Betri Reykjavík, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Reykjavíkurflugvöllur, Sundahöfn, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Lýsisreitur, Bræðraborgarstígur 1, Gönguleiðir, Hofsvallagata, Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun, Umhverfis- og skipulagsráð, Hverfisskipulag, Logafold 118, Njálsgata 28, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólmsheiði, jarðvegsfylling,

55. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 09:09, var haldinn 55. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sóley Tómasdóttir, Óttarr Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson Þetta gerðist:
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140030
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
1.
Betri Reykjavík, fjölga sérakreinum strætisvagna
Lögð fram fjórða efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum samgöngur "fjölga sérakreinum strætisvagna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 12. febrúar 2014.

Karl Sigurðsson tekur sæti á fundinum kl. 9:20.
Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 12. febrúar 2014 samþykkt.




Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 14. febrúar 2014.

Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:23




Umsókn nr. 130234 (01.6)
3.
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti T.ark Tdags. 17. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 20013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Alex Sigurðsson dags. 23. desember 2013, Norðurflug dags. 29. janúar 2014, Kristján Árnason dags. 29. janúar 2014, Edward H. Finnsson dags. 30. janúar 2014, Leifur Magnússon dags. 30. janúar 2014, Örn Karlsson dags, 31. janúar 2014, Bjarni Bærings dags. 31. janúar 2014, Bolli Héðinsson dags. 31. janúar 2014, Erling Jóhannesson dags. 2. febrúar 2014, Júlíus Þórólfsson dags. 2. febrúar 2014, Þorsteinn Kristleifsson dags. 2. febrúar 2014, Kristján Guðmundsson dags. 2. febrúar 2014, Skildingar ehf. dags. 2. febrúar 2014, Flugfélagið Þór dags. 2. febrúar 2014, Sigurlína Magnúsdóttir dags. 2. febrúar 2014, Magnús B. Jóhannsson dags. 2. febrúar 2014, Magnús Brimar Magnússon dags. 3. febrúar 2014, Gunnar Finnsson dags. 3. febrúar 2014, Alfhild Peta Nilsen dags. 3. febrúar 2014, Guðmundur Hjaltason dags. 3. febrúar 2014, Bragi Sigþórsson dags. 3. febrúar 2014, Helgi Rafnsson dags. 3. febrúar 2014, Fél. ísl. einkaflugmanna, Valur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Hjartað í Vatnsmýri dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ingi Jónsson f.h. Flugmálafélags Íslands dags. 3. febrúar 2013, Flugfélagið Geirfugl dags. 3. febrúar 2014, Elísabet Gísladóttir dags. 3. febrúar 2014, Þyrlufélagið ehf. dags. 3. febrúar 2014, Sigurjón Sindrason dags. 3. febrúar 2014, Iceland Aviation ehf. dags. 3. febrúar 2014, Kristinn H. Brynjarsson dags. 3. febrúar 2014, Úlfar Henningsen og Hólmfríður Edda Guðmundsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ásgeirsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf. dags. 3. febrúar 2014, Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Guðjón Ármannsson f.h. Byggábirk dags. 3. febrúar 2014, Arnór Valdimarsson dags. 4. febrúar 2014, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir dags. 4. febrúar 2014, Jón Emil Wessman, dags. 5. febrúar 2014 og Ægir Ib Wessman, dags. 5. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn Samgöngustofu dags. 3. febrúar 2014.

Allar athugasemdir í einu skjali.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Athugasemdir kynntar.




Umsókn nr. 130525 (01.33.2)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
4.
Sundahöfn, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lagt fram bréf Faxaflóahafnar dags. 1. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreitum lóðanna nr. 4 og 6 við Sundabakka og nr. 3 við Sægarða ásamt gerð nýs hafnarbakka utan við Klepp í samræmi við núgildandi aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkís ehf. dags. 18. október 2013 og skýringaruppdráttum 1.02 og 1.03. Einnig er lögð fram matslýsing vegna umhverfismats Verkís dags. 6. febrúar 2014.

Björn Ingi Eðvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 45423
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 767 frá 18. febrúar 2014.








Umsókn nr. 140037
6.
Lýsisreitur, upplýsingar
Skýrt frá fundi með íbúum og verktökum vega vinnu á Lýsisreit.

Björn Stefán Hallsson byggingarfulltrúi fór yfir stöðu málsins.



