Ofanleiti 14, Sléttuvegur, Sólheimar 29-35, Stjörnugróf 31, Tunguvegur 18, Borgartún 29, Ánanaust 3/ Vesturgata 64 og 66/ Seljavegur, Barmahlíð 40, Fjölnisvegur 9, Flókagata 62, Hátún 3, Hávallagata 42, Holtsgata 1, Hörpugata 2, Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, Urðarstígur 5, Vesturgata 54A, Þjórsárgata 5, Barðastaðir 67, Barðastaðir, Sporhamrar, Gvendargeisli 13, Hlaðhamrar 13-17, Hraunbær 123, Suðurhólar 35, Steinasel 8, Suður Mjódd, Úlfarsfell, Garðastræti 33, Laugavegur 83, Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur, Reitur 1.151.5, Reitur 1.173.1, Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, Reitur 1.184.1, Hólmsland, Staðahverfi, golfvöllur, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Reitur 1.141.2, Kirkjutorgsreitur, Pósthússtrætisreitur, Austurstræti 18, Hverfisgata 125, Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Hverfisgata 103, Laugavegur 118, Þingholtsstræti 3,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

53. fundur 2005

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Ár 2005, föstudaginn 28. janúar kl. 10:40 var haldinn 53. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir, Nikulás Úlfar Másson. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Jóhannes S. Kjarval, Lilja Grétarsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:


1.05 Ofanleiti 14, (fsp) nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Pálma Guðmundssonar arkitekts, mótt. 13.01.05, varðandi byggingu íbúðarhúss á lóðinni nr. 14 við Ofanleiti, samkv. uppdr. dags. 11.01.05.
Vísað til skipulagsráðs.

2.05 Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi, dags. 12.10.2004, að lóð D við Sléttuveg. Einnig lagt fram bréf íbúa í nágrenni ofangreindrar lóðar, dags. 01.10.04. Auglýsingin stóð yfir frá 17. nóvember til 31. desember 2004, framl. til 25. janúar 2005. Athugasemdarbréf bárust frá Nestor lögmönnum f.h. húsfélagsins að Sléttuvegi 15-17, dags. 29.12.04, ásamt undirskriftalista 116 íbúa, Arkitektur.is, dags. 30.12.04 og Nestor lögmönnum f.h. húsfélagsins að Sléttuvegi 15-17, dags. 24.01.05. Einnig lögð fram ný gögn, sneiðingar dags. 6.01.05 og skuggavarp mótt. 6.01.05.
Vísað til skipulagsráðs.

3.05 Sólheimar 29-35, bráðabirgða skólahúsnæði
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. desember 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta áður atvinnuhús og íbúðarhús sem bráðabirgða skólahúsnæði (2 ár) fyrir Vogaskóla, á 1. hæð yrði lokað af inndregið rými með gluggavegg til að opna milli matshluta, á 2. hæð yrði skólastjórnun og námsver og í hluta kjallara kæmi frístundarheimili ÍTR á lóð nr. 29-35 við Sólheima, samkv. uppdr. Fasteignastofu, dags. 10.12.04. Bréf hönnuðar dags. 23. nóvember 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 22. desember til 19. janúar 2005. Athugasemd barst frá stjórn húsfélagsins Sólheimar 27, dags. 16.01.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa og svör dags. 28.01.05.
Stærð: Tengigangur 22,1 ferm., 74,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.023
Vísað til skipulagsráðs.

4.05 Stjörnugróf 31, rífa bílgeymslu og byggja nýja
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja á sama stað á lóðinni nr. 31 við Stjörnugróf skv. uppdrætti T.V., dags. 10.01.05.
Bílgeymslan er steinsteypt, einangruð og klædd utan með timbri.
Stærðir: Eldri bílgeymsla (matshluti 02, fastanr. 206-4646) 50 ferm.
Ný bílgeymsla 61,5 ferm. og 187,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 10.676
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5.05 Tunguvegur 18, (fsp) aukaíbúð
Lögð fram fyrirspurn Þórhalls Hákonarsonar, dags. 25.01.05, varðandi aukaíbúð í húsi nr. 18 við Tunguveg.
Ekki gerð athugsemd við erindið. Byggingarleyfisumókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

