Álfabakki/Þönglabakki
Skjalnúmer : 9954
20. fundur 1995
Álfabakki/Þönglabakki, yfirbygging göngugötu
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 22.08.95 um samþykkt borgarráðs 21.08.95 á bókun skipulagsnefndar frá 06.03.95 um yfirbyggingu göngugötu Álfabakka-Þönglabakka.
6. fundur 1995
Álfabakki/Þönglabakki, yfirbygging göngugötu
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95 varðandi erindi Svæðisfélags í Mjódd um yfirbyggingu göngugötu milli Álfabakka 12, 14 og 16 og Þönglabakka 1-6, samkv. uppdr. Batterísins, dags. 15.2.95.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu, en bendir á, að m.a. er þörf á að endurskoða lóðarmörk vegna yfirbyggingar göngugötunnar. Varðandi gatnagerðargjöld vegna yfirbyggingarinnar vísar skipulagsnefnd til þeirrar endurskoðunar, sem nú stendur yfir varðandi gatnagerðargjald af gleryfirbyggingum.