41, (fsp) kvistur o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka kvist á íbúð þakhæðar í átt að götu og breikka kvistinn um helming ásamt leyfi til þess að setja svalir á bakhlið sömu íbúðar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 41 við Sólvallagötu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið.

43.05 Víðimelur 29, (fsp) bílskýli á baklóð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. mars 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að reisa bílskýli fyrir sjö bíla á baklóð kínverska sendiráðsins í líkingu við fyrirliggjandi skissur með aðkomu að bílastæðum frá Furumel á lóð nr. 29 við Víðimel.
Frestað. Hverfisarkitekt falið að funda með hönnuði.

44.05 Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagðir fram að nýju vinnuuppdrættir Úti og inni, dags. 31.01.05, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.3 ásamt skuggavarpi mótt. 15. apríl 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

46.05 Óðinsgata 18B, (fsp) byggja ris ofan á hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja mænisþak á húsið nr. 18B við Óðinsgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2005.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47.05 Óðinsgata 18C, (fsp) byggja ris ofan á hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja mænisþak á húsið nr. 18C við Óðinsgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2005.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

48.05 Smáragata 16, (fsp) br. framhlið 1-3 h
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. mars 2005, þar sem spurt er hvort leyfi yrði að byggja þriggja hæða viðbyggingu úr stálgrind klæddri koparklæðningu að framhlið (norðausturhlið) hússins á lóðinni nr. 16 við Smáragötu, samkv. uppdr. Albínu Thordarson, dags. 28.02.05.
Óskað er eftir að umsækjandi leggi fram upplýsingar um skuggavarp.

50.05 Reitur 1.244.1/-3, Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga arkitektur.is, að uppbyggingu á reit 1.244.1/-3, Einholt -Þverholt, dags. í apríl 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

51.05 Þverholt 11, hækkun
Lagt fram bréf EON arkitekta, dags. 02.03.05, varðandi ofanábyggingu og breytingar á húsinu nr. 11 við Þverholt. Einnig lagt fram tölvubréf EON dags. 14. apríl 2005.
Jákvætt gagnvart framlögðum hugmyndum um ofanábyggingu með vísan til erindisins. Málinu vísað til nánari skoðunar í deiliskipulagsvinnu reits 1.244.1/3 Einholt, Þverholt.