Bárugata 11,
Borgartún 34-36,
Flókagata 9,
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur,
Miðtún 8,
Hringbraut 50,
Melhagi 20-22,
Skipholt 52,
Bakkasel 28 ,
Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis,
Grænlandsleið 22-40, 29-49,
Háberg 12,
Leiðhamrar 1,
Prestastígur 11,
Skógarsel - íþróttasvæði ÍR.,
D-Tröð 5,
Reitur 1.170.1 og 1.170.2,
Reitur 1.170.3,
Reitur 1.180,2,
Reitur 1.181.0,
Reitur 1.182.0,
Ystibær 1,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
25. fundur 2002
Ár 2002, föstudaginn 5. júlí kl. 10:15 var haldinn 25. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Þórarinn Þórarinsson sem einnig var fundarritari.
Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar og Úlfar Másson.
Þetta gerðist:
1.02 Bárugata 11, reyndarteikningar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 20.06.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af gistiheimili og bílskúr á lóðinni nr. 11 við Bárugötu, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð arkitekts, dags. í mars ´02, breytt í júní ´02.
Innra fyrirkomulagi allra hæða hefur verið breytt.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Bárugötu 9, 13, 10 og 12 og Öldugötu 8 og 10.
2.02 Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Tekton, dags. 19.06.02, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi, dags. 19.06.02.
Kynna fyrir formanni Skipulags- og byggingarnefndar.
3.02 Flókagata 9, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.06.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja annan bílskúr á lóð nr. 9 við Flókagötu.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 18. júní 2002 fylgir erindinu.
Vísað til umsagnar Verkfræðistofu.
4.02 Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, skipulag
Lögð fram breytt tillaga Alark arkitekta sf, dags. 22.05.02, að deiliskipulagi Hlíðarenda.
Staða skipulagsins rædd.
5.02 Miðtún 8, (fsp) breyting úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.06.02. Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvista á norður og suðurhlið hússins nr. 8 við Miðtún.
Jákvætt, hverfisstjóra falið að svara.
6.02 Hringbraut 50, göngubrú
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja léttbyggðan tengigang milli 2. hæðar Grundar og Litlu Grundar með steinsteyptum turni með geymslu á 1. hæð og hvíldarpalli á 2. hæð á lóð nr. 50 við Hringbraut, samkv. uppdr. ASK arkitekta, Skógarhlíð, dags. 04.04.02.
Afrit af bréfi gatnamálastjóra dags. 30. apríl 2002 til hönnuðar fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 25.06.02.
Stærð: Tengigangur 1. hæð 22,9 ferm., 2. hæð 92,4 ferm., samtals 115,3 ferm., 349,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 16.757
Vísað til Skipulags- og byggingarnefndar.
7.02 Melhagi 20-22, Hækkun og breytingar.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 08.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina matshluta, byggja hæð ofan á austurálmu og innrétta fjórar íbúðir í húsinu á lóðinni nr. 20-22 við Melhaga, samkv. uppdr. Rýmu, arkitekta, dags. 30.01.01, breytt 30.04.02. Ofanábygging er úr stáli og timbursperrum, klædd með plötum að utan.
Gert er ráð fyrir innbyggðri bílageymslu fyrir sex bíla á fyrstu hæð hússins. Áfram verður atvinnustarfsemi í þeim hluta hússins sem snýr að Hofsvallagötu. Málið var í kynningu frá 27. maí til 26. júní 2002. Athugasemdabréf bárust frá Guðrúnu I. Jónsdóttur og Ásgeiri Karlssyni, Hofsvallagötu 49, mótt. 25.06.02, Magnúsi B. Sveinssyni, Hofsvallagötu 49, mótt. 25.06.02, Sigríði Ól. Haraldsdóttur og Hannesi Hrafnkelssyni, Hofsvallagötu 49, mótt. 26.06.02, Ágústu Pálsdóttur og Árna J. Regissyni, Melhaga 16, dags. 24.06.02, Læknastöð Vesturbæjar, dags. 24.06.02, undirskriftalistar með nöfnum 34 íbúa, mótt. 25.06.02 og 26.06.02.
Stærð: Stækkun ofanábygging 192,7 ferm. og 760,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 36.494
Athugasemdir kynntar.
8.02 Skipholt 52, viðbótarbílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.04.02, þar sem spurt er hvort samþykki fengist fyrir tveimur viðbótarbílastæðum á lóðinni nr. 52 við Skipholt. Bílastæði á lóðinni yrðu þá alls fjögur. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 26.06.02.
Frestað. Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.
9.02 Bakkasel 28 , (fsp) Viðbygg, svalaskýli o.fl.
Lögð fram fyrirspurn um breytingar á húsinu nr. 28 við Bakkasel, samkv. uppdr. ARKO, dags. í maí 2002. Einnig lagt fram samþykki íbúa Bakkaseli 20, 22, 24, 26, 30, 32, 34, 36 og Akraseli 5 og 13.
