Arnargata 10,
Bitruháls 1,
Bragagata 30,
Breiðavík 35-39,
Efstaleiti 3,
Engjavegur,
Fjallkonuvegur 1,
Fálkagata 20,
Gnoðarvogur 20-24,
Grjótháls shell,
Hafnarstræti 20,
Hléskógar 8,
Hátún 37,
Hátún 8,
Kringlan 4-6,
Laugalækjarskóli,
Laugavegur 92,
Logafold 47,
Logafold 60,
Neshagi 14,
Pósthússtræti 11,
Reykjafold 1,
Reyrengi 11,
Selásbraut 109,
Sigtún 38,
Skerplugata 7,
Skólavörðustígur 30,
Vættaborgir 112-124,
Vættaborgir 123,
Vættaborgir 45-47,
Ægisíða 102,
Ægisíða 70,
Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa,
Bjarmaland 9-15,
Borgartún 32,
Bólstaðarhlíð 41-45,
Dalhús 41 grunnskóli,
Efstaleiti 10 - 14,
Garðsendi 9,
Kringlan 4-6,
Langirimi 21-23,
Mosarimi 43-49,
Snorrabraut 61,
Suðurhólar 9,
Suðurhús 11,
Torfufell 21-35,
Vættaborgir 121,
Bogahlíð 12 - 18,
Borgartún 5,
Gylfaflöt 3,
Langholtsvegur 6,
Pósthússtræti 9,
Skógarhlíð 10,
Ásvallagata 54,
BYGGINGARNEFND
3408. fundur 1996
Árið 1996, fimmtudaginn 12. september, kl. 11.00 fyrir hádegi, hélt byggingarnefnd Reykjavíkur 3408. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarsalnum 4. hæð Borgartúni 3. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Gunnar L. Gissurarson, Steinunn V. Óskarsdóttir, Helgi Hjálmarsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Halldór Guðmundsson o Hilmar Guðlaugsson. Auk þeirra sátu fundinn: Þormóður Sveinsson, Ólafur Ó. Axelsson, Hrólfur Jónsson, Ágúst Jónsson, Ívar Eysteinsson og Sigríður Þórisdóttir. Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 12924 (01.01.553.296)
Arnargata 10, Viðbygging og breyting
Sótt er um leyfi til að byggja við og hækka hús úr steinsteypu
og timbri á lóðinni nr. 10 við Arnargötu.
Stærð: kjallari 3,3 ferm., 1. hæð 3,3 ferm., 2. hæð 2,0 ferm.,
113 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 2.543.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 3. júní 1996.
Mótmæli hafa borist með bréfum dags. 11. júní 1996 og 27. júní
1996.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 13021 (01.04.303.001)
Bitruháls 1, Bifreiðverkst. og þvottast.
Sótt er um leyfi til að byggja bifreiðaverkstæði og þvottastöð
úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Bitruháls.
Stærð: 1. hæð 850,1 ferm., 2. hæð 174,8 ferm., 5551 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 124.898.oo.
Umsögn Borgarskipulags dags. 09.09.1996 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.
Umsókn nr. 13010 (01.01.186.636)
Bragagata 30, Klæða norður og suðurgafla
Sótt er um leyfi til þess að klæða norðurgafl og suðurgafl
hússins á lóðinni nr. 30 við Bragagötu með steindum plötum.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki nágranna dags. 27.10.1995 og 30.10.1995 fylgir erindinu.
Ástandsskýrsla Bjarna J. Pálssonar, verkfræðings dags. 07.08.1996
fylgir erindinu.
Frestað.
Vantar betri teikningar. Umsækjanda bent á að nota sléttar
plötur.
Umsókn nr. 12992 (01.02.354.203)
Breiðavík 35-39, Fjölbýlishús út steinsteypu.
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með
22 íbúðum á lóðinni nr. 35-39 við Breiðuvík.
Stærð: kjallari 101 ferm., 1. hæð 720 ferm.,2. hæð 711 ferm., 3.
hæð 711 ferm., 6700 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 150.750.oo.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Hrólfur Jónsson kom á fundinn kl. 11.08.
