Ingólfsstræti 10,
Borgargerði 6,
Bústaðavegur 151,
Goðheimar 8,
Heiðargerði 76,
Hjallaland 9-19,
Jöldugróf 15 og 17,
Sogavegur 135,
Sporðagrunn 13,
Tunguvegur 19,
Grenimelur 46,
Lokastígur 24,
Bauganes 7,
Flókagata 6,
Freyjugata 6,
Keilugrandi 1,
Kleppsvegur,
Laufásvegur 4,
Lokastígur 13,
Nesvegur 80,
Reykjavíkurflugvöllur,
Sóltún,
Stakkahlíð 19,
Höfðatún 12,
Dverghamrar 34,
Gilsárstekkur 8,
Grafarholt,
Gvendargeisli 118-166, Biskupsgata 1-39,
Kristnibraut 55-59,
Logafold 61,
Seljabraut 54,
Seljabraut 54,
Suðurhólar 35,
Fossaleynir 19-23,
Traðarland 1, Víkingur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
41. fundur 2003
Ár 2003, föstudaginn 31. október kl. 10:50 var haldinn 41. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar, Úlfar Másson, Ólöf Örvarsdóttir, Jóhannes Kjarval og Björn Axelsson.
Ritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
1.03 Ingólfsstræti 10, lóð í fóstur
Lagður fram tölvupóstur Hans Jóhannssonar, dags. 09.10.03, varðandi ósk um að taka í fóstur lóðarskika í eigu borgarinnar. Einnig lögð fram umsögn garðyrkjudeildar umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 23.10.03.
Visað til skipulags- og byggingarnefndar
2.03 Borgargerði 6, (fsp) hækkun á risi og fjölgun íbúða
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29. október 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka ris hússins nr. 6 við Borgargerði í líkingu við það sem samþykkt var 27. des. 1984. Jafnframt er spurt hvort samþykkt yrði sjálfstæð íbúð í rishæðinni þannig að íbúðum í húsinu myndi fjölga um eina.
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.
3.03 Bústaðavegur 151,
Lagt fram bréf Húsasmiðjunnar, dags. 20. október 2003, varðandi umsókn um Fákslóð við Bústaðaveg fyrir starfsemi Blómavals.
Frestað. Ræða á samráðsfundi með umhverfis- og tæknisviði.
4.03 Goðheimar 8, Svarlir á 4 hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.10.03, þar sem sótt er um leyfi til að gera norðvestursvalir á fjórðu hæð (þakhæð) hússins nr. 8 við Goðheima. Jafnframt er sótt um leyfi til að hækka veggi sitt hvoru megin svala og fyrir áður gerðum glugga á suðurhlið, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 30.09.03.
Samþykki meðeigenda dags. 20. ágúst 2003 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Goðheimum 6, 10 og Álfheimum 9 og 11.
5.03 Heiðargerði 76, (fsp) lyfta þaki, kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að lyfta hluta þaks, setja nýjan kvist á austurþekju og tvo kvisti á vesturþekju ásamt leyfi fyrir svölum á hluta lárétts þaks viðbyggingar á lóð nr. 76 við Heiðargerði.
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embættið.
6.03 Hjallaland 9-19, aðkoma
Lagt fram bréf umhverfis- og tæknisviðs, dags. 26. júlí 2003, varðandi erindi frá íbúum Hjallalands 9-19 frá 18. s.m. þar sem farið er fram á breytta aðkomu. Einnig lagt fram bréf íbúa Hjallalands 9-19, dags. 7. okt. 2003. Einnig lögð fram umsögn Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins, dags. 22.10.03.
Hverfisstjóra falið að svara.
7.03 Jöldugróf 15 og 17, breytingar á þökum bílskúra
Lagt fram erindi Þórs J. Vigfússongar, Jöldugróf 17 og Kjartans Viðarssonar, Jöldugróf 15, mótt. 22.10.03, varðandi breytingar á þökum samliggjandi bílskúra við Jöldugróf 15 og 17.
Jákvætt enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
8.03 Sogavegur 135,
Lagt fram bréf Erlings Ellertssonar, dags. 03.10.03, varðandi viðbyggingu vestan við húsið að Sogavegi 135 og sunnan við byggingarreit sem ákvarðast í núverandi deiliskipulagi.
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
9.03 Sporðagrunn 13, br. á suðursvölum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka svalir í suður á 3. hæð íbúðarhússins á lóð nr. 13 við Sporðagrunn.
Samþykki meðeigenda (á teikningum) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.100
Samþykkti að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sporðagrunni 15.