Umsókn nr. 140035 (01.13.500.1)
520612-0330 HD verk ehf.
Bræðraborgarstíg 1 101 Reykjavík
7.
Bræðraborgarstígur 1, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn HD verk ehf. dags. 23. janúar 2014 varðandi breytta notkun á jarðhæð hússins að Bræðraborgarstíg 1 úr verslun og leikskóla í gistiheimili, skv. uppdrætti Eon arkitekta dags. 15. janúar 2013. Einnig lögð fram greinargerð hönnuða dags. 23. janúar 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjór situr fundinn undir þessum lið.



Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir féllust ekki á breyta notkun jarðhæðar hússins með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2014. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Óttar Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir greiða atkvæði á móti afgreiðslunni.



Umsókn nr. 140039
8.
Gönguleiðir, kynning
Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds dags. 14. febrúar 2014. Einnig er kynntar framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða.

Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl 11:05, Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum á sama tíma, þá átti eftir að afgreiða lið nr. 4 á dagskránni. Jafnframt var búið að leggja fram málin nr. 10 og 11 á fundinum.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:17

Ámundi V. Brynjólfsson skrifst. stj. kynnir.





Umsókn nr. 140036
9.
">Hofsvallagata, kynnt staða hönnunar
Kynnt staða hönnunar á breytingum á Hofsvallagötu.



Stefán Finnsson yfirverkfræðingur kynnti.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Óttar Guðlaugsson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu :
Þær breytingar sem gerðar voru á Hofsvallagötu í sumar voru mjög umdeildar og vöktu hörð viðbrögð íbúa. Á fjölmennum íbúafundi í Hagaskóla kom fram að íbúunum fannst breytingarnar misheppnaðar og ljótar. Einnig kom fram að þær hafi meðal annars verið of dýrar og að litadýrð götunnar hefði orðið til þess að börn léku sér frekar við hana og væru því ekki til þess fallnar að auka umferðaröryggi. Á íbúafundinum var þess krafist að götunni yrði breytt aftur í sama horf og ættu fulltrúar íbúa í samstarfi við borgina að útfæra lagfæringar. Þær lagfæringar hafa ekki gengið nógu langt og til að mynda er óskiljanlegt að flæði umferðarinnar hafi ekki verið bætt með að setja í fyrra horf tvær akreinar við gatnamót Hofsvallagötu og Hringbrautar í stað þess að hjólastígurinn nái alveg að gatnamótunum og taka með því beygjuakreinina til austurs. Í staðinn standa nú hins vegar yfir bráðabirgðaframkvæmdir við götuna sem ekki hafa verið kynntar íbúum. Í öllu ferlinu hefði samráð og upplýsingagjöf til íbúa mátt vera mun betri og brýna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði umhverfis- og skipulagssvið til að halda góðu samstarfi við íbúa um stöðu mála nú og öll framtíðarskref varðandi þessa mikilvægu götu í Vesturbænum.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yeoman. og fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu:
Megin markmið breytinga á Hofsvallagötu var að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi - það markmið náðist. Útlitið var djarft og umdeilt en árangurinn góður. Aðskilnaður gangandi og hjólandi, skýr afmörkun bílastæða og lægri umferðarhraði er lykilstef í skipulagsstefnu borgarinnar og endurspeglaðist í þessum framkvæmdum.
Drög að nýrri og hönnun, sem kynnt var í ráðinu, tekur tillit til reynslu seinasta árs og þess samráðs sem haft hefur verið við íbúa. Talningar og mælingar seinasta árs eru mikilvægt veganesti fyrir næstu skref. Meira samráð verður haft við íbúa í framhaldinu. Það er von okkar og vissa að framkvæmdin verði samfélaginu og hverfinu til framdráttar.



Umsókn nr. 140040
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun, undirbúningur
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 14. febrúar 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. febrúar 2014 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: "Lagt er til að borgarráð feli sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta árs og til fimm ára á grundvelli gildandi fimm ára áætlun."
Einnig er lögð fram tíma- og verkáætlun undirbúningsvinnunar dags. 6. febrúar 2014.



Umsókn nr. 140035
11.
Umhverfis- og skipulagsráð, starfsdagur febrúar 2014
Venjubundinn fundur umhverfis-og skipulagsráðs fellur niður miðvikudaginn 26. febrúar nk. þar sem þann dag verður starfsdagur umhverfis- og skipulagsráðs.



