Ármúli 1,
Faxafen 8,
Furugerði 3,
Haðaland 7,
Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106,
Hofteigur 18,
Kleppsvegur 152,
Kvistaland 1-7,
Sigtún 38,
Síðumúli 34,
Skipasund 90,
Sogavegur 3,
Baldursgata 17,
Bauganes 7,
Hverfisgata 88c,
Klapparstígur 14,
Laufásvegur 31,
Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Sörlaskjól 34,
Garðsstaðir 38,
Kirkjustétt 2-6,
Naustabryggja 36-52,
Sandavað 9-15,
Gufuneskirkjugarður,
Nauthólsvík,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
2. fundur 2004
Ár 2004, föstudaginn 16. janúar kl. 10:00 var haldinn 2. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.04 Ármúli 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Reynis Sæmundssonar arkitekts, mótt. 14. janúar 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Ármúla.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
2.04 Faxafen 8, Skeifan 15, fjölgun bílastæða
Lögð fram að nýju fyrirspurn Sveins Valfells, mótt. 18.12.03, varðandi fjölgun bílastæða við Faxafen 8 og Skeifuna 15.
Frestað. Hverfisstjóra falið að ræða við umsækjanda.
3.04 Furugerði 3, breytingar
Lögð fram fyrirspurn Ingunnar E. Stefánsdóttir, dags. 14.01.04, um að breyta húsinu að Furugerði 3, vesturenda, í íbúðarhúsnæði.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum. Umsækjanda bent á ákvæði laga um fjöleignahús varðandi samþykki meðeigenda.
4.04 Haðaland 7, fyrirspurn
Lagt fram bréf Hermanns Jónssonar, mótt. 15.01.04, varðandi viðbyggingu við hús nr. 7 við Haðaland.
Jákvætt gagnvart byggingu anddyris. Óheimilt er skv. skilmálum að setja glugga á norðanvegg.
5.04 Háagerði 1-79 og Sogavegur 98-106, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Teiknistofunnar Húss og skipulags, dags. í júní ´99, breytt í janúar 2004.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
6.04 Hofteigur 18, fyrirspurn, ris
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Valdimarssonar, mótt. 12. janúar 2004, varðandi byggingu á risi á húsinu nr. 18 við Hofteig.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
7.04 Kleppsvegur 152, fyrirspurn, ofanábygging
Lagt fram bréf Sigrúnar Sigurðardóttur, dags. 10. janúar 2004, ásamt uppdráttum, dags. 10.01.04, með fyrirspurn um ofanábyggingu á atvinnuhúsnæði að Kleppsvegi 152. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. desember 2003.
Neikvætt með vísan til eldri umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2003, þrátt fyrir nýtingarhlutfall hafi verið minnkað.
8.04 Kvistaland 1-7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Alark arkitekta sf, dags. 13.01.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1-7 við Kvistaland.
Frestað.
9.04 Sigtún 38, breyting á bílageymslu, fsp
Lögð fram að nýju fyrirspurn Arkform arkitektastofu að breytingu á bílageymslu á lóðinni nr. 38 við Sigtún.
Jákvætt gagnvart breytingu á deiliskipulagi varðandi bílageymslu. Ekki verður fallist á tvístefnuakstur við Engjateig.
10.04 Síðumúli 34, breyting úti
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22.12.03. Sótt er um leyfi til þess að færa tvö bílastæði á lóð og stækka afgirt svæði fyrir CO2, N2 og O2 við norðurhlið hússins á lóð nr. 34 við Síðumúla skv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 16.12.03.
Samþykki meðlóðarhafa og annars eiganda Síðumúla 32 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.100
Frestað. Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.
11.04 Skipasund 90, gróðurskáli
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2004, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður byggðum gróðurskála á lóðinni nr. 90 við Skipasund, samkv. uppdr. Ágústar Þórðarsonar, byggingarfræðings, dags. 05.01.04.
Stærð: Áður byggður gróðurskáli 13,5 ferm., 31,8 rúmm.
Gjald 5.400 + 1.717
Samþykkt að grennndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Efstasundi 97 og Skipasundi 83, 88, 87 85 og 92.
12.04 Sogavegur 3, (fsp) lóðarbr., bensínstöð o.fl.
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22.12.03. Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir bensíndælum, byggja við söluturn, byggja sjálfvirka bílaþvottastöð og stækka til norðurs og austurs (sbr. mæliblað) lóðina nr. 3 við Sogaveg.