10.03 Tunguvegur 19, (fsp) vörumóttaka / svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við suðurhlið kjallara og 1. hæðar fyrir bætta starfsmannaaðstöðu og vörumóttöku með svölum ofan á fyrir íbúð 2. hæðar á lóð nr. 19 við Tunguveg, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 07.10.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. október 2003.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
11.03 Grenimelur 46, niðurrif og nýbygging
Lagt fram bréf Maríu Finsen og Elínar Finsen, dags. 9. september 2003. Ennfremur lögð fram drög skipulagsfulltrúa, dags. 21.10.03, að skilmálum fyrir nýbyggingu á lóðinni. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 24.10.03.
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
12.03 Lokastígur 24, fsp. viðbygging með svölum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja einnar hæðar viðbyggingu og svalir að suðurhlið hússins á lóðinni nr. 24 við Lokastíg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29. október 2003.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar. Grenndarkynna þarf umsókn berist hún. Samþykki eiganda á nr. 24a þarf að liggja fyrir.
13.03 Bauganes 7, fsp. viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 8. október 2003, þar sem spurt er hvort samþykki fengist fyrir viðbyggingu að norðurhlið hússins nr. 7 við Bauganes í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti, dags. í sept. 2003.
Ekki gerð athugasemd við erindið. Umsækjandi láti vinna, á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem kynna þarf fyrir hagsmunaaðilum.
14.03 Flókagata 6, áður gerður skúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem sótt er um leyfi fyrir skúr ("vinnuherbergi") sem byggður hefur verið sunnan bílskúrs á lóðinni nr. 6 við Flókagötu, samkv. uppdr. Ingþórs Björnssonar byggingarfræðins, dags. 06.10.03. Jafnframt hefur suðurveggur bílskúrs verið fjarlægður. Ennfremur er sótt um leyfi fyrir tveimur bílastæðum til viðbótar einu, sem fyrir er á lóðinni.
Bréf umsækjanda dags. 7. okt. 2003 varðandi byggingarár skúrsins fylgir erindinu.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Frestað. Vísað til umsagnar verkfræðistofu vegna fjölgunar bílastæða.
15.03 Freyjugata 6, br á kvist o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.10.03 ásamt uppdr. Stefáns Arnar Stefánssonar ark. dags. 20.10.03. Sótt er um leyfi til að rífa kvist en byggja í staðinn ofan á norðurhluta útveggjar suðvesturhliðar (bakhliðar) hússins nr. 6 við Freyjugötu. Jafnframt verði rifin viðbygging við bakhlið og byggð önnur stærri í staðin, gerðar svalir ofan á henni og breytt fyrirkomulagi innanhúss.
Fylgiskjal með eignaskiptasamningi fyrir Freyjugötu 10 vegna umgangsréttar til handa Freyjugötu 6, dags. 6. nóv. 1999.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Freyjugötu 10.
16.03 Keilugrandi 1, hækkun á nýtingarhlutfalli
Lagt fram bréf Björns S. Lárussonar, mótt. 27.10.03, varðandi breytingu á nýtingarhlufalli á lóðinni nr. 1 við Keilugranda.
Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.
17.03 Kleppsvegur, Steinhólar, flutningshús
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 21. október 2003, varðandi flutning hússins Steinhólar við Kleppsveg á lóð við Einarsnes.
Ekki er talið að húsið hafi varðveislugildi.
18.03 Laufásvegur 4, nýr inngangur og svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.10.03, þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum á vesturhlið húss nr. 4 (mhl. 01) á lóðinni nr. 4 við Laufásveg. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera nýjar útitröppur og inngang við norðurgafl hússins, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Þrúðvangur, dags. 05.10.03.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 2a, 4a og 6.
19.03 Lokastígur 13, bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir einu bílastæði á lóðinni nr. 13 við Lokastíg, en ekkert stæði er samþykkt þar núna, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 04.10.03.
Gjald kr. 5.100
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
20.03 Nesvegur 80, (fsp) stækkun á bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka bílskúr á lóðinni nr. 80 við Nesveg í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
Bréf umsækjanda dags. 14. október 2003 og ljósmyndir af núverandi bílskúr á lóðinni fylgja erindinu.
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
21.03 Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga T.ark. dags. 22.10.03, að breytingu á deiliskipulagi á Reykjavíkurflugvelli í flugvallargeira 3, Einnig lagt fram bréf T.ark. dags. 20.10.03,
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
22.03 ">Sóltún, Ármannsreitur
Lagt fram bréf Kristbjörns Egilssonar, Mánatúni 4, dags. 2. október 2003, varðandi skipulag á lóð Glímufélagsins Ármanns við Sóltún.
Vísað til vinnu við gerð deiliskipulag svæðisins. Bréfritara bent á að hafa samband við embættið vegna málsins.
23.03 Stakkahlíð 19, leikskóli
Lögð fram tillaga Fasteignastofu Reykjavíkur, dags. 07.04.03, að leikskóla á lóðinni nr. 19 við Stakkahlíð.