Umsókn nr. 13065 (01.01.745.001)
Efstaleiti 3, Heilsugæslustöð
Sótt er um leyfi til að byggja heilsugæslustöð úr steinsteypu,
gleri, timbri og áli á lóðinni nr. 3 við Efstaleiti.
Stærð: 1. hæð 876 ferm., 3555 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 79.988.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 5. júní 1996, mótmæli
hafa borist með bréfum dags. 27. júní 1996, 1. júlí 1996 og
10. ágúst 1996.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 13017 (01.01.37-.-93)
Engjavegur, áhorfendastúka+br,snyrtiaðst.
Sótt er um leyfi til að byggja áhorfendastúku úr forsteyptum
einingum, stáli og bárujárni við aðalleikvang Laugardalsvallar
og breyta núverandi snyrtiaðstöðu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er bréf Gísla Halldórssonar, dags. 15.08.1996.
Jafnframt lagt fram samþykki skipulagsnefndar frá 12.08.1996.
Frestað.
Aðlaga stúku að velli og sýna framtíðarlausn.
Umsókn nr. 12963 (01.02.855.301)
">Fjallkonuvegur 1, létt viðbygging
Sótt er um leyfi til að stækka bensínstöð úr áli til vesturs á
lóðinni nr. 1 við Fjallkonuveg.
Stækkun: 1. hæð 21,2 ferm., 57 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.283.oo.
Frestað.
Vantar þinglýsta yfirlýsingu framkvæmdaraðila vegna kvaðar um
lagnir á lóðinni.
Umsókn nr. 13018 (01.01.553.011)
Fálkagata 20, viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við vinnustofu á
lóðinni nr. 20B við Fálkagötu.
Stærð: 1. hæð 17,2 ferm., 44 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Fálkagötu 20A, dags. 10.07.1996
og samþykki skiptastjóra dánarbús Önnu H. Magnúsdóttur.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 13020 (01.01.438.002)
Gnoðarvogur 20-24, bárujárnsklæðning
Sótt er um leyfi til þess að klæða húsið á lóðinni nr. 20-24 við
Gnoðarvog með bárujárni.
Gjald kr. 2.250.oo.
Ástandsskýrsla Þorsteins Friðþjófssonar byggingatæknifræðings
dags. 11.06.1996. fylgir erindinu. Jafnframt lögð fram bréf
framkvæmdanefndar húsfélagsins dags. 18.06.1996 og 12.08.1996.
Frestað.
Vinna betur með langhlið og stigaganga.
Leyft að byrja.
Umsókn nr. 12984 (01.04.301.201)
Grjótháls shell, Breytingar á núver. húsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja við og breyta innra
skipulagi bensínsölunar við Vesturlandsveg.
Stækkun: 248,9 ferm., 846 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 19.035.oo.
Frestað.
Vísað til Borgarskipulags.
Umsækjandi hafi samband við heilbrigðiseftirlit og Vinnueftirlit
ríkisins. Athugasemdir gerðar við umferðarflæði.
Umsókn nr. 13009 (01.01.140.302)
Hafnarstræti 20, skipulagsbr. á 1. hæð
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu austurhluta
1. hæðar (biðstöð SVR) hússins á lóðinni nr. 20 við
Hafnarstræti.
Gjald kr. 2.250.oo.
Jafnframt lagt fram bréf Lögfræðiþjónustunar ehf, dags. 3. sept.
1996.
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofustjóra byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 12991 (01.04.941.114)
Hléskógar 8, Sett nýtt þak á bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að setja nýtt þak á bílskúr og klæða
húsið á lóðinni nr. 8 við Hléskóga að utan með
múrsteinsklæðningu
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Vantar skoðunarskýrslu.
Umsókn nr. 13003 (01.01.235.117)
Hátún 37, Girðing á lóðamörkum.
Sótt er um leyfi til þess að girða lóðarmörk milli Hátúns 37 og
39 með 1-1,7 metra hárri timburgirðingu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 13. september 1996.
Mótmæli hafa borist með bréfi dags. 19.09.1996.
Frestað.
Kynna fyrir eiganda Hátúns 39.
