Fossaleynir,
Nökkvavogur 54,
Rauðalækur 65,
Silfurteigur 6 ,
Granaskjól 23,
Lóuhólar 2-6,
Jafnasel 2-4,
Barðastaðir 1-5,
Frostaskjól 2 ,
Malarhöfði 2,
Hjarðarhagi 45-47-49,
Njálsgata 26,
Ólafsgeisli,
Grafarholt,
Dofraborgir 2-8 og 12-18,
Æsuborgir 16,
Seljahverfi,
Hamravík 16-20,
Gylfaflöt 5,
Skipulags- og umferðarnefnd,
Skipulags- og umferðarnefnd
12. fundur 2000
Ár 2000, mánudaginn 5. júní, var haldinn 12. fundur skipulags- og umferðarnefndar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 3, 4. hæð og hófst kl. 9.00. Viðstaddir voru: Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus V. Ingvarsson
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
404.00 Fossaleynir, staðsetning knattspyrnuhúss
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. maí 2000 á bréfi skipulagsstjóra, dags. s.d.
405.00 Nökkvavogur 54, Viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.05.00, þar sem sótt er um samþykki fyrir viðbyggingum á fyrstu og annarri hæð hússins á lóðinni nr. 54 við Nökkvavog, samkv. uppdr. ATH vinnustofu, dags. 21.03.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 30.05.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Nökkvavogi 37, 39, 48, 50, 52, 56 og 58.
406.00 Rauðalækur 65, Sólstofa og áður gerðar br.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.05.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu á hluta af suðursvölum rishæðar og samþykki fyrir smávægilegum breytingum á innra skipulagi risíbúðar á lóð nr. 65 við Rauðalæk, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 10.04.00. Samþykki meðeigenda dags. 12. apríl 2000 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 1. júní 2000.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Rauðalæk 59-67.
407.00 Silfurteigur 6 , Kvistar 4.stk
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 14.04.2000 varðandi umsókn um leyfi til þess að byggja fjóra kvisti á húsið á lóðinni nr. 6 við Silfurteig skv. uppdr. Hildar Bjarnadóttur ark. dags. 24.03.2000. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 1.júní 2000.
Fallist á umsögn Borgarskipulags. Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Gullteig 18, Hofteig 21 og Silfurteig 3, 4 og 5.
408.00 Granaskjól 23, Bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.05.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr, samkv. uppdr. Páls Björgvinssonar arkitekts, dags. 01.05.00, á lóðinni nr. 23 við Granaskjól. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 30.05.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Granaskjóli 21, 25, 27 og 64-68.
409.00 Lóuhólar 2-6, tengibygging v/ eldra hús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.05.00, þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af húsi nr. 6 og tengibyggingu milli húss nr. 4 og nr. 6 á lóðinni nr. 2-6 við Lóuhóla, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 02.05.00. Einnig er sótt um leyfi til þess að fella niður skála við suðurhlið húss nr. 6. Samþykki meðeigenda dags. 18. apríl 2000 fylgir erindinu. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.06.00.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun tengibyggingar. Ekki talin þörf á grenndarkynningu.
410.00 Jafnasel 2-4, kjallari
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Ásmunds Ásmundssonar, dags. 30.03.00, varðandi byggingu kjallara undir húsið nr. 2-4 við Jafnsel, samkv. uppdr. Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts, dags. 26.12.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 7. apríl 2000 og bréf gatnamálastjóra, dags. 05.05.00. Málið var í kynningu til 31. maí 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki kynnta breytingu á deiliskipulagi.
411.00 Barðastaðir 1-5, breyting á landnotkun
Lagt fram bréf Inga Péturs Ingimundarsonar, dags. 18.05.00, varðandi ósk um skiptingu lóðar og breytta landnotkun á lóðinni nr. 1-5 við Barðastaði.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst verði breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 í samræmi við ósk lóðarhafa.
Skipulagsstjóri óskaði eftir að fram kæmi að hann hafi varað við þessari breytingu enda um að ræða einu þjónustulóðina fyrir stórt framtíðarsvæði.
412.00 Frostaskjól 2 , Br á frkl á lóð og mannvirkjum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.00, þar sem sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi girðinga, bílastæða o.fl. á lóðinni nr. 2 við Frostaskjól. M.a. verði komið fyrir nýju bílastæði við Frostaskjól, bílastæði fyrir langferðabíla í norðausturhorni verði lagt niður og þar komið fyrir leiktækjum fyrir börn og bílastæði við aðalaðkomu verði breytt, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 21.09.99, br. 17.03.00. Við aðgerðirnar fjölgar bílastæðum úr 555 í 571. Jafnframt verði gerðar breytingar á fyrirkomulagi í íþróttasal A. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 30.05.00 og umsögn umferðardeildar, dags. 17.05.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Frostaskjóli 4 og 1-31, oddatölur.
413.00 Malarhöfði 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Greiðabíla, dags. 15.05.00, varðandi stækkun á lóðinni nr. 2 við Malarhöfða til vesturs, samkv. teikningu Vinnustofunnar ARKO. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25.05.00.
Lóðarstækkun um 12m synjað. Með vísan til umsagnar Borgarskipulags er samþykkt að veita 7m lóðarstækkun.