Einnig lagt fram bréf Fasteignastofu, dags. 24.10.03 ásamt tölvupósti, dags. 27.10.03, þar sem beiðni um hækkun á gólfkóta er dregin til baka.
Lagt fram.
24.03 Höfðatún 12, matvöruverslun
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 30.10.03, ásamt uppdr. dags. 06.10.03, varðandi matvöruverslun að Höfðatúni 12.
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
25.03 Dverghamrar 34, stækkun á svölum
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa 10.09.03. Sótt er um leyfi til þess að stækka svalir á norðvesturhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 34 við Dverghamra. Málið var í kynningu frá 24. september til 23. október 2003. Athugasemdabréf barst frá íbúum að Dverghömrum 18, dags. 21.10.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30.10.03.
Gjald kr. 5.100
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
26.03 Gilsárstekkur 8,
Spurt er hvort samþykkt yrði áður gerð íbúð á neðrihæð íbúðarhússins á lóð nr. 8 við Gilsárstekk.
Bréf fyrir hönd fyrirspyrjanda dags. 22. október 2003, ljósrit af staðfestingu OR fyrir tveimur orkumælum í húsinu dags. 13. október 2003 og ljósrit af skráningu FM frá 1972 fylgja erindinu.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum í reglum um aukaíbúðir frá 1997. Grenndarkynna þarf umsókn berist hún.
27.03 Grafarholt, Grillkofi
Lagðar fram hugsmyndir skipulagsfulltrúa, dags. 31.10.03 að nýrri staðsetningu "ferðabakarís". Einnig lögð fram að nýju umsögn Borgarskipulags, dags. 01.07.2000.
Frestað. Ræða á samráðsfundi með umhverfis- og tæknisviði.
28.03 Gvendargeisli 118-166, Biskupsgata 1-39, makaskipti á lóðum
Lagður fram tölvupóstur Eyþórs Á. Eiríkssonar f.h. Kjarna, dags. 21.10.03, varðandi makaskipti á lóðinni nr. 118-126 við Gvendargeisla.
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
29.03 Kristnibraut 55-59, bílgeymslur
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 23.10.03 ásamt uppdr. dags. 11.02. 03, síðast breytt 24.10.03, þar sem óskað er eftir að fella niður stakstæðar bílgeymslur á lóðninni nr. 55-59 við Kristnibraut.
Neikvætt. Samræmist ekki skilmálum hverfisins hvað varðar fjölda bílgeymslna í fjölbýlishúsum. Ekki talið æskilegt að veita undanþágu vegna eins húss.
30.03 Logafold 61, stækkun íbúðar 0101
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.10.03, þar sem sótt er um leyfi til að taka í notkun útgrafið rými undir bílskúrum á lóðinni nr. 61 við Logafold og koma þar fyrir herbergjum sem tilheyra íbúð 0101. Jafnframt verði gerðir nýir gluggar á rýmið og byggður nýr inntaksklefi við norðausturhorn bílgeymslu, samkv. uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts, dags. 10.10.03.
Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 10. okt. 2003 og samþykki nágranna að Logafold 59 dags. 10. okt. 2003.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Ekki gerð athugasemd við erindið út frá skipulagslegu sjónarmiði.
31.03 Seljabraut 54, breytt notkun
Lagt fram bréf Rafns Einarssonar, dags. 27.10.03 ásamt uppdr. Arko, dags. í okt. 2003, varðandi leyfi fyrir gerð íbúða á 2. hæð húss nr. 54 við Seljabraut, þar sem áður voru skrifstofur.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra
32.03 Seljabraut 54, fsp. íbúðir, kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29. október 2003,þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja ofan á norðausturhluta hússins nr. 54 við Seljabraut þannig að sá hluti yrði þriggja hæða og koma sjö tveggja herbergja íbúðum fyrir á efri hæðunum. Jafnframt yrðu gerðar þrennar útitröppur norðaustan við húsið.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
33.03 Suðurhólar 35,
Lögð fram tillaga Reynis Sæmundssonar, dags. 31. október 2003.
Visað til skipulags- og byggingarnefndar.
34.03 Fossaleynir 19-23, breyting á deiliskipulag
Lögð fram umsókn Dalsnes ehf, mótt. 20.10.03, ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 19-23 við Fossaleynir, dags. 17.10.03.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Fossaleyni 10, 12, 14 og 16.
35.03 Traðarland 1, Víkingur, bílastæði og aðkoma
Lagt fram bréf Haraldar Haraldssonar f.h. aðalstjórnar Víkings, dags. 07.10.03, varðandi bílastæði og aðkomuleiðir að íþróttasvæðinu.
Frestað. Umhvefisstjóra falið að halda fund með forsvarsmönnum Víkings.