6.05 Borgartún 29, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur skipulagsfulltrúa dags 20.01.05 sem lýsir drögum að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Borgartún 23, 29, 31 og 33.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

7.05 Ánanaust 3/ Vesturgata 64 og 66/ Seljavegur, (fsp) íbúðir fyrir eldri borgara
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja 153 íbúðir fyrir aldraða á lóðunum nr. 3 við Ánanaust, nr. 64 og 66 við Vesturgötu og Vesturgata/Seljav., Þar af 34 "öryggis- og ummönnunaríbúðir." Jafnframt yrðu byggð bílgeymlsa fyrir 240 bíla neðanjarðar og um 3500 ferm. þjónusturými. Húsið yrði sjö hæðir að Ánanaustum, fimm til sjö hæðir að Vesturgötu, fimm hæðir að Seljavegi, en auk þess yrði hluti hússins á horni Ánanausta og Vesturgötu átta hæðir.Heildarbyggingarmagn yrði um 28.000 ferm., þar af bílgeymsla um 7.400 ferm. Einnig lagt fram bréf Guðna Pálssonar ark., dags. 25.01.05.
Fyrirspurninni er vísað í deiliskipulagsvinnu Héðinsreits. Athugasemdarfrestur hefur verið framlengdur til 8. febrúar nk.

8.05 Barmahlíð 40, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Reynis Kristinssonar, dags. 19.01.05, varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 40 við Barmahlíð.
Ekki gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

9.05 Fjölnisvegur 9, viðbygging o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta bílgeymslu og geymslur að norðaustur- og suðausturhlið kjallara, stækka eldhús á fyrstu hæð með viðbyggingu við norðausturhlið og koma fyrir svölum á annarri hæð norðausturhliðar hússins á lóðinni nr. 9 við Fjölnisveg skv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 20.01.05.
Jafnframt er innra fyrirkomulagi breytt á öllum hæðum hússins, þak endurnýjað, annar af tveimur skorsteinum rifinn og bílskúr í norðurhorni lóðar rifinn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. október 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Undirskrift burðarvirkishönnuðar fylgir erindinu á teikningu.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 21. janúar 2005 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 21. janúar 2005 fylgir erindinu.
Samþykki nágranna Sjafnargötu 8 dags. 10. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr sem rifinn verður (merktur 70-0101, fastanr. 200-9090) 20,2 ferm. og 55 rúmm.
Stækkun vegna viðbygginga: Bílskúr 75,8 ferm. og 204,7 rúmm.: Íbúðarhús 18,3 ferm. og 51,2 rúmm: Samtals 94,1 ferm. og 255,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 14.586
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Fjölnisvegi 7 og 11 ásamt Sjafnargötu 8 og 10.

10.05 Flókagata 62, sólstofa, reyndarteikning
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18.01.05. Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi íbúða í kjallara og leyfi til þess að byggja sólstofu á hluta svala efstu hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 62 við Flókagötu skv. uppdr. Sóleyjar Jónsdóttur ark., dags. 25.11.04.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa (v. fyrirspurnar) frá 16. apríl 2004 fylgir erindinu. Umboð eins eiganda dags. 3. júní 2004 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Bréf umsækjanda vegna athugasemda byggingarfulltrúa dags. 24. janúar 2005 ásamt ljósmyndum (á diski) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun sólhýsi 15,3 ferm. og 36,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.092
Samþykkt að grenndarkynna umsókn um byggingu sólstofu fyrir hagsmunaaðilum að Flókagötu 60 ásamt Úthlíð 9 og 11 þegar sólstofan hefur verið minnkuð á uppdráttum í samræmi við bókun byggingarfulltrúa.