Hverfisstjóra falið að skrifa umsögn.
10.02 Dalhús 2-4, íþróttasvæði Fjölnis, lóðarmarkabreyting
Lögð fram tillaga að lóðarmarkabreytingu íþróttasvæðis Fjölnis í Grafarvogi dags.27.06.02.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum við Dalhús 44-52 og 76-84 (jafnar tölur).
11.02 Grænlandsleið 22-40, 29-49, breyting á deiliskipulagi, tilfærsla á göngustíg
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagshöfunda, dags. 20.01.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Grænlandsleið 22-40 og 29-49 og tilfærslu á göngustíg. Málið var í auglýsingu frá 22. maí til 3. júlí, athugasemdafrestur var til 3. júlí 2002. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til samþykktar um embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.
12.02 Háberg 12, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.04.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við vesturhlið og sólstofu við austurhlið parhúss nr. 12 á lóð nr. 12-14 við Háberg. Bréf fyrirspyrjenda ódags. og samþykki nágranna dags. 11. október 1998 fylgja erindinu.
Hverfisstjóra falið að skrifa umsögn.
13.02 Leiðhamrar 1, viðbygging, sólstofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofuviðbyggingu við austurhlið og setja valmaþak yfir flatt þak bílgeymslu einbýlishússins á lóð nr. 1 við Leiðhamra, samkv. uppdr. Teiknistofu Björns Jóhannssonar, dags. í maí 2001, breytt 28.04.02.
Samþykki hönnuðar húss dags. apríl 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 18 ferm., 61,6 rúmm., rúmmálsaukning vegna þaks bílgeymslu 18 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.821
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilium að Leiðhömrum 2 og 4.
14.02 Prestastígur 11, breyting úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Sótt er um leyfi fyrir breyttu fyrirkomulagi utanhúss á lóðinni nr. 11 við Prestastíg.
Bílastæðum á lóð fjölgar um eitt (verða 27).
Gjald kr. 4.800
Ekki er gerð athugasemd við erindið.
15.02 Skógarsel - íþróttasvæði ÍR., flettiskilti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.05.02, varðandi staðsetningu rafræns flettiskiltis á borgarlandi á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 26.06.02.
Samþykkt með vísan til umsagnar Verkfræðistofu um að skilti verði fært fjær.
16.02 D-Tröð 5, Hesthús, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að færa inngangsdyr, breyta hlöðuopum og byggja hæð ofan á hluta hesthúss nr. 5 við D-Tröð í Seláslandi.
Kynna fyrir formanni Skipulags- og byggingarnefndar.
17.02 Reitur 1.170.1 og 1.170.2, Lækjargata/Bankastr./Þingholtsstr./Amtmannsst.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireiti 1.170.1 og 1.170.2, sem afmarkast af Lækjargötu, Bankastræti, Þingholtsstræti og Amtmannsstíg, dags. 08.01.02, ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, dags. 16.01.02. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 21.02.02 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 20.02.02. Málið var í auglýsingu frá 10. maí til 21. júní, athugsemdafrestur var til 21. júní 2002. Athugasemdabréf bárust frá Herbertsprent ehf, dags. 18.06.02 og Gylfa Gíslasyni, dags. 21.06.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugsemdir, dags. 1. júlí 2002.
Vísað til Skipulags- og byggingarnefndar.
18.02 Reitur 1.170.3, Bankastræti/Ingólfsstr./Amtmannsst./Þingholtsstr.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.170.3, sem afmarkast af Bankastræti, Ingólfsstræti, Amtmannsstíg og Þingholtsstræti, dags. 08.01.02, ásamt drögum að greinargerð og skilmálum, dags. 16.01.02. Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 21.02.02 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 20.02.02. Málið var í auglýsingu frá 10. maí til 21. júní, athugasemdafrestur var til 21. júní 2002. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til samþykktar um embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.
19.02 Reitur 1.180,2, Hallveigarstígur, Bergstaðastr., Spítalastígur, Ingólfsstræti
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 27.06.02, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.180.2, sem afmarkast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti.
Kynna fyrir formanni Skipulags- og byggingarnefndar.
20.02 Reitur 1.181.0, Skólavörðustígur, Týsgata, Spítalastígur, Óðinsgata
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 01.07.02, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.181.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Týsgötu, Spítalastíg og Óðinsgötu.
Kynna fyrir formanni Skipulags- og byggingarnefndar.
21.02 Reitur 1.182.0, Skólavörðustígur, Vegamótastígur, Grettisgata, Klapparstígur
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 15.11.01, breytt 24.06.02, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.182.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg.
Kynna fyrir formanni Skipulags- og byggingarnefndar.
22.02 Ystibær 1, fsp.viðb. við bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 14 fermetra viðbyggingu að suðurhlið bílskúrsins á lóðinni nr. 1 við Ystabæ. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 03.07.02.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.