Hlíðarendi

Verknúmer : SN140049

85. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, fækkun fermetra atvinnuhúsnæðis o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 br. 1. nóvember 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014, síðast breytt 1. nóvember 2014, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs dags. 8. ágúst 2014, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri dags. 5. ágúst 2014. Einnig er lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Vatnaskil dags. 9. október 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2014.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2014 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur.

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 13:51, þá var einnig búið að fjalla um liði 11, 12 og 13.
Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl 13:55, þá var einnig búið að fjalla um liði 11, 12 og 13.

Fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Framsókn og flugvallarvinir leggja fram svohljóðandi bókun:
Í umsögn skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda er vísað til þess að athugasemdir er varða flugbraut 06-24 eigi ekki við rök að styðjast þar sem flugbrautina sé ekki lengur að finna á skipulagi þar sem í gildi sé deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem tók gildi 6. júní 2014 sem ekki gerir ráð fyrir flugbrautinni. Við teljum að umrætt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem samþykkt var í borgarstjórn 1. apríl 2014 og tók gildi 6. júní 2014 sé verulega áfátt, bæði varðandi málsmeðferð og efni, og eigi þeir ágallar að leiða til ógildingar deiliskipulagsins en umrætt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar hefur verið kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Eftir að deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar var samþykkt í borgarstjórn 1. apríl 2014 voru ýmis gögn og breytingar gerðar sem aldrei voru lagðar fram, ræddar eða samþykktar í sveitarstjórn. Með bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 28. apríl 2014, voru athugasemdir gerðar við tillöguna. Þessar athugasemdir Skipulagsstofnunar komu ekki til umræðu í sveitarstjórn heldur breytti skipulagsfulltrúi uppdrættinum og sendi Skipulagsstofnun bréf, dags. 13. maí 2014, þar sem upplýst er hvaða lagfæringar hafi verið gerðar, ásamt leiðréttum uppdrætti.
Umhverfis- og skipulagssvið sendi svo Skipulagsstofnun, tæpum tveimur mánuðum eftir að deiliskipulagið hafði verið samþykkt í borgarstjórn, eða með bréfi, dags. 26. maí 2014, eftirfarandi gögn vegna yfirferðar Skipulagsstofnunar: minnisblað skipulagsfulltrúa til borgarráðs, dags. 20. maí 2014, bréf frá Isavia, dags. 23. apríl 2014, bréf til Isavia, dags. 20. maí 2014 og breytta umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2014.
Deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar var samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2014, þ.e. eins og umsögnin leit upphaflega út en ekki með þeim breytingum sem gerðar voru á umsögninni eftir að bréfið kom frá forstjóra Isavía sem dagsett er 23. apríl 2014 en skipulagsfulltrúi breytti umsögninni frá 10. mars 2014 til samræmis við ábendingar Isavia og var umsögnin send breytt til Skipulagsstofnunar með bréfi, dags. 26. maí 2014, án þess að umræddar breytingar hafi verið lagðar fram, ræddar og samþykktar í sveitarstjórn. Þá var minnisblað skipulagsfulltrúa til borgarráðs, dags. 20. maí 2014, bréf forstjóra Isavia, dags. 23. apríl 2014, og bréf skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2014 hvorki lögð fram, rædd eða samþykkt í sveitarstjórn í tengslum við breytingar á umræddu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Áhættumat vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar 06-24 liggur ekki fyrir. Þá hefur nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar með og án flugbrautar 06-24 ekki verið endurreiknaður í samræmi við reglugerð 464/2007 um flugvelli. Þá liggur ekki fyrir afstaða Samgöngustofu til lokunarinnar. Þegar þessi atriði liggja fyrir væri fyrst hægt að taka upplýsta ákvörðun um hvaða áhrif slík lokun hefði á umhverfi innanlandsflugs og sjúkraflugs. Er því órökrétt og óábyrgt að gera ráð fyrir byggingum sem teppa aðflug að flugbrautinni og loka henni áður en slíkar upplýsingar liggja fyrir. Í stað faglegra vinnubragða er böðlast áfram með breytingar á deiliskipulagi sem ganga út frá því að flugbrautin sé ekki lengur til. Þá er nefnd sem skipuð var um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs enn að störfum og hefur formaður nefndarinnar óskað eftir svigrúmi til að klára þá vinnu."

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókaði eftirfarandi:
"Með samkomulagi Reykjavíkurborgar, Innanríkisráðuneytisins og Icelandair var gerð þverpólitísk sátt um að setja á laggirnar nefnd sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar. Nefndin hefur nýlega greint frá þeim fimm mögulegu flugvallarstæðum sem hún hefur nú til skoðunar og er Vatnsmýrin eitt af þeim. Rögnunefndin, eins og hún hefur verið kölluð, er enn að störfum og hefur formaður hennar óskað eftir svigrúmi til að klára vinnuna. Í síðustu viku sagði Innanríkisráðherra varðandi deiliskipulag Hlíðarenda og áhrif þess á Reykjavíkurflugvöll eftirfarandi: ¿Reykjavíkurborg og ríki voru sammála um að taka ekki stefnumótandi ákvarðanir er varða þetta mál fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum¿. Icelandair gerir athugasemd við deiliskipulag Hlíðarenda og telur ¿óviðunandi að afkastageta og áreiðanleiki núverandi flugvallarstæðis verði skert með óafturkræfum hætti¿ á meðan verið er að vinna að staðarvali fyrir innanlandsflugið. Það er því ljóst að þrír af fjórum fulltrúum í Rögnunefndinni telja að bíða verði þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Einungis einn nefndarmanna, Dagur B. Eggertsson, skilur samkomulagið með öðrum hætti.
Til að virða þá tímabundnu þverpólitísku sátt varðandi nefndarvinnuna, framtíðarstaðsetningu flugvallararins og öryggi hans greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gegn tillögunni, þar sem ekki er tímabært að skipuleggja svæði með óafturkræfum hætti þegar óvissa ríkir að þessu leyti."

