Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi

Verknúmer : SN160832

183. fundur 2017
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi.



180. fundur 2017
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar, dags. 30. janúar 2017, að deiliskipulagi Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi. Deiliskipulagið nær yfir Kringlumýrarbraut og nærumhverfi hennar, frá Miklubraut að frárein upp á Bústaðaveg. Í tillögunni felst að komið er fyrir forgangsleið fyrir almenningssamgöngur í norður- og suðurátt ásamt því að skilgreina hjóla- og gönguleið og hljóðvegg meðfram lóðum við Stigahlíð. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 30. janúar 2017 og hljóðvistarskýrsla dags. 10. febrúar 2017.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs




620. fundur 2017
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar, dags. 31. janúar 2017, að deiliskipulagi Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi. Deiliskipulagið nær yfir Kringlumýrarbraut og nærumhverfi hennar, frá Miklubraut að frárein upp á Bústaðaveg. Í tillögunni felst að komið er fyrir forgangsleið fyrir almenningssamgöngur í norður- og suðurátt ásamt því að skilgreina hjóla- og gönguleið og hljóðvegg meðfram lóðum við Stigahlíð. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur og hljóðvistarskýrsla dags. 3. febrúar 2017.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs



175. fundur 2017
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem felst í að koma fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu og bæta hljóðvist fyrir íbúðabyggð vestan Kringlumýrarbrautar með hljóðvegg. Einnig verður gert ráð fyrir forgangsakrein fyrir Strætó í báðar áttir. Kynning stóð til og með 19. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn umsagnir/ábendingar: Karl Thoroddsen f.h. stjórnar Íbúsasamtaka 3 hverfis, dags. 18. desember 2016, Guðfinna Hákonardóttir f.h. 49 íbúa við Stigahlíð, undirskriftalisti, dags. 18. desember 2016, Andri Sigþórsson f.h. Suðurver ehf., dags. 19. desember 2016 og Bakarameistarinn Suðurveri, dags. 19. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 7. desember 2016, tölvupóstur Vegagerðarinnar, dags. 12. desember 2016, umsögn Hverfisráðs Hlíða, dags. 18. desember 2016 og umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna, dags. 19. desember 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Athugasemdir og ábendingar kynntar.


Kl. 12:50 víkur Sverrir Bollason af fundi, Sigurborg Ó. Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi tekur sæti sem aðalmaður í hans stað, þá var einnig búið að kynna mál nr. 18. í fundargerðinni.


615. fundur 2017
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem felst í að koma fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu og bæta hljóðvist fyrir íbúðabyggð vestan Kringlumýrarbrautar með hljóðvegg. Einnig verður gert ráð fyrir forgangsakrein fyrir Strætó í báðar áttir. Kynning stóð til og með 19. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn umsagnir/ábendingar: Karl Thoroddsen f.h. stjórnar Íbúasamtaka 3 hverfis, dags. 18. desember 2016, Guðfinna Hákonardóttir f.h. 49 íbúa við Stigahlíð, undirskriftalisti, dags. 18. desember 2016, Andri Sigþórsson f.h. Suðurver ehf., dags. 19. desember 2016 og Bakarameistarinn Suðurveri, dags. 19. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 7. desember 2016, tölvupóstur Vegagerðarinnar, dags. 12. desember 2016 og umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna, dags. 19. desember 2016.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

172. fundur 2016
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. nóvember 2016, varðandi samþykki borgarráðs s.d. um kynningu á lýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi.



608. fundur 2016
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem felst í að koma fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu og bæta hljóðvist fyrir íbúðarbyggð vestan Kringlumýrarbrautar með hljóðvegg. Einnig verður gert ráð fyrir forgangsakrein fyrir Strætó í báðar áttir.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

169. fundur 2016
Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi, deiliskipulag
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október 2016, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem felst í að koma fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu og bæta hljóðvist fyrir íbúðabyggð vestan Kringlumýrarbrautar með hljóðvegg. Einnig verður gert ráð fyrir forgangsakrein fyrir Strætó í báðar áttir.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur..
Vísað til borgarráðs