Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995

Skjalnúmer : 10009

23. fundur 1995
Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995,
Ólafur Bjarnason yfirverkfræðingur og Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt sýndu svipmyndir úr ferð skipulagsnefndar til Bretlands í september 1995.



21. fundur 1995
Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995,
Lögð fram fundargerð frá fundi skipulagsnefndar og embættismanna í ferð skipulagsnefndar til Bretlands 9.-19. sept. 1995.



19. fundur 1995
Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995,
Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur og Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt sýndu svipmyndir úr ferð skipulagsnefndar til Bretlands í september 1995.

Gunnar Jóhann Birgisson lagði fram svofellda bókun:
"Það er að mínu mati undarlegt að á sama tíma og meirihluti borgarstjórnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrga fjármálastjórn á síðasta kjörtímabili skuli vera skipulögð glæsiferð fyrir skipulagsnefnd til Englands á kostnað skattgreiðenda. Það kann vel að vera að ferðir af þessu tagi séu gagnlegar og því skil ég áhuga nefndarmanna fyrir ferðinni. Rétt hefði hins vegar verið að stytta ferðatímann og fækka fulltrúum. Jafnframt skora ég á meirihlutann að beita sér fyrir því að ferðir af þessu tagi hljóti meiri umræðu í nefndinni, áður en endanleg dagskrá er kynnt fyrir nefndarmönnum".
Fulltrúar R-listans í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Það er sjónarmið út af fyrir sig að vera andvígur því að vera í tengslum við aðrar þjóðir og fara í náms- og kynnisferðir til nágrannalanda. Undirbúningur ferðarinnar hefur verið langur m.a. til að ná sem hagstæðustu samningum við ferðaskrifstofur og til að hafa sem mest og best gagn af ferðinni. Gunnar Jóhann hefur haft tækifæri til að fylgjast með þeim undirbúningi og því sérkennilegt að koma nú, nokkrum dögum fyrir ferðina og bóka mótmæli. Hefð er fyrir því að skipulagsnefnd og raunar fleiri nefndir fari í náms- og kynnisferðir bæði innanlands og utan og er þetta fjórða ferð nefndarinnar og bæði sú fámennasta og ódýrasta. Kostnaður við ferðina er innan ramma fjárhagsáætlunar borgarinnar. Að loknum þessum ferðum hefur ávallt verið gefin út skýrsla og haldinn kynningarfundur fyrir embættismenn, borgarfulltrúa og nefndarmenn, sem nýtist í faglegri vinnu innan kerfisins. Sá háttur verður hafður á nú líka".
Gunnar Jóhann Birgisson óskaði bókað:
"Það má vel vera að undirbúningar ferðarinnar hafi verið langur. Það má einnig vel vera að hefð sé fyrir slíkri ferð. Fyrst lá fyrir dagskrá ferðarinnar á síðasta fundi nefndarinnar. Andmæli við ferð af þessu tagi á ekkert skilt við það að ekki sé áhugi fyrir því að vera í samskiptum við aðarar þjóðir".