KR svæðið - Frostaskjól 2-6

Skjalnúmer : 8223

7. fundur 1998
Frostaskjól 2, nýbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.01.98 ásamt teikningum Teiknistofunnar hf. Ármúla 6 að íþróttahúsi KR, dags. 17.11.97. Einnig lagðar fram athugasemdir sem bárust frá: Hermanni Hallgrímssyni Frostaskjóli 2, dags. 26.01.98, Kristjönu Kjartansdóttur og Björgvini Bjarnasyni Frostaskjóli 15, dags. 28.02.98, Jóni Kristjánssyni Frostaskjóli 17, dags. 01.03.98. og umsögn Borgarskipulags, dags. 04.03.98, breytt 16.03.98 og umsögn umferðardeildar um athugasemdabréfin, dags. 10.03.98, ásamt nýjum uppdráttum Teiknistofunnar hf. Ármúla 6 dags. 19.03.98.
Umsögn Borgarskipulags dags. 4.3.98. breytt 16.3.98. samþykkt ásamt uppdr. Teiknistofunnar dags. 19.3.98. Áður en málið er afgreitt í byggingarnefnd þarf að gera grein fyrir fyrirkomulagi á rútustæði.

2. fundur 1998
Frostaskjól 2, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.01.98 ásamt teikningum Teiknistofunnar hf. Ármúla 6 að íþróttahúsi KR dags. 17.11.97. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags dags. 23.1.98.
Samþykkt með 6 atkv. að fela skipulagsstjóra að kynna tillöguna sbr. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum að Kaplaskjólsvegi 61, 67, 69, 71, 73, 75, 77, Frostaskjóli nr. 1-25 (oddatölur) og Granaskjól 1 og 4. (Guðrún Jónsdóttir sat hjá).

23. fundur 1995
Frostaskjól 2, íþróttahús
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.8.95, varðandi erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur frá 18.8.95 um íþróttahús K.R. við Frostaskjól skv. uppdr. Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 4.7.95 og uppdr. dags. 30.8.95 ásamt greinargerð, dags. 1.9.1995 og líkani. Einnig lagðar fram athugasemdir sem bárust vegna kynningar.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða framlagða tillögu, dags. 30.8.95, en vísar umferðarþætti málsins til umferðardeildar borgarverkfræðings til frekari úrvinnslu.

20. fundur 1995
Frostaskjól 2, íþróttahús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.08.95, varðandi erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur frá 18.08.95 um íþróttahús K.R. við Frostaskjól. Einnig lagður fram uppdráttur Teiknistofunnar hf. Ármúla 6, dags. 04.07.95 og uppdr. dags. 30.8.95 ásamt greinargerð, dags. 01.09.1995 og líkani.
Samþykkt að kynna fyrir nágrönnum.

22. fundur 1994
Frostaskjól 2, íþróttahús
Lagt fram að nýju bréf Kristins Jónssonar, formanns Knattspyrnufélags Reykjavíkur, mótt. 20.1.94, varðand byggingu íþróttahúss félagsins við Frostaskjól. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknist. hf. Ármúla 6, dags. 14.12.93, síðast br. 11.1.94 og uppdr., dags. 7.4.94. Ennfremur lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 25.4.94, á athugasemdum, sem borist hafa; bréf formanns K.R., dags. 21.9.94 og ályktun aðalfundar K.R. frá 11.4.94.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það er lagt fyrir.

9. fundur 1994
Frostaskjól 2, íþróttahús
Lagt fram að nýju bréf Kristins Jónssonar, formanns Knattspyrnufélags Reykjavíkur, mótt. 20.1.94, varðandi stækkun íþróttahúss félagsins við Frostaskjól. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknist. hf. Ármúla 6, dags. 14.12.93, síðast br. 11.1.94 og uppdr., dags. 7.4.94. Ennfremur lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 25.4.94, á athugasemdum, sem borist hafa.
Guðrún Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:" Ég geri að tillögu minni að haldinn verði formlegur kynningarfundur um þetta mál í hverfinu. Á þessum fundi verði sérstaklega farið yfir umferðarþátt málsins o.fl."
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu G.J. efnislega og felur Borgarskipulagi að efna til almenns kynningarfundar með íbúum hverfisins.


2. fundur 1994
Frostaskjól 2, stækkun íþróttahúss
Lagt fram bréf Kristins Jónssonar, formanns Knattspyrnufélags Reykjavíkur, mótt. 20.1.94, varðandi stækkun íþróttahúss félagsins við Frostaskjól. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknist. hf. Ármúla 6, dags. 14.12.93, síðast br. 11.1.94.

Frestað. Kynna tillöguna fyrir næstu nágrönnum.

7. fundur 1994
Frostaskjól 2, íþróttahús K.R.
Lagt fram bréf Kristins Jónssonar formanns Knattspyrnufélags Reykjavíkur, móttekið 20. jan. 1994, varðandi byggingu íþróttahúss félagsins við Frostaskjól. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknist. hf. Ármúla 6, dags. 14.12.93, br. 21.12.93 og 11.1.94 ásamt líkani. Ennfremur lagðar fram athugasemdir og mótmæli íbúa, dags. 28. og 30. jan. og 7. febr. 1994.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Samþykkt að kynna tillögu að nýjum útfærslum varðandi umferð, bílastæði og aðkomu að svæðinu, ásamt líkani, fyrir þeim aðilum sem hafa sent inn athugasemdir."