Skútuvogur 6,
Fossaleynir 2,
Gylfaflöt, skipulag,
Gylfaflöt, Bónus,
Gylfaflöt, Húsvirki hf.,
Gylfaflöt, M. Ragnarsson sf,
Staðahverfi,
Hverfakort 7,
Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10,
Miðbærinn, skiptistöð SVR,
Ingólfstorg,
Kringlan 4-6,
Laufrimi 10-14,
Sigtún 38,
Laugarnes,
Skipulags- og umferðarnefnd
9. fundur 1996
Ár 1996, mánudaginn 29. apríl kl. 11.00 var haldinn 9. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:
Skútuvogur 6, stækkun byggingarreits
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.4.96 á bókun skipulagsnefndar frá 15.4.96 um stækkun byggingarreits á lóðinni Skútuvogur 6.
Fossaleynir 2, breyting á skilmálum
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags um viðbót við skilmála fyrir Fossaleynismýri. Ennfremur lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 18.4.'96.
Tillaga Borgarskipulags var samþykkt samhljóða.
Gylfaflöt, skipulag, breyting á skilmálum
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags um viðbót við skilmála fyrir Gylfaflöt. Ennfremur lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 18.4.'96.
Tillaga Borgarskipulags var samþykkt samhljóða.
Gylfaflöt, Bónus, ósk um afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 21.2.96, varðandi ósk um afmörkun lóðar fyrir Bónus sf. á Gylfaflöt.
Skipulagsnefnd vísar málinu til borgarráðs með vísan til samþykktar nefndarinnar á breyttum skilmálum fyrir lóðir á Gylfaflöt, sbr. mál nr. 174.96.
Gylfaflöt, Húsvirki hf., ósk um afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarverkfræðings, dags. 21.2.96, varðandi ósk um afmörkun lóðar fyrir Húsvirki hf. á Gylfaflöt. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 26.4.96.
Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar en felur Borgarskipulagi að kynna fyrir umsækjanda nýsamþykkta breytingu á skilmálum fyrir Gylfaflöt áður en málið verður lagt fyrir borgarráð.
Gylfaflöt, M. Ragnarsson sf, ósk um afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 14.2.96, varðandi ósk Magnúsar Magnússonar um afmörkun lóðar við Gylfaflöt fyrir verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhús. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 26.4.96.
Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun:
"Skipulagsnefnd sér ekki fært að verða við ósk lóðarumsækjanda um lóð á þeim stað sem óskað er eftir þ.e. norðan við Barnasmiðjuna hf. Á þessum reit á Gylfaflöt er gert ráð fyrir að lóðir séu almennt ekki minni en 4000 m2. Bent skal á að annarsstaðar á svæðinu er ekkert til fyrirstöðu að afmarka 2500 m2 lóð."
Staðahverfi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar, arkitekts, dags. 20.4.'96, að deiliskipulagi Staðahverfis með breyttu umferðarskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til umferðarnefndar.
Hverfakort 7, fundargerðir og tímaáætlun
Lagðar fram fundargerðir borgarafunda í borgarhluta 7 og tímaáætlun hverfakorts borgarhluta 7.
Skipulagsnefnd samþykkir tímaáætlunina.
Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10, athugasemdir og umsögn
Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra ríkisins f.h. skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 13.09.95, varðandi kærða byggingarleyfisveitingu vegna húss nr. 7 við Klapparstíg. Einnig lagðar fram athugasemdir sem fram komu vegna auglýsingar og umsögn Borgarskipulags, dags. 26.4.96.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breyttu skipulagi lóðar nr. 1-7 við Klapparstíg og nr. 10 við Skúlagötu, dags. 10.11.'95, með þeirri breytingu að mænishæð Klapparstígs 7 lækki um 50 cm. Ennfremur samþykkir nefndin umsögn Borgarskipulags um þær athugasemdir sem bárust.
Miðbærinn, skiptistöð SVR,
Lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur og Ögmundar Skarphéðinssonar, dags. 29.4.96, að skiptistöð SVR við Lækjartorg.
Nefndin samþykkti samhljóða svofellda bókun:
"Samþykktur uppdráttur nr. 1, dags. 29. apríl 1996 að fyrirkomulagi skiptistöðvar við Lækjartorg, sem unnin er af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur og Ögmundi Skarphéðinssyni í samráði við Borgarskipulag, SVR og borgarverkfræðing."
Ingólfstorg, skipulag
Lögð fram tillaga Verkstæðis 3 að breytingum á skipulagi Ingólfstorgs við Hafnarstræti, dags. í janúar 1996.
Samþykkt.
Kringlan 4-6, viðbygging og breyttar aðkomur
Lagt fram bréf Einars I. Halldórsonar f.h. Verkefnisstjórnar Borgarkringlunnar, dags. 19.4.96, varðandi viðbyggingu fyrir kvikmyndasýningarsali á vesturhlið Kringlunnar 4 og breyttar aðkomur og tengingar milli húsa, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags, 19.4.96.
Frestað.
Laufrimi 10-14, uppbygging lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 20.3.96 um afmörkun lóðar við Laufrima 10-14 fyrir Mótáss ehf. Einnig bréf Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 17.4.96, varðandi uppbyggingu lóðarinnar 10-14 við Laufrima, samkv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 9.4.96. Ennfremur lögð fram tillaga Borgarskipulags um lóð fyrir hjúkrunarheimili vestast á Spönginni.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur og leggur jafnframt til við borgarráð að óskað verði eftir breytingu á landnotkun samkvæmt 19. gr. skipulagslaga annarsvegar á lóð nr. 10-14 við Laufrima úr stofnanasvæði í íbúðarsvæði og hinsvegar vestast á Spönginni úr verslunar- og þjónustusvæði í stofnanasvæði.
Sigtún 38, stækkun
Lagt fram bréf Helgu Gunnarsdóttur, dags. 22.4.1996, varðandi stækkun á austustu álmu Grand Hótels að Sigtúni 38, samkv. uppdr., dags. 19.4.96.
Samþykkt.
Laugarnes, lóðaafmörkun og frumdrög að skipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða og frumdrög að skipulagi á Laugarnestanga, dags. 24.4.96. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 6.3.96.
Samþykkt samhljóða.