Borgarskipulag Rvk. og umferðardeild borgarverkfr., Aðalskipulag Reykjavíkur, Húsavernd, Aðalstígakerfi, Vesturlandsvegur/Miklabraut, Frostaskjól 2, Skólabær, leikskóli, Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995,

Skipulags- og umferðarnefnd

23. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 9. október kl. 16.30 var haldinn 23. fundur skipulagsnefndar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundinn sátu: YYYYYY auk ýmissa embættismanna. Fundurinn var opinn almenningi. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Borgarskipulag Rvk. og umferðardeild borgarverkfr., fjárhagsstaða
Formaður skipulagsnefndar kynnti hlutverk Borgarskipulags og skipulagsnefndar, samvinnu og samstarf.



Aðalskipulag Reykjavíkur, hverfakort, deiliskipulag og ný byggðasvæði
Bjarni Reynarsson aðstoðarforstöðumaður Borgarskipulags, kynnti stöðu skipulagsvinnu.



Húsavernd,
Helga Bragadóttir og Margrét Þormar, arkitektar á Borgarskipulagi kynntu húsvernd sem þátt í aðalskipulagi.



Aðalstígakerfi, milli fjöru og heiða
Björn Axelsson landslagsarkitekt hjá Borgarskipulagi og Ólafur Bjarnason yfirverkfræðingur hjá borgarverkfræðingi, kynntu legu stígs frá Seltjarnarnesi í Heiðmörk og stöðu framkvæmda við hann og við göngubrú yfir Kringlumýrarbraut.



Vesturlandsvegur/Miklabraut, stígakerfi
Lagt fram bréf Guðrúnar Ólafsdóttur f.h. Íslenska fjallahjólaklúbbsins, dags. 24.9.95, varðandi stígakerfi við gatnamót Sæbrautar og Miklubrautar.

Vísað til Borgarskipulags og borgarverkfræðings til tillögugerðar í samráði við Íslenska fjalahjólaklúbbinn.

Frostaskjól 2, íþróttahús
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.8.95, varðandi erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur frá 18.8.95 um íþróttahús K.R. við Frostaskjól skv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 4.7.95 og uppdr. dags. 30.8.95 ásamt greinargerð, dags. 1.9.1995 og líkani. Einnig lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna kynningar.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða framlagða tillögu, dags. 30.8.95, en vísar umferðarþætti málsins til umferðardeildar borgarverkfræðings til frekari úrvinnslu.

Skólabær, leikskóli, lóðarafmörkun, breytt landnotkun
Lagt fram bréf Bergs Felixsonar f.h. Dagvistar barna, dags. 27.9.95, varðandi heimild til að sameina leikskólalóðirnar Selásborg og Rofaborg skv. uppdr. Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts dags. 26.9.95.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið samhljóða, en bendir á að æskilegt sé að göngustígur á lóðinni verði opinn utan starfstíma leikskólans. Ennfremur að hugað verði að litlum skikum, sem verða utan lóðar.

Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995,
Ólafur Bjarnason yfirverkfræðingur og Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt sýndu svipmyndir úr ferð skipulagsnefndar til Bretlands í september 1995.