Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Grensásvegur 1,
Lindargata 11,
Úlfarsbraut 122-124,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fossagata 2,
Laugarnes,
Fjölgun náttúrulegra svæða,
Hávaði vegana framkvæmda í íbúabyggð og miðsvæðum,
Grenndargámar,
Göngugötur 2016,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Borgargötur,
Græna netið,
Reynisvatnsás,
Fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina,
Betri Reykjavík,
Hlíðarendi,
Tryggvagata 16,
135. fundur 2016
Ár 2016, miðvikudaginn 27. janúar kl. 9:10, var haldinn 135. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimar
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Hildur Sverrisdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 22. janúar 2016.
Umsókn nr. 150750 (01.46.00)
110457-2789
Sigurður Einarsson
Sólberg 2 221 Hafnarfjörður
2. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar, mótt. 9. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst heimild til að byggja hótel á lóðinni, fækkun á heildarfjölda bílastæða í samræmi við breytta notkun byggingarinnar, tengibygging sem áður var tvær hæðir verður ein hæð og byggingarreitur fyrstu hæðar stækkar lítillega til suðurs, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitektar ehf., dags. 26. janúar 2016. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Batterísins arkitektar ehf., dags. 26. janúar 2016.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150666 (01.15.12)
171270-5889
Sveinn Björnsson
Búland 28 108 Reykjavík
3. Lindargata 11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sveins Björnssonar, mótt. 3. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Lindargötu. Í breytingunni felst að hækka húsið um ca. 1. metra, byggja viðbyggingu á norðurhlið hússins þar sem komið verður fyrir lyftu- og stigahúsi og breyta notkun hússins úr íbúðarhúsnæði í gistiheimili í flokki IV, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf., dags. 5. nóvember 2015. Einnig eru lögð fram bréf Minjastofnunar dags. 22. september og 22. október 2015. Tillagan var auglýst frá 9. desember 2015 til og með 20. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar, dags. 21. desember 2015 og Rekstarfélag Stjórnarráðsins, dags. 19. janúar 2016.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2016.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2016.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150748 (05.05.57)
570480-0149
Reykjavíkurborg - eignasjóður
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4. Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 9. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að norðvestur mörk lóðar fyrir grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili, menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug er breytt þannig að lóð minnkar. Eftir breytinguna verða almenn bílastæði norðvestan við bygginguna á nýrri lóð og einnig reitir fyrir færanlegar kennslustofur. Byggingarreitur er minnkaður lítillega í samræmi við breytt lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. janúar 2016.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn nr. 45423
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 860 frá 26. janúar 2016.
Umsókn nr. 50070 (01.63.670.7)
660315-0120
Ágúst hinn mikli ehf.
Fossagötu 2 101 Reykjavík
110727-4889
Ágúst Ingimundarson
Furugerði 1 108 Reykjavík
6. Fossagata 2, Einbýlishús
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris, einangrað að utan og klætt standandi borðaklæðningu á lóð nr. 2 við Fossagötu. Einnig er lagt fram skuggavarp Arkþings í júní og september, ódags. og í ágúst, dags. 6. október 2015. Erindi var grenndarkynnt frá 24. nóvember til og með 22. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Elín Brimdís Einarsdóttir og Gísli Kristinsson, dags. 21. desember 2015, Hrafnhildur Sigurðardóttir, dags. 21. desember 2015 og Hrafnhildur Sigurðardóttir f.h. 99 aðila á undirskriftarlista, dags. 22. desember 2015. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015. Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 6. október 2015 og lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. apríl 2014. Stærð A-rými: 216 ferm., 666,2 rúmm. C-rými: 36,9 ferm. Gjald kr. 9.823
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 160021
7. Laugarnes, verndaráætlun
Kynnt verndaráætlun Minjastofnunar Íslands fyrir minjasvæði á Laugarnesi.. Einnig eru lögð fram drög að aðgerðaráætlun.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi Minjastofnunar Íslands Ásta Hermannsdóttir kynnir
Umsókn nr. 160022
8. Fjölgun náttúrulegra svæða,
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags. 22. janúar 2016 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2016 varðandi að breyta slegnum svæðum í náttúruleg svæði. Einnig er lögð fram greinargerð Landmótunar dags. 15. apríl 2015.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, fagna því að leitað sé leiða til að til að leyfa villtri náttúru njóta sín þar sem það á við, sérstaklega á svæðum eins og við sjávarsíðuna. Undanfarin ár hefur grassláttur ekki staðið undir væntingum borgarbúa og því vert að brýna að ekki megi slaka á nauðsynlegu viðhaldi þó áherslur breytist til að fjölga svæðum með villtri náttúru. Fulltrúarnir vara einnig við að farið verði of geyst í að láta náttúruna taka völdin á sumum svæðum og óska þess að fylgst verði náið og gagnrýnið með viðeigandi inngripum ef að ljóst þykir að óheft náttúran á ekki heima í borgarlandinu."