Umsókn nr. 12995 (01.01.235.304)
Hátún 8, Br. í tannlæknastofu
Sótt er um leyfi til þess að breyta íbúð í tannlæknastofu og
breyta glugga í inngang hússins á lóðinni nr. 8 við Hátún.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki meðeigenda dags. 4. september 1996 fylgir erindinu. Bréf
stjórnar húsfélagsins dags. 4. september 1996 fylgir erindinu.
Bréf umsækjanda dags. 11. september 1996 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi kl. 11.55. en áður höfður verið
afgreidd mál nr. 16, 29, 34 og 46.
Umsókn nr. 12993 (01.01.721.301)
Kringlan 4-6, setja ljósvita
Sótt er um leyfi til að setja ljósvita efst á húsið nr. 6 á
lóðinni nr. 4-6 við Kringluna.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Fá umsögn flugmálastjóra.
Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 13063 (01.01.348.001)
Laugalækjarskóli, Færanlegar kennslustofur.
Sótt er um leyfi til að byggja færanlegt kennsluhús úr
stálgrind á lóð Laugalækjarskóla við Laugalæk.
Stærð: 1. hæð 152,8 ferm., 449 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo +
10.103.oo.
Samþykki fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur dags. 15.05.1996 fylgir
erindinu.
Samþykkt, 3:2.
Til þriggja ára.
Halldór Guðmundsson og Hilmar Guðlaugsson á móti.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Ágúst Jónsson kom á fundinn kl. 11.43.
Umsókn nr. 12987 (01.01.174.306)
Laugavegur 92, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr áli og gleri
við húsið á lóðinni nr. 92 við Laugaveg.
Stærð: 1. hæð 35 ferm., 110 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 2.475.oo.
Frestað.
Vísað til Borgarskipulags.
Athuga lóðarmál.
Umsókn nr. 12965 (01.02.875.804)
Logafold 47, Lokun á bílskýli.
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktu bílskýli í
bílskúr á lóðinni nr. 47 við Logafold.
Stærð: 44,8 ferm., 141 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 3.173.oo.
Samþykkt.
Umsókn nr. 13023 (01.02.877.005)
Logafold 60, Tvíbýlishús úr steinst.
Sótt er um leyfi til að byggja tvíbýlishús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 60 við Logafold.
Gjald kr. 2.250.oo.
Frestað.
Samræma þakform. Vantar tæknirými í sameign.
Vísað til fyrri athugasemda.
Umsókn nr. 12981 (01.01.542.213)
Neshagi 14, Yfirbygging á svalir á þakhæð
Sótt er um leyfi til að byggja úr gleri yfir svalir 3. hæðar
hússins á lóðinni nr. 14 við Neshaga.
Stærð: 31,5 ferm., 84 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.890.oo.
Frestað.
Minnka svalayfirbyggingu.
Gera grein fyrir loftræstingu.
Sigurbjörg Gísladóttir kom á fundinn kl. 12.10.
Umsókn nr. 13067 (01.01.140.514)
Pósthússtræti 11, Glerskáli
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála við húsið á lóðinni nr. 11 við Pósthússtræti.
Stærð: 58,5 ferm., 165 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 3.713.oo.
Frestað.
Breytingu á lóðarmörkum ólokið.
Umsókn nr. 13015 (01.02.870.301)
Reykjafold 1, Byggja bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 1 við
Reykafold (um er að ræða endurnýjun á byggingarleyfi frá
22.03.1984).
Stærð: bílgeymsla 40,5 ferm., 116 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo 2.610.oo.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 13016 (01.02.387.101)
Reyrengi 11, Viðbygging
Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu úr steinsteypu við húsið á
lóðinni nr. 11 við Reyrengi.
Stærð: 1. hæð 102,8 ferm., 348 rúmm., Gjald kr. 2.250.oo +
7.830.oo.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.
Umsókn nr. 12940 (01.04.388.602)
Selásbraut 109, færanleg kennslust., tengigang
Sótt er um leyfi til að setja færanlega kennslustofu á lóðina
nr. 109 við Selásbraut.
