Friðuð hús í Reykjavík, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Hrísateigur 14, Tryggvagata 13, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Grensásvegur suður, Flokkunarílát á opnum svæðum usk2014110060, Almenningssamgöngur í Reykjavík, Hæg breytileg átt, Verkefnaskrá skipulagsfulltrúa, Veghúsastígur 1, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Búðavað, gestabílastæði, Gilsárstekkur 8, Laugavegur 12B og 16,

87. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 09:10, var haldinn 87. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Áslaug Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140213
1.
Friðuð hús í Reykjavík, samningur við Minjavernd
Kynntur samningur Reykjavíkurborgar og Minjaverndar tengt friðuðum húsum í Reykjavík.

Torfi Hjartarson tekur sæti á fundinum kl. 9:30.
Óli Jón Hertervig fulltrúi eigna og atvinnuþróunar og Þorsteinn Bergsson fulltrúi minjaverndar kynna.

Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 14. nóvember 2014.



Umsókn nr. 140476 (01.36.02)
430872-0289 Norðurey ehf.
Fjarðarási 10 110 Reykjavík
200362-6409 Hildur Bjarnadóttir
Hofteigur 20 105 Reykjavík
3.
Hrísateigur 14, Breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Norðureyjar ehf. dags. 10. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 14 við Hrísateig. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit lóðar og breyting á notkun úr íbúðarhúsi í gistiheimili, samkvæmt uppdr. Hildar Bjarnadóttur ark. ódags. Tillagana var grenndarkynnt frá 7. október til og með 4. nóvember: Eftirfarandi aðilar sendu athugasemdir: Ásdís Jóhannesdóttir dags. 20. október 2014, húsfélagið að Hrísateig 12 dags. 3. nóvember 2014 og Atli Freyr Þórðarson og Ásdís María Rúnarsdóttir dags. 4. nóvember 2014. Að lokinni kynningu barst athugasemd frá Aðalheiði Gísladóttur og Guðmundi Ö. Bergþórssyni dags. 6. nóvember 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2014.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags 14. nóvember 2014.





Umsókn nr. 140562 (01.11.74)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
4.
Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju umsókn T13 ehf. dags. 24. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13. við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að heimilt er að fara út fyrir byggingarreit með svalir/útsýnisglugga, kvöð er felld niður um inndregna 1. hæð/jarðhæð að norðaustanverðu o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 23. október 2014.
Á fundi umhverfis-og skipulagsráðs miðvikudaginn 12. nóvember 2014 var samþykkt að senda tillöguna í auglýsinu sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til borgarráðs..
Erindið er nú endurupptekið vegna nýrra ganga. Lagt fram bréf Húss og skipulags ehf. dags. 13. nóvember 2014.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Ólafur Kr. Guðmundsson og Áslaug María Friðriksdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.





Umsókn nr. 45423
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 803 frá 18. nóvember 2014.



Umsókn nr. 140180
6.
Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014.

Einnig er lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:
"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .
Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.
Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.
Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.
Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar.
Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.
Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi."
Frestað.

Umhverfis og skipulagsráð samþykkir að fela samgönguskrifstofu umhverfis-og skipulagssviðs að halda kynningarfund um tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og hefja samráð við hverfisráð, íbúasamtök, samtök hjólreiðamanna, slökkvilið, lögreglu og sjúkraflutninga og aðra hagsmunaaðila.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- og flugvallavina gera ekki athugasemd við að tillagan fari í víðtækt samráð og kynningu en með öllum fyrirvörum enda
er mörgum spurningum ósvarað og tillagan ekki að öllu leyti sannfærandi. Þó er mikilvægt strax á þessum tímapunkti að fá fram sjónarmið helstu hagsmunaðila.


Umsókn nr. 140207
7.
Flokkunarílát á opnum svæðum usk2014110060, kynning
Kynnt tillaga umhverfis og skipulagssviðs dags. 17. nóvember 2014 að staðsetningu götustampa fyrir sorp.

Samþykkt.

Umsókn nr. 140208
8.
Almenningssamgöngur í Reykjavík, kynning
Kynning á lokaverkefni Gísla Rafns Guðmundssonar í borgarhönnun um almenningssamgöngur og hvernig þær geta haft áhrif á þróun og ásýnd byggðar.



Gísli Rafn Guðmundsson kynnir.

Umsókn nr. 140188
9.
Hæg breytileg átt, Kynning
Kynning á framtíðarhugmyndum verkefnisins "hæg breytileg átt"

Lókal Glóbal Búseta, myndband.
Fulltrúar Lókal Glóbal búseta, Dagný Bjarnadóttir, Aðalheiður Atladóttir og Falk Kruger kynna.

Umsókn nr. 140582
10.
Verkefnaskrá skipulagsfulltrúa, kynning
Kynning á verkefnaskrá embættis skipulagsfulltrúa.

Kynnt.

Umsókn nr. 140593 (01.15.242.1)
551079-1479 Torfusamtökin
Pósthólf 01358 121 Reykjavík
11.
Veghúsastígur 1, bréf
Lagt fram bréf stjórnar Torfusamtakanna ódags. varðandi varðveislu hússins á lóðinni nr. 1 við Veghúsastíg.

Kynnt.

Umsókn nr. 140203
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Betri Reykjavík, lengja tíma gönguljósa yfir Hringbraut við Vesturbæjarskóla (US2014110035)
Lögð fram fjórða efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum samgöngur "lengja tíma gönguljósa yfir Hringbraut við Vesturbæjarskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar.

Umsókn nr. 140201
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Betri Reykjavík, Hlemmur verður lifandi torg (US2014110033)
Lögð fram efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum skipulag "Hlemmur verður lifandi torg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skiplagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 140205
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Betri Reykjavík, hreinsa til í Öskjuhlíðinni (US2014110037)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum umhverfismál "hreinsa til í Öskjuhlíðinni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu rekstur og umhirðu borgarlands.

Umsókn nr. 140204
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Betri Reykjavík, Göngubrú yfir Miklubraut (US2014110036)
Lögð fram efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum framkvæmdir "Göngubrú yfir Miklubraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014.


Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140202
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16.
Betri Reykjavík, göngubraut á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs (US2014110034)
Lögð fram þriðja efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum samgöngur "göngubraut á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140200
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Betri Reykjavík, göngu/reiðstíg meðfram Úlfarsfellsvegi (US2014110032)
Lögð fram önnur efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum samgöngur "göngu/reiðstíg meðfram Úlfarsfellsvegi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 130103 (04.79)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
18.
Búðavað, gestabílastæði, kæra 16/2013 umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 14. febrúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. janúar s.l. varðandi gestabílastæði við Búðavað. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, lögfræðideild dags. 12. apríl 2013. Einnig er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 10. nóvember 2014. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 140550 (04.61.20)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
19.
Gilsárstekkur 8, kæra 111/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. október 2014 ásamt kæru, dags. 14. s.m. þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. ágúst 2014 að breyta deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 8 við Gilsárstekk. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 12. nóvember 2014.



Umsókn nr. 140492 (01.17.14)
450905-1430 Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf.
Hvaleyrarbraut 32 220 Hafnarfjörður
20.
Laugavegur 12B og 16, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. nóvember 2014 um samþykkt borgarráðs s.s. um samþykkt á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna að Laugavegi 12b og 16.