Áland, Langholtsvegur 89, Sporðagrunn 13 , Sundaborg 1-15 og 8, Bergþórugata 13 , Borgartún 32, Kirkjustétt 15-21, Spöngin, kvikmyndahús, Stórhöfði 15, Súðarvogur 14/Dugguvogur 1B, Reitur 1.154.3, Barónsreitur, Grjótaþorp, Gullengi 2-4, Vatnsendahvarf, Fluggarðar skýli 23 , Kjalarnes, Esjumelar, Skálafell, Gylfaflöt , Logafold,

BYGGINGARNEFND

14. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 4. maí kl. 10:00 var haldinn 14. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson og Helga Bragadóttir
Þetta gerðist:


1.01 Áland, deiliskipulag
Lagður fram samningur um gerð deiliskipulags af reit, sem afmarkast af Álandi, Bústaðavegi og göngustíg milli Álands og Aðallands.
Frestað.
Lagt fram. Skoða þarf stærðir á byggingarreitum.


2.01 Langholtsvegur 89,
Lagt fram bréf Ragnars Gunnarssonar, dags. 09.02.01, vegna atvinnu- og íbúðarhúsnæðisins að Langholtsvegi 89.
Frestað.
Ákveðið að leggja erindið fyrir skipulags- og byggingarnefnd 9. maí.


3.01 Sporðagrunn 13 , viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.04.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja yfir hluta norðursvala 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 13 við Sporðagrunn, samkv. uppdr. Hornsteina arkitekta ehf, dags. 12.02.01
Samþykki meðlóðarhafa dags. 29. nóvember 1999 fylgir erindinu.
Stærð Viðbygging 25,3 ferm., 75,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.112
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sporðagrunni 11,15, 16 og 17 og Selvogsgrunni 16, 18 og 20.

4.01 Sundaborg 1-15 og 8, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. 26.02.01, að endurskoðun deiliskipulags á lóðunum nr. 1-15 og 8 við Sundaborg.
Frestað.
Rýna þarf tillöguna frekar.


5.01 Bergþórugata 13 , Stækkun - ofanábygging.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.04.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja hæð og ris úr steinsteypu ofan á húsið á lóðinni nr. 13 við Bergþórugötu, fjórar íbúðir verða þá í húsinu en í dag eru þær skráðar þrjár, samkv. uppdr. Vektors, dags. 08.01.01. Einnig er sótt um leyfi til þess að fjarlægja að hluta skúr á lóð hússins og koma þar fyrir tveimur bílastæðum.
Bréf Borgarskipulags dags. 20. júní 2000 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda og nágranna að Bergþórugötu 11A (á teikn.) fylgir erindinu. Útskrift úr skrám Fasteignamats ríkisins dags. 13. 04 1978 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, 3. hæð íbúð 89,7 ferm., 4. hæð (ris) 77,4 ferm. Samtals 167,1 ferm. og 458,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 18.794
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Bergþórugötu 11, 11A,15,14,14A og Njálsgötu 36 og 38.

6.01 Borgartún 32, Breyta rishæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 04.04.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og hækka neyðarstiga á vesturhlið og breyta rishæð hússins á lóðinni nr. 32 við Borgartún úr geymslu í fundarsal fyrir 15-20 manns, samkv. uppdr. ES teiknistofunnar, dags. í janúar 1997, breytt í júní 2000. Einnig lagt fram bréf Haraldar Blöndal hrl. dags. 02.05.01.
Málinu fylgir greinagerð vegna brunavarna dags. 27. mars 2001.
Stærð: Stækkun, kvistur 4,84 ferm. og 13,35 rúmm.
Gjald kr. 4.100 +547
Frestað.
Samþykkt að leggja málið fyrir skipulags- og byggingarnefnd og með tillögu um samþykki umsóknar án grenndarkynningar.


7.01 Kirkjustétt 15-21, (fsp) Fjölbýlishús m 22 íbúðum
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 08.03.01, ásamt tillögu Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, dags. í apríl 2001, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 15-21 við Kirkjustétt.
Frestað.
Rýna þarf tillögu á milli funda.


8.01 Spöngin, kvikmyndahús,
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 25.04.01, að kvikmyndahúsi Sambíóanna á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina.
Frestað.
Setja þarf erindið inn á deiliskipulag Spangarinnar til að hægt sé að átta sig á heildarskiplagi svæðisins og göngutengslum. Vinna þarf sniðmyndir.


9.01 Stórhöfði 15, stækkun lóðar
Lagt fram bréf ALARK arkitekta sf, dags. 08.11.00, varðandi stækkun lóðar nr. 15 við Stórhöfða, samkv. uppdr. sama, dags. 23.08.00.
Frestað.
Óska þarf skriflegrar umsagnar umferðardeildar.
Leggja erindið fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar með tillögu um að umsótt afnot verði samþykkt.