Stærð: 1. hæð 74,9 ferm., 235 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 5.288.oo.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 12875 (01.01.366.001)
Sigtún 38, Viðbygging og br,
Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi
hússins á lóðinni nr. 38 við Sigtún.
Stærð: kjallari 224 ferm., 1. hæð 295 ferm., 2. hæð 27 ferm.,
2012 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 45.270.oo.
Umsögn skipulagsnefndar frá 24.06.1996 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.
Umsókn nr. 12990 (01.01.636.307)
Skerplugata 7, stækka vinnustofu
Sótt er um leyfi til þess að stækka vinnustofu úr timbri á
lóðinni nr. 7 við Skerplugötu.
Stærð: 1. hæð 22,3 ferm., 74 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.665.oo.
Samþykki eigenda Skerplugötu 9 dags. 09.09.1996 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 12961 (01.01.181.401)
Skólavörðustígur 30, Þakgluggar
Sótt er um leyfi til að setja glugga á austur og vesturhliðar
þaks á húsinu nr. 30 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Synjað.
Umsókn nr. 12934 (01.02.342.603)
Vættaborgir 112-124, Raðhús úr steinsteypu.
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús með sjö íbúðum úr
steinsteypu á lóðinni nr. 112-124 við Vættaborgir.
Stærð: hvert hús 1. hæð 87 ferm., 2. hæð 59 ferm., hvert hús 450
rúmm., samtals 3150 rúmm. Hver bílgeymsla 20 ferm., 54 rúmm.,
samtals 378 rúmm.
Gjald kr. 7x2.250.oo + 79.380.oo.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 13026 (01.02.341.207)
>Vættaborgir 123, Einbýlishús úr steinst.
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 123 við Vættaborgir.
Stærð: 1. hæð 160,2 ferm., 529,8 rúmm., bílgeymsla 29,4 ferm.,
85,3 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 13.840.oo.
Umsögn borgarskipulags dags. 28.06.1996 fylgir erindinu.
Samþykkt.
3:1 Helgi Hjálmarsson á móti. Halldór Guðmundsson sat hjá.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 12982 (01.02.343.303)
Vættaborgir 45-47, keðjuhús
Sótt er um leyfi til að byggja parhús (keðjuhús) úr steinsteypu
á lóðinni nr. 45-47 við Vættaborgir.
Stærð: hvort hús 1. hæð 67,8 ferm., 2. hæð 69,1 ferm., samtals
790 rúmm., hvor bílgeymsla 28,8 ferm., samtals 162 rúmm.
Gjald kr. 2x2.250.oo + 21.420.oo.
Frestað.
Lagfæra þakform. Bílastæði samræmist ekki skilmálum.
Umsókn nr. 12985 (01.01.527.306)
Ægisíða 102, viðbygging við bensínstöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja við núverandi bensínstöð úr
timbri og stáli á lóðinni nr. 102 við Ægisíðu.
Stækkun: 79 ferm., 304 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 6.840.oo.
Frestað.
Kynna fyrir eigendum Einimels 1-7, Hofsvallagötu 56-62 og
Ægisíðu 100.
Umsókn nr. 12760 (01.01.545.002)
Ægisíða 70, bílgeymslur og bátaskýli
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílgeymslu og bátaskýli á
lóðinni nr. 70 við Ægisíðu.
Stærð: 74,5 ferm., 216 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 4.860.oo.
Frestað.
Byggingarnefnd getur fallist á byggingu bílgeymslu.
Umsókn nr. 13047
Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa, Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 19 frá 10.
september 1996, án liða nr. 3 og 20.
Með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 614/1995 er einnig
lagður fram liður nr. 9 úr fundargerð nr. 18 frá 23.08.1996.
Umsókn nr. 13052 (01.01.854.101)
2">Bjarmaland 9-15, Lagt fram bréf borgarritara
Lagt fram bréf borgarritara fh. borgarráðs, dags. 4. september
sl., vegna afgreiðslu byggingarnefndar frá 29. ágúst sl.
Jafnframt lagt fram afrit af bréfi eigenda í Bjarmalandi 11,
dags. 1. september sl., svo og afrit af bréfi eiganda Bjarmalands
9 dags. 2. september sl., og bréf eigenda Bjarmalands 11
dags. 10.09.1996.
