Frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, Skeifan, Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi, Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Brautarholt 6, Dunhagi 18-20, Kjalarnes, erindisbréf, Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar, Vegamótastígur 7 og 9, Gamla höfnin - Vesturbugt, Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, Grensásvegur 1, Lindargata 11, Laugavegur 4-6,

137. fundur 2016

Ár 2016, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 9:08, var haldinn 137. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð.Vindheimum Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir. Þetta gerðist:
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 160034
1.
Frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn, kynning
Kynnt frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn.

Fulltrúar Samkeppniseftirlitsins Páll Gunnar Pálsson forstjóri og Valur Þráinsson hagfræðingur kynna.

Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 5. febrúar 2016.





Umsókn nr. 160009 (02.57.6)
570480-0149 Reykjavíkurborg - eignasjóður
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 6. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að byggt verði athafnahúsnæði á lóðunum þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Þá er gert ráð fyrir göngustíg meðfram lóðum á milli Bæjarflatar og Gylfaflatar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 15. desember 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis og skipulagsráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160020 (01.46)
4.
Skeifan, lýsing, heildarendurskoðun deiliskipulags
Lögð fram lýsing vegna endurskoðunar deiliskipulagi Skeifunnar, dags. í febrúar 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lýsingu samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða lýsingu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu sbr. 3. mgr.40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar Vegagerðarinnar,Umhverfisstofnunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Strætó, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH),Bílastæðanefnd, Hverfisráð Laugardals, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur auk annara sviða og deilda innan Reykjavíkurborgar.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150743 (05.1)
5.
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.1 Háaleiti-Múlar, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.1 Háaleiti-Múlar dags. 14. desember 2015.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 150744 (05.2)
6.
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.2 Kringlan-Leiti-Gerði dags. 14. desember 2015.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150745 (05.3)
7.
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.3 Bústaða-og Smáíbúðahverfi dags. 15. desember 2015.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150746
8.
Hverfisskipulag, Háaleiti-Bústaðir 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að skipulags- og matslýsingu fyrir Háaleiti-Bústaðir hverfi 5.4 Fossvogshverfi-Blesugróf dags. 15. desember 2015.

Fulltrúi Urban arkitekta Guðmundur Gunnarsson, fulltrúi Landlínu Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Ævar Harðarson og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 3. mgr. 40. gr. sbr. 5. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar. Umhverfisstofnunar, nærliggjandi sveitarfélags Kópavogs, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands, Strætó bs. og Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 45423
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 862 frá 9. febrúar 2016.



Umsókn nr. 50100 (01.24.120.4)
561208-0690 Karl Mikli ehf.
Nóatúni 17 105 Reykjavík
10.
Brautarholt 6, Íbúðir - 4.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki til suðurs, innrétta 6 íbúðir og byggja tvennar svalir á norðurhlið og fernar á suðurhlið 4. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 28. desember til og með 25. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gréta Gunnarsdóttir, dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2015. Einnig samþykki meðeigenda dags. 12. október 2015, greinargerð um algilda hönnun dags. 18. nóvember 2015 og ósk um grenndarkynningu dags. 25. nóvember. Stækkun: 34,9 ferm., 56,5 rúmm. Gjald kr. 9.823

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2016.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. .




Umsókn nr. 160091 (01.54.51)
710178-0119 T.ark Arkitektar ehf.
Brautarholti 6 105 Reykjavík
11.
Dunhagi 18-20, málskot
Lagt fram málskot T.ark Arkitekta ehf., dags. 2. febrúar 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016 um að byggja við húsið á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.

Umhverfis- og skipulagsráð staðfestir fyrri afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2016.
Ráðið er hlynnt áformum um að opna verslun að nýju á jarðhæð en leggst gegn stækkun íbúðarhúsnæðisins.



Umsókn nr. 150231
14.
Kjalarnes, erindisbréf, Starfshópur um mótun landbúnaðarstefnu
Kynnt drög að erindisbréfi starfshóps um mótun landbúnaðarstefnu fyrir Kjalarnes, dags. 26. október 2015.

Leiðrétt bókun umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. nóvember 2015.
Rétt bókun er:
Fulltrúi Samfylkingarinnar er Þorkell Heiðarsson, fulltrúi Bjartar framtíðar er S. Björn Blöndal, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er Sigríður Pétursdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina er Sigurður Ingi Jónsson og fulltrúi Pírata er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.


Umsókn nr. 160029
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar, drög (USK2016010085)
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 21. janúar 2016 um að vísa drögum að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, dags. 19. janúar 2016, til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. febrúar 2016.

Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. febrúar 2016 samþykkt.

Umsókn nr. 160089 (01.17.15)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
17.
Vegamótastígur 7 og 9, kæra 16/2016
Lagt fram bréf úrskurðarnendar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. febrúar 2016, ásamt kæru, ódags. móttekin 29. janúar 2016, þar sem kært er samþykkt deiliskipulag við Vegamótastíg 7-9, og Grettisgötu.



Umsókn nr. 150499 (01.0)
18.
Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 2. febrúar 2016 á breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar.



Umsókn nr. 150371 (01.17.40)
130272-5769 Halldór Eiríksson
Fífusel 26 109 Reykjavík
19.
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 28. janúar 2016 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits.



Umsókn nr. 150750 (01.46.00)
110457-2789 Sigurður Einarsson
Sólberg 2 221 Hafnarfjörður
20.
Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 4. febrúar 2016, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg.



Umsókn nr. 150666 (01.15.12)
171270-5889 Sveinn Björnsson
Búland 28 108 Reykjavík
21.
Lindargata 11, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 4. febrúar 2016, á breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Skipholt.


Umsókn nr. 160039
22.
Laugavegur 4-6, varðandi framkvæmdir
Skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs gerði grein fyrir fundi sínum með byggingaraðilum á Laugarvegi 4-6.