11.05 Hátún 3, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Ragnheiðar Liljudóttur f.h. byggingafélagsins X ehf, dags. 19.01.05, varðandi stækkun á húsi nr. 3 við Hátún.
Samkvæmt rammaskilmálum fyrir íbúðarhús í Túnunum er ekki gert ráð fyrir fleiri en tveimur íbúðum í húsi. Að öðru leyti er vísað til ákvæða fyrrnefndra rammaskilmála dags. 16. júní 1988.

12.05 Hávallagata 42, bifreiðastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 11. janúar 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að útbúa tvö bílastæði á lóðinni nr. 42 við Hávallagötu, samkv. uppdr. Andrúm arkitekta, dags. 18.10.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.01.05.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2002 (v. fyrirspurnar) ásamt bréfi dags. 19. febrúar 2002 (v. fyrirspurnar) fylgja erindinu.
Bréf umsækjanda dags.14. desember 2004 fylgir erindinu. Samþykki nokkurra nágranna fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Neikvætt gagnvart tveimur bílastæðum á lóð. Ekki er gerð athugasemd við að grenndarkynna umsókn um 1 stæði á lóðinni berist hún. Nánar vísast til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13.05 Holtsgata 1, íbúðir á 2.h. og í risi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að skipta íbúð á annarri hæð og rishæð í tvær íbúðir í húsinu nr. 1 við Holtsgötu.
Fyrirhugað er að útbúa svalir á báðum hæðunum, geymslur og þvottaaðstaða yrðu í kjallara hússins.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 29. desember 2004 fylgir erindinu.
Sjá einnig erindi 28630
Ekki gerð athugasemd við erindið.

14.05 Hörpugata 2,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 29. nóvember 2004, ásamt bréfi Ástu Ólafsdóttir frá 23. s.m. varðandi Hörpugötu 2 og bréfi skipulagsfulltrúa dags. 28.01.05.
Bréf skipulagsfulltrúa samþykkt.

15.05 Reitur 1.130.1 - Héðinsreitur, forsögn að reit 1.130.1
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju forsögn að reit 1.130.1 (Héðinsreit). Einnig lögð fram tillaga V.A. arkitekta, dags. 10.12.04, að deiliskipulagi reitsins. Málið var í kynningu frá 30. desember ´04 til 14. janúar 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Þormóður Sveinsson f.h. Sjálfsstæðs fólks ehf, dags. 14.01.04, Hallur Helgason f.h. Héðinshúsa ehf, dags. 14.01.04.
Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til 8. febrúar nk.

16.05 Urðarstígur 5, niðurrif, nýbygging, fsp.
Lögð fram fyrirspurn Hildar Jónsdóttur, dags. 18.01.04, varðandi niðurrif húsa á lóðinni nr. 5 við Urðarstíg og byggingu húss, samkv. uppdr. frá 1922. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.01.05.
Ekki gerð athugsemd við niðurrif. Um nánari skýringar vísast til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17.05 Vesturgata 54A, stækkun á kvisti
Lögð fram fyrirspurn EON arkitekta ehf, dags. 11.01.05, varðandi sameiningu kvists á norðurhlið og kvists á austurhlið hússins að Vesturgötu 54A. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 20.01.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.01.05.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18.05 Þjórsárgata 5, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Árna Friðrikssonar, dags. 17.01.05, varðandi viðbyggingu á lóð nr. 5 við Þjórsárgötu skv. uppdr. Ask, dags. 17.01.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.01.05.
Ekki gerð athugsemd við viðbyggingu. Um útfærslu vísast til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19.05 Barðastaðir 67, (fsp) stækkun kjallara ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að stækka kjallara neðanjarðar til suðvesturs um 55,7 ferm., breikka þakbrúnir um 20 sm út fyrir byggingarreit í suðvestur og norðaustur og hækka um 64 sm turnþök einbýlishússins á lóð nr. 67 við Barðastaði.
Bréf v. aðalhönnuðarskipta dags. 9. desember og bréf nýs hönnuðar dags. 13. janúar 2004 fylgja erindinu.
Neikvætt, hækkun húss samræmist ekki deiliskipulagi. Ekki gerð athugasemd við stækkun kjallara og breikkun þakbrúnar.

