Gamla höfnin - Vesturbugt

Verknúmer : SN140506

80. fundur 2014
Gamla höfnin - Vesturbugt, (fsp) Reykjavíkurhús
Kynnt fyrirspurn Ask arkitekta dags. 26. september 2014, sem unnin er í samráði við Félagsbústaði, að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar. Breytingin gerir ráð fyrir því að Reykjavíkurhús verði á svæðinu.

Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. og Páll Gunnlaugsson frá Ask arkitektum kynna.

510. fundur 2014
Gamla höfnin - Vesturbugt, (fsp) Reykjavíkurhús
Á fundi skipulagsfulltrúa 26. september 2014 var lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta dags. 26. september 2014, sem unnin er í samráði við Félagsbústaði, að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar. Breytingin gerir ráð fyrir því að Reykjavíkurhús verði á svæðinu. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.



59. fundur 2014
Gamla höfnin - Vesturbugt, (fsp) Reykjavíkurhús
Kynnt drög að hugmynd að Reykjavíkurhúsum við Gömlu höfnina - Vesturbugt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið

Páll Gunnlaugsson arkitekt, Auðun Freyr Ingvarsson og Ellý Þorsteinsdóttir kynna

Sverrir Bollason víkur af fundi kl. 12:50 Reynir Sigurbjörnsson tekur sæti á sama tíma.
þá var einnig búið að afgreiða mál nr. 14. á fundinum.


509. fundur 2014
Gamla höfnin - Vesturbugt, (fsp) Reykjavíkurhús
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitektadags. 26. september 2014, sem unnin er í samráði við Félagsbústaði, að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar. Breytingin gerir ráð fyrir því að Reykjavíkurhús verði á svæðinu.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.