Úlfarsbraut 122-124

Verknúmer : SN150748

135. fundur 2016
Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 9. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að norðvestur mörk lóðar fyrir grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili, menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug er breytt þannig að lóð minnkar. Eftir breytinguna verða almenn bílastæði norðvestan við bygginguna á nýrri lóð og einnig reitir fyrir færanlegar kennslustofur. Byggingarreitur er minnkaður lítillega í samræmi við breytt lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. janúar 2016.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



569. fundur 2016
Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 18. desember 2015 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 9. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að norðvestur mörk lóðar fyrir grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili, menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug er breytt þannig að lóð minnkar. Eftir breytinguna verða almenn bílastæði norðvestan við bygginguna utan lóðar og einnig hluti reits fyrir færanlegar kennslustofur. Byggingarreitur er minnkaður lítillega í samræmi við breytt lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 8. apríl 2015, breyttur 13. ágúst 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6. í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.


567. fundur 2015
Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 9. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að norðvestur mörk lóðar fyrir grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili, menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug er breytt þannig að lóð minnkar. Eftir breytinguna verða almenn bílastæði norðvestan við bygginguna utan lóðar og einnig hluti reits fyrir færanlegar kennslustofur. Byggingarreitur er minnkaður lítillega í samræmi við breytt lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 8. apríl 2015, breyttur 13. ágúst 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.