Heklureitur

Verknúmer : SN170017

183. fundur 2017
Heklureitur, skipulagssamkeppni
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. febrúar 2017, vegna samþykkar borgarráðs s.d. um samkeppnisauglýsingu Heklureits. Borgarráð lagði fram eftirfarandi bókun: Borgarráð leggur áherslu á það, við staðfestingu samkeppnislýsingar vegna Heklureits að við skoðun nýtingar á reitnum verði lögð áhersla á möguleika fyrir íbúðaruppbyggingu og þjónustu við nærsamfélagið þótt það geti leitt til breytinga á aðalskipulagi síðar í skipulagsferlinu.



182. fundur 2017
Heklureitur, skipulagssamkeppni
Skipan dómnefndar vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Heklureits, svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg.

Samþykkt að skipa Hjálmar Sveinsson og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Heklureits.

180. fundur 2017
Heklureitur, skipulagssamkeppni
Lögð fram drög að samkeppnislýsingu, dags. 9. febrúar 2017, um lokaða hugmyndasamkeppni með forvali - fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af Nóatúni til vesturs, Brautarholt og Skipholti til suðurs, Bolholti til austurs og Laugavegi til norðurs.

Jón Kjartan Ágústsson, Börn Ingi Edvardsson og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt.



178. fundur 2017
Heklureitur, skipulagssamkeppni
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. janúar 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 12. janúar 2017 á minnisblaði skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2017, varðandi skipulagssamkeppni á Heklureit.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun: "Borgarráðsfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins styðja að farið verði í samkeppni vegna þess sem kallað er Heklureitur og aðliggjandi reitir við Laugaveg frá Nóatúni að Kringlumýrarbraut upp að Brautarholti. Lögð er áhersla á að þetta er sérmál og ekki með nokkrum hætti í tengslum við lóðaúthlutanir annars staðar í borginni."



175. fundur 2017
Heklureitur, skipulagssamkeppni
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. í janúar 2017, varðandi skipulagssamkeppni á Heklureit.

Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. í janúar 2017 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.