Umsókn nr. 160024
9. Hávaði vegana framkvæmda í íbúabyggð og miðsvæðum, umsögn
Lögð fram umsögn Samtaka Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi dags. 9. desember 2015 varðandi hávaða í íbúða byggð og miðsvæðum i þéttbýli.
Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 160025
10. Grenndargámar, Þjónustusamningar
Kynnt drög að þjónustusamningi Sveitarfélaganna á höfðuborgarsvæðinu við Sorpu um rekstur á grenndargámum ásamt samkomulagi um skiptingu kostnaðar.
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 160011
11. Göngugötur 2016, lokun Laugavegar fyrir umferð vegna HönnunarMars
Lagt fram erindi Söru Jónsdóttur verkefnisstjóra HönnunarMars, dags. 24. september 2015, varðandi lokun Laugavegar fyrir umferð frá gatnamótum Vatnsstígs að gatnamótum Þingholtsstrætis og Bankastrætis dagana 10-13 mars. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. janúar 2016.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 160019
12. Umhverfis- og skipulagssvið, könnun um ferðir til og frá vinnu nóv 2015
Kynnt könnun umhverfis- og skipulagssviðs um ferðir til og frá skóla/vinnu/útivistarsvæði og göngugötur sem tekin var dagana 18. nóvember til 7. desember 2015.
Gunnar Hersveinn Sigursteinsson sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi frá Gallup Jóna Karen Sverrisdóttir kynnir.
Umsókn nr. 160026
13. Borgargötur, Starfshópur
Lögð fram tillaga að starfshópi um borgargötur í Reykjavík.
Frestað.
Umsókn nr. 160027
14. Græna netið, Starfshópur
Lögð fram tillaga að starfshópi um græna netið í Reykjavík .
Frestað.
Umsókn nr. 140199
15. Reynisvatnsás, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi leiksvæði
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 5. nóvember 2014 lagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
21. ágúst 2013 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis og skipulagsráði fram svofellda tillögu: "Lagt er til að fundinn verði heppilegur staður fyrir leiksvæði barna í Reynisvatnsási. Haft verði samráð við hverfisráð og nærliggjandi íbúa varðandi staðsetningu, frágang og leiktæki". Tillagan var samþykkt og skrifstofu umhverfisgæða falið að finna hentugan stað fyrir leiksvæði í hverfinu. Ef þess gerðist þörf yrði gerð tillaga að breytingum á deiliskipulagi hverfisins og hún grenndarkynnt. Hvað líður þessu verkefni? Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. nóvember 2014. Lagt fram að nýju ásamt bókun hverfaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 7. október 2015 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. janúar 2016.
Kl. 12:45 vék Sverrir Bollason af fundi.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. janúar 2016 samþykkt.
Umsókn nr. 160018
16. Fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina, Umferðarljós
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Sigurðar Inga Jónssonar fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina :
"Hafa verið framkvæmdar einhverjar breytingar á stillingum umferðarljósa á helstu stofnbrautum, svo sem Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Sæbraut og Hringbraut, frá 1. september sl.?
Ef svo, hvar, hvenær og í hverju voru þær fólgnar?"
Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 21. janúar 2016.
Umsókn nr. 160003
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17. Betri Reykjavík, fá aftur afnot fyrir strætófarþega á Lækjartorgi í húsinu (USK2015120049)
Lagt fram erindið ¿fá aftur afnot fyrir strætófarþega á Lækjartorgi í húsinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 19. janúar 2016.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 19. janúar 2016 samþykkt.
Umsókn nr. 160053 (01.62)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
18. Hlíðarendi, kærur 5 og 7/2016
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. janúar 2016 ásamt kærum 5/2016 og 7/2016 þar sem kært er deiliskipulag á Hlíðarenda.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 150650 (01.13.21)
251277-2659
Michael Blikdal Erichsen
Vesturgata 12a 220 Hafnarfjörður
19. Tryggvagata 16, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 14. janúar 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 16. við Tryggvagötu.