Byggingarnefnd ítrekar fyrri samþykkt.
Umsókn nr. 13053 (01.01.232.001)
Borgartún 32, Bréf sambands veitinga og gist
Lagt fram bréf Sambands veitinga- og gistihúsa, dags. 28. ágúst
sl.
Umsókn nr. 13058 (01.01.271.501)
Bólstaðarhlíð 41-45, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf húsfélaganna í Bólstaðahlíð 41 og 45 dags.
19. ágúst sl.
Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
Umsókn nr. 13056 (01.02.844.001)
Dalhús 41 grunnskóli, Staðsetning á færanl. kennslus
Lagt fram bréf Sigríðar Jónu Jónsdóttur dags. 29. ágúst f.m.
Dalhúsum 35, vegna staðsetningar á færanlegum kennslustofum.
Frestað.
Vísað til umsagnar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og
byggingadeildar borgarverkfræðings.
Umsókn nr. 13055 (01.01.746.801)
Efstaleiti 10 - 14, Lagt fram að nýju bréf
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa dags. ágúst 1996 til
Siguðar Georgssonar hrl. vegna kærumála í Efstaleiti 10, 12 og
14. Jafnframt lagt fram bréf Sigurðar Georgssonar hrl. dags. 27.
ágúst sl.
Byggingarnefnd vísar til svara í bréfi byggingarfulltrúa frá 19.
ágúst sl. Jafnframt er bent á gr. 2.1.3 í byggingarreglugerð nr.
177/1992. m.s.br.
Umsókn nr. 13043 (01.01.824.406)
Garðsendi 9, Hönnunarleyfi
Ragnar G. Gunnarsson, starfsmaður byggingarfulltrúa óskar eftir
leyfi byggingarnefndar til þess að hanna skiptingu á hita í
húsinu á lóðinni nr. 9 við Garðsenda.
Samþykkt.
Umsókn nr. 13074 (01.01.721.301)
Kringlan 4-6, tenging v. Borgarkringluna
Kynntar hugmyndir um tengingu Kringlunar við "Borgarkringluna".
Halldór Guðmundsson vék af fundi við umfjöllun málsins.
Jákvætt.
Umsókn nr. 13064 (01.02.546.803)
Langirimi 21-23, Lóðamarkabreyting
Með bréfi dags. 06.09.1996 óskar Guðni Pálsson, arkitekt eftir
breytingu lóðarmarka og stækkun lóðarinnar nr. 21-23 við
Langarima. Tillaga að breytingu lóðarmarka og stækkun
lóðarinnar:
Lóðin er 3080 ferm., sbr. þinglesinn lóðarsamning nr. B-8799/96,
dags. 23.05.1996.
Viðbót við lóðina að Langarima 54 ferm., Lóðin verður 3134 ferm.
Sjá samþykkt skipulagsnefndar 09.09.1996 og samþykkt borgarráðs
10.09.1996.
Samþykkt.
Umsókn nr. 13061 (01.02.543.301)
Mosarimi 43-49, Úrskurður
Lagður fram úrskurður umhverfisráðuneytisins dags. 27. ágúst sl.,
vegna kæru eigenda húsanna nr. 43, 45 og 47 á synjun
byggingarnefndar frá 28. mars sl., um leyfi fyrir gluggum á
norð-austurhliðar húsanna.
Úrskurðarorð:
Samþykkt byggingarnefndar Reykajvíkur frá 28. mars 1996, um að
synja um leyfi til að setja glugga á norð-austurhliðar húsanna
nr. 43, 45 og 47 við Mosarima skal óbreytt standa.
Byggingarfulltrúa falið framhald málsins.
Umsókn nr. 13044 (01.01.247.008)
Snorrabraut 61, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Kristínar Jónsdóttur, Snorrabraut 61, þar sem
óskað er eftir umsögn varðandi breytingar á húsinu sem samþykktar
voru í byggingarnefnd þann 13. ágúst 1953 en voru ekki
framkvæmdar og hvort eitthvað er í gildandi byggingarreglugerð
eða deiliskipulagi sem geri það að verkum að ekki fengist
samþykkt fyrir þessum breytingum í dag.