Greinargerð hönnuðar dags. 16. desember 2003 fylgir erindinu.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
13.04 Baldursgata 17, svalir á 2.h
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á norðvesturhlið 2. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 17 við Baldursgötu, samkv. uppdr. Ragnheiðar Ragnarsdóttur arkitekts, dags. 30.12.03.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Baldursgötu 15 og 19 og Óðinsgötu 21 og 23.
14.04 Bauganes 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Brynjars Daníelssonar byggingafræðings, dags. 12. janúar 2004, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Bauganes.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Bauganesi 5 og 9 og Einarsnesi 48, þegar skuggavarp liggur fyrir.
15.04 Hverfisgata 88c, endurbygging
Lagt fram bréf Ágústu H. Harðardóttur, mótt. 9. janúar 2004, varðandi endurbyggingu á húsinu á lóðinni nr. 88c við Hverfisgötu.
Frestað. Kynna formanni.
16.04 Klapparstígur 14, (fsp) nýbygging
Lagt fram bréf GP arkitekta ásamt uppdr., dags. 15.01.04, varðandi nýbyggingu á lóð nr. 14 við Klapparstíg.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
17.04 Laufásvegur 31, viðbygging tækjarými
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 27. nóvember 2003, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaherbergi við húsið á lóðinni nr. 31 við Laufásveg, samkv. uppdr. Arkþings, dags. í nóvember 2003. Viðbyggingin verði sunnan við núverandi hús ofan á þaki bílgeymslu og klædd að utan með Corten-stáli. Erindinu fylgir útskrift úr gerðarbók afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. feb. 2003 vegna fyrirspurnar. Málið var í kynningu frá 2. til 29. desember 2003. Athugasemdarbréf barst frá Magnúsi Skúlasyni ark., dags. 26.12.03. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15.01.04.
Stækkun: Tækjaherbergi 19,7 ferm. og 69,0 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.519
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
18.04 Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga pk-hönnunar, dags. 07.01.04, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreit.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
19.04 Sörlaskjól 34, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 10. desember 2003, þar sem sótt er um leyfi fyrir bílskúr úr steinsteypu vestan við húsið á lóðinni nr. 34 við Sörlaskjól, samkv. uppdr. Arkís, dags. 02.12.03. Útveggir verði múrhúðaðir og þak klætt bárujárni.
Erindinu fylgir bréf umsækjanda vegna fyrirspurnar dags. 3. sept. 2003, útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa frá 19. sept 2003, samþykki meðlóðarhafa dags. 17. nóv. 2003, samþykki nokkurra nágranna dags. nóv. 2003. Málið var í kynningu frá 16. desember 2003 til 13. janúar 2004. Athugasemdabréf barst frá Jóhönnu B. Guðjónsdóttur og Páli Thayer, Sörlaskjóli 32, dags 09.01.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 15.01.04.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
20.04 Garðsstaðir 38, (fsp) stækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við suðausturhlið og nær lóðamörkum í vestur en núverandi byggingarreitur einbýlishússins á lóð nr. 38 við Garðsstaði.
Jákvætt gagnvart viðbyggingu enda verði hún staðsett innan byggingarreits skv. skipulagi.
21.04 Kirkjustétt 2-6, stækkun á byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn um stækkun á byggingarreit verslunar- og þjónustulóðarinnar að Kirkjustétt 2-6, samkv. uppdr. Steinars Sigurðssonar arkitekts, dags. 13.01.04.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
22.04 Naustabryggja 36-52, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Björns Ólafs arkitekts, dags. 09.12.03, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 36-52 við Naustabryggju. Grenndarkynning stóð yfir frá 10.12.03 til 09.01.04. Lagt fram athugasemdarbréf eigenda Básbryggju 39, dags. 5.01.04, húsfélagsins Naustabryggju 54-56, undirskriftarlisti með 58 nöfnum, dags. 8.01.04 og undirskriftarlisti með 27 nöfnum, dags. 5.01.04.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
23.04 Sandavað 9-15, (fsp) fjölbýlish. . 34 íb.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypt þrílyft fjölbýlishús með 34 íbúðum og 28 bílageymslum í kjallara í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 9-15 við Sandavað, samkv. uppdr. Alark arkitekta efh, dags. 17.12.03.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
24.04 Gufuneskirkjugarður, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi verkfræðistofunnar Bjargs ehf, dags. 27. nóvember 2003.
Ræða við umhverfis- og tæknisvið.
25.04 Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landmótunar, dags. 15. janúar 2004, að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur, varðandi lóðarafmörkun Flugmálastjórnar.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.