10.01 Súðarvogur 14/Dugguvogur 1B, skipting lóðar
Lagt fram bréf Leifs Gíslasonar f.h. Jens Árnason ehf, dags. 22.03.01, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 14 við Súðarvog, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, dags. 15.01.01, breytt 24.04.01. Einnig lagt fram bréf Hafsteins Guðjónssonar og Leifs Gíslasonar f.h. Jens Árnason ehf, dags. 24.04.01.
Frestað
Gera þarf grein fyrir skiptingu bílastæða og/eða kvöðum um sameiginleg afnot og aðkomur. Umsækjanda bent á að hægt er að leysa lóðarskiptingu með eignarskiptayfirlýsingu án þess að skipta lóðinni formlega í tvær.


11.01 Reitur 1.154.3, Barónsreitur, bílgeymsla
Deiliskipulag.
Frestað.
Óska þarf eftir upplýsingum hönnuða, Úti og inni, um stöðu deiliskipulagsvinnunnar.


12.01 Grjótaþorp, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 10.02.01 ásamt uppkasti að greinargerð, dags. 10.02.01. Málið var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu frá 19. febr. til 2. mars 2001.
Athugasemdabréf bárust frá: Tryggingamiðstöðinni hf, dags. 28.02.01, íbúum í Mjóstræti 3, Bröttugötu 6 og Mjóstræti 6, dags. 26.02.01, eigendum Grjótagötu 5, dags. 01.03.01, eigendum Mjóstrætis 3, dags. 02.03.01, SH, dags. 02.03.01, Torfa Hjartarsyni, dags. 02.03.01 og Halli A. Baldurssyni, dags. 06.03.01.
Einnig lagt fram bréf menningarmálanefndar, dags. 12.03.01, bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 20.03.01 ásamt samantekt Borgarskipulags, dags. 16.03.01.
Frestað.
Funda þarf með hönnuðum til að ræða breytingar og lagfæringar á framsetningu tillögunnar.


13.01 Gullengi 2-4, sameining lóða, stæði fyrir stóra bíla
Lagt fram bréf Teiknistofu Hauks Harðarsonar, dags. 04.07.00, varðandi sameiningu lóðanna nr. 2 og 4 við Gullengi og byggingu verslana- og þjónustumiðstöðvar, samkv. uppdr. sama, dags. 02.07.00.
Hverfisstjóra og lögfræðingi embættisins falið að skrifa umsækjanda bréf um að umsóttar breytingar komi ekki til álita vegna samninga og skilmála um landnotkun Spangarinnar. Jafnframt verði þeir inntir eftir svörum um það hvort fallið hafi verið frá því að byggja bensínstöð á lóðinni.

14.01 Vatnsendahvarf, umferðarskipulag
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 04.04.01, ásamt skýrslu dags. mars 2001 sem unnin er af Verkfræðistofunni Línuhönnun í samvinnu Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, varðandi umferðarskipulag við Vatnsendahvarf. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags.
Umsögn borgarskipulags kynnt.

15.01 Fluggarðar skýli 23 , Stækkun og breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.04.01, þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun og útlitsbreytingum á flugskýli sem samþykkt var þann 13. apríl 2000, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Torgsins, dags. 17.03.00, síðast breytt 02.04.01. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 8.05.01. Samþykki Flugmálastjórnar (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Hverfisstjóra falið að svara umsækjanda um að rétt sé að byggja skýli sem falli að skipulagi svæðisins og hægt verði að fjarlægja vegna óvissu um framtíð einkaflugs og aðstöðu þess.

16.01 Kjalarnes, Esjumelar, lóðarumsóknir
Lögð fram tillaga Þórarinns Þórarinssonar, dags. 26.04.01, að afmörkun athafnasvæðis.
Samþykkt að vísa til umsagnar aðalskipulagsdeildar.

17.01 Skálafell, deiliskipulag skíðasvæðis
Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 30.04.01, ásamt tillögu Landslags ehf, að deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skálafelli, dags. í apríl 2001.
Frestað.
Rýna þarf tillögu.


18.01 Gylfaflöt , tækjahús og fjarskiptamastur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjahús og 16 m hátt mastur fyrir fjarskiptabúnað utan lóðar u.þ.b. miðja vegu milli Gylfaflatar og Berjarima, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, dags. 28.11.00. Jafnframt er sótt um að viðkomandi spilda verði afmörkuð sem lóð og hún úthlutuð Landssíma Íslands. Jafnframt lagt fram uppkast að bréfi Landssímans til annarra fjarskiptafyrirtækja dags. 22.02.2001.

Frestað.
Uppdrætti vantar.


19.01 Logafold, tækjahús ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.12.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjahús og 16 m hátt mastur fyrir fjarskiptabúnað utan lóðar rétt austan við lóðina 106 við Logafold, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 28.11.00. Jafnframt er sótt um að viðkomandi spilda verði afmörkuð sem lóð og hún úthlutuð Landssíma Íslands.


Frestað.
Uppdrætti vantar.