Hringbraut 50
Skjalnúmer : 5232
26. fundur 1999
Hringbraut 50, viðb. til norðurs og br. á 4. hæð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. desember 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um viðbyggingu og breytingu á 4. hæð Elliheimilisins Grundar að Hringbraut 50.
25. fundur 1999
Hringbraut 50 - Vistheimili, viðb. til norðurs og br. á 4 hæð, Hringbraut 50 Elliheimili
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvær þriggja hæða steinsteyptar viðbyggingar og lyftuturn við norðurhlið, breyta inngangi og breyta innra skipulagi 4. hæðar (þakhæðar) Elliheimilisins Grund á lóðinni nr. 50 við Hringbraut, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 31.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99. Málið var í kynningu til 21. okt. 1999. Lagt fram óundirritað athugasemdabréf íbúa, mótt. 13.10.99, Sifjar Ásmundsdóttur, mótt. 13.10.99, Jóns Viðars Sigurðssonar, dags. 13.10.99, íbúa Brávallagötu 26, mótt. 18.10.99, íbúa Brávallagötu 24, dags. 18.10.99, 2 íbúa Ásvallagötu 17, mótt. 20.10.99, íbúa Brávallagötu 14, mótt. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 12, dags. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 16a, mótt. 22.10.99, íbúa Blómvallagötu 11, mótt. 28.10.99. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar dags. 21.11.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 06.12.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir umsóttum viðbyggingum og breytingum enda verði gert ráð fyrir 21 bílastæði á lóðinni sbr. afstöðumynd mótt. 3.12.99.
Lagt er fyrir Borgarskipulag og umferðardeild að ljúka hið fyrsta skoðun á umferðar- og bílastæðamálum hverfisins. Embættin skulu vinna tillögur að úrbótum, að höfðu samráði við íbúa og leggja fyrir nefndina.
Lögfræðingi Borgarskipulags er falið að beina þeim tilmælum til yfirstjórnar Grundar að hún hlutist til um að starfsfólk heimilisins nýti bílastæðin við Hringbraut. Þá er því beint til byggingarnefndar að hún setji umsækjanda tiltölulega stuttan frest til að ljúka framkvæmdum og að þeim verði hagað þannig að sem minnst ónæði hljótist af fyrir íbúa.
3489. fundur 2000
Hringbraut 50 - Vistheimili, viðb. til norðurs og br. á 4 hæð, Hringbraut 50 Elliheimili
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvær þriggja hæða steinsteyptar viðbyggingar og lyftuturn við norðurhlið, breyta inngangi og breyta innra skipulagi 4. hæðar (þakhæðar) Elliheimilisins Grund á lóðinni nr. 50 við Hringbraut.
Stærð: Viðbyggingar 1. hæð, 2. hæð, 3. hæð og þakhæð allar jafn stórar 133,5 ferm., samtals 534 ferm., 1492 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 37.300
Bréf Jóns Viðars Sigurðssonar dags. 13. október 1999 þar sem mótmælt er fyrirhugaðri framkvæmd, útskrift úr gerðarbók skipulags- og umferðarnefnar frá 6. desember 1999, umsögn Borgarskipulags dags. 6. desember 1999 og athugasemdir um umferð við Hringbraut 50 frá umferðadeild Borgarverkfræðings dags 21. nóvember 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
24. fundur 1999
Hringbraut 50 - Vistheimili, viðb. til norðurs og br. á 4 hæð, Hringbraut 50 Elliheimili
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvær þriggja hæða steinsteyptar viðbyggingar og lyftuturn við norðurhlið, breyta inngangi og breyta innra skipulagi 4. hæðar (þakhæðar) Elliheimilisins Grund á lóðinni nr. 50 við Hringbraut, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 31.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99. Málið var í kynningu til 21. okt. 1999. Lagt fram óundirritað athugasemdabréf íbúa, mótt. 13.10.99, Sifjar Ásmundsdóttur, mótt. 13.10.99, Jóns Viðars Sigurðssonar, dags. 13.10.99, íbúa Brávallagötu 26, mótt. 18.10.99, íbúa Brávallagötu 24, dags. 18.10.99, 2 íbúa Ásvallagötu 17, mótt. 20.10.99, íbúa Brávallagötu 14, mótt. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 12, dags. 21.10.99, íbúa Brávallagötu 16a, mótt. 22.10.99, íbúa Blómvallagötu 11, mótt. 28.10.99. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar dags. 19.11.99 og umsögn Borgarskipulags dags. 19.11.1999.
Frestað
19. fundur 1999
Hringbraut 50 - Vistheimili, viðb. til norðurs og br. á 4 hæð, Hringbraut 50 Elliheimili
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvær þriggja hæða steinsteyptar viðbyggingar og lyftuturn við norðurhlið, breyta inngangi og breyta innra skipulagi 4. hæðar (þakhæðar) Elliheimilisins Grund á lóðinni nr. 50 við Hringbraut, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 31.08.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.99.
Fallist er á umsögn Borgarskipulags. Grenndarkynna skal erindið fyrir hagsmunaaðilum að Blómvallagötu 12 og 13 og Brávallagötu 8, 10, 12, 14, 16, 16a, 18, 20, 22, 24, 26, 40 og 42 skv. 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997
3480. fundur 1999
Hringbraut 50 - Vistheimili, viðb. til norðurs og br. á 4 hæð, Hringbraut 50 Elliheimili
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvær þriggja hæða steinsteyptar viðbyggingar og lyftuturn við norðurhlið, breyta inngangi og breyta innra skipulagi 4. hæðar (þakhæðar) Elliheimilisins Grund á lóðinni nr. 50 við Hringbraut.
Stærð: Viðbyggingar 1. hæð, 2. hæð, 3. hæð og þakhæð allar jafn stórar 133,5 ferm., samtals 534 ferm., 1492 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 37.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar eldvarnareftirlits og til skipulags- og umferðarnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu.
26. fundur 1998
Hringbraut 50, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.11.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23. s.m. um viðbyggingu að Hringbraut 50.
25. fundur 1998
Hringbraut 50, bílastæði
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Júlíusar Rafnssonar f.h. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, dags. 19.08.98, varðandi viðbyggingu við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, samkv. bréfi, dags. 19.08.98 og uppdr. Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 19.08.98 og 30.09.98. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 1.9.98 og 1.10.98 ásamt umsögnum Borgarskipulags, dags. 7.10.98 og 18.11.98. Ennfremur lagt fram athugasemdabréf íbúa að Brávallagötu 14, dags. mótt. 16. nóv. 1998. Málið var í kynningu frá 19. okt. til 16. nóv. 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 18.11.98 ásamt viðbyggingu sbr. tillögu, dags. 19.8.98 og 30.9.98. Athugasemdum varðandi umferðarmál vísað til athugunar umferðardeildar borgarverkfræðings og Borgarskipulags.
22. fundur 1998
Hringbraut 50, bílastæði
Lagt fram bréf Júlíusar Rafnssonar f.h. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, dags. 19.08.98, varðandi viðbyggingu við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, samkv. bréfi og uppdr. Páls Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 19.08.98 og 30.09.98. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 1.9.98 og 1.10.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 7.10.98.
Samþykkt að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Blómvallagötu 12 og 13 og Brávallagötu 8, 10, 12, 14, 16, 16a, 18, 20, 22, 24, 26, 40 og 42.