Bókun skipulagsnefndar dags. 26.08.1996 fylgir erindinu.
Byggingarfulltrúa falið að svara.
Umsókn nr. 13057 (01.04.645.603)
Suðurhólar 9, Niðurrif
Sótt er um leyfi til þess að rífa gæsluvallarhús á lóðinni nr. 9
við Suðurhóla. Stærð: 45,5 ferm., 118 rúmm.
Samþykkt.
Umsókn nr. 13060 (01.02.848.811)
Suðurhús 11, Úrskurður
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 28. ágúst sl., vegna
úrskurðar ráðuneytisins í kærumáli Ólafs Bergmann Svavarssonar,
vegna synjunar byggingarnefndar frá 25. janúar sl, um leyfi til
þess að setja glugga á vesturhlið hússins nr. 11 við Suðurhús og
nýta rými í kjallara.
Úrskurðarorð:
Ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur frá 25.01.1996 um að synja
kæranda um leyfi til að setja glugga á vesturhlið og nýta
kjallara hússins nr. 11 við Suðurhús skal óbreytt standa.
Umsókn nr. 13068 (01.04.686.101)
Torfufell 21-35, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags.11.09.1996
fh., húsfélaganna í Torfufelli 25-35.
Samþykkt.
Umsókn nr. 13049 (01.02.341.206)
Vættaborgir 121, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Þormóðs Sveinssonar, yfirarkitekts, varðandi
synjun byggingarnefndar á byggingarleyfi fyrir einbýlishús á
lóðinni nr. 121 við Vættaborgir.
Samþykkt.
Umsókn nr. 13059 (01.01.714.001)
Bogahlíð 12 - 18, gera 8 bílast. snú að Stakkahl
Spurt er hvort leyft verði að gera átta bílastæði á lóðinni nr.
12-18 við Bogahlíð með aðkomu frá Stakkahlíð.
Málinu fylgir umsögn umferðardeildar borgarverkfræðings,
dags. 21. ágúst 1996.
Finna aðra lausn.
Umsókn nr. 12989 (01.01.216.302)
Borgartún 5, Tengibygg.milli Borgartún 5-7
Spurt er hvort leyft verði að byggja tvær hæðir ofan á það hús
sem fyrir er á lóðinni nr. 5 við Borgartún.
Frestað.
Vísað til skipulagsnefndar.
Umsókn nr. 13066 (01.02.575.102)
Gylfaflöt 3, Byggja atvinnuhúsnæði.
Spurt er hvort leyft verði að byggja atvinnuhúsnæði úr límtré á
lóðinni nr. 3 við Gylfaflöt.
Umsögn Borgarskipulags dags. 10.09.1996 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Endurskoða útlit.
Umsókn nr. 13011 (01.01.353.211)
Langholtsvegur 6, Bílskúr og geymslur
Spurt er hvort leyft verði að byggja bílskúr úr steinsteypu á
lóðinni nr. 6 við Langholtsveg.
Neikvætt.
Bílskúr of stór. Vísað til stærðarmarka í byggingarreglugerð.
Umsókn nr. 12980 (01.01.140.515)
Pósthússtræti 9, breyta starfsemi
Spurt er hvort leyft verði að breyta 2-6 hæð hússins á lóðinni
nr. 9 við Pósthússtræti í hótel.
Jákvætt.
Að uppfylltum kröfum eldvarnareftirlitsins með vísan til bréfs
slökkvliðsstjóra dags. 12.09.1996.
Umsókn nr. 13019 (01.01.703.401)
Skógarhlíð 10, Lyfta þaki
Spurt er hvort leyft verði að lyfta þaki hússins á lóðinni nr.
10 við Skógarhlíð.
Jákvætt.
Umsókn nr. 13022 (01.01.139.013)
Ásvallagata 54, Byggja valmaþak á húsið.
Spurt er hvort leyft verði að byggja valmaþak á húsið á lóðinni
nr. 54 við Ásvallagötu í stað flats þaks.
Jákvætt.