Baughús 22, Stararimi 11, Egilsgata 5, Kirkjutún, Kringlan 4-6, Sigtún, austan Kringlumýrarbrautar, Skerjafjörður, Skólavörðuholt, Staðahverfi, Viðarás 75-79,81-85 og 87-89,

Skipulags- og umferðarnefnd

10. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 6. maí kl. 9.30 var haldinn 10. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Baughús 22, stækkun íbúðar
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 4.3.96, varðandi stækkun kjallaraíbúðar að Baughúsum 22 samkv. uppdr. Staðalhúsa sf., dags. í mars 1990, br. í febr. 1996.

Frestað.

Stararimi 11, aukaíbúð
Lagt fram bréf Guðrúnar Þorgerðar Hlöðversdóttur, dags. 9.4.96, varðandi ósk um aukaíbúð að Stararima 11 samkv. uppdr. Magnúsar Þórðarsonar, dags. í des. 93, br. í apríl 96.

Frestað. Vantar samþykki lóðarhafa lóða nr. 7, 13 og 19 við Stararima.

Egilsgata 5, bensíndæla
Lagðar fram tillögur Ingimundar Sveinssonar arkitekts, að staðsetningu bensínsölu á lóð nr. 5 við Egilsgötu, dags. 5.2.96, br. 18.3.96.

Frestað. Vísað til umsagnar umferðarnefndar.

Kirkjutún, breytt skipulag
Lögð fram til kynningar tillaga Ingimundar Sveinssonar arkitekts, um breytt deiliskipulag á "Kirkjutúnsreit".



Kringlan 4-6, viðbygging og breyttar aðkomur
Lagt fram að nýju bréf Einars I. Halldórssonar f.h. Verkefnisstjórnar Borgarkringlunnar, dags. 19.4.96, varðandi viðbyggingu fyrir kvikmyndasýningarsali á vesturhlið Kringlunnar 4 og breyttar aðkomur og tengingar milli húsa, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags, 19.4.96. Ennfremur lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, dags. 5.5.96.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með 3 samhljóða atkvæðum með fyrirvara varðandi bílastæði á lóð Borgarleikhúss (Guðmundur Gunnarsson og Guðrún Zoega sátu hjá).

Sigtún, austan Kringlumýrarbrautar,
Lögð fram til kynningar tillaga Borgarskipulags að breytingum á akstursleiðum og aðkomum á Sigtúni, dags. 3.5.96. Einnig lagt fram bréf Stefáns H. Jóhnnessonar og Ragnars Jóns Gunnarssonar f.h. íbúa Teigahverfis, dags.27.09.38.

Borgarskipulag Reykjavíkur og Umferðardeild borgarverkfræðings.

Skerjafjörður, sparkvöllur
Kynnt tillaga Borgarskipulags að útfærslu sparkvallar sunnan Skeljatanga í Skerjafirði, dags. 3.11.93, br. 2.5.96. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 29.11.95.



Skólavörðuholt, skipulag
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 21.3.96 varðandi skipulag Skólavörðuholts. Einnig lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur og Ögmundar Skarphéðinssonar að skipulagi Skólavörðuholts, dags. í maí 1996 ásamt bókunum umhverfismálaráðs frá 17.8.94 og umferðarnefndar frá 6.10.94.
Frestað. Gera skal nánari grein fyrir gönguleiðum og lóðamörkum.

Staðahverfi, skilmálar
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar að skilmálum fyrir Staðahverfi, dags. 30.4.96.

Frestað. Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs og byggingarnefndar.

Viðarás 75-79,81-85 og 87-89, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Snorra Eiríkssonar, dags. 21.4.96, varðandi ósk um stækkun lóðarinnar nr. 81 við Viðarás. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 2.5.96.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafi Viðaráss 81 fái afnotarétt af 1,5 m spildu, sbr. tillögu Borgarskipulags.