20.05 Barðastaðir, (fsp)
Lagt fram bréf Starengis ehf, dags. 10. janúar 2005, varðandi fyrirspurn um lóðir við Barðastaði til að byggja hús á einni hæð, áætlað 10 til 12 íbúðir til leigu/sölu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.01.05.
Neikvætt með vísan til umsagnar.

21.05 Sporhamrar, (fsp)
Lagt fram bréf Starengis ehf, dags. 10. janúar 2005, varðandi fyrirspurn um lóðir við Sporhamra til að byggja hús á einni hæð, áætlað 10 til 12 íbúðir til leigu/sölu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.01.05.
Neikvætt með vísan til umsagnar.

22.05 Gvendargeisli 13, leikskóli
Lagt fram bréf Fasteignastofu, dags. 19.01.05, varðandi breytingu á bílastæðum og aðkomu að lóð nr. 13 við Gvendargeisla skv. uppdrætti Fasteignastofu, dags. 12.01.05.
Ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt.

23.05 Hlaðhamrar 13-17, (fsp) stækkun út frá stofu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu fimm metra út frá núverandi suðurhlið húsanna nr. 13-17 á raðhúsalóðinni nr. 13-17 við Hlaðhamra.
Ekki gerð athugsemd við byggingu sólskála. Draga þarf úr umfangi. Fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt.

24.05 Hraunbær 123, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Glámu-Kím sf, dags. 08.12.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 123 við Hraunbæ, vegna loftsnetsmasturs, samkv. uppdr. dags. 01.12.04. Málið var í kynningu frá 22. desember 2004 til 19. janúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá íbúum í Hraunbæ 122, dags. 28.12.04, Húsfélögum Hraunbæ 114-138, samtals 92 undirskriftir, mótt. 18.01.05, Jakobínu Flosadóttur Hraunbæ 122, dags. 19.01.05. Einnig lagður fram tölvupóstur Völu Hauksdóttur Radíóskátum, dags. 27.01.05.
Vísað til skipulagsráðs.

25.05 Suðurhólar 35, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga V.A. arkitekta að deiliskipulagi Suðurhóla 35, dags. 26.10.04. Málið var í auglýsingu frá 10. desember til 21. janúar 2005. Athugasemd barst frá Ásgeiri Arnoldssyni, dags. 19.01.05, Vigfúsi Vigfússyni, dags. 21.01.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.

26.05 Steinasel 8, viðbygging
Lagt fram bréf Málflutnings og Ráðgjafar slf, f.h. Pálma Jóhannessonar, dags. 12. nóvember 2003, varðandi beiðni um að skipulags- og byggingarnefnd afturkalli þá ákvörðun sína að synja umsókn teiknistofunnar Arkinn ehf um leyfi til breytinga á húsinu á lóðinni nr. 8 við Steinasel.
Vísað til skipulagsráðs.

27.05 Suður Mjódd, íþróttasvæði Í.R. breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkís ehf, dags. 15.12.04, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Í.R. í Suður Mjódd.
Vísað til skipulagsráðs.

28.05 Úlfarsfell, Akurholt
Lögð fram bréf ábúenda að Akurholti við Úlfarsfellsveg 33, dags. 25. mars og 2. júlí 2004.
Kynna formanni skipulagsráðs.

29.05 Garðastræti 33, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 33 við Garðastræti. Málið var í kynningu frá 27. desember ´04 til 24. janúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá Guðjóni Pedersen, Suðurgötu 4, dags. 13.01.05, formanns húsfélags Túngötu 5, dags. 14.01.05, Iðunni Leifsdóttur Túngötu 3, dags. 20.01.05, íbúar Túngötu 3, dags. 19.01.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.

30.05 Laugavegur 83, hækkun rishæðar
Lögð fram fyrirspurn Marteins Sigurðssonar, dags. 19.01.05, um hækkun rishæðar á Laugavegi 83. Samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Fyrirspurn vísað inn í deiliskipulagsvinnu reitisins.

