Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17

Verknúmer : SN160009

137. fundur 2016
Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 6. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að byggt verði athafnahúsnæði á lóðunum þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Þá er gert ráð fyrir göngustíg meðfram lóðum á milli Bæjarflatar og Gylfaflatar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 15. desember 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis og skipulagsráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.


572. fundur 2016
Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 6. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst að byggt verði athafnahúsnæði á lóðunum þar sem áður var gert ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Þá er gert ráð fyrir göngustíg meðfram lóðum á milli Bæjarflatar og Gylfaflatar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf., dags. 19. nóvember 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir breytingu á deiliskipulag áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.