Umsókn nr. 140038
12.
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir, Grafarvogur, Vesturbær og Breiðholt.
Kynnt drög að hverfisskipulagslýsingu og mati á umhverfisþáttum, Háaleitis-Bústaða, Grafarvogs, Vesturbæjar og Breiðholts. Í drögunum koma fram helstu niðurstöður úr gátlista, greining á skipulagsskilmálum auk helstu áherslum og framtíðarsýn fyrir hverfin. Einnig eru kynntar hugmyndir sem eru í mótun fyrir næsta verkhluta.

05_Háaleiti-Bústaðir_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi 5.1_VerkhlutiB.
05_Háaleiti-Bústaðir_Hverfisskipulagslysing_Hverfi 5.2_VerkhlutiB.
05_Háaleiti-Bústaðir_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi 5.3_VerkhlutiB.
05_Háaleiti-Bústaðir_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi 5.4_VerkhlutiB.
05_Háaleiti-Bústaðir_Afmörkun.

08-Grafarvogur-lysing_drög 140128-hverfi 8.1.
08-Grafarvogur-lysing_drög 140128-hverfi 8.2.
08-Grafarvogur-lysing_drög 140128-hverfi 8.3.
08-Grafarvogur-lysing_drög-140128-hverfi 8.4.
08-Grafarvogur_ afmorkun hverfa_140128.
08-Grafarvogur_ yfirlitskort_140128.
08-Grafarvogur_ Nuv. skilmalar og heimildir_140128.

01_Vesturbær_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi1.1 VerkhlutiB.
01_Vesturbær_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi1.2 VerkhlutiB.
01_Vesturbær_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi1.3 VerkhlutiB.
01_Vesturbær_Afmörkun_VerkhlutiB.
01_Vesturbær_Yfirlitskort_VerkhlutiB.
01_Vesturbær_Dsk_Skilmálar_VerkhlutiB.

06_Breiðholt_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi6.1_VerkhlutiB.
06_Breiðholt_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi6.2_VerkhlutiB.
06_Breiðholt_Hverfisskipulagslýsing_Hverfi6.3_VerkhlutiB.
06_Breiðholt_Afmörkun_VerkhlutiB.
06_Breiðholt_Yfirlitskort_VerkhlutiB.
06_Breiðholt-Gátlisti um visthæfi.
06_Breiðholt-Gátlisti-samantekt.

Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 13:13 og víkur Sverrir Bollason af fundi á sama tíma.


Richard Ólafur Briem og Ólöf Kristjánsdóttir ráðgjafateymi borgarhluta 06 Breiðholt kynna.
Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Guðmundur Gunnarsson fulltrúar ráðgjafateymis borgarhluta 05 Háaleiti- Bústaðir kynna
Egill Guðmundsson og Þráinn Hauksson fulltrúar ráðgjafateimis,
borgarhluta 08 Grafarvogur kynna.
Anna María Bogadóttir, Basalt arkitekta og Margrét Harðardóttir, Studio Granda , Orri Gunnarsson vinnustofunni Þverá, ráðgjafateymi borgarhluta 01 Vesturbær kynna..



Umsókn nr. 140021 (02.87.38)
300856-5789 Ellert Már Jónsson
Miðhús 32 112 Reykjavík
13.
Logafold 118, málskot
Lagt fram málskot Ellerts Más Jónssonar móttekið 17. janúar 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 3. desember 2013 um að byggja sólstofu við suðurhlið hússins á lóð nr. 118 við Logafold.

Fyrri ákvörðun um neikvæða afgreiðslu staðfest.

Umsókn nr. 90178 (01.19.02)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Njálsgata 28, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. maí 2009 ásamt kæru dags. 17. apríl 2009 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir sólpalli á lóðinni nr. 28 við Njálsgötu. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. janúar 2010. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. febrúar 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 110019 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra 6/2011, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. janúar 2011 ásamt kæru Þóris J. Einarssonar dags. 12. janúar 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Hólmsheiði. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 17. apríl 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála frá 14. febrúar 2014. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 4. nóvember 2010 um deiliskipulag fyrir jarðvegsfyllingu og miðlunargeyma á Hólmsheiði.




Umsókn nr. 110388 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra 68/2011 vegna framkvæmdaleyfis, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2011 þar sem kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 17. ágúst 2011 vegna framkvæmdaleyfis til jarðvegslosunar á Hólmsheiði. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júní 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála frá 14. febrúar 2014. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 17. ágúst 2011 um að veita framkvæmdaleyfi til jarðvegslosunar á Hólmsheiði í Reykjavík.