31.05 Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur,
Að lokinni forkynningu til hagsmunaaðila eru lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi reits 1.151.4, dags. 11.11.04. Lögð fram bréf þjóðleikhússtjóra, dags. 26.01.05 og 20.05.04. Athugasemdabréf barst frá Félagi bókagerðarmanna, dags. 02.12.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 20.01.05.
Vísað til skipulagsráðs.

32.05 Reitur 1.151.5,
Að lokinni forkynningu til hagsmunaaðila er lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi reits 1.151.5, dags. 11.11.04. Athugasemdabréf bárust frá Axel Hilmassyni, dags. 30.11.04, varðandi Klapparstíg 18, Danska sendiráðinu, Hverfisgötu 29, dags. 06.12.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 20.01.05.
Vísað til skipulagsráðs.

33.05 Reitur 1.173.1, (fsp) v/Vitastíg 10
Lögð fram fyrirspurn Björns Emilssonar, dags. 15.01.05, að hugsanlegu byggingarmagni á lóðinni Vitastígur 10.
Neikvætt. Fyrirspurnin er ekki í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi reitsins.

34.05 Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, Óðinsgata, Bjargarstígur, Grundarstígur og Spítalastígur.
Að lokinni auglýsingu eru lagðar fram nýjar tillögur Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dags. 22.11.04 að deiliskipulagi reits 1.184.0, sem afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Sigurbirni Þorbergssyni hdl. f.h. Sighvats Snæbjörnssonar, dags. 21.01.05, Sigurbirni Þorbergssyni hdl. f.h. Þ.G. Verktaka, dags. 21.01.05, Hilmi Snær Guðnasyni, mótt. 25.01.05, undirskriftarlisti með 566 nöfnum, dags. 20.01.05, Geirharði Þorsteinssyni, dags. 24.01.05, Ragnheiði Guðmundsdóttur og Karli Gíslasyni, dags. mótt. 24.01.05, Sigurborgu Jónsdóttur, dags. 21.01.05, Ingibjörgu Friðriksdóttur, dags. 21.01.05
Kynna formanni skipulagsráðs.

35.05 Reitur 1.184.1, Spítalastígur, Óðinsgata, Bjargarstígur og Bergstaðastræti
Að lokinni auglýsingu eru lagðar fram nýjar tillögur Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dags. 2.01.05 að deiliskipulagi reits 1.184.1, sem afmarkast af Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Bergstaðastræti. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Jenný Guðmundsdóttir og Kári Halldór, dags. 21.01.05, Haraldur Hauksson og Sigrún Kristjánsdóttir, dags. 21.01.05, Sigurborgu Jónsdóttur, dags. 21.01.05, Ingibjörgu Friðriksdóttur, dags. 21.01.05
Kynna formanni skipulagsráðs.

36.05 Hólmsland, sumarhús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. september 2004, þar sem ofanrituð spyr hvort leyft yrði að reisa nýtt sumahús í stað eldra húss frá 1943. Á lóðinni er jafnframt sumarhús frá 1998 og 5 ferm. geymsluhús. Óvíst er um stærð húss frá 1998. Jafnframt lagt fram svarbréf fyrirspyrjanda dags. 3. september 2004. og bréf Sigurlínu Konráðsdóttur, dags. 12. október 2004. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra, dags. 27.01.05.
Ekki gerð athugsemd við erindið með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.

37.05 Staðahverfi, golfvöllur, stækkun
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. janúar 2005, ásamt bréfi formanns Golfklúbbs Reykjavíkur frá 7. þ.m. varðandi land til stækkunar golfvallarins á Korpúlfsstöðum. Einnig lögð fram drög umhverfisstjóra að lóðarafmörkun, dags. 28.01.05.
Kynna formanni skipulagsráðs.

38.05 Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Traðar ehf, dags. 23.11.04, um breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að nýta hluta lóðar Keiluhallarinnar við Flugvallarveg undir bensínsjálfsafgreiðslustöð.
Kynna formanni skipulagsráðs.

