Álfabakki/Þönglabakki, Selásbraut, leikskóli, Sporhamrar, verslun, Ásgarður 22-24, Baughús 10, Frostaskjól 2, Eskihlíð 24-28, Kringlumýrarbraut/Sléttuvegur, Langholtsvegur 37, Starmýri 2, Vesturás 38, Aðalskipulag Reykjavíkur,

Skipulags- og umferðarnefnd

20. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 4. september kl. 11.00, var haldinn 20. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:


Álfabakki/Þönglabakki, yfirbygging göngugötu
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 22.08.95 um samþykkt borgarráðs 21.08.95 á bókun skipulagsnefndar frá 06.03.95 um yfirbyggingu göngugötu Álfabakka-Þönglabakka.



Selásbraut, leikskóli, stækkun lóðar
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.8.95 á bókun skipulagsnefndar frá 28.8.95 um stækkun lóðar leikskóla við Selásbraut.



Sporhamrar, verslun, verslunar- og þjónustulóð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.8.95 á bókun skipulagsnefndar frá 28.8.95 um verslunar og þjónustulóð við Sporhamra. Borgarráð samþykkti erindið með þeirri breytingu að gerð verði krafa um eitt bílastæði á hverja 25 m2 í samræmi við skipulagsskilmála.


Ásgarður 22-24, breytt notkun
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.05.95, varðandi breytingu á verslunarhúsnæði að Ásgarði 22-24 í íbúðarhúsnæði, samkv. uppdráttum Arkitektastofunnar við Austurvöll, dags. 25.07.95. Lögð fram að nýju umsögn borgarlögmanns, dags. 22.08.95, vegna fjölgunar íbúða á reitnum. Einnig lögð fram umsögn skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 31.8.95.
Samþykkt að sækja um breytingu á 19. gr. skipulagslaga með hliðsjón af umsögnum borgarlögmanns dags. 22.08.95 og skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 31.08.95.

Baughús 10, aukaíbúð
Lagt fram bréf Stefáns G. Óskarssonar, dags. 31.07.95, varðandi aukaíbúð í Baughúsum 10.

Samþykkt.

Frostaskjól 2, íþróttahús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.08.95, varðandi erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur frá 18.08.95 um íþróttahús K.R. við Frostaskjól. Einnig lagður fram uppdráttur Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 04.07.95 og uppdr. dags. 30.8.95 ásamt greinargerð, dags. 01.09.1995 og líkani.
Samþykkt að kynna fyrir nágrönnum.

Eskihlíð 24-28, Þóroddsstaðir
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar arkitekts FAÍ f.h. Baldurs Ágústssonar, dags. 27.08.95, ásamt yfirliti, dags. 18.8.1995, varðandi umsókn um lóð fyrir bílastæði við enda Skógarhlíðar næst Litluhlíð. Einnig lagðir fram uppdr. Landslagsarkitekta, dagsettir 25.08.95 og 17.11.92, br. 24.08.95.
Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt kynnti skipulagstillögur af suðurhluta Skógarhlíðar. Skipulagsnefnd vísar skipulagstillögu Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts af suðurhluta Skógarhlíðar, dags. 24.08.95, til borgarverkfræðings vegna bílastæða og lóðamarka. Erindi Gunnars Óskarssonar arkitekts f.h. Þóroddsstaða, dags. 27.08.95 ásamt yfirliti, dags. 18.08.1995, um afmörkun á sérlóðarhluta fyrir Þóroddsstaði er vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

Kringlumýrarbraut/Sléttuvegur, hljóðmön
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 22.08.95, þar sem komið er á framfæri erindi íbúa að Sléttuvegi 7, dags. 15.08.95, varðandi gerð hljóðmanar við Kringlumýrarbraut/Sléttuveg. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 4.9.1995.

Samykkt og vísað til borgarverkfræðings til kostnaðarútreiknings.

Langholtsvegur 37, hækkun húss
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 25.03.94, varðandi erindi Sigtryggs Levi Kristóferssonar um að byggja rishæð á hús á lóðinni nr. 37 við Langholtsveg skv. uppdr. Leifs Stefánssonar, byggingarfr., dags. í mars 1994, ásamt samþykki íbúa nr. 35 og 39 við Langholtsveg og nr. 34,36 og 38 við Efstasund. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.08.95.
Skipulagsnefnd samþ. erindið fyrir sitt leyti. Nefndin að Gunnari J. Birgissyni undanskildum hefði kosið aðra útfærslu á þaki, en G.J.B. vildi samþykkja erindið með vísan til þess að þakform væri mál byggingarnefndar.

Starmýri 2,
Lagt fram bréf Jóhanns Kristjánssonar, dags. 3. sept. 1995, vegna kynningar á ofanábyggingu á húsi nr. 2b og 2c við Starmýri.

Fallist er á umbeðinn frest sem fram kemur í bréfinu.

Vesturás 38, stækkun
Lagt fram bréf Kristins Sveinbjörnssonar, dags. 14.08.95, varðandi leyfi til að fara út fyrir byggingarreit á lóð nr. 38 við Vesturás. Einnig lagður fram uppdr. Kristins Sveinbjörnssonar, dags. júní 1995.

Samþykkt.

Aðalskipulag Reykjavíkur,
Aðalskipulag Reykjavíkur, umferðarþáttur. Umræður um stefnumörkun í umferðarmálum.

Vegna þessa liðar voru boðaðir til fundarins varafulltrúar í skipulagsnefnd, aðalfulltrúar frá umferðarnefnd og forstjóri SVR.
Bjarni Reynarsson aðst.forst.m. Borgarskipulags og Hafdís Hafliðadóttir arkitekt kynntu tillögur Borgarskipulags um markmið og leiðir í umferðarmálum. Eftirfarandi gögn voru lögð fram sem grundvöllur umræðna:
1. Kynningar á umferðarmálum og umferðarþætti aðalskipulags.
Skipulagsnefnd (yfirlit), dags. 24.8.1995.
2. Tillaga Borgarskipulags um markmið og leiðir í umferðarmálum, dags. 1. sept. 1995.
3. A.R. 1990-2010 markmið og leiðir í umferðarmálum.
4. Aðalskipulag-umferðarskipulag, borgarverkfræðingur, dags. 30.8.1995.
5. Svör borgarverkfræðings við 4 spurningum Borgarskipulags um umferðar- og gatnamál, dags. 30.8.1995.
6. Svör umferðardeildar borgarverkfræðings við 6 spurningum Borgarskipulags um ástand og þróun umferðar, dags. 31.8.1995.
7. Vegaáætlun 1995-1998 - höfuðborgarsvæðið, dags. 6. maí 1995 (tafla).

Fundarmenn skili inn athugasemdum við tillögum Borgarskipulags um markmið og leiðir í umferðarþætti aðalskipulags fyrir næsta fund skipulagsnefndar.