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir bókuðu:
"Tillagan snýst um breytingu á þegar samþykktu deiliskipulagi Hlíðarendasvæðis, þar sem gert er ráð fyrir að flugbraut 06-24 víki. Breytingin felur eingöngu í sér fjölgun íbúða og breytta tilhögun á atvinnuhúsnæði. Hún fellur vel að meginmarkmiðum nýs aðalskipulags að þétta íbúðarbyggð í vesturhluta borgarinnar og stytta vegalengdir í Reykjavík eins og kostur er. Umhverfis og skipulagsráð hefur nýtt tímann til að fara í saumana á helstu umhverfisþáttum skipulagsins."

Vísað til borgarráðs.




82. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014, breytt 10. október 2014, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs dags. 8. ágúst 2014, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri dags. 5. ágúst 2014. Einnig er lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Vatnaskil dags. 9. október 2014.


Uppdr. 01.
Uppdr. 02.
Uppdr. 03.
Uppdr. 04.

Frestað.

81. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs dags. 8. ágúst 2014, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri dags. 5. ágúst 2014.
Sveinn Óli Pálmarsson frá Vatnaskilum tekur sæti á fundinum og kynnir vatnafar og ofanvatnslausnir á deiliskipulagssvæði Hlíðarenda.

80. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs dags. 8. ágúst 2014, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri dags. 5. ágúst 2014.

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl: 09:19.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Kynnt.

509. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri, dags. 5. ágúst 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

504. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014 og Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

72. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2014 vegna samþykktar borgarstjórnar 16. júní 2014 um auglýsingu á deiliskipulagi Hlíðarenda.

Hjálmar Sveinsson víkur af fundi kl 15:17
Páll Hjaltason tekur við formennsku í fjarveru Hjálmars.



71. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2014 vegna samþykktar borgarstjórnar 16. júní 2014 um auglýsingu á deiliskipulagi Hlíðarenda.

Frestað.

65. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Deiliskipulag 01.
Deiliskipulag 02.
Skýringaruppdr. 03.
Skýringaruppdr. 04.
Hindrunarfleti flugbrautar 26. febrúar 2014.
Vatnaskil.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur um að fresta erindinu.
Tillagan var felld með fimm atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur. geng þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns Framboðs Torfi Hjartarson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með sex atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns Framboðs Torfa Hjartarsonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. .

Vísað til borgarráðs.


64. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Deiliskipulag 01.
Deiliskipulag 02.
Skýringaruppdr. 03.
Skýringaruppdr. 04.
Hindrunarfleti flugbrautar 26. febrúar 2014.
Vatnaskil.

Sveinn Óli Pálmason fulltrú Vatnaskila kynnir.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl 12:06.

Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum á nýju kl. 13:12 þá var búið afgreiða
mál nr. 34. Flokkun úrgangs og endurvinnslu á höfuðborgarsvæðinu, niðurstöðum viðhorfskönnunar og mál nr 37. Umhverfis- og skipulagssvið, sumarráðningar 2014


58. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 6. febrúar 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Deiliskipulag 01.
Deiliskipulag 02.
Skýringaruppdr. 03.
Skýringaruppdr. 04.
Hindrunarfleti flugbrautar 26. febrúar 2014.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Staða málsins kynnt
Frestað

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir bóka:
Formaður borgarráðs lét hafa eftir sér að uppbygging á Hlíðarendasvæðinu væri ekki lokakafli Hlíðarhverfisins heldur fyrsta stigið í íbúðauppbyggingu Vatnsmýrarsvæðisins. Það er með ólíkindum að formaður borgarráðs sem gerði samkomulag við ríkið um að skipuð yrði nefnd til að skoða framtíðarstaðsetningu flugvallarsvæðisins skuli ekki virða störf þeirrar nefndar. Formaður nefndarinnar hefur óskað eftir svigrúmi til að nefndin fái að skila af sér sinni vinnu áður en svæðið áður en þeirri vinnu lýkur. Fulltrúar mismunandi flokka hafa einsett sér að bera virðingu fyrir vinnu nefndarinnar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði harma að formaður borgarráðs og aðrir fulltrúar meirihlutans séu samhliða þeirri vinnu að úttala sig um þeirra framtíðarsýn þvert á pólitískt samkomulag um að gera það ekki að svo stöddu.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka
"Deiliskipulag Hlíðarendasvæðisins var samþykkt samhljóða í Skipulagsráði Reykjavíkur í desember 2010 . Breytingar á deiliskipulagi sem nú eru til umræðu lúta að tilfærslu á starfsemi og eru óverulegar hvað varðar byggðarform. Skipulagið er i fullu samræmi við nýsamþykkt Aðalskipulag Reykjavíkur. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni er ekki háð þessari uppbyggingu".

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 14:30, þá höfðu einnig verið afgreidd mál nr. 7, 9, 10, 11, 17
og 20-29.


479. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 3. febrúar 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2010, breytt 3. febrúar 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

478. fundur 2014
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, aukningu á atvinnuhúsnæði o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 3. febrúar 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2010, breytt 3. febrúar 2014

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.