Loftgæði í Reykjavík, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Austurstræti 17, Skógarhlíð 20, Borgartún 34-36, Grundarstígsreitur, Eiðsgrandi - Ánanaust, Sæbraut, Kárastígur 3, Langholtsvegur 113, Kringlumýrarbraut, Suðurhlíðar-Kópavogur, Kringlumýrarbraut - Listabraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Lækjargata 8, Ægisgata 7, Fjárhagsáætlun 2018-2022, Umhverfis- og skipulagssvið, Hólavað 63-71, Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, Lyngháls 4, Heklureitur, Akrasel 8, Tryggvagata 18-18c, Miklabraut, breikkun frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi, Hafnarstrætisreitur 1.118.5,

183. fundur 2017

Ár 2017, miðvikudaginn 8. mars kl. 09:10, var haldinn 183. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 170082
1.
Loftgæði í Reykjavík, umræða
Umræða um loftgæði í Reykjavík.

Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits, Svava S. Steinarsdóttir verkefnastjóri, Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun og Bjarni Már Júlíusson og Úlfheiður Sigurðardóttir frá Orku náttúrunnar taka sæti á fundinum undir þessum lið.



Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 3. mars 2017.



Umsókn nr. 170123 (01.14.03)
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
3.
Austurstræti 17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 9. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 17 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka inndregnu 6. hæð til suðurs þar sem í dag eru svalir, gluggafrontur verður framlengdur til að hæðir 2-6 eru byggðar inn í ramma og 7. hæð inndregin með svölum, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 1. febrúar 2017.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160891 (01.70.48)
660410-0230 Stofnun múslima á Íslandi ses.
Pósthólf 8964 128 Reykjavík
691205-1180 Teiknistofan Óðinstorgi HH ehf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
4.
Skógarhlíð 20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., mótt. 25. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 20 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit hússins til vesturs, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf., dags. 21. desember 2016.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160893 (01.23.20)
410166-0389 Guðmundur Jónasson ehf.
Vesturvör 34 200 Kópavogur
450913-0650 Atelier Arkitektar slf.
Skaftahlíð 16 105 Reykjavík
5.
Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Björns Skaptasonar, mótt. 25. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð til suðurs og vesturs, heimiluð er fjölgun íbúða en sett kvöð um verslunarrými á 1. hæð við Sóltún, bílastæði verða flest neðanjarðar, heimilt verður að hækka hluta húsanna, auka nýtingarhlutfall og rífa öll húsin á lóðunum, samkvæmt uppdr. Atelier Arkitekta slf., dags. 7. mars 2017. Einnig er lögð fram greinargerð Mannvits um hljóðvist, dags. 9. september 2016.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150738 (01.18)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6.
Grundarstígsreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. maí 2016 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreits til umhverfis- og skipulagsráðs að nýju og því falið að athuga möguleika á því að koma lóð fyrir flutningshús fyrir innan reitsins. Jafnframt er lagt fram bréf Silju Traustadóttur f.h. Glámu/Kím, dags. 6. september 2016 og breyttur uppdrátt Glámu/Kím ehf., dags. 25. október 2016. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember til og með 28. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 15 eigendur og íbúar að Grundarstíg 4 og 6, dags. 20. desember 2016, Minjastofnun Íslands, dags. 22. desember 2016 og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og 1904 ehf. f.h. Hannesarholts ses. og eigenda Grundarstígs 10, dags. 23. desember 2016 og eigendur að Grundarstíg 2, dags. 28. desember 2016. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir Grundarstígsreit frá 2016. Jafnframt er lagður fram uppdr. Glámu/Kím ehf., dags. 25. október 2016, uppfærður 7. mars 2017, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. mars 2017.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 3. mars 2017.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160820 (01.5)
7.
Eiðsgrandi - Ánanaust, deiliskipulag
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 16. febrúar 2017, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um samþykkt deiliskipulagsins þar til fundin er úrlausn á því að fram kemur í greinargerð að ekkert deiliskipulag sé í gildi á svæðinu en hins vegar er í gildi deiliskipulag Ánanausts frá 1997 sem nær að hluta inn á deiliskipulagið Ánanaust - Eiðsgranda. Lagt fram að nýju ásamt uppdrætti Hornsteina arkitekta og Reykjavíkurborgar, dags. 31. október 2016, lagfærður 2. mars 2017.

Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160650
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8.
Sæbraut, deiliskipulag
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 29. ágúst 2016, um nýtt deiliskipulag sem felst í að gerð er lóð undir innsiglingarvita við Sæbraut rétt utan við Höfða, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf., dags. 2. mars 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. mars 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Sigurborg Ó. Haraldsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 170187 (01.18.23)
640306-0250 Vestinvest ehf
Bíldshöfða 14 110 Reykjavík
110269-4399 Olga Guðrún B Sigfúsdóttir
Úthlíð 9 105 Reykjavík
9.
Kárastígur 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, mótt. 1. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits austur, vegna lóðarinnar nr. 3 við Kárastíg. Í breytingunni felst niðurrif viðbyggingar og heimild til að byggja nýtt hús í staðinn með sömu skilmálum og eru í gildi, samkvæmt uppdr. ARKHD dags. 2.mars 2017. Einnig er lagt fram bréf Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, dags. 1. mars 2017.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160741 (01.41.40)
540116-0320 Langholtsvegur 113 ehf.
Hlíðasmára 12 201 Kópavogur
10.
Langholtsvegur 113, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Marvins Ívarssonar, mótt. 29. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar/Drekavogar vegna lóðarinnar nr. 113 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að stækka húsið og heimila rekstur gististaðar og veitingastaðar í flokki II í húsinu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 28. september 2016. Tillagan var auglýst frá 2. janúar til og með 13. febrúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Valgeir Helgi Bergþórsson, dags. 13. janúar 2017, Gunnar Þór Pálsson, dags. 13. janúar 2017, Jóhann Haukur Gunnarsson, dags. 13. janúar 2017, Særún Sigurðardóttir, dags. 16. janúar 2017, Oddný Þorsteinsdóttir, dags. 8. febrúar 2017, Berglind H. Guðmundsdóttir f.h. íbúa við Langholtsveg 110A, dags. 12. febrúar 2017, Bergljót S. Einarsdóttir og Magnús Guðmundsson, dags. 12. febrúar 2017, Einar Páll Tamimi f.h. húsfélagsins að Langholtsvegi 109-111, dags. 12. febrúar 2017, Benjamín Sigursteinsson f.h. 55 íbúa, dags. 13. febrúar 2017, Magnús Einarsson f.h. Efniviðs dags. 13. febrúar 2017, Arinbjörn Vilhjálmsson f.h. Karlakórsins Fóstbræðra, dags. 13. febrúar 2017 og Lilja Sigrún Jónsdóttir f.h. stjórnar íbúasamtaka Laugardals, dags. 13. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. mars 2017 og skuggavarp Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 6. mars 2017.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 1. mars 2017.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 170077
11.
Kringlumýrarbraut, Suðurhlíðar-Kópavogur, hjólastígur
Lögð fram tillaga VSÓ ráðgjafar, dags. 3. mars 2017, að hjólastíg sem fer undir göngubrú við Kringlumýrarbraut og fylgir núverandi legu þar til honum er beygt niður að Fossvogsbökkum og sameinast svo blönduðum göngu- og hjólastíg við sveitarfélagsmörk Reykjavíkur og Kópavogs. Einnig er lagður fram uppdr. VSÓ ráðgjafar, dags. 3. mars 2017, varðandi staðsetningu lagna og áætlaður kosnaður vegna stígagerðar, ódags.

Samþykkt.

Umsókn nr. 170079
12.
Kringlumýrarbraut - Listabraut, bann við að taka u-beygju við Listabraut USK 2017030008
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 2. mars 2017, þar sem lagt er til að sett verði bann við að taka u-beygju við Listabraut þegar ekið er norður Kringlumýrarbrautar.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn nr. 45423
13.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 914 frá 7. mars 2017.



