Borgartún 5 og Sætún 6,
Efstaleiti,
Kirkjusandur 1-5,
Klapparstígur 35A,
Skúlagata 17,
Smiðjustígur 6/Hverfisgata 26-28,
Spöng,
Hraunbær 107,
Blesugróf 14,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Skipulags- og umferðarnefnd
22. fundur 1996
Ár 1996, mánudaginn 21. október kl. 09:30, var haldinn 22. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Fundarritari var Ágúst
Þetta gerðist:
Borgartún 5 og Sætún 6, ofanábygging og sameining lóða
Lagt fram bréf borgarsjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um ofanábyggingu og sameiningu lóða að Borgartúni 5 og Sætúni 6,
Efstaleiti, dreifistöð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.10.96 á bókun skipulagsnefndr frá 7.10.96 um Efstaleiti, dreifistöð.
Kirkjusandur 1-5, ný tillaga, breytt aðalskipulag og deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um breytt aðalskipulag og deiliskipulag á Kirkjusandi 1-5.
Samþykkt skipulagsnefndar er í fjórum liðum; deiliskipulag, landnotkun, tillaga teiknistofunnar Óðinstorgs og umsögn Borgarskipulags um athugasemdir nágranna.
Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.
Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu skipulagsnefndar um viðræður við umhverfisráðherra um framfylgd reglugerðarákvæða um hljóðvist. Borgarstjórn var falið að tilnefna fulltrúa í nefnd til að undirbúa viðræður.
Klapparstígur 35A, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um Laugaveg 24 b, viðbyggingu.
Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um Skúlagötu 17, breytingu á deiliskipulagi.
Smiðjustígur 6/Hverfisgata 26-28, skipting lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um skiptingu lóðanna nr. 6 við Smiðjustíg og 26-28 við Hverfisgötu.
Spöng, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8.10.96 á bókun skipulagsnefndar frá 7.10.96 um deiliskipulag Spangar.
Hraunbær 107, lóðarafmörkun og skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra, f.h. borgarráðs, dags. 25.09.96, varðandi bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 23.09.96, um fyrirheit á úthlutun lóðar nr. 107 við Hraunbæ.
Borgarskipulagi falið að gera tillögu um lóðarafmörkun og skilmála.
Blesugróf 14, nýbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 30.08.96, varðandi byggingu einbýlishúss á lóð nr. 14 við Blesugróf, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörðs ark., dags. í sept. ´96, br. 20.10.96.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna.
Aðalskipulag Reykjavíkur, fyrirspurn
Lögð fram greinargerð A. R. 1996-2016, dags. 16.10.96 (handrit) ásamt tillögu að landnotkunarkorti.