Gylfaflöt, M. Ragnarsson sf

Skjalnúmer : 6859

14. fundur 1996
Gylfaflöt, M. Ragnarsson sf, ósk um afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 04.06.96 á bókun skipulagsnefndar frá 29.06.96 um afmörkun lóðar við Gylfaflöt fyrir verslunar-, þjónustu-og skrifstofuhús.



9. fundur 1996
Gylfaflöt, M. Ragnarsson sf, ósk um afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 14.2.96, varðandi ósk Magnúsar Magnússonar um afmörkun lóðar við Gylfaflöt fyrir verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhús. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 26.4.96.

Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun:
"Skipulagsnefnd sér ekki fært að verða við ósk lóðarumsækjanda um lóð á þeim stað sem óskað er eftir þ.e. norðan við Barnasmiðjuna hf. Á þessum reit á Gylfaflöt er gert ráð fyrir að lóðir séu almennt ekki minni en 4000 m2. Bent skal á að annarsstaðar á svæðinu er ekkert til fyrirstöðu að afmarka 2500 m2 lóð."