Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Hlíðarendi, Gamla höfnin - Vesturbugt, Austurhöfn, reitir 1 og 2, Grettisgata 62 og Barónsstígur 20A, Fellsvegur, brú, Túngata 7, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Borgartún 8-16A, Reitur 1.171.1, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Þórunnartún 4, Nesjavallaleið 9, fangelsi, Skógarás 21, Vogabyggð,

80. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 1. október kl. 09:07, var haldinn 80. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Ólafur Guðmundsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 26. september 2014.



Umsókn nr. 140049 (01.62)
491299-2239 Valsmenn hf.
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
2.
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs dags. 8. ágúst 2014, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri dags. 5. ágúst 2014.

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl: 09:19.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 140506 (01.0)
3.
Gamla höfnin - Vesturbugt, (fsp) Reykjavíkurhús
Kynnt fyrirspurn Ask arkitekta dags. 26. september 2014, sem unnin er í samráði við Félagsbústaði, að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar. Breytingin gerir ráð fyrir því að Reykjavíkurhús verði á svæðinu.

Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. og Páll Gunnlaugsson frá Ask arkitektum kynna.

Umsókn nr. 140508 (01.11)
4.
Austurhöfn, reitir 1 og 2, kynning
Kynning á uppbyggingarmöguleikum Austurhafnar vegna reita 1 og 2.

Pálmar Kristmundsson frá PK arkitektum kynnir.

Umsókn nr. 140230 (01.19.01)
600613-0490 RFL ehf.
Ármúla 7 108 Reykjavík
110254-3349 Gunnlaugur Björn Jónsson
Aðalstræti 77a 450 Patreksfjörður
5.
Grettisgata 62 og Barónsstígur 20A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn RFL ehf. dags. 6. maí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.1, vegna lóðanna nr. 62 við Grettisgötu og 20A við Barónsstíg. Í breytingunni felst sameining lóða, aukning á byggingarmagni, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Gingi teiknistofu dags. 6. maí 2014. Tillagan var auglýst frá 14. júlí til og með 25. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Berglind Guðmundsdóttir dags. 14. júlí 2014, Jóhann Sigurðsson dags. 20. ágúst 2014 og Atli Björgvin Oddsson dags. 22. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2014.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2014.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 140164
6.
Fellsvegur, brú, kynning
Kynning á nýrri brú á Fellsvegi.

Kynnt.

Umsókn nr. 140163 (01.16.100.8)
600808-0520 Sendiráð Indlands
Skúlagötu 17 101 Reykjavík
7.
Túngata 7, bílastæði
Lagt fram erindi sendiráðs Indlands dags. 25. september 2014 varðandi bílastæði fyrir sendiráð Indlands að Túngötu 7. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 25. september 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 25. september 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 45423
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 796 frá 30. september 2014.



Umsókn nr. 140465 (01.22.01)
520613-1370 Höfðatorg ehf.
Stórhöfða 34-40 110 Reykjavík
9.
Borgartún 8-16A, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Höfðatorgs ehf. dags. 4. september 2014 um að bæta við hæð ofan á hótelbyggingu á lóð nr. 8-16A við Borgartún. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014 og umsögn fagrýnihóps ódags.


Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014 samþykkt.

Umhverfis- og skipulagsráð bókar: "Umhverfis- og skipulagráð fagnar hugmynd um að breyta efstu hæð hótels við Borgartún 8-16 í svokallaðan "skæbar". Ráðið tekur undir niðurstöðu fagrýnihóps um að æskilegt sé að efsta hæð hússins verði opin fyrir almenning. Ekkert er því til fyrirstöðu að þeim markmiðum verði náð innan ramma gildandi deiliskipulags hvað varðar fjölda hæða byggingarinnar. Ekki er hægt að fallast á að nauðsynlegt sé að bæta 17. hæðinni við ofan á hótelið til að koma megi fyrir slíkri veitingaaðstöðu á efstu hæð."


Umsókn nr. 140388 (01.17.11)
671106-0750 Þingvangur ehf.
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
10.
Reitur 1.171.1, (fsp) Hljómalindarreitur
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2014 var lögð fram fyrirspurn Þingvangs ehf. dags 21. júlí 2014 ásamt bréfi dags. s.d. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1, Hljómalindarreits. Í breytingunni felst að íbúðir sem samþykktar eru á efstu hæðum húsanna að Hverfisgötu 30, 32 og 34 og íbúð á efstu hæð hússins að Smiðjustíg 4 verði breytt í hótelherbergi.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.

Umsókn nr. 140160
11.
60">Umhverfis- og skipulagssvið, starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015
Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015.
Starfsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt af fulltrúum Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa- Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssona með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Guðmundsson og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Guðmundsson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: "Óskað er upplýsinga um þann kostnað sem til er fallinn vegna undirbúnings og gerðar hverfisskipulagsáætlana. Einnig er óskað upplýsinga um stöðu hverfisskipulagsáætlana, næstu skref og áætlaðan kostnað."


Umsókn nr. 140128
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Betri Reykjavík, fleiri ruslatunnur í miðbæinn
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum framkvæmdir "fleiri ruslatunnur í miðbæinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. september 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. september 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140419 (01.22.00)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
14.
Þórunnartún 4, kærur 81,82,83/2014, umsögn
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2014 ásamt kærum nr. 81/2014, 82/2014 og 83/2014 á ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí sl. um samþykki á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna Þórunnartúns 4. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2014.



Umsókn nr. 130068 (05.8)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
15.
Nesjavallaleið 9, fangelsi, kæra 3/2013, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. janúar 2013 ásamt kæru, dags. 28. janúar 2013, vegna ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 19. desember 2012 um breytt deiliskipulag á Hólmsheiði vegna fangelsislóðar að Nesjavallaleið 9. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. febrúar 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. september 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 140457 (04.38.65)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
16.
Skógarás 21, kæra 97/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. ágúst 2014 ásamt kæru dags. 28. ágúst 2014 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir stækkun svala við hús nr. 21 við Skógarás. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. september 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. september 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.




Umsókn nr. 140317
17.
Vogabyggð, drög að lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. júlí 2014 um samþykkt borgarráðs 3. júlí 2014 varðandi breytingu á Aðalskipulagi vegna Vogabyggðar.