Umsókn nr. 170144 (01.14.05)
450269-3609 Lækur ehf.
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
490597-3289 Studio Granda ehf.
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
14.
Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda ehf., mótt. 16. febrúar 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8 við Lækjargötu sem felst í uppbyggingu á lóð sem felst í að rífa einnar hæðar bakbyggingu og millibyggingu við gafl Lækjargötu 6 og reisa nýjar byggingar bæði hærri og umfangsmeiri en deiliskipulag gerir ráð fyrir. Gert er ráð fyrir kjallara undir húsunum að rampa. Einnig er lagt fram bréf Studio Granda ehf., ódags., útskrift úr fundargerð Minjastofnunar Íslands, dags. 3. ágúst 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar EFLU, dags. 24. nóvember 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. mars 2017.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 1. mars 2017.

Kl. 11:40 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi og Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum í hennar stað.


Umsókn nr. 170043 (01.13.20)
461006-0940 Ægisgerði ehf.
Vatnsstíg 19 101 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
15.
Ægisgata 7, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf., mótt. 18. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 7 við Ægisgötu sem felst í að heimild til að breyta byggingunni í íbúðarhúsnæði verði breytt til baka og heimilt verði að stækka og breyta byggingunni í íbúðahótel og veitingastað/bakarí, samkvæmt tillögu Zeppelin ehf., dags. 28. nóvember 2016. Einnig er lagt fram bréf Zeppelin ehf., dags. 17. janúar 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. mars 2017.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. mars 2017, samþykkt.

Umsókn nr. 170084
16.
Fjárhagsáætlun 2018-2022, tíma- og verkáætlun
Lögð fram tíma og verkáætlun fjármálaskrifstofu, dags. 20. febrúar 2017, vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2018-2022. Einnig eru lagðar fram reglur um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, dags 1. desember 2015.



Umsókn nr. 130045
17.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í febrúar 2017.



Umsókn nr. 170074 (04.74.16)
120944-2669 Kristinn Ragnarsson
Skaftahlíð 27 105 Reykjavík
18.
Hólavað 63-71, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóðum að Hólavaði 63-71.



Umsókn nr. 160832 (01.7)
19.
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi.



Umsókn nr. 170052 (04.32.64)
711296-4929 Grjótháls ehf.
Stórhöfða 34-40 110 Reykjavík
680504-2880 PKdM Arkitektar ehf.
Brautarholti 4 105 Reykjavík
20.
Lyngháls 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 4 við Lyngháls.



Umsókn nr. 170017
21.
Heklureitur, skipulagssamkeppni
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykkar borgarráðs s.d. um samkeppnisauglýsingu Heklureits. Borgarráð lagði fram eftirfarandi bókun: Borgarráð leggur áherslu á það, við staðfestingu samkeppnislýsingar vegna Heklureits að við skoðun nýtingar á reitnum verði lögð áhersla á möguleika fyrir íbúðaruppbyggingu og þjónustu við nærsamfélagið þótt það geti leitt til breytinga á aðalskipulagi síðar í skipulagsferlinu.



Umsókn nr. 160972 (04.94.30)
171273-5449 Helga Þórdís Jónsdóttir
Akrasel 8 109 Reykjavík
22.
Akrasel 8, breyting á skilmálum deiliskipulags Seljahverfis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags vegna lóðarinnar nr. 8 við Akrasel.



Umsókn nr. 170073 (01.13.21)
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Fiskislóð 31 101 Reykjavík
440412-0170 Hol T18 ehf.
Pósthólf 182 121 Reykjavík
23.
Tryggvagata 18-18c, skilmálabreyting vegna gistiheimilis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu varðandi skilmálabreytingu vegna gistiheimilis að Tryggvagötu 18 og 18c.



Umsókn nr. 170018 (01.82)
24.
Miklabraut, breikkun frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Miklabraut, breikkun frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi.



Umsókn nr. 140356 (01.11.85)
25.
Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5.