39.05 Reitur 1.141.2, Kirkjutorgsreitur,
Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju forsögn að reit 1.141.2, Kirkjutorgsreit, dags. í desember 2004. Kynningin stóð yfir frá 30. desember til 27. janúar 2005. Athugasemdir bárust frá Úlfari Erlingssyni og Charlottu Hauksdóttur Kirkjutorgi 6a, dags. 23.01.05, Hólmfríði Garðarsdóttur og Páli Biering Kirkjutorgi 6b, dags. 20.01.05, Karli Jónssyni Kirkjutorgi 6a, dags. 24.01.05.
Athugasemdir kynntar. Kynna formanni skipulagsráðs.

40.05 Pósthússtrætisreitur, forsögn
Að lokinni forkynningu er lögð fram forsögn að reit 1.140.5 Pósthússtrætisreits, dags. í september 2004. Lögð fram bréf M3 arkitekta f.h. lóðareigenda Austurstrætis 20, dags. 19.01.05, M3 arkitekta f.h. lóðareigenda Pósthússtrætis 9 og 11, dags. 19.01.05, bréf Camilon, dags. 26.01.05 ásamt tillögu að skipulagi, dags. 27.01.05. Einnig lagður fram tölvupóstur Óskars Sigurðssonar hdl. og svör skipulagsfulltrúa, dags. 28.01.05.
Athugasemdir kynntar. Kynna formanni skipulagsráðs.

41.05 Austurstræti 18, endurnýjað byggingarleyfi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 24258 frá 18. desember 2001 þar sem sótt var um "leyfi til þess að hækka útbyggða glerframhlið að Austurstræti um eina hæð, byggja glerskála fyrir kaffisölu við suðurhlið 2. hæðar, loka þakgluggum á bakbyggingu og breyta þakinu í svalir ásamt samþykki fyrir áður gerðum breytingum á stigum í kjallara og á 1. hæð og opum í plötu 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 18 við Aussturstræti."
Stærð: Glerskáli og stækkun 3. hæðar 45 ferm., 233,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 13.332
Erindinu vísað inn í vinnu að deiliskipulagi Pósthússtrætisreits sem nú stendur yfir.

42.05 Hverfisgata 125, (fsp) nýtt fjölbýlishús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðaum á lóðinni nr. 125 við Hverfisgötu í líkingu við meðfylgjandi frumdrög.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43.05 Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum eru lagðir fram að nýju uppdrættir teiknistofunnar Úti og inni, dags. 26.08.04, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.154.3, Barónsreit. Þessir sendu inn athugasemdir: 8 eigendur allra íbúða Vitastígs 3, Sigríður Hrafnkelsdóttir hdl f.h. fasteignafélagsins Stoðir, dags. 27.09.04, Björgvin Þorsteinsson hrl f.h. Neskjörs ehf, dags. 27.09.04. Einnig lagðir fram vinnuuppdrættir, mótt. 26.01.05.
Frestað. Kynna formanni skipulagsráðs.

44.05 Hverfisgata 103, nýbygging
Lögð fram fyrirspurn teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 16.11.04 ásamt uppdrætti, dags. 19.01.05, vegna nýbyggingar og breyttrar notkunar á lóð nr. 103 við Hverfisgötu og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2004. Einnig lagður fram uppdráttur mótt. 28.01.05 og skuggamyndir mótt. 19.01.05.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45.05 Laugavegur 118, Grettisgata 89, fsp.
Lögð fram fyrirspurn Batterísins ehf, dags. 13. janúar 2005 varðandi stækkun á 4. hæð hússins að Laugavegi 118/Grettisgötu 89. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.01.05.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46.05 Þingholtsstræti 3, (fsp) nýbygging hótel m 29 herb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að reisa hótelbyggingu með 29 gistiherbergjum á lóðinni nr. 3 við Þingholtsstræti skv. uppdr. teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 27.01.05. Byggingin yrði úr steinsteypu og e.t.v. tengd Þingholtssræti nr. 5 þannig að innangengt yrði milli húsa.
Ekki gerð athugsemd við erindið. Samræmist deiliskipulagi.