414.00 Hjarðarhagi 45-47-49, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ARKO, dags. jan.-febr. 2000, síðast br. 28.02.00, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 45-49 við Hjarðarhaga. Jafnframt lögð fram að nýju eftirtalin gögn:
Bréf Gunnars Hjaltalín og Þórarins Ragnarssonar, f.h. húseigenda, mótt. 25.02.99. Bréf íbúa Kvisthaga 2 og 4, dags. 06.07.99, Kvisthaga 18, mótt. 08.07.99 og Kvisthaga 14, dags. 08.07.99. Bréf íbúa við Kvisthaga, dags. 08.07.99. Umsögn Borgarskipulags, dags. 15.07.99. Málið var í auglýsingu frá 12. apríl til 10. maí, athugasemdafrestur var til 24. maí 2000. Lagður fram undirskriftalisti með 54 nöfnum íbúa við Kvisthaga, dags. 22.05.00.
Frestað.
415.00 Njálsgata 26, Núverandi fyrirkomulag
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.05.00, þar sem sótt er um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og útliti í matshluta 01 og 02 á lóðinni nr. 26 við Njálsgötu. Nánar tiltekið er í matshluta 01 sótt um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð í tvær vinnustofur og á þriðju hæð er sótt um leyfi fyrir tveimur áður gerðum ósamþykktum íbúðum. Í matshluta 02 er sótt um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði með niðurrifskvöð í ósamþykkta íbúð, samkv. uppdr. Skipulags-arkitekta- og verkfræðistofunni ehf, dags. 30.10.99, síðast br. 16.05.00. Afsöl fyrir austur- og vesturenda rishæðar hússins dags. 9. október 1953 og endurrit úr uppboðsbók Reykjavíkur. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 2. júní 2000.
Beiðni um niðurfellingu niðurrifskvaðar synjað með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
416.00 Ólafsgeisli, frávik frá deiliskipulagi
Lögð fram 2 bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.04.00, varðandi frávik frá deiliskipulagi. Einnig lögð fram fundargerð frá fundi með skipulagshöfundum, skýringar við skilmála, dags. maí 2000, og greinargerð deiliskipulags fyrir svæði 2 í Grafarholti.
Frestað.
417.00 Grafarholt, svæði 2 og 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju breyttir deiliskipulagsuppdr. Kanon arkitekta merktir A og B, af Grafarholti, svæði 2, dags. 2. mars 2000. Einnig lagðir fram breyttir deiliskipulagsuppdrættir Sveins Ívarssonar og Guðmundar Gunnarssonar af Grafarholti, svæði 3, dags. 2. mars 2000. Málið var í auglýsingu frá 29. mars til 26. apríl, athugasemdafrestur var til 10. maí 2000. Engar athugasemdir bárust.
Frestað.
418.00 Dofraborgir 2-8 og 12-18, lóðarstækkun, frágangur gangstétta
Lagt fram bréf íbúa við Dofraborgir 2-18, varðandi færslu gangstéttar og lóðarstækkun á lóðunum 2-18 við Dofraborgir. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að stækkun lóðanna og færslu gangstéttar, dags. 2. júní 2000.
Lóðarstækkun og færsla gangstétta samþykkt. Ekki talin þörf á grenndarkynningu.
419.00 Æsuborgir 16,
Lagt fram bréf Dagbjartar L. Helgadóttur og Gunnars R. Sveinbjörnssonar, dags. 15.05.00, varðandi ósk um breytingu á bílastæði við Æsuborgir 16. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.06.00 og uppdráttur. sama dag.
Samþykkt að fella niður 1 gestastæði og stækka lóðina í samræmi við það. Ekki talin þörf á grenndarkynningu.
420.00 Seljahverfi, Gilja-, Gljúfra- og Grjótasel, br. á skilmálum
Lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts að breytingum á skilmálum í Seljahverfi, við Gilja-, Gljúfra- og Grjótasel, dags. 05.05.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Gilja-, Gljúfra- og Grjótaseli.
421.00 Hamravík 16-20, fjölbýlish. 3 h. 22 íb. 4 bílg.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.05.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum og 4 innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 16-20 við Hamravík, samkv. uppdr. Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts, dags. 07.01.00, br. 07.05.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.06.00.
Fallist er á breytinguna.
422.00 Gylfaflöt 5, starfsleyfi fyrir bakarí
Lagt fram að nýju bréf Lögmanna Laugardal ehf, dags. 08.05.00, varðandi umsókn um starfsleyfi fyrir bakarí að Gylfaflöt 5, ásamt fylgibréfi Café Konditori Copenhagen og samþykki leigjenda og eigenda í húseignunum Gylfaflöt 3, 5 og 7, dags. 03.05.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 31.05.00.
Vísað til afgreiðslu borgarráðs.
423.00 Skipulags- og umferðarnefnd, sameining við byggingarnefnd
Lögð fram að nýju tillaga stjórnkerfisnefndar að samþykkt fyrir nýja skipulags- og byggingarnefnd ásamt bréfi skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 17.05.00 ásamt drögum að umsögn meirihluta um samþykktina dags. 28.05.00. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 29.05.00 og umsögn minnihluta, dags. 05.06.00.
Fulltrúar Reykjavíkurlista greiddu atkvæði með umsögn dags. 28.5.00 með þeim breytingum að borgarverkfræðings skuli getið í 10. gr. og að við 3. mgr. 5. gr. bætist nýr málsliður þar sem tekið skal fram að synji skipulags- og byggingarnefnd máli skuli líða 14 dagar þar til það er lagt fram í borgaráði.
Fulltrúar D-lista sátu hjá og lögðu fram aðra umsögn dags. 5.6.00.